Tíminn - 28.01.1966, Síða 9
9
FÖSTUDAGUR 28. janúar 1966
TÍMINN
I
borgara skiptir meginmáli
Nú um mánaðamótin kem-
ur til framkvæmda skipulags-
breyting á yfirstjórn lögregl-
unnar hér í bæ. Erlingur Páls-
son yfirlögregluþjónn lætur af
embætti eftir áratuga langa
þjónustu, og við embætti hans
taka tveir menn, Óskar Ólason,
sem verða mun yfirlögreglu-
þjónn umferðarmála og Bjarlci
Elíasson yfirlögregluþjónn al-
mennrar löggæzlu. Að þessu til
efni ræddum við nokkur orð
við Bjarka, en hann hefur ver
ið í lögreglunni um 12 ára
skeið, og síðustu þrjú árin ver
ið aðalvarðsjóri.
— Hvaða starf hafðir þú, áð-
ur en þú gekkst I lögregluna,
Bjarki?
— Ég var á sjónum í mörg
ár, stýrimaður og skipstjóri á
hinum og þessum bátum og tog-
urum, sem nú eru margir hverj
ir gengnir úr sér. Ég kunni
alveg sérstaklega vel við mig
á sjónum, og þegar ég hætti
þar, var það vegna þess, að
þetta var ekki orðið neitt heim
ilislíf hjá manni, sökum allt
of mikillar útivistar. En sjó-
mannseðlið er það ríkt í mér,
að enn þann dag í dag nota
ég sumarleyfið mitt í að fara
út á sjó vg endurlifa gamla
daga, það er með sjómennsk-
una hjá mér eins og með lax-
veiðimaníuna hjá mörgum öðr-
um, maður getur hreinlega
ekki hætt fjTÍr fullt og allt.
Óhentug aðstaða sökum
þrengsla.
__Verða umfangsmiklar
breytingar á starfsháttum lög-
reglunnar samfara þessum
breytingum á yfirstjórn henn-
ar?
_ Já, það er nú ætlunin, en
starfsaðstaðan er mjög óhentug
í alla staði sökum þrengsla, og
líklega komast þessar aðkall-
andi breytingar ekki í fram-
kvæmd fyrr en með lögreglu-
stöðinni nýju, sem í fyrsta lagi
verður fullgerð að tveimur ár-
um liðnum. Ég á að heita yf-
irlögregluþjónn almennrar lög
gæzlu, þ.e. yfirlögregluþj ónn
alls annars en umferðarmala.
Við Guðmundur Hermannsson
aðstoðaryfirlögregluþj ónn mun
um skipta með okkur störfum.
og um þessar mundir erum
við að ganga frá verkaskipt-
ingunni og samræma vinnu-
brögðin. Einn liður í starfi
mínu verður umsjón með Lög-
regluskólanum nýja, sem verð-
ur til húsa í Iðnskólanum.
__ Eru það margir menn ar-
lega, sem ganga í lögregluna'-
— Þeir eru svona milli fimm
og tíu árlega, en það er langt
frá því að vera nóg til að
svara kröfunum. Æskilegast er.
að umsækjandi hafi gagnfræða
próf, en ekki er það nú samt
skilyrði. Hins vegar má hann
alls ekki hafa gerzt brotlegur
við lögin, verið tekinn fyrir
ölvun við akstur eða því um
líkt. Það er líka langt frá því.
að hægt sé að veita öllum um-
sækjendum viðtöku núna ný
lega vorum við til dæmis að
fara í gegnum einar 10 um-
sóknir, en aðeins tvær komu*
til greina. Þegar búið er að
velja úr umsóknunum eru þeir
útvöldu látnir á verkleg nám-
skeið, látnir vera með eldri og
reyndari lögreglumönnum, og
kynnast þannig starfinu. Ár
lega eru svo haldin fjögurra
mánaða námskeið fyrir um-
sækjendur, þar sem þeir læra
hegningarlögin, umferðalógin,
lögreglusamþykktina og stjórn
arskrána og margt fleira, sem
viðkemur starfinu. Einnig er á
þessum námskeiðum afar
ströng íslenzkukennsla. Að
námskeiðinu loknu ganga
menn undir próf, og því mið-
ur eru ekki allir, sem það
standast.
Starfið kemur inn á margar
greinar þjóðlífsins.
— Nú skyldi maður ætla, að
margir laganemar hefði tals-
vert gagn af því að vera í lög-
reglunni um hríð?
— Það er líka algengt að
nefnilega afar fjölþætt og kem
ur inn á margar greinar þjóð-
lífsins.
— Þið lögreglumenn kynn-
ist vitanlega öðrum fremur
ýmsu sem aflaga fer í þjóð-
lífinu, mannlegum breyzkleika
og tjáningu.
— Já, óneitanlega verður
maður í þessu starfi var við
ýmislegt ljótt og átakanlegt.
Einna sárgrætilegast finnst mér
að horfa upp á þessa vesa-
linga, sem segja má, að hafi
verið meira og minna fasta-
gestir á lögreglustöðinni um
langt árabil. Hér er um að
ræða jafnt kvenfólk, sem karl-
menn, fólk, sem virðist alveg
stikkfrí í þjóðfélaginu, ef svo
mætti segja. Þetta eru ekkert
nema sjúklingar, eiginlega sam
bland af geðsjúklingum og
áfengissjuklingum, en hvergi er
til staður fyrir þetta fólk, því
að það samræmist hvorki geð-
né áfengissjúklingum. Þetta
eru olnbogabörn mannfélags-
manns og svo er það bara kjall
arinn. Það gefur auga leið, að
þetta er ekki nægilegt hús-
næði fyrir óróaseggi og fasta-
gesti um eina meðal helgi og
því síður, þegar eitthvað er
um að vera í borginni.
Almeningsálitið afsakar allt.
— Hefur það færzt í vöxt á
síðustu árum, að unglingar kom
ist á skrá hjá lögreglunni?
— Því miður virðist það
hafa færzt í aukana á síðast-
liðnum árum, og þá einkum
í sambandi við áfengisneyzlu.
Þetta kann að stafa af aukn-
um fjárráðum unglinga frá því
sem áður var, en svo er nú al-
menningsálitið ekki til að bæta
úr skák. Sumu fólki finnst
beinlínis ekkert athugavert við
það, að unglingar drekki sig
útúrfulla og maður finnur það
einna bezt þegar maður flytur
illa á sig komna unglinga
heim, hversu hugsunarháttur
foreldra og annarra aðstand-
RÆTT VIÐ BJARKA ELÍASSON, YFIRLÖGREGLUÞJÓN
þeir sæki um að komast á verk
leg námskeið hjá okkur Jafn-
vel hefur það einnig komið fyr
ir, að guðfræðingar geri það
líka. Þarna kynnist laganem-
inn ýmsu sem getur komið
honum að haldi í framtíðinni.
hann lærir notkun á kvlfum og
handjárnum, og ýmislegt ann-
að, sem á skylt við væntanlegi
starf hans, og guðfræðinem-
inn kynnist þarna að sama
skapi ýmsum skuggahliðum lífs
ins, og sér, hvar þörfin er
brýnust fyrir þá huggun og að
'stoð, sem hann kann að geta
látið í té. Lögreglustarfið er
ins í orðsins fyllstu merkingu,
og eina athvarfið, sem þau
hafa virðist vera lögreglustöð-
in. Ég trúi tæplega öðru, en
unnt sé að gera eitthvað fyrir
þetta fólk en engin aðstaða
er til þess sem stendur. Það
kemur ósjaldan fyrir, að þetta
fólk knýr dyra á iögreglustöð
inni, og biður um að leyfa sér
inn. og það er ekki hægt að
vísa þeim út á gaddinn, hó að
fangageymslurnar okkar séu
fjarri því að vera nógu stór-
r til að geta rúmað' fastagest)
auk þeirra sem þær er.' ætl
aðar fyrir. Síðumúli rúmar 18
enda þeirra er fjarri því að
vera heilbrigður. Ef ölvaður
unglingur aðhefst eitthvað mis
jafnt, er það jafnvel fært fram
honum til afsökunar, að hann
hafi verið undir áhrifum. Það
er ekki von L góðu með ungl-
ingana. meðan almenningsálit-
ið afsakar allt. En drykkju-
menningin hér á landi er nú
ekki upp á marga fiska, hvorki
hjá unglingum né fulltíða fólki.
Það er engu líkara en að fólk
drekki vín við þorsta öllu frem
ur en sér til ánægju, og mér
finnst óheilbrigt, að í ekki
stærri borg en Reykjavík, skuli
þrífast svona mörg veitingahús,
sem byggja afkomu sína ger-
samlega á drykkjuskap al-
mennings. Ég held, að slíkt
þekkist vart erlendis. Að vísu
er ég ekki kunnugur, hvernig
þessu er háttað á Norðurlönd-
um, en hins vegar þekki ég
talsvert til á Bretlandi og í
Bandaríkjunum, og þar má
segja, að sé óþekkt fyrirbrigði,
að fólk fjölmenni til drykkju-
skapar, því að það hefur hrein
lega ekki efni á slíku nema þá
helzt kaupsýslumenn og er-
lendir ferðamenn. Hér á landi
virðist fólk hins vegar hafa
ótakmarkað fjármagn til að
eyða í vín, enda þótt allir séu
að kvarta um peningaleysi. Or-
sökin fyrir þessu kann að vera
sú, að við slítum okkur út í
baráttunni við lífsgæðin, sem
er orðin svo hörð, að við meg-
um ekki vera að því að hugsa
ærlega hugsun, og leitum af-
slöppunar í víni, sem vitanlega
er vafasöm afslöppun.
Við erum ekki bara refsivönd-
ur.
— Á tólf ára löngum starfs-
ferli hlýtur margt minnisvert
að hafa komið fyrir, bæði sorg-
legt og spaugilegt.
— Já, maður á ótal minn-
ingar úr starfinu, en þær sorg-
legu eru nú yfirleitt í meiri-
hluta, því að þær sitja lengur
í manni en stundargaman. En
ef ég á að fara að rifja upp
spaugileg atvik úr starfinu, er
mér einna minnisstæðast, þeg-
ar við handiókum rússnesku
njósnarana við Hafravatn. Mér
fannst þetta atvik talsvert fynd
ið, og ekki sízt allur æsingur-
inn, sem út frá því spannst.
En ef maður ætti að fara að
rifja upp allt það minnisverða,
sem fyrir hefur komið. yrði
það efni í heila bók.
— En svo að við víkjum nú
aftur að þínu væntanlega starfi,
Bjarki, þá langar mig til að
spyrja þig, hvort þú hyggur á
einhverjar sérstakar breyting-
ar í bráð.
— Ég reyni vitanlega að
gera mitt bezta í starfinu, en
um breytingar held ég að verði
ekki um að ræða fyrr en starfs-
skilyrði hafa batnað, eða með
tilkomu lögreglustöðvarinnar
nýju, eins og ég hef áður drep-
ið á. En það sem ég vil leggja
frumáherzlu á i starfi mfnu,
er að auka góða samvinnu
milli lögreglu og hins almenna
borgara. Mér finnst að borg-
arar verði að gera sér fyllilega
ljóst, að við erum vinir þeirra,
en ekki svarnir óvinir, og ekki
bara refsivöndur á þá. Auð-
vitað verða menn, sem eitt-
hvað brjótu af sér, að líða fyr-
ir það. jg þessi lög, sem við
erum að framkvæma eru sett
af sjálfu Alþingv en ekki af
okkur, lögregluþjónunum, og
svo að það er ekkert við okk-
ur um að sakast, við erum jafn
vel ekki alltaf lfi, samþykk-
ir þeim lögum, sem við verð-
um að tramfylgja. Ég hlakka
til að taka við þessr nýja
starfi við borgarana. G. E.
'ts við borgarana
i