Tíminn - 01.02.1966, Síða 8

Tíminn - 01.02.1966, Síða 8
ÞRIÐJUDAGUK 1. febrúar 1966 I < 8 TÍMINN Sjötugur í dag: Sr. Þorvarður G. Þormar Vorið 1928 settust tvenu ung presthjón að við Eyjafjörð. Síra Þorvarður G. Þormar og frú Ólína Jónsdóttir, sem þá höfðu setið í Hofteigi á Jökuldal um 4 ár, og síra Sigurður Stefánsáon og frú María Ágústsdóttir, sem komu beint úr skóla í Reykjavík. Prestaköll þeirra lágu sitt hvoru megin fjarðarins, síra Þorvarðar f Laufási að austanverðu, í Suðnr- Þingeyjarsýslu, en síra Sigurðar á Möðruvöllum að vestan, í Eyja- fjarðarsýslu. Árinu áður höfðu enn ein ný presthjón flutzt í þessa sömu byggð, síra Friðrik J. Rafn- ar og frú Ásdís Guðlaugsdóttir, sem komu að Akureyrarbrauði 1927 sunnan frá Útskálum á Roms hvalanesi. Allir eru þessir þrír prestar, sem komu svo mjög í sömu mund að byggðunum við Eyjafjörð, nú hættir störfum. Síra Friðrik og frú Ásdfs, sem raunar voru til muna elzt, eru bæði lát- in. Síra Sigurður og frú María, sem voru yngst, sitja enn á sínu gamla setri, en hafa dregið sig í hlé frá prestskap. Af sömu ástæðu fóru þau frá LaufáSi 1958 presthjónin. sem þangað komu ung og starfsglöð 1928. Hið fyrra er farið. Allt er orð- ið nýtt Það er nálega sama hvert litið er í Hólabiskupsdæmi, því að engin presthjón, sem sátu í Eyja- firði né Suður-Þingeyj arsýslu, þeg ar þau bar þar að, sem hér voru til nefnd, eru þar enn. Síra Bjarni, tónskáldið á Hvanneyri, hefur löngu kvatt og tveir eftirmenn hans hafa gengið þar um garða og hinn þriðji kominn. Síra Ing- ólfur Þorvaldsson og frú Anna Nordal, sem settust að Kvíabekkj- arbrauði 1924, eru komin suður, jafnaldrar og nánir vinir Laufá's- hjóna allt frá skólaárum. Hin svip miklu prófastshjón á Völlum heyra til liðinni sögu, síra Stefán látinn fyrir allmörgum árum, en frú Sólveig syðra hjá Ingibjörgu dóttur sinni, níræð í vor. Síðustu prestshjónin á Bægisá, síra Theo- dór Jónsson og frú Jóhanna Gunn arsdóttir, eru sofnuð eftir meir en hálfrar aldar setu á staðnum. Síra Gunnar í Saurbæ er farinn suður og á þar góða sögu. Pró- fasturinn gamli á Hálsi horfinn af vettvapginum og margir eftir- menn hans þar hafa óðum sótt burt og horfið að nýjum störfum. Þeir bekkjarbræðurnir síra Þor- móður á Vatnsenda og síra Knút- ur á Húsavík, sem báðir vígðust 1928 eru dánir, síra P. Helgi Hjálmarsson á Grenjaðarstað fór suður 1930 og uppi í Mývatns- Vegna hins mikla tjóns, er varð f eldsvoða að Finnmörk, Miðfirði aðfaranótt föstudagsins 21. þ. m., er ung hjón með tvö lítil börn björguðust naumlega úr logandi húsi sínu á nærklæðum einum. þá eru það vinsamleg tilmæli okkar undirritaðra til allra velviljaðra manna, að þeir rétti nú hjálpar- hönd Lil þeirra, sem i nauðir hafa ratað. Það er þungbært að horfa á allt sitt verða í einu vetfangi tor- tímingunni að bráð, án þess að geta nokkuð að gert. Og þeir einir geta gert sér slíkt í hugar lund, er sjálfir hafa reynt. Fyrir utan hið fjárhagslega ástand, sem í slíkum tilfellum skap ast. ekki sízt þegar allt var lítið sveit er ungu kynslóðinni ókunn- ugt um mánn, sem hét síra Her- mann Hjartarson, nema af sögu- sögnum ræktarsamra foreldra. í öllu Skagafjarðarhéraði er enginn eftir þeirra, er þar þjónuðu Guðs kristni fyrir og um 1930, en síra Gúðrnundur Benediktsson, sem vígslu þá í Ilóladómkirkju 1933 af hendi síra Hálfdánar Guðjóns- sonar vígslubiskups, er þó enn í Fljótum. En útverðimir að aust- ap og vestan standa stöðugir alit til þessa, síra Páll á Skinnasrtð, prófastur Norður-Þingeyinga og síra Þorsteinn í Steinnesi, prófast- ur Húnvetninga, aldursforseti norðlenzkra kirkjumanna. Þannig er þá um að litast, að hið fyrra er farið. Undanfarin 40 ár eru líka mikill umbrotatími á öllum sviðum þjóðlífs íslendinga. Að því er til þess tekur skal hér minnzt á þrennt á sjötugsafmæli síra Þorvarðar G .Þormars: híbýli, búskap og samgöngur. Prestból þeirra síra Þorvarðar og frú Ólínu í Hofteigi 1924-28 var lítill og mjög lélegur torf- bær. Stendur þessi bær raunar enn, hálfur uppi og hálfur niðri. en hefur nú vérið lengi í eyði. Eftir 1928 hafa engin presthjón treystst að setjast að í Hofteigi. Urðu það því miklir örlagadagar á þeim stað, þegar ungu hjónin vátryggt, svo sem hér átti sér stað. Hver lítil upphæð, sem af fúsleik er lögð fram, getur haft mikla þýðingu til uppörvunar og fram taks. Minnumst þess, að margt smátt gerir eitt stórt. Blaðið hefur góðfúslega íofað að tatya við samskotupi, og að sjálf sögðu munum við undirritaðir veita framlögum móttöku og gefa upplýsingar, ef óskað er. Magnús F. Jónsson, Hagamel 47, Sigfús Bjarnason, Heildv. Heklu, Jón Pálmason frá Akri, Vesturð 19 Pétur Sæmundsen. Guðrúnarg. 9. Friðrik Karlsson. Mávahlíð 39. Jón Friðriksson. Ásgarði 73, Gunnar Guðimundsson. Háaleitis braut 24, Aðalsteinn Helgason. Heiðarg. 24, Arinbjörn Árnason. Birkimei 6. bjuggu upp á hestana það vor. Á Hofteigsjörð ráku þau fjárbú- skap, sem var að komast af vexti í jafnan og góðan arð einmitt þeg- ar hinar ljóðrænu vonir um Lauf- ás rættust. Samgöngur í Hofteigs- prestakalli voru mjög langdregn- ar og erfiðar og kölluðust nú lífs- hættulegar. Sími enginn, nema stöðin á Fossvöllum. Prestsembætt inu í Hofteigi fylgdu ferðalög um Jökuldalsheiði, sem þá var enn að nokkru í byggð, og allt norður í Möðrudal á Efra-Fjalli, þar sem kirkja fyrirfannst þó engin þau ár. Útkirkja var ein, Eiríksstaðir á Efra-Jökuldal. Leiðin þangað inneftir frá prestsetrinu var löng — og styttist ekki við það að fara nokkrum sinnum yfir Jöklu og smá þokast lengra alltaf þeim megin, sem minni svell voru og harðfenni, en undirlendi með ánni víða lítið um miðjan og innan- verðan dal. Mun fáa undra, að hin þing- eyska byggð á austurströnd Eyja- fjarðar dró Hofteigshjónin til sín. Laufásbænum þarf ekki að lýsa, hann stendur enn í sömu mynd og 1928 nema mkilu prýðilegri bú- staður nú en þá, enda kominn i umsjá þjóðminjavarðar. En við- brigðin voru mikil frá hinu lélega hreysi, sem kirkjustjórnin hafði upp á að bjóða á Jökuldal. Liili prestsonurinn, sem fæddist í hin- um kalda Hofteigsbæ um vetur- næturnar 1925 eignaðist tvo bræð- ur, sem báðir fæddust undir vor í Laufásbænum, 1929 og 1933. Fjölskyldan bjó svo í hinum stóra torfbæ til 1938, er nýtt steinhús var reist. Búskapur síra Þorvarðar í Laufási gat aldrei orðið eins mikill og við blasti eystra. En hann varð farsæll, enda kostir góð- ir I Laufási og talsverð hlunnindi í dún og veiði. Samgöngurnar urðu auðveldari, en þó ekki auð- veldar. Ekki yfir neitt skaðræðis- fljót sem Jöklu að fara, en brú kom á Fnjóská í Dalsmynni 1931, en vegalengdir voru einnig all- miklar hér meðan Látraströnd var í byggð og Fjörðurnar. Þöngla- bakkasókn lagðist við Laufás- prestakall 1927 ásamt Grenivík, er síra Árni Jóhannsson lézt. Þá varð oft. að fara sjóveg inn á Sval- barðsströnd allt fram til 1941, er vegur kom loks yfir Víkurskriður og út að Nolli og síðan alla leið um Laufás í Fnjé'kárbrú. En allt- af er vegur þessi fremur óhugn- anlegur á vetur, þegar snjóa og ísa leggur, þar sem brattleiðið er mest. Af þessu má sjá, að síra Þorvarður bjó við áhættusöm og erfið ferðalög og ekki aðeins í Hofteigi heldur og fyrstu árin í Laufási, þótt ólíku væri saman að jafna. Fólk hins nýjasta tíma hef- ur oft litla hugmynd um og lít- inn skilning á því, hve mjög er um skipt. Það er orðin mikil breyt ing á að vera prestur nú eða fyrir og um 1930. En sú breyting er aðeins góð á tveimur þeim svið- um, sem hér var rætt um: híbýli og samgöngur. Búskapurinn. sem áður blómgaðist hjá prestunum og gerði þá að sveitarhöfðingjum, einnig í veraldlegu tilliti, verður þeim nú æ meir til niðurlægingar, einnig í andlegum skilningi. Ungu prestarnir yfirleitt hvorki vilja búa né nenna því. Og það stafar af því, að stórkapitalið vantar til að hefja búskap nútíðar og síðan vinnufólk til að halda búinu í horf inu. Fólk vill ekki vera hiá prest unum lengur, af því að þá þarf það að vera í sveit. Og staðaruppbæt- urnar. sem áður fólust í betri vistargerð. eru úr sögunni. Síra Þorvarður og frú Ólína höfðu sama vinnumanninn alla sína tíð í Laufási, Elís Gíslason, frænda sira Þorvarðar úr Fljótsdal. Og HJÁLPARBEIDNI — vegna hjónanna á Finnmörk, MiðfirSi i Solistí Veniti Kalt nóvemberkvöld fyrir réttum þrem árum rölti undir- rituð upp í Þjóðleikhús til að hlusta á leik kammerhljóm- sveitar, er I Solisti — Veniti nefndist. Það hafði þá þegar farið mikið og gott orð af leik þeirra félaga. En margar eru hljómsveitirnar í henni veröld, og víst er um það, að ýmsar eru ágætar, og enn aðrar fram- úrskarandi, en svo kemur og þriðji og fámennari* hópurinn og það eru þær, sem yfirburð- ina hafa. Þetta umrædda kvöld árið 1963 þegar Solisti Veniti léku fyrir alltof fáa áheyrend- ur, var eftir einungis fáa inn- gangstakta hægt að slá "því föstu, að þarna væri sú hljóm- sveit, sem hefði til að bera þá yfirburði, sem gerði leik henn- ar svo eftirminnilega lifandi, að þau tvö ár, sem skilja á milli leiks hennar þá og í Austurbæjarbíó þann 28. jan. s.l. eru í huganum líkari nokkr- um kvöldum eu árum. Það var líkast því að halda áfram sam- tali. sem að vísu hefur rofnað en þar sem þráðurinn hefur verið tekinn upp að nýju. Að efnisvali voru tónleikar þeirra svipaðir hinum fyrri. Vivaldi með árstíðirnar — Pergolesi og Rossini. Það er naumast hægt að komast nær því ein- falda og látlausa í þessari gömlu tónlist en þessir lista- menn gera. Öllu hafa þeir gæt- ur á, ekkert er of eða van, og aldrei er litauðgi þeirra í línum og fraseringum einhliða. Frá dýpt Pergolesi til áhyggju- leysis Rossini er stórt stökk en þar sást skýrt, hve yfirburðir hljómsveitarinnar megnuðu að lyfta nauðalitlu efni. Stjórnandinn Claudio Scim- one, einleikarinn Pilro Toso, svo og sveitin öll hlaut hjart- anlegar undirtektir, og varð hún að leika nokkur aukalög. Tónleikar þessir voru eftir- minnilega ánægjulegir, og þótt sumum kunni að virðast þessi gamla tónlist á stundum helzt til grunn, leynir hún á sér og á sannarlega erindi til okkar með sínum einfaldleik. Sinfóníutónleikn Níundu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinar fóru fram í samkomuhúsi Háskólans, að venju, og var Bodan Wodiczko stjórnandi, en einletkari Guð- rún Kristinsdóttir. Efnisskráin skiptist að þessu sinn í tvo gjörólíka hluta, svo sem Hand el og Bach, en síðari hluti rúm aði aftur á móti Kodály og Rimsky Korsakoff. Amaryllis-svítan eftir Hándel í útsetningu T. Beecham er röð af dönsum í breytilegu formi tekið úr ýmsum verkum hans. Hljómsveitin gerði þessu skemmtilega verki bæði góð og áheyrileg skil. — Þunga miðja þessara tónleika var samt píanókonsertinn i d moll eftir J. S. Bach, sem Guðrún Kristinsdóttir flutti. Túlkun hennar á þessu verki, var í meginatriðum svipuð og er hún lék það fyrir um fjór- um árum síðan. Vinnubrögð hennar eru, sem fyrr vönduð og traust. Túlkun hennar og skilningur á hinum tærulínum og byggingu var bæði skýr og einfaldur. Þriðji þátturinn bjó þó tæpast yfir þeirri snerpu, sem við hefði mátt búast frá hendi Guðrúnar og getur þar nokkru um ráðið að nótnablöð in er jafnframt því að veita ein leikaranum öryggi, geta einnig orðið honum fjötur um fót. Samleikur h.ljómsveitar og ein leikara var jafn og snurðulítill, — Seinni hluti efnisskrár með þeim Kódály og Rknsky-Korsa koff, eru ósvikin hljómsveitar verk, þar sem svo að segja hver hljómsveitarmaður kemur mik ið við sögu með lengri og skemmri sólóköflum. Það mega heita hrein undur hversu mik ið. stjórnanda Bodan Wodiczko tókst að leysa úr læðingi. Dill andi ungverskur czardas og leiftrandi spænskir sígauna- dansar voru ósviknir í túlkun hljómsveitarinnar. — Einleik- ari og stjórnandi hlutu óvenju innilegar undirtektir og endur tók hljómsveitin þátt úr verki Kodálys sem má til tíðinda telj ast og sér þar gleggst, að hinn góði flutningur tiltölulega létts efnis féll í góðan jarðveg. Unnur Arnórsdóttir. Elís er dyggðugri og fastheldnari en almennt gerist. hann er enn í Laufási. Þegar minnzt er sjötugs sveita- prests er efni til umræðna meira en svo, að unnt sé að gera nokkur skil á vettvangi sem þessum. Og þó er hér ekki getið um annað en það, sem kalla mætti umgerð- ina að lífshörpu prestsins. Sjálf- ir strengirnir, starfið í hinum eig- inlega skilningi prestsþjónustunn ar, eru enn ekki snertir. Getið var um ferðirnar upp á Efra- Jökuldal og út yfir Leirdalsheiði, en ekki kyrrláta og fallega guðs- þjónustu á Eiríksstöðum eða Þönglabakka. Um einmanalega ferð í skammdegi r.orður yfir Fjall garða, en ekki gleðiríka og góða vöku með fólkinu, er komið var heim í Möðrudal Við höfum lugs- að um langa '>g erfiða göngu prestsins, en ekki séð birtuna, sem hann flutti í oæinn, þegar komið var í áfangastað. Hinn oini og eini meðal safnaðanna geyma helgustu minningarnar, sem ekki verður lýst, af því að þær búa í leyndum hjartans. Prentstafir á afmæli Laufásprestsins snerta ekki fíngerða strengi lífshörpunn- ar — heldur allar hugnæmu minn ingarnar, sem vakna í dag með gömlum sóknarbörnum og vinum. Þar má heyra, innri eyrum. hve margstrengjuð harpan er. Ungu prestshjónin, sem komu að byggðunum við Eyjafjörð 1927 -1928 sóttu öll hamingju á þessar stöðvar. Þar - arð lífsstarf þeirra. Að vísu ber þar skugga á, að prestarnir allir þrír misstu heils- una löngu fyrr en eðlilegt má kalla. Þeir urðu allii að hætta störfum tíu árum áður en lög- aldri embættismanna var náð. Og vissulega er erfitt fyrir menn á góðum starfsaldri og; með óskerta sálarkrafta, að þrufa að draga sig í hlé frá lífi sínu stað og fólki. En samt var hér hamingja, þegar skyggnzt er um öxl, og san izkan heil fyr.ir Guði og mönnum, því að vel var _ meðan mátti. Síra Björn Halldórsson skáld í Laufási kallaði staðinn lukkubæ. Undl. þau orð taka síra Þorvarð- ur og frú Ólína heilshuga- Þar Frambald á bls. 14

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.