Vísir - 31.07.1974, Blaðsíða 7
Vísir. Miðvikudagur 31. júli 1974.
7
■NNÍHvernig vœri að bera
8ÍSAN á borð fíflasalat?
Umsjön: Irna
V. Ingólfsdóttir
Þeir eru sennilega
fáir, sem leitt hafa
hugann að þvi, hversu
skemmtileg, lærdóms-
rik og heilsusamleg
dægrastytting það er
að safna nytjajurtum.
Við teljum sjálfsagt
að fara til berja á
haustin og láta börnin
okkar fara i skólagarð-
ana, til þess að rækta
matjurtir. Hvernig
væri að breyta til og
fara i grasaferð einu
sinni til tvisvar á
sumri. Enn lifir minn-
ingin i bókmenntum
okkar um, hversu það
þótti mikið ævintýri að
fara i grasaferð.
Hvilíkur munur myndi það
lika verða fyrir börnin, þegar
þau byrja aftur I skólanum og
fara að læra grasafræði og hafa
sjálf séð og handleikið þær jurt-
ir, sem þau eiga að fara að læra
um. Þau hafa þá séð mismun-
andi rætur, stöngla, blöð og
blóm ekki aðeins á myndum
heldur þreifað á þeim i raun og
veru.
1 sl. vetrarbyrjun kom út á
vegum Náttúrulækningafélags
íslands bók, sem ber nafnið ,,ís-
lenzkar lækninga- og drykkjar-
jurtir”. Höfundur bókarinnar er
Björn L. Jónsson, yfirlæknir
heilsuhælis N.L.F.l. i Hvera-
gerði. Eins og nafnið ber með
sér, fjallar bókin um þær jurtir
Islenzkar, sem reynslan hefur
kennt að hafa i sér hollustu og
lækningaáhrif gegn sjúkdóm-
um. Höfundur tilgreinir i for-
mála ýmsar heimildir, sem
hann hefir stuðzt við, og eru þær
frá ýmsum timum.
Bókin skiptist i 7 kafla og auk
þess skrá yfir heiti jurtanna og
að lokum skrá yfir verkanir
þeirra, þannig að auðvelt er fyr-
ir þann, sem nota vill bókina
sem handbók að finna án mikill-
ar fyrirhafnar nöfn og lýsingu
þeirra jurta^ sem til greina
kemur að reyna til lækninga
þeim kvilla, sem við er fengizt
hverju sinni.
Grasalækningar hafa verið
stundaðar frá alda öðli og þekk-
ing á þeim borizt land úr landi
segir m.a. i bókinni. Með auk-
inni kunnáttu I efnafræði og
vaxandi tækni hafa hin virku
lækningaefni jurtanna verið
einangruð eða verið framleidd
kemiskt I efnaverksmiðjum og
eru nú gefin i töfluformi eða á
annan hátt. Eigi að siður eru
blöð og aðrir jurtahlutir enn i
notkun. A síðari árum hafa farið
fram rannsóknir á fornum
lækningajurtum, bæði i Austur-
löndum og viðar, sem og á öðr-
um ævagömlum lækningaað-
ferðum.
Sumir trúa þvi i hjartans ein-
lægni, að eitthvert tiltekið með-
al hljóti að vera skaðlaust og
heilnæmt, af þvi að það er úr
jurtum. En það er siður en svo
nokkur meðmæli. öll skaðleg
nautnaefni og flest sterkustu
eiturefni eru úr jurtum komin.
Þarf ekki annað en benda á á-
fengi, tóbak (nikótin) kaffi
(koffein), heróin eða ópium, og
þannig mætti lengi telja. Meira
að segja fjörefnalyfin geta vald-
ið hættulegum sjúkdómum m.a.
A- og D-fjörefnin, ef mikið er
notað af þeim.
Þekking á grasalækningum
hefir snemma borizt til Islands,
aðallega frá Norðurlöndum, en
þangað lengra að sunnan. Fátt
af ráðleggingunum hér á eftir
mun vera sérstaklega islenzkt
eða norrænt.
urinn tekinn frá, og þá var blett-
urinn rauður. Þá átti að hafa við
hendina eitt eða tvö blöð af hóf-
sóley og leggja þau ranghverf á
blettinn og binda utan um. Eftir
sólarhring voru blöðin tekin frá,
og var þá komin stór blaðra. Þá
Á þvi leikur enginn vafi, að is-
lenzkar jurtir hafa margvisleg
áhrif á likamann og starfsemi
hans, bæði við innvortis og út-
vortis notkun.
Hér á eftir eru taldar nokkrar
af þeim jurtum, sem getið er i
bókinni.
Arfi.
Blómgast allt sumarið. Vex i
görðum, kringum hauga, i
fuglabjörgum og viðar. Um allt
land.
Takist rétt áður en hann
blómgast.
Kælandi, mýkjandi, græð-
andi. Seyði af nýjum arfa mýkir
hægðir, enda sé drukkinn einn
peli I senn, það eyðir iðrabólg-
um, græðir sár I lungum og örv-
ar matarlyst. Arfi étinn hrár
hefur svipaðar verkanir. Kaldur
arfabakstur stillir hita og verk i
bólgum og eyðir þeim. Gott er
að geyma nýjan fisk I haugarfa.
Brennisóley.
Blómgast i mai—júni, og
oft langt fram á sumar. Vex i
graslendi. Um allt land.
Jurt þessi er eitruð og þvi ekki
notuð innvortis. Séu blóm henn-
ar lögð við húðina, brenna þau
af skinnið og draga undir sig
blöörur. Eigi skyldi láta þau
liggja lengur við en þar til húðin
roönar. Við mörgum sjúkdóm-
um eru blöðrudragandi meðul
nauðsynleg, svo sem gigt I út-
limum, tökum, svima, brjóst-
verkjum o.fl. Guðrún Teitsdótt-
ir ljósmóðir skrifar: „Amma
min kenndi mér að búa á sig
bakstur við verk i siðunni. Hún
lét mig taka svolítinn brúsk af
brennisóleyjarblöðum (ekki
blómið), saxa það smátt með
dálitlu ósöltuðu smjöri, smyrja
saxið á tusku og leggja við verk-
inn, binda svo utan um allt sam-
an. Eftir klukkutima var bakst-
Vex á túnum og byggðum. Um
allt land.
Takist fyrir blómgun.
örvar hægðir og þvaglát, eyð-
ir bólgum, mýkjandi, þynnir
vessa. Notað við meinlætum
(innanmeinum), vatnssýki,
harðlifi, þvagstemmu, skyr-
bjúgi. Af seyði blaðanna, sem
nefnast hrafnablöðkur, drekkist
lbolli daglega. Úr þvi er gott að
þvo klæjandi limi. Gott þótti að
leggja marin blöð við litil sár og
útbrot. Fyrrum voru framleidd
fegrunarlyf úr fíflum, t.d. með
þvi að sjóða þá og nota siðan
seyðið. Konur þvoðu andlit sitt
með þvi til húðfegrunar.
Viða um lönd eru blöðin notuð
til matar sem salat. Franskir
sjómenn fóru I fiflaleit hér á
landi á vorin og gæddu sér um
borð á fiflasalati, enda rækta
Frakkar fifla sem matjurt.
Rangvellingar grófu upp fifla-
rætur vor og haust, steiktu á
glóð og borðuðu heitar með
smjöri, lika steiktar á pönnu i
smjöri. Unglingar borðuðu rót-
ina hráa. Gott þótti að sjóða
ræturnar i mjólk. Þær voru
einnig þurrkaðar og brenndar
og notaðár i kaffi i staðinn fyrir
eða með kaffirót.
Kúmen
Höfundur bókarinnar „islenzk-
ar lækninga- og drykkjarjurt-
ir”. Björn L. Jónsson, yfirlækn-
ir heilsuhælis N.L.F.Í.
Kúmen
Blómgast i mai-júni. Vex i
ræktarjörð kringum bæi og i út-
högum. Sjaldgæft á NA- og A-
landi.
Fræið er vindeyðandi, eykur
mjólk I brjóstum og er gott gegn
gulu, lifrarbólgu og styrkir
voru blöð lögð yfir á ný, en nú
rétthverf, og næstu daga var
þetta endurtekið, og þurfti alltaf
að hreinsa sárið, þvi að út úr þvi
vall vilsa. En eftir viku var sár-
ið gróið og verkurinn horfinn.
Ég varð að endurtaka þetta vor
eftir vor:”
Til litunar: fölgult.
Fifill.
(Biðukolla, ljónstönn, túnfif-
ill, ætififill).
Blómgast i mai til september.
Fjallagrös.
Takist helzt i júni, I eða eftir
vætu. Styrkjandi, barkandi,
hægðamýkjandi, blóðhreins-
andi, ormdrepandi. Góð við
hægðatregðu, uppþembu, lyst-
arleysi, kraftleysi, blóðsótt,
einnig við niðurgangi. Seyðið er
gott viö kvefi og hósta, blandað
hunangi. Af teinu drekkist 1
bolli tvisvar á dag. Fjallagrösin
eru efnarik og nærandi, I þeim
eru 40-70% kolvetni eða álika og
I kornmat, auk þess slimefni,
sem verka vel á magann og
meltinguna. Notuð til matar,
m.a. i grauta.
Til litunar: Brúnt, gult.
Hrútaberjalyng.
Blómgast i júli. Vex innan um
kjarr og lyng. Um allt land.
Blöð og ber eru hjartastyrkj-
andi, auka styrk og þrótt,
styrkja slímhúð meltingarfær-
anna. Barkandi. Góð við niður-
gangi. Af berjamaukinu er gott
að taka 2 tesk. 4 til 6 sinnum á
dag.
magann. Af tei fræsins drekkist
nokkrir bollar á dag. Fræið
blandað i mjöl gefur brauði og
súpum þægilegan smekk. Kúm-
en er sums staðar ræktað vegna
blaðanna til matar. Hefur orðið
illgresi I túnum.
Reynir
Blómgast i júni. Vex innan um
birki og i urðum og gljúfrum.
Um allt land.
Berin eru barkandi, stilla
blóðlát, niðurgang, verka þvag-
aukandi og góð við nýrnaveiki
og þvagteppu. Af berjamauki
skal taka 2 tesk.i senn. Af seyð-
inu má drekka 1 bolla 3svar á
dag. Við blöðrusteini er gott að
borða þurrkuð berin kvölds og
morgna.
Söl.
Vaxa i sjó.
Auka matarlyst og þorsta.
Góð við kligju, sjóveiki, upp-
þembingi og harðlifi. Næringar-
rik fóður- og matjurt, sem þekkt
hefir verið frá fyrstu timum Is-
lands byggðar.