Vísir - 20.07.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 20.07.1974, Blaðsíða 16
16 Vfsir. Laugardagur 20. júll 1974. 'k'' ' j I . mm , Útvarp sunnudag kl. 13.25: „Mér datt það í hug" Viðlegu- útbúnað með barninu — ef gist er á hóteli „Ég tala um ofsóknir á hendur börnum á islandi”, Ha? verður blaðamanninum að orði, „eru börn hér ofsótt?” „Já, á vissan hátt: Þaöert.d. ekki gert ráð fyrir smábörn- um á hótelum, hvorki til að sofa né borða”, segir Jónas Guðmundsson sem rabbar við hlustendur i „Mér datt það I hug.” „Það er ekki hægt að fara með smábörn inn á kaffihús heldur. Mér finnst farið verr meö þau en negra. Þeir fá þó sérstök hótel fyrir sig. Ef maöur ætlar meö barnið sitt á hótel, þá þarf maður að útbúa sig eins og maður ætli upp á Kaldadal, með svefnútbúnaö og mat fyrir það. Þetta er allt af þvl, aö þau geta ekki talaö. Það fær enginn neitt á íslandi nema með þvi að rlfa kjaft. Ekki tekur betra við, ef maður ætlar niður I Hljóm- , skálagarö i göngutúr meö barniö. Þá þarf vlða tvo til að komast niöur tröppur. Börnun- um er svo sannarlega ekki gert hátt undir höfði,” segir Jónas. Jónas er blaðamaður, rit- höfundur o.fl. og viö spuröum um nýja bók. „Jú ég hef verið aö vinna að nýrri bók „Morðmál Agústar Jónssonar” og er búinn að af- henda handritið. Svo er ég með 2 leikrit I bígerð. Nú, ég er eftirsóttur listamaður og sel mikið af málverkum frá 10 þús-kall upp I 50 þús. stykkið. Jú, ég hef undan, þvl að ég er svo afkastamikill”, segir Jónas og hlær við. — EVI. Útvarp sunnudag kl. 14.00: „Flóra" Hús, sem er betrekt utan og járnklœtt sem veröur með þáttinn „Flóru” á morgun. Gylfi sagðist mpndu rabba við Hrein, um leið og þeir löbbuðu um sýningu hans. Meðal þess sem var á sýningunni,var ljós- mynd, sem sýnir hús eitt, sem er járnklætt að innan og vegg- fóðrað að utan Sólon Guð- mundsson frá Isafirði/ ein af persónum Þórbergs I Islenzkum aðli, var byrjaður að reisa sér slikt hús, en lauk þvl aldrei. Hús Hreins stendur fullbúið fyrir utan Reykjavlk, en ekki gátum við fengið að vita hvar það er. „Það er leyndarmál, sem ég má ekki segja frá”, sagöi Gylfi. Hann fór svo I segulbandasafn útvarpsins og fann gamla upp- töku, þar sem Þórbergur Þórð- arson les upp tslenzkan aðal. Með leyfi Þórbergs fann hann kaflann, sem fjallar um Sólon, stytti hann,og þannig fáum við að heyra hann. Gylfi spilar svo viðeigandi músik á milli atriða. — EVI. innan „Þessi þáttur er um Hrein Friðfinnsson myndlistarmann, en hann er nýbúinn að halda sýningu I SCM. Hann býr I Hol- landi og er einn af þrem Súmur- unum, sem eiga þar heima. Það er óhætt að segja, að hann sé af- ar sérkennilegur málari.” Þetta sagði Gylfi Glslason, Hreinn Friðfinnsson. Útvarp sunnudag kl. 13.45: r Islenzk einsöngslög Lögin, sem Eiður A. Gunnars- son syngur fyrir okkur á morg- un.eru þessi: Mamma ætlar að sofna, eftir Sigvalda Kaldalóns, Kvöldsöng- ur, eftir Markús Kristjánsson, Nótt, eftir Arna Thorsteinsson, 1 fjarlægð eftir Karl O. Runólfs- son, Smaladrengur eftir Skúla Halldórsson, og ef tlmi vinnst til, Söknuður eftir Pál ísólfsson. Undirleikari er Guðrún Kristinsdóttir. — EVI. Á sumrin er mikið um hestamannamót. Þótt ég hafi aldrei komið i slikan fagnað býst ég við að allt fari vel og skikkanlega fram þar og hvorki hestar né menn hlaupi að ráði út undan sér. Böðvar Guðlaugsson yrkir A hesta- mannamóti. Llst mér þetta lauslát öld, og litlar fréttir, góði, þótt einhver „glettan” komi i kvöld kasólétt úr stóði. A sllkum mótum er sjálfsagt talið gott aö vera vel rlöandi og eru menn það vlst þeim mun betur, sem klárinn er trylltari. Þú átt skilið þökk og lof, þú varst fáka beztur. Mér þó aidrei kom I klof kenjóttari hestur. Maöur kemst ekki hjá þvi að heyra frá þvl sagt að stundum sé sopiö dálltið á á hestamannamótunum og sumir gerist þá jafnvel talsvert djarftækir til kvenna. Stjórn að mynda margir þrá Fyrr en varir okkur i óláns-snarar hlekki kvennafar og fylliri sem fjöldinn sparar ekki. Og ætli þaö fylgi þessu svo ekki að fara á dansiball á eftir. Hvllikt úrval hringagnáa! Hér skal svei mér verða gaman. Ég nötra miiii topps og táa við tilhugsunina eina saman. Þá ætla ég að snúa mér að Þórbergi Þórðarsyni. 1 kafla, sem hann nefnir Styrjöldin við Herdlsi og ólinu,koma fyrir nokkrar bráðskemmtilegar vísur. Ýmist orti hann fyrri helminginn og þær botnuðu eöa öfugt. Hann segir: Þegar útséð virtist um, aö hvorugur strfösaðila yrði lagöur að velli meö hversdagslegu hendingavali, var gripiö til þeirrar tangasóknar I bar- daganum, að rima fyrri helminginn þannig, aö engin samstafa fyndist I málinu til að berja I hann botninn.-. Fyrsti fyrripartur systranna var þannig. Dimma skýið skyggði á skæra nýja tungiið. — En þaö var ekki liðin mlnúta, ég held varla hálf mínúta, þegar ég svara — , segir Þórbergur. Lofnarkrian ieið mér hjá með litla piu á únlið. Nú þurfti Þórbergur aö fara heim að kenna annaö hvort stúlku eða pilti, hann mundi ekki hvort var, en þegar hann kom aftur slengduskáldkonurnar vlsu framanl hann. Klukkan nlu kennir hann plu, kemur svo hingað inn. Lofnarkrlu laus úr stlu iistamaðurinn. Þóirbergur kom með fyrripart á móti. Syndir góla hátt á hói. Hindir róla lands um ból. Þær botnuöu. Lindir kól, sem fjúkið fól, fyndir skjól við norðurpól. Næst komu þær með fyrripart — og- leynir hann þvi ekki að hann átti að ganga nærri Þórbergi — eins og hann segir. Fátt er nú um finan drátt. Feitt vill ekki veiöast neitt. — Ég hélt áfram eins og' þetta væru hversdagslegustu smámunir —, segir Þórbergur. Þrátt má heyra úr þindarátt þreyttum hjartaslætti hreytt. Síöar botnuðu þær þetta sjálfar þannig. Bágt er aö verða að þræla þrátt. Þreytt er iöin mund og sveitt. Síðan segir Þórbergur. — Nú létu þær Herdls og óllna skammt stórra höggva á milli og miöuðu nú á mig vísuhelming, sem áreiðanlega átti að ganga þann veg frá mér, aö ég stæði ekki upp aftur. Hann hljóðaöi hvorki meira né minna en svona,- Það er straff og þrautin verst, þegar kaffið vantar. Þórbergur skaut viðstöðulaust á móti. Gir-á-affa fara þeir flest. Fá þá paffið gantar. — Skáldkonurnar munu hafa skilið það rétt, að „þeir” voru kaffiræktendurnir, þegar þeir draga út á giröffunum slnum til þess að gefa óvinunum, hinum bölvuðu kaffiframleiðendum, vel úti látið paff I hausinn-. Að þessu loknu kom Þórbergur meö vlsuhelming, sem varð skáldkonunum að falli og var ekki meira kveðið I það sinn. Þegar kvæði Þórbergs, sem hér fer á eftir var ort, tlðkaðist þaö, eins og hann segir, — að skáld og hagyrðingar krypu á kné viö kjöltu sinnar elskuðu og vældu helgibænir innl eyra hennar-. Komdu hingað kæra Stina! og kættu þig við munarskál. Varir þlnar verma’ að nýju von, sem kól I minni sál. Þlna bllðu þreyr mitt hjarta. Það mun dýrust huggun mln að vermast þar við ástareldinn, er aðrir lesa’ upp kvæðin sln. Flýt þér hingaö, fagra Stlna! Faðm þinn legg um háis á mér! Hljóður þyl ég helgibænir og Hailgrlmssálma I eyra þér. Nú er hásumarleyfistlminn og ættu menn þvi að hafa góðan tlma til að setja saman vlsur. Ég vil þvl hvetja alla til að gera það og senda þættinum. Verðlaun verða veitt fyrir beztu vlsuna. Utaná- skriftin er — DAGBLAÐIÐ VISIR SIÐU- MÚLA 14, VISNAÞATTUR. Svo er hér aö lokum fyrripartur, svona rétt til upphitunar. Stjórn að mynda margir þrá; metorðsveginn kanna. Bcn.Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.