Vísir - 31.07.1974, Page 5

Vísir - 31.07.1974, Page 5
Vísir. Miðvikudagur 31. júlí 1974. 5 MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón: BB/GP Reiði meðal Grikkja á Kýpur — segja Tyrki halda sínu eftir vopnahlé James Callaghan, utanrlkisráðherra Breta, leiðir hendur starfsbræöra sinna Georg Mavros, frá Grikklandi, (t.v.) og Turan Gunes, frá Tyrklandi, saman, eftir að samkomulagið um vopnahlé á Kýpur hafði verið undirrit- að i Genf i gærkvöldi. A bak við Gunes stendur Roberto Gruyere, einn af aðstoðarframkvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna. Utanrikisráðherra Breta, Grikkja og Tyrkja ganga i dag formlega frá samkomulaginu um vopnahlé á Kýpur, sem loksins náðist i gær eftir sex daga stanzlausar samningaviðræður ráð- herranna i Genf. Fram- haldsviðræður ráðherr- anna hefjast i Genf 8. ágúst. Þær munu fjalla um fra mtiðarskipan mála á Kýpur. Strax i morgun sáust þess merki á Kýpur, að vopnahlés-samkomu- lagið var virt. Fréttamaður AP segir, að þögnin við viglinuna sé I mikilli andstöðu við neikvæð við- brögð Grikkja á eyjunni við vopna- hléinu. Grikkir eru reiðastir yfir þvi ákvæði samkomulagsins, sem mælir fyrir um það, að griskir þjóðvarðliðar skuli hverfa á brott úr þeim tyrknesku bæjarhlutum, sem þeir höfðu hertekið I hefndar skyni fyrir innrás tyrkneska hers- ins á Kýpur. I samkomulaginu er hins vegar ekkert ákvæði um það, að Tyrkir skuli yfirgefa griska hafnarbæinn Kyreniu og aðra griska bæi, sem þeir hertóku. Hvorki leiðtogar Grikkja né Tyrkja á eyjunni vildu láta i ljós álit sitt á samkomulaginu. Báðir aðilar vildu fá tækifæri til að kynna sér samkomulagið, áður en þeir segðu álit sitt. Reiðin var hins veg- ar augljós hjá hinum almenna borgara af griskum ættum og hann hikaði ekki við að segja hug sinn allan: „Voru ungu mennirnir okkar að deyja fyrir þetta — fyrir ekki neitt? Héðan i frá skulum við láta fja... pólitikusana um að berjast,” sagði miðaldra húsmóðir af grisk- um ættum um samkomulagið. „Þetta kennir Grikkjum, að þeir geta ekki farið með okkur eins og þeim sýnist endalaust — það var timi til þess kominn, að móðir okk- ar og verndarengill, Tyrkland, sýndi þeim I tvo heimana,” sagði ungur tyrkneskur Kýpurbúi við fréttamann AP. „Vopnahléssamningurinn tekur af allan vafa um það, að Tyrkir ætla að halda Kyreniu til frambúð- ar og hafa þar þann aðgang að sjó, sem þá hefur alltaf vantaö,” sagði tyrkneskur Kýpurbúi, sem starfar á vegum stjórnvalda. Það er haft eftir háttsettum vest- rænum stjórnarerindreka, að liðs- afli tyrkneska innrásarliðsins á Kýpur hafi á siöustu dögum aukizt upp i 40000 manna lið og 300 skrið- dreka. „Þetta lið nægir til að skipta eyjunni eða til að tryggja Tyrkjum öll völd”, sagði stjórnarerindrek- inn. Tyrkneskir hermenn I byssuvlgi á Kýpur, en úr viginu hafa þeir yfir- sýn yfir veginn milli hafnarborgar- innar Kyreniu og Nikosiu. Skœrur í Líbanon Skæruliðar Palestinumanna og hægri sinnaðir falangistar í Líban- on sömdu um vopnahlé i gærkvöldi eftir skotbardaga og skærur slðan á laugardag. Átökin urðu í bænum Dekwaneh i Libanon. A laugardagskvöldið var skæru- liði drepinn úr launsátri i Dek- waneh og kom þá fyrst til bardaga. Þeir mögnuðust og stórskotahrið og sprengjukast var byrjað, þegar samningarnáðustum vopnahlé. Að minnsta kosti fjórir létu lifið og meira en 20 særðust. Samningar um vopnahlé tókust eftir þriggja stunda fund fulltrúa I forsætisnefnd falangista-flokksins og þriggja foringja skæruliða. Komið var á fót niu sameiginlegum nefndum, sem eiga að fylgjast með þvi að vopnahléinu sé framfylgt og liösafli hvors aðila um sig haldi sig innan borgarhverfa falangista ann- ars vegar og I flóttamannabúðum Paelstinumanna hins vegar. Ian Smith innan um stuðningsmenn I kosnlngaham. IAN SMITH SIGRAÐI ina. t morgun var ekki vitað, hvernig kosning þeirra 16 þing- inanna, sem ekki eru hvitir, hafði farið. 1965 sleit Ian Smith sig úr tengsl- um við Breta og lýsti yfir sjálfstæði Rhodesiu. Siðan hafa 250.000 hvitir menn af sex milljón ibúum landsins farið með óskoruð völd þar. Kosn- ingalögin gera ekki ráð fyrir öðru en hvitir menn haldi meirihluta sinum. Aðeins um 90.000 manns hafa kosningarétt, þar af eru næst- um 80.000 hvitir. Ian Smith efndi til kosninga 10 mánuðum áður en þess var þörf að lögum. Hann sagðist vilja nýtt um- boð til að geta bundið enda á óviss- una i samskiptunum við Breta sið- an 1965. Flokkur Ian Smiths, forsætisráð- herra Rhodesiu, vann algjöran sig- ur i þingkosningunum I landinu i gær. Þegar 43 sæti voru komin I hlut flokksins af 50 sætum hvitra manna á þinginu, var talið fullvíst, aðhann fengi alla hvitu þingmenn- NIXON TAPAÐI f ÞRIÐJA SINN — nefndin lýkur núna störfum Fulitrúadeild Bandarikjaþings hefur nú til afgreiðslu þrjár máis- ástæður frá dómsmálanefnd sinni, sem allar eru rök fyrir þvi, að ástæða sé til þess að stefna Richard Nixon Bandarikjaforseta fyrir öldungadeildina. Dómsmálanefndin lauk sjö mán- aða rannsókri sinni á málum forset- ans i gærkvöldi og samþykkti þá með 21 atkvæði gegn 17 tillögu um að stefna forsetanum fyrir að hafa neitað að verða við kröfu þingsins og afhenda þvi gögn, sem nauðsyn- leg hafa verið talin við rannsókn Watergatemálsins. Nixon forseti segist ráðinn I að segja ekki af sér, hvað sem á dynur. Hinar tvær málsástæður nefnd- arinnar fyrir stefnu voru: Forset- inn reyndi að hylma yfir innbrotið I Watergatebygginguna, samþykkt með 27 gegn 11. Forsetinn misnot- aði vald sitt, samþykkt með 28 at- kvæðum gegn 10. Fulltrúadeildin er ekki bundin af tillögum nefndar- innar. Hún getur samþykkt nýjar málsástæður fyrir þvi að stefna forsetanum fyrir öldungadeildina. Meirihluti dómsmálanefndarinn- ar (26 gegn 12) taldi ekki ástæðu til að stefna forsetanum fyrir fyrir- mæli hans um striðsaðgerðir i Kambódiu. Honum er ekki heldur stefnt fyrir brot á skattalögunum. Bæði repúblikanar og demókrat- ar i nefndinni stóðu að samþykkt þeirra þriggja málsástæðna, sem nefndin samþykkti. Skjálftar í Pakistan Miklir jarðskjálftar urðu i gær I Pakistan og Afghanistan, enginn slys urðu á mönnum svo vitað sé, en ibúar borga og bæja þustu skelf- ingu lostnir út á stræti og torg. Jaröskjálftafræðingar i Pakistan segja, að upptök jarðskjálftans hafi veriö i Hindu Kush fjalllendinu i Afghanistan. Það teygir sig inn i Pakistan. 1 Pakistan urðu menn varir við tvo kippi. Sá fyrri stóð i 50 sekúnd- ur fyrir hádegi og hinn siðari i 30 sekúndur siðdegis. Skjálftarnir eru taldir stafa af misgengi jarðlaga i fjalllendinu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.