Tíminn - 01.02.1966, Qupperneq 2
2
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 30. janúar 1966
SJ—Reykjavík, mánudag.
Undarleg tilfinning hlýtur að hafa gripið um sig hjá mörgum þegar
Reykjavík og nágrenni myrkvaðist gjörsamlega s. 1. laugardagskvöld.
Leiguhílstjóri á Hreyfli var að snúa við á hlaðinu hjá toppstöðinni við
Elliðaárnar þegar skammhlaupið varð og gífurlegur blossi blindaði
hann. Hann sagði, að það hefði verið undarleg tilfinning að sjá fyrst
þennan mikla glampa og síðan öll ljós borgarinnar hverfa. „Mér kom
ekki annað til hugar cn að allir starfsmennirnir í toppstöðinni væru
liðin lík — þetta var furðuleg sjón,“
í Sundhöll Reykjavíkur var ný-
búið að reka þá fáu, sem þar voru
staddir, upp úr, og var komið með
kertaljós handa þeim sem voru að
tína á sig spjarirnar í klefunum.
í Austurbæjarbíói var kvik-
myndasýning, en þar var aukamót
or settur í gang og sýningin hélt
áfram eins og ekkert hefði í
sborizt eftir fimm mínútna töf.
f Þjóðleikhúsinu átti að hefja
sýningu á Mutter Courage kl. 8.
Ljósameistarinn fór í skyndingu
inn í toppstöð, og þaðan gaf hann
upplýsingar um hvenær mætti bú
ast við rafmagni á ný, en á meðan
hélt Þjóðleikhússtjóri gestum húss
ins rólegum í húsinu með ræðu
höldum.
f Iðno átti Ævintýri á gönguför
að hefjast kl. 8,30. Flestir leik
húsgesta mættu á tilsettum tíma,
þrátt fyrir myrkrið og gengu leik
ararnir þá fram fyrir tjaldið og
sungu lög úr hinu sívinsæla ævin
týri við mikla ánægju viðstaddra.
Sýningin hófst kl. 9.15 og vantaði
fáa leikhúsgesti.
í Lídó var árshátíð stangveiði
manna, og súpan komin á borðin
þegar ljósin fóru. Þjónustuliðið
var reiðubúið með kerti og kerta
stjaka, því að Agnar Kofoed Han
sen hafði lýst yfir við húsráðend
ur að ekkert væri líklegra en
rafmagnið hyrfi í þessu ofviðri —
og það reyndust orð að sönnu!
Þegar gestir voru búnir með súp
una fengu þeir fisk, og gekk sú
þjónusta dálítið erfiðlega, þar sem
lyftur hússins voru óvirkar, og
þurftu þjónarnir að selflytja fisk
fötin. Aftur á móti þurfti að bíða
með kalkúnana, sem voru hitaðir
upp aftur þegar rafmagnið kom.
Það heyrðust mikil undrunar- og
fagnaðaróp í gestunum þegar ljós
in hurfu, en einkenni kvöldsins
var mikil stemmning og kátína.
Háttsettur aðili hjá Rafmagns
sveitu ríkisins var staddur í Lidó
þegar ljósin fóru, og snaraði hann
sér út i kjól og hvitt að næsta
bíl, sem var að koma með fólk,
og bauðst til að borga bílinn, ef
það vildi láta bílinn lausan þegar
í stað!
Á Hótel Sögu voru mætt um
400 manns þegar rafmagnið fór.
Þegar í stað var aðgangi að „Grill
inu“ lokað, þar sem lyfturnar voru
óvirkar og hættulegt að fara stig
ann í myrkrinu. „Við vorum búnir
að ákveða að loka staðnum”, sagði
Konráð hótelstjóri, „en í sama
mund komu ljósin aftur. Það bjarg
aðist furðu vel hjá okkur. Við
settium ljósalampa og kerti um
allt, og okkur tókst furðu vel að
halda matnum heitum. Fólkið
skildi vel vandkvæði okkar og við
fengum engar skammir. Það var
mikil stemmning hjá fólkinu; það
dansaði og söng við kertaljós. Það
festist einn útlendingur í lyftu,
en við töluðum strax við hann, og
var hann hinn rólegasti og náðum
við honum út eftir kortér eða
tuttugu mín. Jú, það var mikill
spenningur, ys og þys og eigin
lega anzi ævintýralegt kvöld. Eg
var í baði heima hjá mér þegar raf
magnið fór, og ég var ekki lengi
að komast í spjarirnar og halda út
á Hótel Sögu“.
I háhýsinu að Austurbrún 2
bar ekkert óvænt til tíðinda, og
þar var enginn staddur í lyftu þeg
ar rafmagnið fór.
Á Landsspítalanum bar heldur
ekkert til tíðinda, þar lauk slysa
vakt um hádegi á laugardag og
má segja að rafmagnið hafi farið
á heppilegum tíma.
Á fæðingardeild Landsspítalans
gerðist heldur ekkert sem .var í
frásögur færandi — engin kona
að ala barn, og ef þannig hefði
staðið á hefði það ekki komið að
sök, því að spítalinn er vel birg
ur af stórum vasaljósum og lömp
um með rafgeymum.
Á Fæðingarheimili Reykjavíkur
borgar var kona að Ijúka við að
fæða stúlkubarn þegar rafimagnið
fór — það átti eftir að skilja á
milli, en ekki kom bilunin að
neinni sök, þótt óvíða sé óþægind
in meiri en á spítulunum við slík
ar aðstæður.
HÖFÐU MESTAR ÁHYGGJ-
UR AF SJÚKRAHÚSUNUM
Hér varð skammhlaupið.
(Tímamynd GE)
FOKKERNUM SEINKAR
SJ—Reykjavík, mánudag.
Fimm mínútur fyrir kl. átta á
laugardagskvöld varð skammhlaup
í mælaspennum í toppstöðinni við
Flliðaár og við það hvarf allt raf
magn á svæði Sogsvirkjunarinnar.
Að klukkutíma liðnum var við-
gerð lokið og rafmagni aftur
hleypt á.
Blaðið hafði samband við Ingólf
Ágústsson, rekstrarstjóra hjá
Landsvirkjuninni, og sagði hann,
að ástæða bilunarinnar hefði ver
ið sú, að selta og snjór hefðu hlað
izt á einangrarana og á þeim mynd
azt leiðandi lag, sem olli skamm
hlaupinu. Á einöngrurunum hvíldi
33 þús. volta spenna og urðu þeir
gjörónýtir við skammhlaupið, en
ekki er hægt að segja að tjónið
hafi orðið verulegt.
Við skammhlaupið kom gífurleg
ur blossi, sem lýsti upp allt ná-
grennið. í fyrstu yfirferð var ekki
hægt að sjá neinar alvarlegar
skemmdir og var þá hætt á að
hleypa straum aftur á keríið, en
á meðan voru állir starfsmennirn
ir látnir standa í skjóli. Við allra
hagstæðustu skilyrði tekur viðgerð
eins og þessi um hálfa klukku-
stund, og má segja að viðgerðin
nú hafi ekki tekið langan tíma mið
að við ríkjandi skilyrði.
Atburður sem þessi hefur áður
gerzt; um tvö ár eru nú liðin frá
því að rafmagn fór af öllu orku
veitusvæðinu.
Um leið og x-aímagn hverfur er
haft samband við ákveðna aðila
sem eiga mest á hættu vegna raf
magnsleysis. Ingólfur sagði, að
þeir hefðu alltaf mestar áhyggjur
af sjúkrahúsunum, en þau eru nú
mörg komin með einhvers konar
varaaíl. Fjarskiptastöðvarnar á
Rjúpnahæð og í Gufunesi hafa
báðar varastöðvar og á Keflavíkur
flugvelli er einnig varastöð, þann
ið að flugumferð truflazt ekki þótt
rafmagn hverfi.
Hægt er að fyrirbyggja skamm
hlaup með því að sprauta vatni á
einangrarana og þvo seltuna
þannig af.
Fundur ungra Fram
sóknarmanna í
Skagafirði
Félag ungra Framsóknarmanna
í Skagafirði gengst fyrir nokkr
um almennum umræðufundum
næstu mánuði. Sá fyrsti verður
haldin í Bifröst, Sauðárkróki mánu
dag 7. febr. og hefst kl. 20.30 Umr.
efni verður stóriðjan og íslenzkur
iðnaður. Framsögu annast Stefán
Guðmundsson trésmíðameistari
Sauðárkróki og Magnús Gíslason
bóndi Frostastöðum. Öllum er
heimill aðgangur meðan husrúm
leyfir, og ungt fólk sérstaklega
hvatt til að mæta.
Magnús Stefán
KT—Reykjavík, mánudag.
í nýútkomnu hefti af Faxa-
fréttum, blaði starfsmanna Flug-
félags íslands, er skýrt frá því,
að Fokker - Friendship skrúfuþot
an, sem Flugfélagið á í smíðum í
Amsterdam, sé ekki væntanleg til
landsins fyrr en seint í apríl. Búizt
hafði verið við flugvélinni um mán
aðamótin marz-apríl en afhending
unni hefur seinkað vegna óviðráð
anlegra orsaka.
f sama blaði er einnig skýrt frá
Aðalfundur Sam-
Handsráðs S. U. F.
ASaltundur sambandsráðs
verður haldinn i Reykjavík
9. og 10. marz n.k. og hefst
kl. 5 báða dagana. Dagskrá
samkvæmt sambandslögum.
Nánar tilkynnt síðar.
Stjórn S.U.F.
'teykjaneskiördæmi
Formenn Framsóknarfélaganna í
Reykjaneskjördæmi. áríðandi fund
ur sunnudaginn 6. febrúar klukk
an 2 síðdegis að Neðstutröð 4
Kópavogi.
því, að um miðjan febrúar verði
tekin endanleg ákvörðun um
þotukaup Flugfélagsins, en þeirri
ákvörðun hefur einnig seinkað
vegna yfirgripsmikilla athugana,
sem þurftu að fara fram.
MESTUM USLA
Framhald af bls. 1.
ið af rúðum. Rifnaði auk þess
veggfóður af veggjum og ' loft í
herbergjum rifnuðu. Ríkir hálf-
gert neyðarástand á bænum
vegna skemmda á íveruhúsinu.
Þá gerðist það nálægt Fossi á
laugardagskvöldið, að jeppi fauk
af veginum. í honum var Bene-
dikt Benediktsson og piltur með
honum. Þeir sluppu ómeiddir frá
jeppanum, þegar hann fauk, en
veðrið þeytti honum margar
veltur. En á leið til bæjar fauk
pilturinn og handleggsbrotnaði. Á
Fossi fauk þak af nýbyggðu
fjárhúsi og fjárhúshlöðu. í Litlu-
Hlíð, fór þak af húsim og rúður
brotnuðú og einnig fauk þak af
geymsluhúsi þar á staðnum Eng
inn er í Litlu-IIlíð um þessar
mundir.,
Hreinasta fárviðri skall yfir á
Patre!:sfirði urn hádegið á laugar-
da_' x. Var vindur ..^rðlægur fram
á kvöldið, en snerist þá til suð-
austan áttar, og versnaði veðrið
þa til muna. Upp úr klukkan 7
síðdegis á laugardag fór að bera
á rafmagnstruflunum og var um
að kenna skemmdum á loftlínum,
/
sem flytja rafmagn til innsta hluta
kauptúnsins. Rafmagnslaust varð
svo með öllu kl. 11 um kvöldið,
en unnið var að viðgerðum, þótt
illt væri vegna veðurofsans. M:kl-
ar skemmdir urðu á húsum og
mannvirkjum vegna ofviðrisins.
Þak tók af í heilu lagi af stórhýsi
á Sveinseyri, járnplötur rifnuðu af
skreiðargeymlu á lóð frystihússins
og hurðir fuku af sama húsi og
fiskmóttöku frystihússins. Járn
fauk af hálfu þaki vélsmiðjunnar
Loga og hálfu þs’-i íbúðarh
Hliðskjálf. Nokkuð fauk af þaki
fiskverkunarhúss Fiskivers HF.
I . fauk þak af gamalli geymsiu-
skemmu á v'atneyri og lagðist hús-
ið alveg saman og er ónýtt. Víða
annars staðar í kauptúninu hefur
orðið tjón á húsum, járnplötur
losnao og gluggar ' rotnað. í gær-
morgun lá togarinn Gylfi úti á
skipalegunni, en hefur nú skipið
rekið íangt út á fjörð. Veður-
ofsann lægði talsvert síðdegis í
gær, en úrkoma jókst að sama
skapi, og geisaði mikil stórhríð.
M-.xi fim: og sex á sunnudag ætl-
uðu tveir brezkir togarar að leita
hér hafnar, en uunar þeirra strand
aði utan til í hafnarmynninu, en
hann náðist síðan á flot aftur á
flófi, lítið sem ekkert laskaður.
Veður hefur farið batnandi í t
5—7 vindstig, rafmagnið er kom-
ið í lag, en símasambandslaust er
enn við allan Rauðasandshrepp.
Fólk þurfti að flytja úr húsum
vegna gluggabrota, og segja má
að hálfgert neyðarástand hafi ríkt
í þorpinu um helgina. Frost var
5—7 stig á laugardag, en í gær
var frostlaust og nokkur skafhríð.