Tíminn - 01.02.1966, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 1. febrúar 1966
TÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
Alf—Rvík, mánudag.
Allar horfur eru á því,
að knattspyrnumönnum
KR berist góður liðsstyrk-
ur á næstunni, því í ráði
er, að Eyleifur Hafsteins-
son, hinn kunni landsliðs-
maður frá Akranesi, dvelji
í Reykjavík allt næsta sum-
ar. Og í því sambandi hef-
ur Eyleifur snúið sér til
forráðamanna KR og athug
að möguleika á því að fá
að æfa og keppa með félag
inu, því að sjálfsögðu hef
ur hann ekki hugsað sér
að leggja knattspyrnu-
skóna á hilluna meðan
hann dvelur i Reykjavík.
Undanfarið hefur Eyleifur
verið við rafvirkjanám og ver
ið á samningi hjá Sements-
verksmiðju ríkisins, en nú vill
hann skreppa til Reykjavíkur
og kynnast sem flestum grein
um framtíðarsarfs síns, en á
Akranesi er tæplega aðstaða
til þess.
Eg hringdi í Eyleif í dag og
spurði hann hvort hanm væri
ákveðinn að koma til Reykja-
víkur.
„Eg get svarað þessu bæði
játandi og neitandi”, sagði Ey
leifur og bætti síðan við: „Eg
vil gjarnan fara til Reykjavík
ur f sambandi við námið og
dvelja þar fram til næstu ára-
móta. Hins vegar hefur ekkert
verið ákveðið ennþá, og ég á
eftir að tala við Jón Vestdal
hjá Sementsverksmiðjunni um
þetta endanlega. Fyrr verður
ekkert ákveðið”.
„Og ef úr þessu verður. ligg
ur þá leiðin til KR?”
„Já, ég hef talað við forráða
menn félagsins, og er ekkert
því til fyrirstöðu, að ég æfi
með KR í sumar, Eg hef hug
leitt, hvort ekki væri mögu-
leiki á því að æfa í Reykjavík
og keppa með Akranessliðinu,
en að gthuguðu jinálj finnst
mér það óraun-hæft. Þess
vegn-a hef ég ákveðið það, að
verði ég í Reykjavík um ein
hvem tíma, muni ég láta skrá
mig í KR. Þá get ég alla vega
æft með félaginu, — og keppt
með því, teljist ég nógu góð-
ur”
„Og siðan mundirðu fara
upp á Skaga aftur?”
Eylelfur
„Já, að öllu forfallalausu,
a.m.k. stendur ekki annað til”.
Þetta sagði Eyleifur. Óneit-
anlega mundi KR berast mikil
björg í bú við að fá Eyleif,
sem í dag er allra efnilegasti
knattspyrruumaður okkar, og
víst er. að skarð yrði fyrir
skildi í knattspyrnunni á
Skaga.
Af Slysavarðstofunni
beint í skotstöðu
Hörkuleik FHogKR lauk með eins marks sigri FH, 19:18
Alf—Reykjavík, mánuda-g.
fslandsmeistarar FH máttu
þakka fyrir að krækja í bæði
stigin gegn KR í íslandsmótinu
f handknattleik á sunnudaginn í
tvásýnasta og harðasta leik móts
ins til þcssa. Það var
ekki fyrr en á allra síðustu
mínútum leiksins að meistaramir
frá Hafnarfirði. sem enn einu
sinni urðu að leika án Ragnars
Jónssonar, náðu forystu í leikn-
um, en KR-ingar höfðu haft for
ustu nær allan tímann. Það var
Ámi Guðjónsson, sem jafnaði fyr
ir FH, 16:16, en þá voru 4 mínút-
ur eftir. Og litlu síðar bætti Ámi
17. markinu við.
Spennan í leiknum náði há-
marki á mínútunum, sem eftir
voru. Hannes Þ. Sigurðsson, sem
hafði það arfiða hlutverk að
dæma leikinn, dæmdi vítakast á
KR litlu síðar. Páll Eiriksson
vítakastssérfræðingur þeirra FH-
inga, framkvæmdi kastið, en
Sveinn í KR-markinu varði.
Knötturinn rúllaði út að línu, en
Sveinn lá sem rotaður á gólfinu
og gerði eng-a tilraun til að ná
til knattarins, og FH-ingur kast
aði sér inn í teiginn á knöttinn,
sem tók stefnu i markið. Og það
var þá sem Sigurður Jonny, að-
almarkvörður KR, ruddst inn á
völlinn, öllum til mikillar furðu,
og hindraði að knötturinn færi í
mark. Mjög óvenjulegt atvik að
sjá tvo markverði úr sama liðinu
liggjand á gólfinu. Hannes dóm
ari var fljótur að greiða úr flækj-
unni, afhenti Sigurði Jonny „reisu
passa' og dæmdi FH víti, sem
Páll skoraði úr, 18:16.
Með þessu voru úrslitin raunar
ráðin, en leiknum var samt ekki
lokið. Karl Jóh-annsson skoraði
17:18, en Jón Gestur bætti marki
við fyrir FH, 19:17. Síða-sta mark
leiksins skoraði Gísli Blöndal fyr
ir KR, og þá var tíminn nær út-
runninn. Lokatölur úrðu því 19:18
fyrir FH.
Það er óhætt að fullyrða, að
þetta sé harðasti leikur í mótinu
til þessa. Svo mikil var harkan,
að flytja varð einn KR-leikmanna
Gísla Blöndal, í Slysavarðstofuna
með blæðand andlit. Illaut Gísli
högg frá Jóni Gesti undir lok
fyrri hálfleiks og fékk skurð fyrir
neðan annað auga. En Gísli var
fljótur að jafna sig og kom beint
af Slysavarðstofuniii í skotstöðu
í leiknum um miðjan síðari hálf-
leik, þar sem hann tók vítakast og
skoraði!
Þrátt fyrir spcnnu bauð leikur
inn ekki upp á góðan handknatt-
leik, til þess var harkan allt of
mikil. Og það voru KR-ingar, sem
áttu upptökin með sínum fasta
varnarleik. í byrjun komst FH
yfir 5:2, en KR-ingar jöfnuðu og
liöfðu yfirlett eitt mark yfir fram
að hléi en í hálflelk var staðan
orðin .iöfn, 11:11. í síðari hálfleik
náði KR fljótlega aftur forustu og
hafði þrívegis 2 mörk yfir. En
undir lokin sigidu FH-ingar fram
úr og unnu með einu marki. Eftir
öilum gangi leiksins hefði jafn-
tefli verið sanngjörn úrslit.
FH má illa vera án Ragnars
Jónssonar, Það sannaðist áþreifan
lega i leiknum á sunnudaginn.
Ragnar á við meiðsli í hendi að
stríða, en mun að öllum líkindum
verða með í leiknum gegn Dukla
Prag á föstudaginn. Hætt er við,
að FH missi af íslandsmeistara-
titlinum ef liðið leikur fleiri leiki
svipaða og það hefur sýnt í byrj
un mótsins. Jafn einhæft lið og
FH þoldi t.d. illa vamarleik KR
á sunnuda-ginn, en KR lék vörn-
ina mjög framariega. í slíku til
Framhald á 6- síðu
Fram er
eina liðið
án taps
- vann Hauka 29:26
Alf-Reykjavík, mánudag.
Fram er nú eina 1. deildar Iið-
ið í handknattleik, sem ekki hef
ur tapað leik. Á sunnudagskvöld
lék Fram gegn Haukum og sigr
aði nieð 3ja marka mun, 29:26,
eftir skemmtilegan leik.
Fram náði fljótlega forustu í
leiknum og hélt henni til leiks-
loka. í hálfleik var munurinn fjög
mr mórk, 12:8, og um tíma í síð-
ari háifleik skildu 9 mörk á milli
26:17, en Haukai áttu góðan loka
sprett og minnkuðu bilið niður í
3 mörk
Sókaarleikur Fram í þessum
leik vai mjög góður, línuspilið sér
staklega gott, en það sama verður
ekki sagt um varnarleikinn eða
markvörzlu þeirra fél-aga Þorgeirs
og Þorsteins, sem var mjög léleg.
Má segja, að næstum því hvert
einasta skot Hauka, sem fór fram
hjá vörninni hafi hafnað í netinu.
Áberandi bezti maður Fram og
jafnframt vallarins, var Gunn-
aiugur Hjál-marsson, sem skoraði
10 mörk þar af 5 úr víti. Gunn-
Framhald á 4. síðu
4 1 .... ■
Badminton-
mót hjá KR
Laugardaginn 5. febrúar
beldur Radmintondeild KR
innanféla-gsmót í KR-hús-
inu. Verðui keppt í einliða
leik og tviliðaleik.
Mikil aðsókn hefur verið
að æfingatimum deildarinn
ar og komast færri að en
vilja. Sömu sögu er að
segja um TBR. og má af
því ráða að badmintoní-
bróttin njóti sívaxandi vin-
FRIÐRIK ÓLAFSSON SKRIFAR UM REYKJAVÍKURMÓTIÐ
Síðasta umferð
Friðrik sigraði Jón. Kr. og
tryggði sér þa-r með efsta sætið
því að Va-sjúkof tóks-t ekki að
komast neitt áleiðis í viðureign
sinni við Guðm. P. O’Kelly náði
3ja sætinu með sigri yfir Jóni
H„ en Guðm. P. hafnaði í næsta
sæti og ætti hann að hafa mögu-
leika á að fá útnefningu sem ai
þjóðlegur meistari fyrir þennan
árangur sinn. Svipað er að segja
um Freystein, sem lenti í 5. sæti.
Jón. Kr.-Friðrik: Friðrik brást
ekki við byrjunartaflmennsku
Jóns a þann hátt, sem venjulegast
er og setti það Jón nokkuð út af
lagÍTOU. Náði Friðrik að byggja
upp vænlega scknarstöðu á drottn
ingarvængnum og tókst síðan, eft-
ir nokkcar sviptíngar að komast
í mjög hagstæð mannak-aup (2
'hrókar fyrir drottningu). Varð
staða Jóns við þetta illverjanleg
enda lór svo, að hann varð að gef
ast upp eftir skamma viðureign.
1. d4, Rf6 2. c4, g6 3. Rc3, Bg7
4. e4, d6 5. Bg5, h6 6. Bh4, o—o
7. Be2, c5 8. d5, a6 9. a4, Da5
10. Dd2, Rbd7 11. Rf3, b5 12.
cxb5, axh5 13 Bxb5, Rxe4 14.
Rxe4, Dxb5 15. axb5 Hxal+ 16.
Ke2, Hxhl 17. Rc3, He8 18. Dd3,
Rb6 19. Rd2, e6 20. De3, Bd7 21.
Kf3, exd5 22. Df4, He5 23. Ra4,
Bxb5 24 Rxb6, g5 — hvítur gafst
upp.
Vasjúkof-Guðm. P.: Vasjúkof
var ekki í neinum friðsemdarhug
leiðingum þetta kvöld eins og gef
ur að skilja. Hann hrókeraði á
lengri veginn þegar í 10. leik til
að get.a byggt upp sókn gegn
kóng andstæðingsins á hinum
vængnum. Guðm. tók þessu öllu
með ró og opnaði sér línu til gagn
sóknai á drottningarvængnum.
Vasjúkoí varð að snúast til varn-
ar um sinn en er hann taldi kóngs
stöðu sína vers orðna nægilega
trygga, tók hann aftur til við
sóknarsðgerðir sínar á kóngs-
vængnuim. Miðtaflið reyndist
mjög andteflt, end-a eyddu báðir
miklum tíma sérstaklega þó
VasjÚKot Þegar leiknir höfðu ver
ið rúmlega 20 leikir átti Vasjúkof
einungis eftir 20 mínútur ti] að
ljúka tilskildum leikjafjölda, og
hætti honum þá að lítast á blik-
una. Bauð hann jafntefli og
Guðm. þáði. í lokastöðunni stóð
Vasjúkof sennilega eitthvað betur
að vígi en ekkert afgerandi var
í sigti a.m.k. ekkert, sem rétt-
lætti frekari taflmennsku með
svo nauman tíma.
Jón H.-0‘KeIly. Jón iagði fljót-
lega til atlögu á miðborðinu, en
hún var ekki vel undirbúin og
átti )‘Kelly auð-velt með að
hrinda henni og ná frumkvæðinu.
Með tak-tískum leikjum jók
0‘Kell\' sífell* yfirburði sína og
auðnaðist Jóni ekki er til lengdar
lét að verja stöðu sína áföllum.
Var staðan orðin alggjörlega von
laus. er hann gafst upp.
Freysteinn. Bjórn: Björn fékk
liðlegr, stöðu ipp úr byrjuninni
og virtist Freystcinn eiga við tals
verða erfiðleika að etja í miðtafl-
inu. Fvrir ónákvæ-ma taflmennsku
Björns tókst honum þó að rétta
við og jafnvej vinna peð rétt áður
en skákin fór í bið. — Biðskákina
tókst honum ekki að vinna þrátt
fyrir liðsmuniim.
Wade-Böök. Þessi skák ireyndist
einhvei sú furðuiegasta í mótinu.
Wade vann fljótiega peð sökum
slælegrar taflmennsku Böök í
byrjuninni og kom auk þess
svarta kónginum á hrakhóla. Vinn
ingurinn virtist aðeins vera tækni
legt atriði ,fyrir Wade, en þá fór
hann skyndilega að tefla glanna-
lega ->g gaf andstæðingi sínum
færi a nættulegri gagnsókn. Til
að stemma stigu við þessari sókn
kaus Wade að forna hrók, en sú
fórn hefði varla átt að gefa hon
um meira en jafn-tefli í aðra hönd.
Reyndm varð hins vegar sú, að
Böök tefidi framhaldið illa og
lék sip að lokum í mát. Staðan
var þá einnig töpuð.
Kieninger-Guðm. Sig.: Drottn.
tngarkaup urðu þegar í 8 leik, og
fleiri jppskipti fylgdu í kjölfarið.
Um síðir kom upp endatafl, sem
hvorugur áleit sig geta teflt til
vinnings í, og var þá sætzt á jafn
tefli.