Tíminn - 04.02.1966, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 4.
196«
f
Nauteyrarhreppur liggur
austan við ísafjarðardjúp og
nær alla leið frá Kaldalóni og
inn á ísafjarðarbotn. Landslagi
svipar þar meir til þess, sem er
við Húnaflóa — Steingríms-
fjörð til Hrútafjarðar — en á
Vestfjörðum sunnan ísafjarðar
djúps. Hlíðar eru þar ávalar
en ekki snarbrattar og hálsarn
ir eru víða grónir grasi og
kvisti enda hafa löngum þótt
þar sauðlönd góð.
Veðrátta er misjöfn í hreppn
uan. Innan til er snjólétt og
veðursælt en að utanverðu er
vetrarríki í meira lagi og norð
anveður hörð, enda skammt að
Drangajökli.
„ÞAÐ HEFUR VERIÐ GAMAN”
Yzti bær í Nauteyrarhreppi
er Ármúli, sem stendur
skammt frá sjó undir múla
þeim er gengur fram milli
Kaldalóns og Skjaldfannardals.
f Skjaldfannardal, eru tveir
bæir, Skjaldfönn og Laugaland
og nýbýlið Laugarás, þar sem
Jón Þórðarson stundar ylrækt,
sennilega nyrsti garðyrkjubóndi
veraldar. Á Laugalandi býr fað
ir hans, oddviti hreppsins, Þórð
ur Halldórsson. Á Laugalandi
býr með Þórði Halldór sonur
hans, sem er kvæntur Ásu Ket
ilsd. frá Fjalli í Aðaldal. Jón
sonur hans býr við jarðhitann
neðan við túnið eins og áður
er sagt. Kristín dóttir hans er
húsfreyja á næsta bæ, kona
Guðmundar Magnússonar á Mel
graseyri og Ólafur sonur hans
býr á Rauðamýri. nðali Halldórs
afa síns.
Eg var fyrir nobkru gestur
Þórðar á Laugalandi og Helgu
Jónsdóttur konu hans. Við Þórð
ur ræddum margt og meðal ann
ars spurði ég hann að ýmsu
með það í huga að láta það
fara lengra og verða fleirum
en mér til skemmtunar og um-
hugsunar. En fyrst verð ég
lítilsháttar að gera grein fyrir
uppruna Þórðar.
Jón Halldórsson afi hans bjó
á Laugabóli í ísafirði og var
frægur að dugnaði og skörungs
skap víða um Vestfirði. Synir
hans voru Þórður á Laugabóli,
faðir Sigurðar hreppstjóra þar,
Jón í Tröllatungu, Halldór á
Rauðamýri, faðir Þórðar og
Magnúsar bæjarfógeta í Hafn
arfirði. Dóttir Jóns á Lauga
bóli var Valgerður, kona Kristj
áns Þorlákssonar í Múla.
Eftir Jóni Halldórssyni á
Laugabóli var það haft að hvert
barn væri betri eign en 12
hundruð í jörðu.
Eg spurði Þórð um tildrög
þess, að hann byggi á Lauga
landi.
— Það var uppboð á Naut
eyri vorið 1915. Þar átti að
bjóða upp eitthvað drasl frá
búi hér. Eg ætlaði þangað ekki
en kom í hug, eftir að pabbi
var farinn niður eftir, að þar
myndu verða boðnir upp tveir
hrútar sem höfðu verið aldir
um veturinn vegna leiguánna.
Svo ég hljóp þá niður eftir og
náði uppboðinu. Þegar að því
kom að bjóða upp jörðina eða
% hennar gerði enginn boð
og Magnús Torfason sýslumað
ur sagði: „Vill nú enginn eiga
Laugaland?" Þá gaf ég mig
fram, og spurði hvort hann
tæki mig gildan, og þetta fór
svo, að ég keypti á 960 krónur.
Eg átti 5 ær og einn brúnan
hest og 39 krónur í sparisjóðs
bókinni en 18 leiguær fékk ée
með jörðinni.
— Og fórstu þá að búa?
— Nei. Eg leigði jörðina
fyrst en flutti hingað 1917. Að-
koman var ekki að öllu leyti
glæsileg. Baðstofan var fúin og
lá á hliðinni. Túnið var ekki
nema hóllinn hérna. Það er
varðveitt í gömlum hreppsbók
um í framtali á hreppskilum
eitt haustið að töðufengur af
fjórða hluta þess hafi verið 1?
pokar það árið.
Búnaðarfélagið hafði menn i
umferðavinnu og einn morgun
þegar þeir voru hérna segi ég
þeim að fara að rífa baðstof
una. Sjálfur fór ég niður að Ár
múla og fékk þar lánaða skektu
og réri út í Æðey. Þar fékk
ég lánaðan bát, — Hvíta
þorskinn — til að fara á til
ísafjarðar og urðum við 6
saman. Þegar til ísafjarðar
kom hitti ég Árna Jónsson
verzlunarstjóra og sagði bonum
að ég þyrfti að byggja upp bað
stofuna. Eg var með á blaði
hvað ég taldi mig þurfa af
timbri.
„Farið þið og hvílið ykkur
um stund, sagði Árni. Eg
skal sjá um að þetta verði látið
í bátinn. Þú borgar honum Ólafi
Pálssyni það í haust.“
Ólafur Pálsson frá Vatnsfirði
veitti þá forstöðu útibúi verzl
unarinnar á Arngerðareyri.
Við komum hér upp í Ásinn
með timbrið og Jóhann á
Skjaldfönn, blessaður karlinn,
var þá að koma þar með reið
ingshesta til að hjálpa mér
heim. Og einhvern veginn var
baðstofunni klöngrað upp og
hún stóð til 1945 að þessi bær
var byggður.
Annars átti víst að gera mig
andans mann. Pabbi hafði
mikla trú á lýðháskólunum
dönsku og ætlaði að senda mig
til Askov. Til undirbúnings því
fór ég haustið 1909 i unglinga
skóla að Heydalsá í Stein-
grímsfirði. Skólastjóri þar var
Sigurgeir Ásgeirsson. Hann var
gagnfræðingur frá Möðruvöll
um og hélt barna- og unglinga
skóla á föðurleifð sinni um
15 ára skeið en síðar rak hann
verzlun á Óspakseyri.
Eg svaf hjá Sigurgeiri meðan
ég var í 9kólanum en hann var
með berkla. Sumarið eftir fékk
ég brjósthimnubólgu og lá fram
undir hátíðar. En þó að mér
batnaði fyrir brjóstinu gróf í
stórutá og var bólguhnútur und
ir kjálkanum.
Sigvaldi Kaldalóns var þá
læknir hér og vildi að ég færi
suður vegna þessara meina. Eg
fór með skipi en á leiðinni opn
aðist ígerðin á tánni. Því fór
ég til læknis á Bíldudal. Hann
færði út úr meininu og batt
um, fannst ekki mikið til um og
spurði hvort Sigvaldi væri að
senda mig suður með þetta.
Þegar suður kom var það
Guðmundur Magnússon sem
stundaði mig. Hann leit á tána
og sagði: „Mér sýnist þetta
ekkert gróðarlegt". Svo var
ég svæfður en þegar ég var
vaknaður sagði Guðmundur
við mig:
Eg tók af þér tána. Svo verð
ur dálítið ör undir kjálkanum,
en það gerir ekkert til. Stúlk
unum lízt bara betur á þig.“
Eg jafnaði mig fljótt eftir
táarmissinn. Af honum veit ég
ekkert, en tvær þær næstu eru
þroskalegri en systur þeirra á
hinum fætinum. En bólgan und
ir kjálkanum tók sig upp næsta
vetur. Þá fór ég suður og Matth
ías Einarsson skar i því. En
veturinn þar * eftir tók það sig
enn upp. Enn fór ég til
Matthíasar: „Þetta tekur eng
an enda“, sagði hann. Svo
brenndi hann mig og síðan hef
ég verið laus við það mein.
— Hvað ertu annars gamall,
Þórður?
— Eg er fæddur 22. nóvem
ber 1891.
— Séra Páll Stephensen hef
ur þá fermt þig eins og mig.
— Nei. Það. var- enginn vin-
skapur með pabba og honum.
Pabba þótti hann heldur vín
hneigður og risu af því mála
ferli þar sem pabbi var dæmd
ur í sektir fyrir meiðyrði. Samt
jarðaði sr. Páll móður mína.
Eg man hann rakti til frænd
semi við hana í líkræðunni og
rakti svo ættina áfram til Guð
brands biskups. Móðir mín hét
Ingibjörg Jónsdóttir en móðir
hennar var Hólmfríður, systir
Guðbrands Vigfússonar. Þau
Jón og Hálmfríður voru á litlu
koti á Skarðsströnd en skildu
og Hólmfríður giftist síðar Ein
ari Grímssyni, bróður Sighvats
á Höfða. En þegar til þess kom
að búa mig undir fermingu var
ég sendur út á ísafjörð til séra
Guðmundar frá Gufudal. Eg
held að þeir Haraldur og Þórir
hafi hlýtt mér yfir Faðirvorið
o.s.frv. Séra Guðmundur kom
inn eftir, messaði í Nauteyrar
kirkju og fermdi mig. Þar voru
ekki önnur fermingarbörn þá.
Séra Páll var aldrei hneigður
til búsýslu, blessaður karlinn.
Ekki virðist það vera. Sú
saga var sögð að frúin hefði
einhverntíma nuddað í honum
að vitja um hrognkelsanet þeg
ar henni fannst hún hafa fá-
breytt matarföng á Melgraseyri
en prestur hafi afgreitt það
með þessu svari:
„Þú svínar mig út með grá-
slepputali þegar ég er að þjóna
guði mínum.“
Þú hefur fylgzt með þróun
inni í hreppnum í 50 ár.
Já, nú eru hreppsbúar 78
á 15 heimilum en hér var á
þriðja hundrað manns. Bú-
stofn hefur þó ekki minkað, —
öðru nær. Túnstærðin margfald
ast.
Og fjölskylda þín er þriðjung
ur af hreppnum.
Það er eins og jökullinn togi
til sín eða hvað það nú er.
Framhald á bls 12
HEIMSÓKN TIL ÞÓRÐAR HALL-
DÓRSSONAR Á LAUGALANDI