Tíminn - 28.01.1966, Síða 14
FÖSTUDAGUR 38. janúar »66
TÍMINN
FÁNI FÆREYINGA
Framhald ai bls 1
væri til, með því að veita Fær-
eyingum aðild að ráðinu.
Jens Otto Krag, forsætisráð-
herra, minntist þessa ræðu Dams
við blaðamenn í dag, og sagði,
að réttast væri að fresta fána-
málinu þar til tekin hefði verið
ákvörðun um beiðni Færeyja um
aðild að Norðurlandaráði.
Fundur Norðurlandaráðs hefst
á morgun, og mun Sigurður Bjarna
son, forseti þess setja hann.
Um 110 manns munu sitja fund
inn þar af um 30 ráðherrar, en
meðal þeirra eru Bjarni Benedikts
son, forsætisráðherra, og Emil
Jónsson, utanríkisráðherra.
Kaupmannahöfn verður næstu
daga miðstöð norrænna stjórn-
mála, og auk stjómmálamannanna
verða þar um 200 ráðgjafar, sér
fræðingar, starfsmenn og blaða
menn, sem í dag komu sér fyrir
í sölum danska þingsins, en
þingmennimir hafa fengið viku
frí.
Efnahagsmálin verða að venju
eitt helzta mál fundarins, og verð
ur þá einkum rætt um aukið sam
starf Norðurlanda á sviði tolla
og viðskipta og um samstarfið inn
an EFTA. Um 400 mál verða á dag
skrá fundarins, þ. á m. Menn-
ingarsjóður Norðurlanda, en von
ir standa til, að það mál verði end
anlega afgreitt nú.
Meðal þeirra, sem sérstaklega
eru boðnir til fundarins eru U.L.
A. Burger, forseti Benelux-ráðs
ins og varaforseti þess, Georges
Wainer, og Knut Hammarskjöld,
aðstoðarframkvæmdastjóri EFTA.
Þá verða bókmenntaverðlaunin
afhent að venju, en Gunnar Eke
löf, sænski súrrealistinn, sem
fékk verðlaunin að þessu sinni,
hefur veikst. f hans stað mœtir
leikkonan Eva Lennartson, sem
mun lesa tvö ljóð eftir Ekelöf.
ÚTHLUTUN
Framhald af bls. 1.
veitingarinnar var svo lítil,
að hún nægði hvergi nærri
til eðlilegrar hækkunar á
fjárhæð flokka, færslu
manna milli flokka og fjölg
unar í flokkum, varð afleið
ingin sú, að þegar einstakir
menn höfðu verið færðir
milli efri flokka, af því að
nefndinni þótti ekki unandi
við annað, varð allt of þröngt
um í neðri flokkunum. Töld
um við því, að hækkunina
hefði fremur átt að nota
til eðlilegrar fjölgunar í
flokkum en til smáhækkunar
á fjárhæð neðri flokka.
Vegna þess að sú leið var
ekki farin, hefur nú verið
gengið fram hjá ýmsum
ágætum listamönnum , eink
u.a í hópi hinna yngri, sem
tvímælalaust áttu að fá
listamannalaun miðað við
það kerfi, sem nú er á út
hlutuninni.
4. Þrátt fyrir fækkun í
neðri flokkunum af ofan
greindum orsökum teljum
við að ýmsu hefði mátt betur
haga um skipan manna í
flokka, en um það hafa at-
kvæði ráðið úrslitum. En við
viljum sérstaklega, og sem
dæmi, benda á rangsleitni, sem
fram kemur í því, að felld
eru brott nöfn viðurkenndra
skálda og fellt að hækka eða
taka inn unga og efnilega
rithöfunda, sem birt hafa atj
hyglisverð verk á síðasta ári. I
í von um, að heldur mætti I
draga úr slíkri óhæfu, sáum
við okkur tilneydda að leggj
ast, gegn hækkun fjárhæðar
neðri flokkanna, þrátt fyrir
þá verðrýrnun, sem allir
þekkja.
5. Að lokum viljum við
benda á, að meðan fjárveiting
til listamannalauna er svo
naum, sem raun ber vitni,
hljóta túlkandi listamenn að
vera að mestu utan úthlutunar,
og þarf það mál sérstakrar at
hugunar við.
Reykjavík, 23. janúar 1966.
Ilalldór Kristjánsson.
Andrés Kristjánsson
ÚTSVÖR
álagninguna sem framundan er.
Um leið og ég þakka yður fyr
ir góðar undirtektir um skil
framtala undanfarin ár, vildi ég
nota þetta tækifæri til ■ þess að
hvetja yður til að skila framtöl
um á réttum tíma í ár, eða afla
yður heimildar til framtalsfrests,
ef óviðráðanlegar ástæður eru
fyrir hendi og þér getið eigi lok
ið framtali innan lögboðins frests.
Tvennar ástæður eru fyrir
þessari áskorun minni, annars
vegar auðvelda góð skil fram
tala alla vinnu skattyfirvalda og
hefir því bein eða óbein áhrif
til lækkunar á rekstrarútgjöldum
Þökkum innilega auðsýnda samúS og vinarhug viö andlát og jarðar-
för.
Maríu S. Helgadóttur
frá Hólmavík,
Ingimundur Ingimundarsson, börn
tengdabörn og barnabörn.
Kveðjuathöfn um móður mina og tengdamóður
Sigríði Eiríksdóttui
fer fram frá heimili okkar föstudaginn 28. janúar kl. 2 e. h. Jarðað
verður frá Keflavíkurkirkju daginn eftir kl. 14.
’.aufey Guðmundsdóttir, Hermundur Þorsteinsson.
Eiginmaður minn
Sveinn Vigfússon
Melabraut 51, Seltjarnarnesi.
lézt í Landsspítalanum þann 24. jan. Jarðsett verður þriðjudaginn
1. febrúar kl. 1,30 e. h. frá Fossvogskirkju.
Sveinína Jórunn Loftsdóttir.
SKIPAÚTGERÐ ríkisins
Ms. Skjaldbreið
fer vestur um land til Akur-
eyrar 1. febrúar. Vörumótaka
á föstudag og árdegis á laug
ardag til Bolungavíkur og á-
ætlunarhafna við Húnaflóa og
Skagafjörð, Siglufjarðar og Ó1
afsfjarðar. Farseðlar seldir á
mánudag.
þeirra og hins vegar og eigi síð-
ur firra skil framtala á réttum
tíma sjálfan yður viðurlögum, en
þessi viðurlög geta numið 15—
25% á tekjur og/eða eign, áður
en skattur er álagður, allt eftir
því hvenær framtal yðar berst
skattyfirvöldum, að framtalsfresti
liðnum.
Einnig og eigi síður vil ég
hvetja alla framteljendur til
þess að vanda vel frágang fram
tala sinna. í því sambandi vil
ég sérstaklega vekja athygli á
því, að skv. skattareglugerð er
það skylda framteljenda sjálfra
að fylla út allar nauðsynlegar upp
lýsingar á eyðublaðið, það er
t. d. eigi talið nægjanlegt að
vísa til launauppgjafar atvinnu
rekenda, heldur ber einnig að
rita á framtalið upphæð launa
tekna. Sama á við um aðrar
upplýsingar. Enn fremur vil ég
hvetja alla til að geyma kvittan
ir, reikninga og öll önnur gögn,
sem eru til stuðnings framtali
þeirra, sbr. ákvæði 83. gr.
skattareglugerðar þar um. Vand
virknislegur og réttur frágangur
framtala auðveldar í fyrsta lagi
öll störf skattyfirvalda og eigi
síður gæti sparað yður fyrir
spurnir frá skattyfirvöldum og
firrað yður viðurlögum vegna
ófullnægjandi framtals eða hluta
framtals. Til þess að auðvelda
góðan frágang framtala hefur dag
blöðunum í Reykjavík verið
send eintök af „Leiðbeiningum
við framtalsaðstoð" og skattmöt
ríkisskattanefndar, sem eru þó
fyrst og fremst ætluð skattyfir
völdum. Dagblöðin hafa öll
birt þessar leiðbeiningar og
vil ég not„ þetta tækifæri til
að þakka þeim góðar undirtektir
með birtingu þessara upplýsinga
og hvetja yður til að styðjast
við þær, eins og frekast er
unnt. í þessu sambapdi vil ,ég
einnig hvetja yður til að
taka afrit af framtölum yðar,
áður en þér skilið frumriti til
skattyfirvalda.-
Margir geta átt von á því
að fá fyrirspurnarbréf frá skatt
yfirvöldum varðandi einstaka
liði framtals síns. Eins og
ég gat um dregur gúður frágang
ur framtala úr slíkum fyrir
spurnum. Ef þér nú á næstu
mánuðum fáið fyrirspurn frá
skattyfirvöldum, vil ég hvetja
yður til að gefa greinargóð og
skjót svör.
Eins og alþjóð er kunnugt, er
nú stefnt að því að taka upp
hér á landi staðgreiðslukerfi
skatta. Markmiðið er að þetta
kerfi komi til
kvæmda um n ;stkomandi
áramót. ÖRum mun það Ijóst, að
kerfi þetta krefst mikillar og ná-
kvæmrar undirbúningsvinnu og
mun þörf á að byggja þann undir
búning að miklu leyti á ýmsum
skattgögnum bæði eldri ára og þó
eigi síður ársins í ár. Það er því
mjög mikilvægt til staðgóðs undir
búnings staðgreiðslukerfisins, að
öll úrvinnsla skattgagna gangi greið
lega í ár og er það enn ein ástæð
an fyrir þeirri áskorun minni, að
þér vandið allan frágang framtals
yðar og veitið allar þær upplýsing
ar, sem þar er krafist eða geta
varpað skýru ljósi á allar aðstæð
ur yðar i því sambandi.
Refsiákvæði skattalaganna er að
finna í VII. kafla þeirra. Ákvreði
laganna um skattsektir er að
finna í 48. gr. (þeirra). Skv 6.
mgr. þeirrar lagagreinnar skal
nefnd skipuð ríkisskattstjóra,
skattrannsóknarstjóra og lögfræð
ingi, er fullnægir embættisskilyrð
um héraðsdómara oe ráðherra
skipar, ákveða sektir. nema ríkis
skattstjóri eða sökunautur óski að
málum sé visað til dómsstóla
Nefnd þessi ákveður og sektir skv.
25 gr laga nr 10/1960 um sölu
skatt svo og mun neíndin ákveða
sektir vegna undandráttar á út-
svari og aðstöðugjaldi, sbr. 5. gr.
laga nr. 67/1965 um breytingu á
lögum nr. 51/1964 um tekjustofna
sveitarfélaga. Nefndin hefir þeg
ar tekið til starfa og hefir nú lok
ið afgreiðslu á 19 málum, sem til
hennar hefir verið vísað, að því
er varðar brot á skattalögum og
söluskattslögum hjá 17 aðilum og
skattalögum hjá tveimur. Hækk-
anir ríkisskattanefndar á gjöldum
þessara 19 aðila voru í heild rétt
yfir 5.8 m. kr. Heildarupphæð
skattsekta þessara 19 aðila nemur
3 millj. og 90 þús. Auk þess hafa
framtalsnefndir hækkað útsvör 16
þessara gjaldþega í heild rétt yfir
3.6 m. kr., en þrjú mál liggja til
afgreiðslu hjá framtalsnefndum:
Enn fremur hefir ríkisskattanefnd
hækkað aðstöðugjöld þessara að-
ila. Sektum vegna útsvars og að-
stöðugjalds hefir ekki verið beitt
þar sem brot þessi ná flest til
gjaldáranna 1963 og 1964, en refsi
ákvæðin vegna þessa koma eigi
inn í lögin fyrr en á árinu 1965.
Við ákvörðun sekta hafði nefnd
in m. a. hliðsjón af niðurlagsákvæð
um 1. og 6. mgr. 48. gr. laganna,
svo og öðrum málavöxtum.
í þessu sambandi vildi ég sér-
staklega vekja athygli á umræddu
niðurlagsákvæði 1. mgr. 48. gr.
laganna, en þar segir svo orðrétt:
„Heimilt er að fella niður skatt
sektir skv. þessari málsgrein, hafi
skattþegn fyrir 1. marz 1966 af
sjálfsdáðum gefið réttar skýrslur
um þau atriði, er máli skipta um
tekjuskatt hans og eignarskatt,
eða talið fram til skatts.“
Með þetta heimildarákvæði í
huga er það einlæg áskorun mín
til allra þeira skattþegna, sem af
ásetningi eða stórkostlegu hirðu
leysi hafa skýrt rangt frá ein-
hverju því, er máli skiplir um
tekjuskatt eða eignarskatt á und
anförnum árum, að þeir komi nú
fram af sjálfsdáðum fyrir 1. marz
n. k. og gefi réttar skýrslur um
þau atriði er máli skipta , um
tekjuskatt þeirra og eignarskatt.
Sé svo gert er það fullkomin sam-
staða í nefndinni að nota heim
ildarákvæðin um niðurfellingu
skattsekta að fullu. Enn einu
sinni skal vakin athygli
á því. að þetta þarf að gerast fyr-
ir 1. marz n.k. Eins og áður var
að vikið, hafði nefndin hliðsjón
af þessu heimildarákvæði við á-
kvörðun þeirra mála, sem af-
greidd hafa verið, en engin sekt
var að fullu felld niður vegna
þessarar heimildar. enda hafði
enginn gjaldþegnanna með öllu
fullnægt þeim skilyrðum, er heim
ildaráKvæðið setur fyrir niðurfell
ingu sektar.
f framtíðinni má vænta þess,
að sektir vegna undandráttar
skattfjár verði miklum mun
þyngri en nýuppkveðnir úrskurð
ir fela í sér, ef skattþegnar koma
ekki málum sínum í lag fyrir 1.
marz n.k., svo og eins og getið
var usn þá taka sektarákvæði varð
andi útsvör og aðstöðugjöld eigi
gildi f'yrr en frá og með framtöl
um ársins 1966.
Að lokum vil ég óska þess, að
sem oezt samvinna takist milli
skattyfirvalda og skattborgara
landsins, og með þá ósk í huga
þakka ég þeim er á hlýddu.
FRIR OFAN HNÉ
Framhaltl 10 siðu
kona sem komin væri yfir
þrítugt gæti klæðzt þeim svo
að vel færi. Aðspurð sagði hún
að kjólar, sem væru rétt ofan
við hné væru orðnir talsvert
útbreiddir erlendis. einkum
meðal unglinga. og ungra
kvenna. en kjólar, sem næðu
niður á mið læri væru ekki líkt
því eins vinsælir. enda ekkert
sérlega smekkljgir. Að lokum
sagði Sigríður, að konur ættu
að athuga vel sinn gang áður
en þær fengju sér svona Kjóla,
því að hreinasta hörmu’’", væri
að sjá illa vaxnar, stuttar og
digrar konur klæddar á þenn
an hátt.
Þá hringdum við í nokkrar
tízkuverzlanir hér í borg, og
þar var okkur tjáð, að hin
nýstárlega kjólatízka virtist
falla vel í kramið hjá yngri
kynslóðinni, enda væri hún
að mestu sniðin fyrir hana.
í einni verzluninni var okkur
tjáð, að þess yrði áreiðanlega
ekki langt að bíða, að eldri
konur fylgdu í kjölfar ungra
stúlkna og fengju sér líka
stutta kjóla, nýstárleiki í tízku
mætti oft mótspyrnu í fyrstu,
en það færi yfirleitt svo, að
fólk vendist þessu og fyndist
að lokum fallegt. Þessir stuttu
kjólar, sem hér hafa verið á
markaðnum fram til þessa
hafa yfirleitt ekki verið
styttri, en fimm cm. ofan við
hné. Efnið í þeim hefur að
mestu verið úr ull, en einnig
hafa fengizt hér stuttir kjólar
úr chiffon og crepe, sannkall
aðir samkvæmiskjólar. Erlend
is eru stuttu kjólarnir oft og
tíðum úr leðri, rússkinni og
jafnvel alls konar plastefnum.
MINKUR
Framhald af 16. síðu.
grét, húsfreyja, mótbýlis-
kona foreldra sinni, vildi
ekki láta sitt eftir liggja
Og fylgdi eftir bræðrum sín
um með lurk í hendi, sum-
ir segja heynál. Jón hafði
skilið eftir opinn kofann
meðan hann fór heim, en
svo vel vildi til, að jninkur-
inn notaði ekki tækifærið
til að forða sér, en ef hann
hefði komizt í lækinn, er
óvíst hvernig orrustan hefði
endað.
En hann var kyrr í kofan
um, ósköp rólegur, saddur
af blóði, og reyndi að skjóta
sér á bak við það, sem inni
var, en féll þó fyrir skoti,
og sannaðist þar hið fom-
kveðna, að „sér grefur gröf
þótt grafi”. Móðir jörð hef
ur nú tekið við skaðvaldi
þessum, nema skottinu, sem
afskorið var. Fyrir það vonx
greiddar 350 krónur.
Oddviti greiddi skotlaun-
in með glöðu geði, en bar
angur út af því, að það oP-
inbera getur ekki veitt hinu
nytsama fiðurfé neitt ör-
. yggi eða vernd gegn óarga
dýrum.
GJAFIR TIIL ÍSAFJARÐAR
Framhaid af bls 2
og nefnist hún Afmælisgjafasjóð
ur Elliheimilisins, og á að vei+r
úr honum á afmælum vistmanna.
sem dveljast á heimilinu. Þá gaf
Kvenfélagið Ósk 25.000 krónur til
elliheimilisins, afhent í spari
sjóðsbók. Frú I.-gnhiidur Helga
dóttir formaður Kvenfélagsins
Hlífar tilkynnti, að kvenfélagið
mundi gefa húsgögn í setu
stofu elliheimilisins. Þá gaf
yestfirðingafélagið í Keflavík
ísafjarðarbæ málverk eftir Jó-
hannes Kjarval, sem nefnist Brim
gnýr, Herdís Þorvaldsdóttir og
Gunnlaugur Þórðarson í Reykja
vík gáfu málverk eftir Gunn
laug Scheving. Lionsklúbbur fsa
fjarðar gaf gosbrunn, sem setja
á upp á ísafirði. Þá tilkynnti
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri
í Reykjavík, að Reykjavíkurborg
mundi gefa afsteypu af mynd
Ásmundar Sveinssonar í eir,
Fýkur yfir hæðir. Sjálfsbjörg á
ísafirði gaf sjúkrahúsinu aúgerð
arstól og hjálparstafi.
Bjarni Guðb. -json forseti
bæjarstjórnar þakkaði öllum mik
illega fyrir höfðinglegar gjafir
og sýnda rausn.Las hannsíðanupp
fjölda heillaskeyta og munu þau
hafa rið hátt á annat hundrað,
og voru þau frá ýmsum aðilum
um allt land.