Vísir - 31.07.1974, Síða 9

Vísir - 31.07.1974, Síða 9
Visir. Miftvikudagur 31. júli 1974. Umsjón: Hallur Símonarson Visir. Miðvikudagur 31. júll 1974 r Dwight Stones — fellur hún eöa. Reyndi við 2,31 m en róin féll Ljóshærði hástökkvarinn frá USA, Dwight Stones, reyndi við 2.31 m á Bislett-leikunum i Osló I gærkvöldi — fór yi'ir hæðina, en kom aðeins við rána. Hún titraði og féll svo niður. Þetta var fyrsta tilraun hans til að bæta sitt eigið heimsmet um einn sentimetra. Hann var mjög nærri að setja heimsmet I hinum tveimur tilraunum sinum, en herzlumuninn vantaöi. — l>að er langt siðan maður hefur séð svo hárfint fellt, sögðu norskir um stökkið. Dwight Stones varð þvi að láta sér nægja nýtt Bislet-met, stökk 2.28 m I 3ju tilraun. Gamla metið átti Kanada- maðurinn John Beers, 2.20 m. — Hann varð þriðji i gær i Osló, stökk 2.20 m en i öðru sæti var Rory Kotinek, USA, sem stökk líka 2.20 m. Tveir næstu menn stukku 2.17 m og var Norömaðurinn Leif Roar Falkum annar þeirra. Frábær árangur náðist á leikunum m.a. hlupu fjórir Norðnienn innan við 13:30.0 mln. i 5000 m. Þar sigraöi Dick Buerkie, USA, á 13:23.4 min. Knut Kvalheim hljóp á 13:24.2 Arne Kvalheim á 13:26.4, Fer llallc á 13:27.6 og Knut Boro á 13:29.4 min. Slikt hlaup er sennilega einsdæmi hjá fjórum frá sama landi — meira að segja stórþjóö- unum. Timi Buerkle er nýtt Bisictmet. Ileimsmethafinn Emile Putteman, Belgíu, átti hið eldra. 13:25,2 min. Hans Peter Wæhrli sigraði og setti svissneskt met I 3000 m hindrunar- hlaupi á 8:26.2 min. og Martha Watson jafnaði bandariskt mct sitt i lang- stökki kvenna 6.58 m. Strákarnir koma í Sjónvarpið Þegar stjórn KSÍ samdi við Sjónvarpið um útsendingar á knattspyrnuleikjum sumarsins, var sett inn i samningin sérstök klásúia, þar sem Sjónvarpiö skuldbindur sig til að taka upp og sýna frá úrslitaieikjum yngri flokkanna i knattspyrnu i ár. Urslitaleikirnir i 3. 4. og 5. flokki vcrða leiknir hér i Reykja- vik 10. og 11. ágúst n.k. en leikirn- ir i 2. flokki fara fram dagana 13,- 15. og 20. ágúst. Keppninni i einstökum flokkum er enn ekki lokið, en henni lýkur einhvern næstu daga og munum viö þá greina nánar frá hvaða iið leika i úrslitunum. —klp— ísland í OL- knattspyrnu! — Útlit fyrir átta landsleiki á nœsta ári Stjórn Knattspyrnusambands tslands hefur tilkynnt þátttöku Is- lands i undankcppni olympiuleik- anna I knattspyrnu, en sú keppni mun iiklega fara fram á næsta ári. Ekki er endanlega búið að ákveða, hvernig skipt verður I riðlameðal Evrópuþjóðanna, en trúlega verður leikið i 4-liða riðl- um. Dregið verður um hvaða liIX. leika i riðlunum einhvern næstu daga og úr þvi ákveða þjóðirnar leikdaga sin á milli. Olympiuleikararnir fara fram i Kanada árið 1976 og mun þvi und- ankeppnin fara fram á næsta ári. Þetta þýðir, að ef leikið verður i 4- liða riðlum, mun islenzka lands- liðið leika a.m.k. átta landsleiki á næsta ári, en þá leikur liðið einnig i Evrópukeppni landsliða. I sumar og haust á liðið eftir að leika a.m.k. fjóra landsleiki. Við Finnland hér heima 19. ágúst og við Beígiu hér heima 8. september. Það verður leikið við Danmörku ytra 8. október og við HM-lið Austur-Þýzkalands 12. október. ,?~l! Allir reknir útaf — í miðjum leik! i fyrrakvöld fór fram einn leik- ur i Skarphéðinsmótinu i knatt- spyrnu á Selfossi...að visu var það ekki heill leikur, heldur rétt háifur, en þar áttust við lið Sel- foss og Þórs frá Þorlákshöfn. 1 hálfleik var leikmönnum Þórs tilkynnt að þeir yrðu að yfirgefa völlinn, þvi þar ætti að fara að hefjast æfing hjá aðalliði Selfoss. Þeir ættu að fara yfir á annan völl, þar sem' leiknum ætti að ljúka. Þessu vildu Þórsararnir ekki una, og töldu, að það væri ekki hægt að leika einn og sama leik- inn á tveim völlum. Var þá ekkert verið að tvinóna við hlutina — og leikurinn einfaldlega flautaður af. Þórsararnir ætla nú að kæra leikinn og vilja fá bæði stigin fyrir þennan hálfa leik...sem manni finnst nú ekkert ósanngjarnt, þar sem þeir höfðu ekki gert annað af sér en að vera fyrir!!! —klp— Sigur og tap hjá Skaganum Akurnesingar komust bæði i úr- slit i 1. og 2. flokki i Bikarkeppni KSÍ á þessu sumri. Úrslita- leikirnir voru leiknir i siðustu viku og unnu þeir sigur i 2. flokki en töpuðu i 1. fiokki. 1 2. flokki léku þeir til úrslita við Breiðablik — Reykjavikurliðin taka ekki þátt i þessu.móti — og sigruðu þar með tveim mörkum gegn engu. t 1. flokki léku þeir við Viking og töpuðu 3:1. t þeim leik skoraði Agúst Jóns- son, iþróttafréttaritari Morgun- blaðsins, „supermark” af löngu færi fyrir Viking. Þvi miður náð- ist ekki mynd af þvi né fögnuði hans á eftir, en vert hefði verið að eiga það á filmu til að hræða dóm- ara og aðrar knattspyrnustjörn- ur, sem eru áð bjóða iþrótta- fréttamönnum i stórleiki af og til. —klp— Júgóslavía hafði það á síðustu sekúndunni Sigraði Spán í EM unglinga í körfuknattleik Körfuknattleiksmenn og þjálfarar hlýða á þjálfarana frægu frá Banda rikjunutu. Allt, sem þeir framkvæmdu, var siðan tekið upp á myndsegul- band. (Ljósmyndir Bj. Bj.) ,Helzt er að sofa með körfubolta í höndunum' — sögðu bandarisku körfuknattleiksþjálfararnir, sem voru hér með námskeið Júgóslavia sigraði I Evrópu- meistaramóti unglinga I körfu- knattleik, sem fram fór I Frakk- landi i siðustu viku og lauk um heigina t úrslitaleiknum léku Júgó- slavarnir við Spánverja og lauk leiknum með eins stigs sigri þeirra 80-79. í hálfleik höfðu Júgóslavarnir yfir 37:33, en þegar venjulegum leiktima lauk, var staöan jöfn 71:71. t þriðja sæti urðu ttalir — þeir sigruðu Svia 77:69 eftir að hafa haft yfir 39:38 i hálfleik. Sovétrikin urðu i fimmta sæti i keppninni — sigruðu Pólland i siöasta leiknum 86:60 Eftir keppnina var valið Evrópuúrval, ,;,sem á að mæta bandáriska unglingalandsliðinu i Bandarikjunum þann 7. ágúst, og leika þar nokkra leiki við há- skólalið t Evrópuliðið voru valdir þessir piltar: Knego, Zizio og Nakic frá Júgóslavlu, Filba, Posh og Kairo frá Spáni, Rizzi frá ttaliu, Krovilak Tékkóslóvakiu, Kijewski Póllandi og Sakellariou frá Grikklandi. Þjálfari liðsins var valinn Mirko Novosel frá Júgöslaviu. ,,Þið hafið góðan efnivið hér á landi og sumir af þessum piltum, scm við höfum séð, eru virkilega góðir körfuknattleiksmenn, ef miðað er við, að þarna eru 100% áhugamcnn á ferð.” Þetta sagði Marv Hrshmann, bandariskur körfuknattleiks- þjálfari, serri hér dvaldi I siðustu viku á vegum KKt ásamt félaga sinum Will Renken við kennslu og þjálfun körfuknattleiksmanna. Hrshmann er aðalþjálfari Washington háskólans, og er körfuknattleikslið hans talið eitt af 10 beztu háskólaliðum Banda- rikjanna og á tvo menn i landslið- inu. Sjálfur var Hrshmann kosinn þriðji bezti körfuknattleiksþjálf- ari Bandarikjanna á siðasta keppnistimabili. Renken er aftur á móti þjálfari Albright skólans, sem einnig er með mjög gott körfuknattleikslið. A æfingarnar hjá þéim félögum var vel mætt —eða á milli 35 og 40 menn i öil skiptin. Það vakti mikla undrun hjá þeim félögum, að i þeim hópi voru aðeins þrir 1. deildarþjálfarar og tveir 2. deild- arþjálfarar og ekki einn einasti iþróttakennari. Þótti fleirum en þeim þetta furðulegt áhugaleysi. Þeir félagar voru með mjög skemmtilegar æfingar og þannig úr garði gerðar, að menn höfðu mikla skemmtun og ánægju af þeim. Þeir tóku fyrir mörg atriði og útskýrðu og kenndu þau á þann hátt, að þau gleymast ekki i bráð. Ef svo skyldi fára, á að vera auð- velt að rilja þau upp, þvi að flest allt var tekið upp á myndsegul- --------------------------------i ,Marv llrshiiianii til vinstri og/ Will Renken sögðu, áð hér værul inargir elnilegir körfuknatt f leiksincnn. mm *■■'% band, sem KKI hefur til afnota. Allir, sem sóttu námskeiðin, voru mjög hrifnir. Einn þeirra var Kolbeinn Pálsson, fyrirliði KR og landsliðsins, sem sagði, að hann hefði lært meira á þessum örfáu dögum en á þeim 16 árum, sem hann væri búinn að vera i körfubolta. Fleiri tóku undir þetta með honum, sérstaklega þó yngstu þátttakendurnir, sem þarna fengu meiri lærdóm en hugsanlegt er, að þeir hefðu feng- ið hjá innlendum þjálfurum á mörgum árum. Aður en þeir félagar fóru héðan — til Sviþjóðar — útbjó Hrsh- mann æfingaprógram fyrir Einar Bollason, þjálfara landsliðsins, sem hann byrjaði að starfa eftir i þessari viku. Er það mjög vel unnið og æfingarnar þannig úr garði gerð- ar, að allir fá mikið út úr þeim. Byggjast þær flestar á þvi, að menn séu með körfuboltann i höndunum þá liðlegu eina og hálfa klukkustund, sem æfingin stendur yfir, en það taldi Hrsh- mann mjög nauðsynlegt...helzt ættu menn að sofa með boltann i höndunum, ef eiginkonan eða kærastan væri ekki á móti þvi....—klp— Ólga vegna Elmarskœru í gærkveldi var ,,Elmarskær- an” tekin fyrir á fundi Knatt- spyrnuráðs Reykjavíkur. Er það kæra Vals á hendur Fram vegna þátttöku Elmars Geirssonar i leiknum gegn Val. Vikingur hcfur enn ekki kært — Málið var scnt áfram tii dómsstóis KRR, sem mun liklega taka það fyrir i dag. Hilmar Svavarsson, fulltrúi Fram i KRR, sagði i viðtali við blaðið i morgun, að hann hefði lagt þá spurningu fyrir ráðs- menn, hvort þeir teldu það heppi- legt fyrir liðsandann i Reykjavik- urúrvali, að leikmenn Fram mættu þar til leiks undir þessum kringumstæðum. „Ráðið fór eindregið fram á að Framarar mættu og létu þetta mál grafið og gleymt á meðan. Þeir munu þvi allir mæta nema Árni Stefánsson, sem er meiddur og Elmar Geirsson, sem heldur aftur utan i fyrramálið. Það er mikil óánægja hjá strák- unum með þessa kæru, sem þeim finnst lúaleg og sýni þar að auki ragmennsku, sem ekki var búizt við af KFUM-mönnum. Það hafa tugir Islendinga i knattspyrnu, sundi, körfuknattleik, handknatt- leik, frjálsum iþróttum og fleiri greinum keppt hér heima eftir að hafa leikið og keppt fyrir erlend lið, þar sem þeir hafa verið við nám eða störf. Nægir þar aðeins að benda á sjálfan Valsmanninn Jóhannes Eðvaldsson. Það er þvi ekki undarlegt þótt okkar piltar séu sárir út i Valsmenn, en þeir mæta til leiks- ins vegna þess, að það er fyrir Reykjavik, sem þeir keppa, en ekki fyrir VaF'Ef svo hefði verið er ég viss um að engin Framari hefði mætt.” Jóhannes Eðvaldsson, fyrirliði Vals, sagði i morgun, að sér þætti það reglulega barnalegt hjá Frömurunum að láta það bitna á leikmönnum Vals þótt stjórn félagsins hefði kært þennan leik. ,,Það er þvi ekki við okkur að sakast i þessu máli. Auk þess trúi ég þvi ekki að kunningjar minir meðal leikmanna Fram hafi sagt, að þeir vildu ekki spila við hliðina á okkur Valsmönnum — eins og við séum einhverjir stórglæpa- menn”. Jón Aðalsteinn Jónsson, formaður Vikings, sagði það ekki vera rétt i Morgunblaðinu i morg- un, að Vikingur væri búinn að kæra sinn leik á móti Fram. ,,Við höfum ekki sent inn neina kæru — en við eigum það kannski eftir. Annars finnst mér framkoma Framara i þessu máli bera vott um mikið þroskaleysi, og alveg furðulegt að þeir skuli fara i fýlu og vera með hótanir i sambandi við þennan leik, þar sem þeir eru aö keppa fyrir hönd Reykjavikur, sem hefur fóðrað þá og fóstrað og gert margt gott fyrir félag þeirra. —klp— Kvennaslagur á KR-velli í kvöld I kvöld fer fram úrslitaleikur- inn i Islandsmóti kvenna i knatt- spyrnu. Fer leikurinn fram á ein- um af völlum KR við Frostaskjól og hefst hann kl. 20,00. Til úrslita leika stúlkur úr FH og Akranesi, en þær urðu sigur- vcgarar i sinum riðlum i keppn- inni. 1 þeirri keppni tóku þátt 10 lið — öll af Suðvesturlandi — og háðu þau liarða keppni, sem staðið hef- ur yfir undanfarnar vikur. Leikir kvennanna eru oft anzi skemmtilegir og mikil barátta i þeim. Leikurinn i kvöld kemur áreiðanlega til með að bjóða upp á það, og jafnvel enn meira, enda verður sjálfsagt niargt um „manninn” á KR-veliinum þegar stúlkurnar hefja úrslitabaráttuna um isiandsmeistaratitilinn i ár. —klp— Koma beint úr Evrópu- mótinu í Jaðarsmótið Stœrsta golfmót Norðurlands Kaldið um nœstu helgi Um na-siu lielgi — verzlunar- mannahelgina — fcr fram opið slórmót.i golfíá Jaðarsvellinum á Akureyri. Er það hið svonefnda Jaðarsmót, sem er,36 holu keppni og fer fram á laugardag og sunnudag, Vitað er um mikinn fjölda kylf- inga á Suðurlandi og viða að,sem ætlar i mótið, en þeir hafa jafnan tjölmennt norður, þegar þetta mót fer fram. Þar verða m.a. flestir af beztu kylfingum landsins — sumir þeirrá eru þegar komnir norður — en þetta mót gefur stig til landsliðs GSI i golfi. Flestir af piltunum, sem tóku þátt i Evrópumótinu i Finnlandi, verða þar meðal keppenda. Þeir koma flestir heim á fimmtudag- inn — sumir þeirra fóru yfir til Sviþjóðar og leika þar i dag og á morgun —en halda til Akureyrar á föstudaginn. I sambandi viö Jaðarsmótið verður einnig haidin opin kvenna- keppni, og er vitað um nokkrar konur, sem ætla að taka þátt i þvi, á meðan að bóndinn keppir i Jaðarsmótinu. ^Það verður að koma Bomma 'V' Gotti"'N rir kattarnef Frábœrt heimsmet — Rick Wohlhuter stórbœtti heimsmetið í 1000 m hlaupi í gœrkvöldi Hinn 25 ára stórhlaupari frá Banda- rikjunum, Rick Wohlhuter, bætti heimsmetið I 1000 m hiaupi um 2.1 sekúndu á Bislett-Ieikunum i Osló í gærkvöldi — hreint ótrúlegur árangur i ekki lengra hlaupi. Timi hans var 2:13.9 min., en eldra heimsmetið sem David Maian, S-Afriku, átti var 2:16.0. — Ég gerði áætlun að hlaupa á um 2:14.0 min., og fékk góða aðstoð frá Norðmanninum Jan Torgersen og Mike Boit, Kenýa, sagði Wohlhuter eftir hlaupið, en hann setti einnig nýlega heiinsmet i 880 jarda hlaupi á 1:44.1 mín. Togersen hljóp fyrstu 400 m á 51.5 sek. og hætti siðan, og Rick tók forust- una, en Boit fylgdi fast á hæla hans. Timinn eftir 600 m var 1:19.0 — 3.3 sek. betra en þegar Malan setti heimsmet sitt. 800 m hljóp Wohlhuter á 1:47.0 min. — þá með næstum 4 sek. betri tima. Hins vegar var hraðinn ekki eins góður I lokin — einkum eftir að Boit, sem hljóp á 2:16.7 min. hætti að veita honum keppni. Þeir fylgdust að þar til á siöustu beygju, en þá fékk Boit olnboga Ricks i magann „og það eyðilagði mikið fyrir mér”, sagði Kenýu-svertinginn eftir hlaupið. „Það var algjört óviljaverk — skeði i hita keppninnar, þegar við rákumst saman” sagði Rick þá við Boit, sem samstundis féllst á þá skýringu. Þriðji i hlaupinu var John Walker á 2:17.1 min. sem er ný-sjálenzkt- met. Landi hans Rod Dixon hljóp á 2:17.2 — siðan kom Byron Dyce, Jamaika, á 2:17,6 min. og Sven Erik Nielsen. sem setti danskt met 2:18.3 min. Sergei Abramov, Sovét-, varð sjöundi á 2:19.5 min. Heimsmetið áður var talið lakasta hlaupamptið — en nú hefur vel verið bætt úr þvi. Þá má geta þess, að á þessum Bislet-leikum, sem haldnir voru til minningar um Martin Luther King, setti Greta Andersen norskt met I 800m á 2:04.0 min. og varð 3ja. Robin Campell, USA, sigraði á 2:02.5 min. Ahorfendur voru um 16 þús. —hslm.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.