Tíminn - 01.02.1966, Qupperneq 9
ÞRIBJUDAGUR 1. febrúar 1966
f
TÍMINN
Dómurinn kveðinn upp: „Þlð eruS öli ákærð fyrir þessar saklr" Talln frá vinstri: Theodór Halldórsson, Helga Har'ðardóttir, Leifur Ivarsson, Pétur Sveinssón, Magnús Bær-
ing Kristinsson, AuSur Jónsdóttir, SigurSur Grétar GuSmundsson, GuSmundur Gíslason og Björn Magnússon. Tímamyndir—GE
í Kópavogi hafa staðið yfir
síðan í haust æfingar á frægu
leikriti og fer frumsýning fram
n.k. fimmtudagskvöld: „Tíu litl
ir negrastrákar," höfundur Ag-
atha Christie, og er þetta ann-
að frægasta sakamálaleik-
rit þessarar snjöllu og vin-
sælu skáldkonu, hitt var sýnt
einnig í Kópavogi, fyrir nokkr-
um árum, „Músagildgran“ und
ir leikstjórn Klemens Jónsson-
ar, sem annast einnig leik-
stjórn að þessu sinni, en Hild-
ur Kalman leikkona hefur þýtt
„Negrastrákana" á ískazku.
Leikmyndir eru eftir Gunnar
Bjarnason, hinn góðkunna leik
tjaldamálara Þjóðleikhússins.
Alls koma fram ellefu leikend-
ur í sýningunni, Sigurður Orét-
ar Guðmundsson, Helga Harð-
ardóttir, Magnús Bæring Krist-
insson, Björn Magnússon, Auð-
ur Jónsdóttir, Guðrún Þór,
Guðmundur Gíslason, Pétur
Sveinsson, Árni Kárason, sem
öll eru kunnir Kópavogsleikar-
ar, en að auki Theodór Hall-
dórsson (bróðir Baldvins leikara
og Erljngs leikritaskálds) og
Leifur ívarsson (sem tekið het-
ur þátt i nokkrum leiksýning-
um í Iðno og Þjóðleikhúsinu).
f leikriti þessu styðst Agatha
Christie að nokkru við kvæðið
gamalkunna um negrastrákana
tíu. Hér koma við sögu tíu
persónur (og einni betur, ferju
maður,) sem koma sitt úr
hverri áttinni á báti út í
Negraeyjuna, þangað hefur
þeim verið boðið að koma ti]
veizlu og dvalar. En fyrst er
þangað kemur, rennur upp fyr
ir þeim, að sá sem sendi boðs-
kortið, lét ekki nafns síns get-
ið, svo enginn kann deili á
gestgjafanum, þótt hann sé
raunar einn í þeirra hópi án
þess að hin viti af því. Það
kemur á daginn, að sérhver
gestanna hefur íramið afbrot,
og gestgjafinn veit af því, og
innan stundar fer svo, að sam-
vizkan lætur gestina ekki i
friði, þótt allir hafi ákveðið að
skemmta sér. En það kemst
ekki upp fyrr en síðast. Hins
vegar týna gestirnir smám . .m
an tölunni, þeim er komið fyr-
ir kattarnef. Persónurnar eru
hershöfðingi, „c.nari, frægur
taugalæknir, leynilögreglumað-
ur, fyrrverandi majór í suður-
afríska hernum, þjónustumær,
gömul hefðarkona og pipar-
mey, ungur kappakstursmaður,
og hinn ellefti, sem flytur gest
ina út í eyjuna
Þetta er vel byggt leikrit,
feikispennandi og þó ekki
hrollvekjandi. Tvær kvikmynd-
ir hafa verið gerðar eftir þvi,
hin fyrri með Barry Fitzgerald
í aðalhlutverkum var sýnt hér
rétt eftir stríð, eii önnur ný
kemur hingað síðar í vet;
Leikfélag Kópavogs er nú að
æfa íslenzkt barnaleikrit, sem
sýningar hefjast áður en
langt um líður, höfundur Ólöf
Árnadóttir, leikstjóri Benedikt
Árn:. _.n.
□
'í
mmm
,
■■■| . : . ' '
• :><:.
Fyrsti „negrastrákurinn" fallinn f valinn. Frá vinstri Helga, Theödór, Pétur, Björn og Leifur.
Æfing hjá Leikfélagi Kópavogs. í salnum I Kópavogsbíó. talin frá vlnstri: Gunnar Biarnason leik-
tjaldamálarl, Guðrún Þór leikkona, sýninga- og Ijósamenn og aðstoðarstúlka, og Klemens Jónsson lelk
stjóri. \
at'as
■ar
|