Tíminn - 01.02.1966, Side 5

Tíminn - 01.02.1966, Side 5
MUÐJIJDAGUR 1. febrúar 1966 hTÍMINN 5 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN BYamkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- Iýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Rannsókn á byggingarkostnaði í>ví hefur lengi veriS haldið fram og stutt allgóðum rökum, að byggingarkostnaður sé mjög hár hér á landi, og þó einkum í Reykjavík og nágrenni. Hafa margir talið, að eitt hið mikilvægasta í íslenzkum husnæðismál- um væri það að lækka byggingarkostnaðinn. Til þess hafa verið talin ýmis ráð, en þó einkum meiri hag- virkni í byggingaiðnaði, stórvirkni og vélanotkun. í um- ræðum þessum hefur stundiim verið haldið fram, að byggingameistarar og aðrir byggingamenn ættu þarna drjúga sök, þó að slíkt tal hafi ekki ætíð verið stutt gild- um rökum. Nú hafa byggingameistararnir siálfir tekið mjög lofs- vert frumkvæði í þessum efnum. Meistarasamband þeirra hefur samþykkt áskorun til iðnaðarmálaráðherra um að láta fara fram ítarlega og raunhæfa allsherjar- rannsókn á byggingarkostnaði hér á landi til þess að fá hreinlega úr því skorið, hvort byggingarkostnaður er hærri hér en í nágrannalöndum, miðað við allar aðstæður og gerð húsanna, og sé svo, hverjar helztu ástæður þess séu. ítarleg og raunhæf rannsókn á þessu er auðvitað fyrsta skrefið til úrbóta í þessum málum og eini grund- völlurinn, sem fært er að byggja endurbætur á. Vafa- lítið eru byggingamenn oft hafðir fyrir rangri sök í þess- um efnum. í hópi þeirra er margt ágætra manna sem skila verki sínu með miklum ágætum. Ekki er ólíklegt, að heiðarleg rannsókn mundi leiða í ljós, að hundurinn liggur grafinn fremur annars staðar en hjá þeim. Þess verður að vænta, að iðnaðarmálaráðherra verði myndarlega við tillögu byggingamanna, þvi að mikil- vægt er, að sú tillaga kemur einmitt frá þeim. Lítill vafi er á því, að ransókn mundi sýna, að mikill bölvaldur í húsbyggingamálum er dýrtíðin og hin óstjórnlega þensla, sem allt setur úr skorðum. Engar áætlanir stand- ast, skortur á vinnuafli leiðir til mikilla yfirborgana og flest fer úr böndum. Þá er og enginn vafi á því, að ýmis- legt sem byggingamenn benda á ’ ályktun sinni, á mik- inn þátt í háum byggingakostnaði. svo sem mikill að- flutningskostnaður, háir tollar og söluskattar og örðug- leikar byggingamanna á því að taka nýja tækni í bygg- ingaþjónustuna. Þá eru og lána- og vaxtamálin mikill kostnaðarliður. Þá benda byggingamenn réttilega á það, að lóðaúthlut- un í Reykjavík er þannig háttað. að hún gerir þeim tnjög erfitt fyrir um að beita tækni og hagræðingu. Lóð- um er yfirleitt úthiutað mjög seint í borginni, og virðist ráða þar happa- og glappaaðferð Sum árin. eins og í fyrra, er nær engum lóðum úthlutað. Allt of sjaldan eru tekin fyrir stór byggingasvæði í einu með fjölbýlishúsum 3ða samstæðum húsum, þar sem unnt væri að beita stórvirkri tækni. Ýmis þeirra atriða, sem áhrif hafa ó byggingarkostn- ið getur borg og ríki lagfært, en fyrsta skrefið er að !ara að tillögu byggingamanna og hef ja ítarlega rannsókn iar sem þættir þessara mála eru greindir i sundur lið ‘yrir lið, skilið á milli orsaka og afleiðinga og hin sanna nvnd látin koma fram í dagsljósið. Að slíkri vitneskju en<?inni er unnt að ráðast gegn emstökum meinsemdum. ‘illaga byggingamanna er því hm iofsverðasta. Andrés Kristjánsson: ■ Listamannalaun Úthlutun listamannalauna á íslandi hefur löngum verið ásteitingarsteinn og hneykslun- arhella, og svo mun enn um þá gerð, sem er nýafstaðin. I»ó hef ég grun um, að viðskipti manna í úthlutunarnefndinni sjálfri hafi verið öllu tilþrifameiri fyrr á árum, þó svipuð sjónarmið togist þar enn á, og er meira að segja ekki ósýnt, að síðar þyki álitlegt að gefa þau bréfa- skipti nefndarmanna út á bök, Isem nú eru aðeins geymd í gerð- arbókinni. Vegna þeirra umræðna, sem orðið hafa síðustu daga um út- hlutunina þykir mér rétt að leggja nokkur orð í belg. Á út- hlutuninni að þessu sinni þykja mér einkum tveir annmarkar: Of naum fjárhæð til skipta og of þröng sjónarmið ráðandi við röðun listamanna í flokka. Hvor ugt mun vera ný bóla. Um upp- hæðina, sem Alþingi ætlar til skipta, er það að segja, að hún er allt of lítil og hefur því mið- ur farið hlutfallslega minnka: i hin síðustu ár. Þótt gert væri ráð fyrir — sem engan veginn er þó réttmætt — að grunnur fjárveitingar til listamanna- launa hefði verið sæmilegur um 1950, hefði fjárveiting Alþingis þurft að hækka jafnt og þétt með árum með hliðsjón af tveim ur staðreyndum — verðbólg- unni og mikilli fjölgun góðra rithöfnunda og annarra lista-,, manna. Vera má, að upphæðin hafi ekki dregizt langt aftur úr verðbólgunni, en alls ekkert til- lit verið tekið til fjölgunar, og listamönnum fjölgar þó að minnsta kosti eins mikið og þjóðinni í heild. Sé borinn sami kvarði á fjár- veitingu til listamannalauna og laun opinberra starfsmanna eins og menntamálaráðherra hefur gert, er ekki réttmætt að bera heildarupphæðina saman við laun einstaks starfsmanns hjá ríkinu. Það er auðsæ blekking. Einna réttmætast mun — ef bera á þetta saman á annað borð — að líta annars vegar á heildar- fjárhæð, sem fer til launa- greiðslna starfsmanna ríkisins samkvæmt ríkisreikningum og hins vegar á fjárveitinguna til listamannalauna. í þeim saman- burði kæmi bæði fram launa- hækkanir og fjölgun starfs- manna. Á þennan hátt fengist réttari mynd, og væri fróðlegt að sjá þennan samanburð, gerð- an af talnameisturum, t.d. um árin 1950 og 1965. Um starf úthlutunarnefndar- innar nú er það helzt að segja, að fulltrúar, sem kjörnir eru af stjórnarflokkunum, hafa mynd- að þar nokkuð samstæðan meiri hluta,. samið um röðun og beitt atkvæðavaldi til þess að koma sínum sjónarmiðum fram. Þó skal fram tekið, að þarna er ekki ætíð um algera samstöðu að ræða, en þegar á herðir sézt. hvar samleiðin er. Um þetta er raunar varla að sakast, því að í slíkri nefnd .em öðrum sam- kundum verða úrslit að fást. E., á meirihlutanum hvíla þungar skyldur um víðsýni -og sann girni. en á það þótti mér nokk uð skorta í störfum nefndar innar nú. Skal hér drepið á nokk ur atriði. meirihlutinn þær með þeim for- sendum, að nefndinni hæfði ekki að setja menn í þann flokk. Þann hlut ætti Alþingi eitt. Þessu var haldið fram þrátt fyr- ir þá staðreynd, að nefndin hef- ur áður gert þetta, t.d. þegar hún flutti Davíð Stefánsson up_p í þennan flo'kk vítalaust. Þwsi rök eru því vart haldbær. Versti annmarki á störfum nefndarinnar rð þessu sinni er Andrés Kristjánsson þó að mínum dómi sá, að aug- Ijós þröngsýni og jafnvel rang- sleitni var of ráðrík. Vil ég helzt nefna það, að fellt var að færa viðurkennd skáld og rithöfunda, sem sent hafa frá sér góð verk undanfarið, í hærri flokka og sumir jafnvel felldir alveg út af skránni. Þá eru einnig felldar með öllu tillögur um að veita nokkrum mjög efnilegura og snjöllum ungum rithöfundum við urkenningu, þótt þeir hafi ný- lega sent frá sér mikil skáld verk og athyglisverð, og virðist þarna helzt ráða pólitósk þröng- sýni og vaxandi tilhneiging að setja hjá við úthlutun þá höfunda sem gagnrýna og fjalla um spillingu fjármála- lífi og stjórnmálalífi þjóðarinn- ar og víkja að ráðandi mönn- um og öflum í þjóðfélajinu. Þarf varla orðum að því að eyða, hve slík sjónarmið í 't- hlutun listalauna eru lágsigld og fordæmanleg. Hér skulu ekki nefnd nöfn rithöfunda og lista- manna, sem fyrir þessu hafa orð- ið, enda um allmarga að ræða, en ósjálfrátt minnir þetta á sviptingar hær, sem urðu um listalaun til Halldórs Laxness eft ir að hann skrifaði Atómstöð- ina, og væri engum til sóma að þær endurtækju sig, þó að í minni mynd væri. Þegar rætt er uih þessi mál í heild, virðast menn samdóma um, að háttur sá, s-m nú er á úthlutun lista:-**.- alauna, sé meingallaður. Allir hrópa á um- bætur, og margir >elja sig jafn- vel vita. hvernig bessum málun sé bezt að ha^a. Hins vc vefst fyrir ráðamönnum að koma nýrri skipan á. „ rra ritaði úthlutunarnefndin menntamála ráðuneytinu bréf, þai sem m.a. var hvatt ti' að vinda bue ai þvi að setja lög og reglur um þessi mál. Úthlutunarnefn -ir, aðeins kjörin til eins á7- í senn og hefur engar laeareglur a* fara eftir. Hún mun því jafnan hafa litið svo á, að vafasamt væri að slík nefnd tæki upp alveg nýja og breytta skipan á úthlut- uninni, því að það gæti leitt tíl ringulreiðar og enn meira rang- lætis, ef næsta ár kæmi önnur nafnd, sem ef til vill felldi allt aftur í fyrra horf eða gerbreytti öllu á nýjan leik. Til þess eru því varla rök, að slík skyndinefnd gerbreyti út- hlutunarháttum eða setji ákveðn ar reglur í svo viðkvæmu ágrein- ingsmáli. Það hefur raunar ver- ið viðurkennt, að Alþingi og menntamálaráðherra ættu að hafa um það . jrystu að setja um þetta nýjar og fastar regl- ur, og ýmsar atrennur hafa ver- ið til þess gerðar, pó að mistek- izt hafi að mestu. Af bréfi nefnd arinnar í fyrra er ekki sýnileg- ur árangur enn, en gott er að heyra, að menntamálaráðherra hyggst nú hreyfa málinu að nýju. í úthlutun listamannalauna eru tveir aðalþætt- — úthlutun- arkerfið sjálft og \al þeirra manna, sem skipa skulu lista- mönnum í flokka kerfisins. Breytingar á 'y. - þættinum virð ast auðveldari viðfangs. Ég held, að þar megi samhæfa sjón- armiðin. Álitlegast virðist mér að hafa eftirfarandi flokka ' í kerfinu, auk þeirra, sem Alþingi kyuni setja á sérstök og hærri heiðurslaun: 1. Flokkur þrautreyndra o g þroskaðra öndvegishöfunda og listamanna, sem þegar hafa unn ið sér ótvíræðan álitssess og eru ekki lengur óráðin gáta. 2. Flokkur, þar sem laun eru veitt fyrir á.kveðin listræn verk eða afrek og þá helzt í eitt skipti í senn, rum en þeim, sem eru í aðalflokknum. Þarna koma helzt ul graina ungir rit- höfundar og listamenn. 3. Flokkur starfslauna, ef svo mætti segja. Þau yrðu eink- um veitt ungum og efnilegum höfundum og listamönnum, sem sýnt hafa mikla hæfileika .g gefa vonir um meiri afrek. Þessi laun þyrfti að veita til tveggja eða þriggja ára og b' ætlazt til, að tíminn sé notaður til þess að ljúka ákveðnum eða fyrir- huguðum verkum. Til greina kæmi auðvitað að stigskipta riokkunum eitthvað. Hér eru aðeins fram settar laus- legar tillögur, sem ýmsir hafa um rætt, ekki sizt í úthlutunar- nefnd að undanförnu. Síðari aðalþáttur þessa máls, val matsmanna, er öllu erfiðara viðfangs, og eru þar margar hug n.„.idir á lofti. Oftar en einu sinni hefur verið minnzt á aka- demíu, og einhvers konar aka- demía verður þetta að vera. Ef til vill mætti líka hugsa sér 50—100 manna hóp valinn eftir sérstökum reglum, og skyldu þeir kjósa menn í launaflokka án sameiginlegra funda um mál- ið. Mestu máli skiptir nú em fyrr að hafa upni sleitulausa við- leitni til þess að ná einhverri samstöðu og .nálaáfanga, setja síðan fastari reglur og búa f haginn fyrir jákvæðar breyting- ar oe haldbæra starfshætti. Þegar fram komu í nefndinni tillögur um að gera menn jafna heiðursflokki Alþingis. felldi ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.