Vísir - 20.07.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 20.07.1974, Blaðsíða 5
5 Vfair. Laugardagur 20. Júll 1974. ÚTLÖND ÚTLÖND ÚTLÖND UTLÖND ÚTLÖND ÚTLÖND UTLÖND Umsjón: BB/GP fulltrúar byltingarmanna ekki komið fyrir ráðið sem fulltrúar löglegrar rikisstjórnar. Banda- riski fulltrúinn i öryggisráðinu hvatti til þess i gær, að byltingarmönnum yrði heimilað að skýra mál sitt fyrir ráðinu. Þvi bæri skylda til að hlýða á sjónarmið allra málsaðila við rannsókn mála, sem það tæki til meðferðar. Tyrkir vopnast á Kýpur Dimis Demitriou, utanrikis- ráðherra byltingastjórnarinnar á Kýpur, efndi til blaðamanna- fundar i gær. Hann sagðist reiöubúninn til að fara til Tyrk- lands og ræða við ráðamenn þar, hins vegar sagðist hann telja nauðsynlegra að efna fyrst til viðræðna við fulltrúa tyrk- neska minnihlutans á Kýpur. Rauf Denktash, leiðtogi tyrk- neska minnihlutans á eyjunni, hafnaði þessum sjónarmiðum utanrikisráðherrans. Denktash var varaforseti Makariosar fyrir byltinguna. Hann sagðist vona, að Tyrkir og Bretar gerðu nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja sjálfstæði Kýpur. A blaðamannafundi skýrði Denktash frá þvi, að 20.000 Tyrkir á Kýpur væru undir vopnum og mundu verjast ásókn byltingarmanna. Undan- farna sólarhringa hafa Tyrkir grafið skotgrafir umhverfis tyrknesku bæjarhluta Nikósiu. Þá má einnig sjá fallbyssur og stórskotalið i þessum bæjar- hlutum. Byltingarstjórnin hefur hvað eftir annað itrekað, að hún hyggist ekkert gera á hlut tyrkneska minnihlutans. Lið Sameinuðu þjóðanna á eyjunni ber ábyrgð á þvi, að ekki skerist i odda milli þjóðarbrotanna. Grikkir hafna kröfum Tyrkja Eftir fund Josephs Sisco með ráðamönnum i Aþenu siðdegis i gær kom fram, að Grikkir hefðu hafnað öllum kröfum, sem Tyrk- ir hafa sett fram sem skilyrði fyrir þvi, að þeir gætu sætt sig við ástandið á Kýpur. Sisco lagði fram kröfur Tyrkja, sem eru um það , að Nikos Sampson, forseti byltingarmanna, segi af sér og Makarios fái leyfi til að taka aftur við völdum. Tyrkir vilja að grisku herforingjarnir, sem stóðu fyrir byltingunni, verði kallaðir heim til Grikklands og griska stjórnin ábyrgist öryggi" tyrkneska minnihlutans á Kýp- ur opinberlega. Grikkir geta ekki fallizt á neittaf þessu nema kröfuna um heimflutning her- foringjanna og nýir verði sendir i þeirra stað. Þessa kröfu hafa Grikkir samþykkt eftir kröfu allra NATO-rikjanna. Griska stjórnin segir, að þjóðin á Kýpur verði að leysa vandamál sin sjálf. Nikos Sampson, forseti byltingastjórnarinnar á Kýpur. Tyrkir krefjast þess, að hann segi af sér — en Grikkir vilja ekki fallast á þaö. FrancomeöSoflu, prinsessu, Juan Carlos, rlkisarfi, meö frú Franco. Frqnco afsalar sér völdum ríkisleiðtogi í veikindum hans — Juan Carlos Francisco Franco, einræðisherra á Spáni, afsalaði sér völdum i gær i hendur Juan Carlos de Borbon, lög- skipuðum arftaka sin- um og næsta konungi Spánar. Valdaafsalið er að formi til tima- bundið, á meðan ein- ræðisherrann er á sjúkrahúsi. Franco, sem er 81 árs, var fluttur á sjúkrahús fyrir 10 dög- um vegna blóötappa i hægra fæti. Læknar sögðu hann á góð- um batavegi og bjuggust við, að hann næði sér fljótlega. Um há- degisbilið i gær var hins vegar tilkynnt, að Franco hefði hrakað að nýju vegna blæðinga og af þeim sökum hefði hann ákveðið að fela Juan Carlos að fara með völd I landinu. Juan Carlos de Borbon er 36 ára. Frá 22. júlí 1969 hefur hann verið rlkisarfi Francos. Einræð- isherrann byrjaði strax aö und- irbúa það 1948, að Spánn yrði konungdæmi eftir sinn dag. Hann samdi pá við Don Juan de Borbon y Batenburg, landflótta son Alfonso 13. siöasta konungs Spánar sero taldi sig réttborinn til rikiserfða á Spáni, um það, að sonur hans Juan Carlos hlyti mennt, sem gerði honum kleift aö erfo rikið. Fjölskylda Juan Carlos varð landflótta um þær mundir, sem Franco komst til valda 1939. Hefur faðir hans dvalizt I Portúgal, en eftir samning hans viö Franco var ungi prinsinn, ellefu ára gamall, settur til náms á Spáni. Slðan hafa Franco og ráðgjafar hans fylgzt náið meö uppeldi rikisarfans. Nokkur ár eru siðan frá þvi var skýrt, að Franco heföi lýst þvi yfir, að hann elskaði Juan Carl- os sem sinn eigin son. Prinsinn var við sjúkrabeö Francos, þeg- ar einræðisherrann afsalaði sér völdum I hans hendur. Juan Carlos hefur undanfarin ár komið fram fyrir Francos hönd við margvisleg opinber tækifæri. Er hann þá jafnan með konu sinni Sofiu, prinsessu af Grikklandi, systur Konstan- tins, fyrrum Grikkjakonungs. Njóta þau vinsælda meðal Spán- verja og hafa haldið sig utan viö stjórnmáladeilur. Þau eiga einn son og tvær dætur. Sagt er, að Juan Carlos sé þvi hlynntur, aö stjórnmálalifið á Spáni verði frjálsara. Ræður hans þykja oft gefa þaö til kynna. Kröfur um það hafa nú aukizt vegna byltingarinnar i Portúgal. HVETUR TIL ÞESS AÐ NIXON SÉ STEFNT Ráögjafi nefndar þeirrar I fulltrúadeild Bandarlkjaþings, sem kannar hvort ástæöa sé til þess að stefna Nixon, Banda- rikjaforseta, fyrir öldunga- deildina vegna Watergate- málsins, lýsti þvl yfir I gær, aö ástæöa væri til aö gefa út sllka stefnu. Þingmennirnir I nefndinni sátu á lokuðum fundi i gær og hlýddu á skýrslur og álitsgerðir starfs- manna sinna og sérfræðinga. Eftir fundinn sagöi einn nefndar- manna, að John Doar, sérstakur ráðgjafi nefndarinnar, hefði mælt með þvi. að gefin yrði út stefna á hendur forsetanum. Doar rökstuddi mál sitt meö þvi að forsetinn -hofði reynt aö tefja rannsókn málsins með þvi að halda gögnum þess leyndum. Forsetinn heföi þar með farið út fyrir stjórnskipulegt vald sitt og sýnt þinginu óviröingu. Lokaumræður um stefnuna munu fara fram I nefndinni I næstu viku. Hún leggur álit sitt fyrir fulltrúadeild þingsins. Þar getur einfaldur meirihluti þing- manna ákveöiö að stefna forset- anum fyrir öldungadeildina. Það kemur þá I hlut þeirrar deildar að rannsaka.hvortástæöa sé til þess að vlkja forsetanum úr embætti, en 2/3 öldungadeildarmanna geta það með samþykkt sinni. Geimfararnir lentu mjúklega í Sovét Sovézku geimfararnir Pavel Popovich og Yuri Artyukhin lentu geimfari sinu mjúklega á steppum Kazakhstan um hádegisbilið i gær. Ferðin með Sojusi-14 gekk vel til jarðar eftir tveggja vikna dvöl geimfaranna i geim- skipinu Saljut-3. Tass-fréttastofan sagði, að geimfarið hefði lent 200 km fyrir suðaustan skotpall þess I Baik- konur, en þaðan var það sent 3. júll. Geimferð tvimenninganna er talin mjög mikilvæg til undir- búnings undir sameiginlega geimferð Bandaríkjamanna og Sovétmanna á næsta ári. En á- ætlunin um þá ferð gerir ráð fyrir þvl, aö 15. júll ’75 hefji svo vézkt geimfar sig á loft og dag- inn eftir fari Apollo-geimfar af stað frá Bandaríkjunum. Geim- förin verða tengd saman úti I geimnum og geimfararnir flytja sig á milli farartækjanna áður en þeir snúa aftur til jarðar. Þeir Popovich og Artyukhin voru vel á sig komnir, þegar þeir lentu. Velgengnin I þessari ferð á ekkert sameiginlegt meö hörmungunum, sem urðú siö- ast, þegar Sovétmenn sendu menn um borð I Saljut-geim- skip.Þaðvarl júní 1971.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.