Tíminn - 26.01.1966, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 26. janúar 1966
6 _____________TÍM9NN
Æ
Ofaglærður í lögfræði
— hefur stundað mál-
flutning / fjörutiu ár
Einn af elztu borgurum ísa-
fjarðarkaupstaðar, næstelztur
þeirra núlifandi manna, sem
þar eru fæddir og uppaldir, er
Jón Grímsson málflutningsmað
ur, hann er kominn hátt á átt-
ræðisaldur og hefur alla ævi
verið búsettur á ísafirði, nú
seinni árin í húsinu Aðalstrætu
20, andspænis ÁsgeirsverZlun-
inni gömlu, mesta fyrirtæki
landsins um langt skeið og þar
sem Jón fór fyrst að vinna
fyrir sér strax eftir ferming-
una með því að afgreiöa romm
og brennivín og var síðan send
ur til Kaupinhafnar að forfram
ast í verzlunarfræðum, vann
síðan hjá Ásgeirsverzluninni
unz hún var lögð niður 1. des-
ember 1918, stofnaði pá eigin
verzlun, en hefur nú í rösk
fjörutíu ár stundað málfærslu-
störf þótt aldrei hafi hann
gengið í lögfræðiskóla né hafi
próf í þeim fræðum, og raun-
ar hefur hann lengst af ver-
ið eini maðurinn, sem stundað
hefur lögfræðistörf þar á staðn
um. Og Jón er góður heim að
sækja, skrafhreifinn og
skemmtilegur. Það er girnilegt
til fróðleiks að líta inn til hans
Það er mikið um mannamynd-
ir á veggjum, flestar af for-
eldrum og frænuum, sem voru
meðal kunnust góðborgara ísa
fjarðar á sinni tíð. Faðir hans,
Grímur Jónsson, var guðfræð-
ingur að menntun en tók
aldrei vígslu, stundaði kennslu
og verzlunarstörf, hið sama og
um Árna föðurbróður hans,
sem var prestlærður, var fyrst
barnakennari á ísafirði en sið-
an verzlunarstjóri Ásgeirsverzl
unar, og þriðji bróðirinn, Þor-
valdur, var þar lengi presthr
og prófastur og sat í bæjar-
stjórn mörg ár. Fjórði bróð-
irinn var Hjörtur héraðslækn-
ir í Stykkishólmi á mesta glæsi-
tíma þess staðar.
— Er þetta gamalt og virðu-
legt hús, sem þú býrð í, Jón?
— Hús þetta lét Ásgeir eldri
(skipherra) byggja líklega fyr-
ir hundrað árum. Bjó hann hér
með fjölskyldu sinni þar til
hann flutti heimili sitt til Kaup
mannahafnar. Eftir það not-
aði Ásgeir yngri það aðeins
meðan hann dvaldi hér á
sumrin. en það gerði hann öll
árin, júní-ágústmáriuði, þar til
hann dó 1912. Húsið hef ég átt
og búið í s.l. 40 ár.
— Þú byrjaðir snemma að
vinna hjá Ásgeirsverzlun?
— Strax og búið var að
ferma mig vorið 1902 fór ég
að vinna innanbúðar hjá Ás-
geirsverzlun, í vínbúðinni, og
afgreiddi þar romm og brenni-
vfn í hálft annað ár. Sumu
fólki þótti vist nóg um, að ég
skyldi svo ungur látinn leysa
það starf af hendi.
— Fluttist mikið af víni tii
ísafjarðar í þann tíð?
— Já, Dlessaður vertu, það
voru reiðinnar ósköp, líklega
hafa komið nærri tvö hundruð
tunnur af eintómu brennivíni
til Ásgeirsverzlunar árlega
Þeir höfðu eina af fáum sér-
búðum þessarar tegundar á
landinu. Það var oft lífleg sal-
an, en sumir komu oftar að fá
sér hressingu en þeir höfðu
ráð á. Karlarnir voru oft að
sníkja einn og einn snaps og
báðu mig ósjaldan að lána sér
flösku af brennivíni, og ég gat
ekki ætíð neitað þeim um það.
Þá kostaði þriggja pela flaska
af brennivíni 80 aura. Annars
tíðkaðist ekki, að ungir menn
drykkju brennivín þá, heldur
bjór, romm eða rommtoddý.
Flaskan af allsæmilegu tunnu-
rommi hjá okkur kostaði eina
krónu. En Tangsverzlun hafði
enn betra romm á boðstólum,
svokallað tólfgráðuromm, sem
kostaði krónu og tuttugu flask
an.
— Hvenær byrjaði Ásgeirs-
verzlun hér á ísafirði?
— Það var 1852, mörgum ár
um áður en ísafjörður fékk
kaupstaðarréttindin. Sto/nand
inn var Ásgeir eldri, Ásgeir
fyrsti, eða Ásgeir skipherra,
eins og hanr, var kallaður til
skiptis. Hanr. var bóndasonur
innan úr Djúpi, hafði verið for
maður á hákarlaskipum mörg
ár áður en hann sneri sér að
kaupsýslunni, en eitt hið fyrsta
af því tagi yar, er hann sigldi
skipi síriu hlöðnu þurrkuðum
saltfiskí til Spánar og seldi þar
Það þótti ekki lítið í ráðizt,
Svo tók sonur hans við rík-
inu eftir hans dag, Ásgeir
yngri, eða Ásgeir etazráð, sem
lézt 1912, en fyrirtækið lifði
til 1. des. 1918, er Sametnuðu
íslenzku verzlanirnar keyptu
eignirnar, og lauk þá sögu mik-
ferminguna.
ils fyrirtækis, sem lengi var
hið stærsta á landinu, flutti út
svona 13—14 þúsund skippund
af þurrkuðum fiski árlega. Ég
man eftir því, að 1903, þegar ég
fór utan til náms. þá kom milli
landaskipið „Ásgeir Ásgeirs-
son“ skömmu síðar til Hafn-
ar og var þá með í lestinni
slétt fimm þúsund skippund af
hertum saltfiski (Spánarfiski).
Ásgeir Ásgeirsson var fyrsta
millilandagufuskipið. sem ís-
lendingar eignuðust, 564 tonna
skip, það var í stöðugum ■ sigl-
ingum milli landa frá því það
kom hingað til ísafjarðar i
fyrsta skipti 8. maí 1894 og
þangað til það var selt í lok
fyrri heimsstyrjaldar. Það fórst
skömmu síðar á tundurdufli í
Finnska flóanum. Ásgeir keypti
þó annað gufuskip áður, það
var hið fyrsta, sem komst í
íslenzka eigu, svo að gagni
kæmi, það var „Ásgeir litli.“
Hann kom í fyfsta sinn til ísa-
fjarðar norðan um land, með
viðkomu á Akureyri, 30. júlí
1890. Blaðið Þjóðólfur og fleiri
voru búnir að spá því að skip-
ið mundi „aldrei til landsins
komast frá útlöndum." Sýslu-
nefnd samdi fljótlega um, að
skipið færi 14 ferðir hér um
ísafjarðardjúp og eina ferð til
Önundarfjarðar með viðkomu
í Súgandafirði á þessu ári.
Stundum fór starfsfólk Ásgeirs
verzlunar og gestir í skemmti-
ferð á Ásgeiri litla hér inn í
Djúpið, hér hefurðu mynd, sem
tekin var í slikri ferð, sem ég
fór ungur með stóra fólkinu,
og þarna erum við stigin í
land í Seyðisfirði. Það var allt-
af „fótógraf" með í þessum
ferðum, raunar var ég líka bú-
inn að eignast myndavél, það
var kassamyndavél, sem Ásgeir
gaf mér sjálfur, ein af þessum
stóru kassavélum með glerplöt-
um í stað filmu.
— En fiskiskipafloti Ásgeirs
verzlunar, hvað var hann stór?
— Þegar mest var, hefur Ás-
geirsverzlun gert út til fisk-
veiða yfir sumartímann nærri
tuttugu þilskip. Þau voru
manna á meðal kölluð ýmist
Árnabátarnir eða „Árna-pung-
arnir.“ Stærð þeirra var þetta
frá 12 og upp í 50 smálestir.
Eitt af stærri skipunum var
Sigríður, 35 tonna skip, sem
Ásgeir Ásgeirsson eldri keypti
frá Danmörku, hafði hér á fisk
veiðum á sumrin, sigldi því svo
til Danmerkur á haustin full-
fermdu íslenzkum afurðum og
hlóð það svo útlendum vörum
og kom heim aftur með vor-
inu. Þetta skip lagði víst grund-
völlinn að Ásgeirsverzluninni.
en endalok þess urðu þau, að
.1916 var það tekið og notað í
bryggjuuppfyllingu í Neðsta-
kaupstaðnum, þar er það sem
sé jarðað.
— Fórst þú utan tU verzl-
unarnáms á kostnað Ásgeirs-
verzlunar?
— Ásgeir yngri bauð mér að
koma út, ég dvaldist hjá hon-
um og var alveg á hans veg-
um. Ásgeir yngri átti sitt heim-
ili í Hellerup, var þar mestan
part ársins og stjórnaði fyrir-
tækinu frá skrifstofunni í borg-
inni. Hann hafði verzlunar-
stjóra á hverjum stað hér á
Vestfjörðum og kom hingað á
sumrin. í Höfn gekk ég á
Pholmanns Institut þennan vet
ur. Og ég var ekkert drykk-
felldur — þá. Þó var vín tals-
vert haft um hönd heima hjá
Ásgeiri. Þar voru haldnar veizl
ur á hverjum sunnudegi, opið
hús, sem kallað var. Kæmi það
fyrir, að ég bragðaði áfengi í
þessum veizlum, var það í hæsta
lagi púrtvín, sem ég lét inn
fyrir mínar varir. Ég var þá
ekki farinn að læra að drekka
viskísjússana.
— Var það til siðs að hafa
boð af þessu tagi á sunnudóg-
um?
— Heldri menn i Kaup-
mannahöfn höfðu þann sið, að
hafa svokallað opið hús einu
sinni í viku. • En Ásgeir var
svo mikill elju og dugnaðar-
forkur, hann vann eins og nest-
ur alla viku að helgi, gaf sér
ekki tíma til að hafa opið hús
á virkum degi og því stóðu
þessi boð alltaf á sunnudögum.
Hann smakkaði ekki vín fyrr
en á sunnudegi. Þá mætti álit-
legur hópur gesta og sátu 20—
22 manns til oorðs, mestallt
sama fólkið þennan vetur,
nema einstöku sinnum. Fyrst
var matazt og síðan drukkinn
sjúss á eftir fram yfir mið-
nætti, eða til klukkan hálf eitt
nánar tiltekið. Þá var hófinu
slitið svo þeir gætu náð í spor-
vagninn, sem bjuggu inni f
sjálfri Kaupmannahöfn, en Ás-
geir bjó úti í Hellerup, og
þeir sem misstu af síðasta spor
vagninum, urðu að labba fjand
ans langa leið til að fá sér
drossíu. Þetta v— æði löng leið
þá utan úr, Hellerup og inn
í borgina, fullar tuttugu mín-
útur með stræt.svagni. Þá gat
maður fengið sér langan lysti-
túr í vagninum fyrir I'tinn pen
ing, setið meira en klukkutíma
í fyrir eina tíu aura.
— Hvaða gesta minnist þú
helzt úr þessum gilliboðum
heima hjá Ásgeiri í Hellerup?
Voru einhverjir kunnir landar
þeirra á meðal?
— Það var einskonar fastur
kjarni í þeim hóp, gestir, sem
komu að staðaldri. Af íslend-
ingum man ég einna helzt eft-
ir því, að einu sinni kom Bjarni
Þorsteinsson tónskáld á Siglu-
firði. Hann var svo glerfínn,
var búinn að láta krulla á sér
hárið, ég hef reyndar séð
mynd af honum með þessa
frísúru, með hárið skipt í
miðju og krullur á báða bóga.
Hann vakti talsverða athygli og
var látið mikið með hann þar
í Höfn. Þarna komu ýmsir
danskir menn, sem gamalkunn
ir voru eða áttu eftir að verða
kunnir menn, skáld, rthöfund
ar, eins og t.d. Konrad Simon-
sen, sem seinna varð katóliki
og síðar kommúnist:. Hann var
í sama klaustrinu og Halldór
Kiljan, þeir skírðust um líkt
leyti til kaþólskrar r. Hann
hafði gefið út leikritið Hadrian
(um rómverska keisarann), það
gerði ekki mikla lukku og ein-
hverjir voru að stríða honum.
Gamla Ásgeirsverzlunm við Aðalstræti í dag, í viðbyggingunni t.h.
var vinbúðin, þar sem Jón fór að afgreiða brennivínið strax eftir
Tímamynd.