Vísir - 31.07.1974, Blaðsíða 16
MiOvikudagur 31. júlí 1974.
„EINS OG AÐ VERA A
LOFTPRESSU"
vegirnir slœmir, og
dekk fer í hverri ferð
Sannarlega
lagleg
þessi...!
Hún er svo sannarlega
laglegþessi, sem horfir svona
stórum augum augum til ljós-
myndarans. Sjálfsagt er hún
að furða sig á þvi, hvern fjár-
ann hann sé að gera.
Um köttinn vitum við
annars litið. Það vitum við þó,
að hann er einn af villiköttum
borgarinnar, og hafði komið
sér vel fyrir i öskjuhiiðinni,
þegar Ijósmyndarann bar að.
—EA/Ljósm: RagnarTh.
Sigurðsson.
„Þetta hefur verið
mjög slæmt ástand fyr-
ir okkur, sem gerum út
bíla. Það er þvi að
kenna, hversu þurrir
vegirnir eru, og þess
vegna er lítið hægt að
hefla. Bilarnir vilja
næstum þvi hristast i
sundur, og við höfum
verið svo óheppnir upp
á siðkastið að missa
dekk i næstum hverri
ferð.”
Þetta sagði Grétar Hansson,
þegar við röbbuðum við hann I
morgun, en Grétar hefur tvo
vörubila á sinum vegum, sem
eru I vöruflutningum út á land,
og þá aðallega á Austfirði.
Grétar þekkir þess vegna
vegina vel, enda kemur stund-
um fyrir að fara þarf allan
hringinn. Og hann er ekki einn
um að hallmæla vegunum.
Mikill kostnaður er þvi sam-
fara að missa dekk, þau kosta
oröið allt upp I 30 þúsund krón-
ur. Þá segir Grétar, að hús bíl-
anna vilji springa.
Sem fyrr segir hefur Grétar
tvo bfla á sinum vegum og segir
hann, að bilstjórarnir hafi
stundum verið við það að gefast
upp. „Þetta er eins og að vera á
loftpressu.” Þar að auki tekur
hver ferð lengri tima, þegar
vegirnir eru slæmir.
Grétar sagði, að vegirnir
væru verri núna en undanfarin
sumur. „En það er þó mikið bú-
ið að gera fyrir þá, og þarna er
ekki neinu um að kenna nema
tiöinni. Það, sem þyrfti að gera,
er að bleyta vegina og he'fia, en
þvi fylgir áreiðanlega mikill
kostnaður”.
Einn, sem er nýkominn úr
hringferð um landið, sagði að
vegirnir væru slæmir, en einna
beztir út frá Akureyri. —EA
heitinn var að ganga frá ein-
angruninni utan um þá jarð-
skautstaug, sem átti að vera til
frambúðar.
Af einhverjum ástæðum virðist
tengibandið hafa.losnað úr fest-
ingu sinni niðri við jarðskautið.
Ólafur hefur gripið I tengiklemm-
una, en við það fengið I sig raf-
straum vegna bilunarinnar I
spenninum. Við það að gripa i
tengiklemmuna virkaði hann sem
leiðari fyrir rafstraum til jarðar.
Þess má geta, að þetta var lág-
spennu jarðskautstaug, en við
bilunina I spenninum komst há-
spenna inn á hana, að þvi er rann-
sókn hefur leitt i ljós.
Visir spurði Oddgeir Þorleifs-
son yfirverkstjóra hjá Rafmagns-
veitum rikisins, hvers vegna
spenna hefði ekki verið tekin af
háspennulinunni, meðan verið
var að vinna við hana. Um slikt
kveður á i reglugerð, að ef unnið
er hættulega nálægt lifshættulegri
spennu, skuli enginn straumur
vera á.
„Þáð var ekki hættuleg spenna
þarna, þvi að háspennan fer ekki
inn á þann hluta spennisins, sem
unnið var við. Það er heldur ekki
vist, að'það hafi verið háspennan
sem kom þarna inná, það getur
hafa verið einhver önnur
spenna”, sagði Oddgeir.
Aðspurður um, hvaða fræðsla
hefði verið veitt i þessu tilfelli,
sagði Oddgeir, að hún hefði verið I
fullkomnu lagi. Sú fræðsla er veitt
af framkvæmdaaðilunum sjálf-
um, enda ber þeim skylda til
sliks. —óH
Rafmagnseftirlit rikisins hefur
nú að ínestu lokið rannsókn á
dauðaslysinu, sem varð i Miðdöl-
um þann 17. júli af völdum raf-
magns.
Þó lézt 16 ára piltur, Ólafur
Eggertsson, er hann var að vinna
við einangrun á jarðskautstaug-
uin á spennistöðvarstaur I
háspennudreifilinunni.
Bilun varð i spenninum sjálf-
um, þannig að rafmagn leiddi út i
járnhólk, sem er utan um hann.
Þaðan barst rafmagnið I tengi-
band, sem var sett til bráða-
birgða i jarðskaut, meðan Ólafur
„Ætlaði ekki að drepo 'ann
segir tilrœðismaðurinn núna, eftir að hann skaut úr búðum hlaupum
haglabyssu sinnar ú lögmann Fœreyja, Atla Dam
Vélstjórinn Bugvi yfirvalds Færeyja,
landstjórnarinnar, en
hún er kosin af lögþing-
Joensen var úrskurð-
aður i allt að 4 vikna
gæzluvarðhald i
Þórshöfn i gær og um
leið var hann ákærður
fyrir morðtilraun á
Atla Dam, lögmanni
Færeyja.
Atli Dam er
for maður æðsta
inu.
Joensen, sem ruðzt hafði inn á
lögmanninn og skotið á hann
tveim skotum úr haglabyssu,
neitaði að hafa ætlað að drepa
hann. — Atli Dam hefur verið
lagður inn á sjúkrahús, en sár
hans eru ekki alvarleg. Fékk
hann höglin I fæturna, þvi að
honum tókst að festa hendur á
byssuhlaupinu og beina þvi.
niður á við, áður en tilræðis-
maöurinn náði að hleypa af.
Hinn ákærði segist einungis
hafa ætlað að særa lögmanninn.
„Hann hefur ofsótt mig i öllum
fjölmiðlum Norðurlanda, bæði
stjórnmálalega séð og
mannlega,” sagði Joensen við
Þórshafnarlögregluna.
Joensen hefur verið úrskurð-
aður til geðrannsóknar I Dan-
mörku. Hann hefur áður sætt
geðrannsókn vegna dráps-
tilraunar, en strauk þá til Nor-
egs.
I skýringum sinum á
verknaðinum heldur hinn 29 ára
gamli vélstjóri þvi fram, að
hann hafi miðað á fætur
lögmannsins, en Atli Dam segir
sjálfur, að honum hafi tekizt i
stimpingum þeirra að beina
byssuhlaupinu að gólfinu, áður
en skotið reið af.
Atburðir þessir skeðu á
heimili lögmannsins, en þangað
var Joensen ekið I leigubil. Bað
hann bilstjórann að biða,
meðan hann skilaði af sér
pakka. Bilstjórinn segir, að
Joensen hafi haft á orði, að það
hafi verið leitt, að hann ekki
hæfði betur.
Rafmagnsslysið í Miðdölum:
SPENNAN EKKI
TEKIN AF, ÞÓTT
UNNIÐ VÆRI
VIÐ SPENNINN
,Sama þrjózkan einkenni
lllllllllM 11 — sagði Moshe Leshem, ambassador
DwQQIUj ísraels, um ísraela og íslendinga
„israelsmenn hafa fundið, að
sambúðin við vinaþjóðirnar hefur
eins og stirðnað eftir október-
striðiö. Þó ekki samskiptin við is-
land. Þar hefur engin breyting
orðið”, sagði Moshe Leshem, am-
bassador israels, sem búsetu hef-
ur í Kaupmannahöfn, en kom
hingað til lands til að flytja
árnaðaróskir þjóöar sinnar á 11
alda afmæli íslandsbyggðar.
Leshem ambassador rabbaði i
gær við blaðamenn og skýrði frá
ástandi og horfum hjá löndunum
fyrir botni Miðjarðarhafsins.
„Með þessum tveim smáþjóðum
er að minu viti svo ótalmargt
sameiginlegt, og liklega geta
engir aðrir skilið betur
þrjózkuna, sem einkennt hefur
lifsbaráttu hvorrar þeirrar fyrir
sig”, sagði Leshem ambassador.
„Það er fjarri þvi, að vanda-
málin hafi verið leyst eða endan-
legur friður saminn”, sagði
Leshem um samningana við
Egypta og Sýrlendinga, sem ný-
lega voru undirritaðir að tilstuðl-
an Kissingers, utanrikisráðherra
Bandarikjanna.
„Þessir samningar útiloka
ekki nýjar striðsaðgerðir, þótt
þeir geri þær óíiklegri”, sagði
Leshem.
Voru auðheyrð hjá ambassa-
dornum vonbrigði Israelsmanna
með samningsgjörðina, þar sem
allar tilslakanir i mála-
miðluninni voru Israelsmanna,
meðan Arabar létu ekkert I
staðinn — „Ekki einu sinni loforð,
hvað þá tryggingu fyrir þvi aö
striðið blossi ekki upp aftur”,
sagði Leshem og bætti við.
„Heima i ísrael spyrja menn
lika, hvi sá tapi friðnum, sem
vann striðið? Sem er einmitt
öfugt við alla aðra sigurvegara
sögunnar.”
Leshem ambassador ætlaði aö
dvelja hér nokkra daga til við-
bótar, áður en hann snýr aftur til
Kaupmannahafnar. GP
Aðalsteinn Eggertsson, ræðismaður tsraels hér á landi, og Moshe Les-
hem, sendiherra israels á tslandi.