Tíminn - 04.02.1966, Page 14

Tíminn - 04.02.1966, Page 14
TÍMINN STUTTAR FRÉTTIR Akureyri, firamtudag. Byggingarfulltrúi á Akureyri, Jóngeir Ágústsson hefur gert yf- irlit um byggingar á Akureyri á síSastliðnu ári. Fer skýrsla hans hér á eftir: — Hafin var á árinu bygging 89 íbúðar húsa með 142 íbúðum. Um síðast- liðin áramót voru samtals 139 fbúðarhús með 251 íbúð í bygg- ingu á Akureyri. Skráð eru full- gerð 38 hús og 85 íbúðum. Fok- held voru 63 hús með 90 íbúð- um og 38 hús með 46 íbúðum voru skemmra á veg komin. Émsar byggingar: Af ýmsum er skráðar voru fullgerðar á árinu má nefna vöruskemmu og verk- stæði Rafveitu Akureyrar, af greiðsluhús Olíufélagsins hf. Verk stæðisbyggingu Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Fokheldar voru t. d. Kjötvinnslustöð KEA, Lögreglu- stöðin og byggingavörudeild KEA Við Glerárgötu. Hafin var bygging Iðnskóla, Mjólkurstöðvar KEA, Vöru- skemmu SÍS, Plasteinangrunar- verksmiðju og nokkurra íbúðar- húsa. KW—Vopnaflrði, fimmtudag. f dag komst Vopnafjörður í símasamband við umheiminn að nýju, en þar fóru allar símalín- ur á sunnudagsmorguninn. Tölu- vert tjón varð á Vopnafirði um helgina. Meðal annars skemmdust tvær síldarsöltunarstöðvar, Auð- björg o g Hafblik, þegar brim gekk yfir þær. Skolaðist nokkuð af færiböndum í sjóinn og mikið brotnaði á plönunum. Einn fjög- urra eða fimm tonna bátur, Haf- fihiin, sökk í höfnina og hefur enn ekki verið hægt að ná bátn um upp. Hafði hann legið í vari en fyllti og sökk. 1BEDFORD 63 « I Vörubifreið til sölu í góðu I lagi og mjög góðu útliti. i Upplýsingar i síma 40695. hábser SkólavSríustfq 45 Tökum veiz'u> og fundi Útvegum islerzkan og k'n verskan veizlumat Kin versku ''eitinoasalirnir opn ir illa taga '■rí kl 11 — Pan»anú »«•» '0-- 9 og eft ir kl 6 Simi >1360 HAMRAFELL Framhald af bls. 1 Olíuverzlun íslands (BP) reyndi af fremsta megni að fá olíu gegn um sín viðskiptasambönd í Bret- iandi. Það reyndist útilokað. Skelj ungur (Shell) lagði sig líka fram og reyndi að fá sína viðskipta- aðila til að útvega olíu, en þeir urðu lika að gefast upp. Þeirra viðskiptaaðilar gátu ekki afgreitt olíu á þeim tima og með þeim hætti sem þurfti. Hins vegar gat Olíufélagið h.f. (Esso) leyst úr þessum vanda, og þannig komið í veg fyrir mikla erfiðleika, sem hefðu steðjað að í næsta mánuði. Þá lá næst fyrir að koma olí- unni til íslands, og svo vel.vildi til, að Hamrafellinu var ekki ráð stafað þá stundina. Það hefur verið svo með Hamrafellið, síðan það var rekið út í veröldina, fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar, að það hefur orðið að leita sér verk- efna frá degi til dags, og það var ekki búið að festa sig í þetta skipti, þótt p'-Vi munaði nema nokkrum kl- istundum. Tókust samningar um það, milli olíufélag anna og þess, að það sækti olíu- farminn í skyndi suður til Aruba. Það kemur því í þess hlut að flytja þann olíufarm heim, sem þurfti að fá til að koma í veg fyrir vandræði, eða nær sextán þúsund lestir. Af Hamrafellinu er það að segja, að eftir að ríkisstjórnin var búin að gera samninga við Rússa í annað sinn án þess að greiða fyrir því að gerðir yrðu viðun- andi samningar við íslenzka skip- ið, um olíuflutninga, þá sáu eig- endur skipsins sér ekki annað fært en að kanna sölumöguleika á skipinu, og það hefur nú verið sett á markað og er til sölu. í framhaldi af þessu má benda á þá stórhættu, sem því er sam- fara, að fslendingar sjái sig knúna til að halda svona áfram og selja fleiri skip, ekki bara olíuskip held ur líka frystiskip og önnur flutn- ingaskip. Liggur í augum uppi, hvar við værum staddir, ef aftur á að fara að fela útlendingum, að annast siglingar til íslands og frá því, eins og gert var fyrir nokkr- um áratugum. í fyrravetur voru vetrarhörkur og ís fyrir Norður- landi. Þá varð það hlutverk ís- lenzku skipanna að halda uppi siglingum þangað, og þau gerðu það við aðstæður, sem ekki hefði þýtt að bjóða útlendum skipum, og lögðu sig þar í margfalda hættu. Það væri óskandi að ríkisstjórnin héldi ekki þannig á þessum mál- um, að fleiri eða færri skip yrðu seld úr landi. KVÖLDSALA Framhald al 16 síUu. með óþreyju, að ný skipan kæm ist á í þessum málum, enda teldu þeir margir kvöldsöluna til bóta. Verzlanir mundu hins vega hafa litið svo á, að salan hefði ekki verið næg til þess að bera kostn- að við svo víðtæka kvöldsölu, sem höfð var eftir fyrra kerfi. Kvaðst hann vonast til, að sæmileg mála- lok fengjust í þessu sem fyrst. TUNGLSKOT Framhald af bls. 1 þýðingarmikla’- upplýsingar um yfirborð tunglsins frá „Luna-9” og muni þetta hafa mikla þýðingu öllum þeim mikla fjölda fólks sem sparaði hvorki fé né fyrirhöfn í hinni fórnfúsu 'e;t sinni a<$ Beechcraft- vél Flugsýnar, þökkum við af heilum hug viðleitni þeirra. Þetta fagra dæmi mannkærleikans inun aldrei gleym- ast. ASstandendur hinna 'atnu flugmanna og forsvarsmenn Fluqsýnar. þegar mannað gcimfar verður sient til tunglsins. Það hefur ver ið mikið vandamál að lendia geim fari á tunglinu án þess að það eyðilegðist í lendingu, þar sem ekki er hægt að nota fallhlífar þar, vegna þess, hve andrúmsloft ið er þunnt. Að sögn brezka útvarpsins kom það mjög á óvart hjá vísindamönn í Jodrell Bank-alhugunarstöðinni í Bretlandi, þegar tilkynningin kom um, að Luna 9 væri lent á tunglinu, þar sem vísindaimennim ir bjiuggust við lendingunni kl. rúmlega 20 að íslenzkum tíma. En er þeir fóru að athuga betur, komust þeir að raun um, að merkjasendingar frá „Luna-9” hættu kl. 18.05 að íslenzkum tíma og við nánari athugun fundu þeir út, að þýðingarmiklar breytingar höfðu orðið á skeytum geimfars ins rétt fyrir sjö, og töldu, að það gæti hafa verið vegna lendingar innar. Af merkjunum réðu þeir að bremsur eldflaugarinnar hafi verið setfar í gang kl. 17.44 og einni og hálfri mínútu síðar hafi lendingin átt sér stað. Skeytasend ingamar héldu áfram um stund og telja vísindamenn við Jodrell Bank, að þá hafi Luna-9 sent myndir til jarðar. Fréttamaður brezka útvarpsins hafði það eftir yfirmanni Jodrell Bank-stöðvarinnar, að þetta væri söguleg stund, og hvað kapphlaup- inu um að senda mann til tungls ins viðvéki, þá hefðu Sovétríkin með þessu afreki tryggt sér vem legt forskot. SovézkÍT geimvisindamenn höfðu fyrirfram haft mikla trú á, að tilraunin með „Luna-9” myndi heppnast. Reynsla sú, sem fékkst við fyrri tilraunir, sem misheppn uðust, hafa gefið þeim þýðingar miklar upplýsingar til þess ; að byggja á við frekari tilraunir til þess að sigrast á því flókna og erfiða verkefni að fá geimfar ó- skemmt niður á yfirborð tunglsins að því er góðar heimildir segja. SÍÐUSTU FRETTIR: NTB segir að hemlunareldflaug ar hafi verið settar í gang 46 sek. áður en lending átti sér stað. Luna hóf sjónvarpssendingar til jarðar skömmu eftir lendinguna. Johnson Bandaríkjaforseti sendi Sovétmönnum heillaóskaskeyti í tilefni þessa merka atburðar. HITAVEITAN Framhald af 16 síðu. synlegt væri að hefja boranir, með al annars með djúpbornum, á bæj arlandinu að nýju. Hann sagði að allar endurbætur sem nú stæðu fyrir dyrum á hitaveitu í gömlu bæjarhverfunum, yrðu að ganga fyrir nýrri útfærslu kerfisins. Einar Ágústsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins þakkaði borgarstjóra svörin. Hann kvað ó- þarfa að lýsa þvi með mörgum orðum, hve mjög hitaveitan hefði brugðizt þörfum og vonum manna i vetur. Þetta væri engan veginn nýtt, heldur hefði þetta endurtek ið sig í hverju kuldakasti marga síðustu vetur, þótt það hefði lík lega ekki verið eins áberandi og nú. Þetta hefði sífellt farið versn andi og stafaði fyrst og fremst af því, að borgaryfirvöld hefðu farið að með lítilli fyrir- hyggju. fært út kerfið til nýrra hverfa án þess aö sjá fyrir nægi legri vatnsaukningu til þess. Með þessu hefðu borgaryfirvöld verið að reyna að standa við loforð um aukningu hitaveitu í borginni og áætlanii sem þau hefðu gert upp í ermi sína Ein.au sagði að hitaveitumá! hefðu oft áður veriö ti1 umræðu á borgarst.iómaríundum af þessu sama gefna tilefni. svo að þessi vöntun s heitu vatni væri borgai yfirvöldum ekk: nýjai ‘fréttii Þau hefðu .rf fengii aðvörun bæði frá borgurum sjáifum og frá fulltrú um minnihlutans í borgarstjóm. En á það hefði verið hlustað dauf um eyrum og til þessa talið 6- þarft að fara eftir viðvörunum. Nú væri allt í einu komið annað hljóð í strokkinn. Nú hefði ó- ánægja fólksins loks skotið meiri hlutanum nokkrum skelk í bringu svo að hann játaði, að mikilla um bóta væri þörf, og nú væri tínt til ýmislegt, sem gera mætti, og sagt að nú skyldi það gert. í þessu fæl ist hreinlega játning á ófremdar ástandinu, sem ríkti, og í áttina væri að heitia betrun. En það, sem nú væri talað um að gera, hefði átt að gera fyrir mörgum missir um og árum. Nú er loks hægt að dýpka borholur, setja á dælur og laga kerfi í gamla bænum eftir að fólk hefði á þessum vetri orð ið að búa 55 frostdaga við kulda. En þetta átti að gera fyrr, áður en til vandræðanna kom. Loks kvaðst Einar vilja taka undir þau orð borgarstjóra, að auðvitað ætti lagfæring hitaveit unnar í gömlu hverfunum að ganga fyrir nýrri útfærslu, en þessa reglu hefðu borgaryfirvöld átt að vera búin að læra fyrir mörgum árum. Guðmundur Vigfússon gagn rýndi vinnubrögðin við hitaveit una og mælti fyrir tillögu um úr- bætur. Hann taldi, að óhæfilegt hlé hefði orðið á borunum í borg arlandinu. Sem allra fyrst þyrfti að ganga úr skugga um, hve mik ið heitt vatn væri unnt að fá þar því að á því ylti, hve mikið heitt vatn yrði að færa að. Björn Guðmundsson, borgarfull trúi Framsóknarflokksins minnti á, hve hitaveitan væri þarft fyrir tæki og borgurunum hagkvæmt. Hitaveitan hefði veitt þeim, sem hennar hafa notið, yl og hita með betri kjörum en aðrir borgar búar hefðu getað veitt sér. Að á liti Hitaveitustjóra hefur þetta numið allmiklu, eða nánar til- greint, að hitamagn, sem á hita veitusvæðinu kostar kr. 574,—, yrðu þeir, sem notuðu kol eða olíu til upphitunar að greiða með kr. 1070,—. Svo stórkostlegur var munurinn að áliti hitaveitu- stjóra, áður en 10% hækkun heita vatnsins kom til framkvæmdar s. 1. sumar. íbúar Reykjavíkur sátu þannig ekki við sama borð um jafnrétti. Þvílíkt misrétti gagnvart borgar búum er alls óviðunandi, sé nokk ur kostur að bæta þar um. Og meirihlutinn hét því fyrir síðustu kosningar, að það skyldi gert. Hann fór ekki dult með það, að fyrir árslok 1965 skyldu 75 þús. Reykvíkingar vera búnir að fá hitaveitu Og hítaveitan yrði svo góð og ódýr, að hún sparaði á hverja meðalstóra íbúð í Reykja- vík kr. 3200,— á ári. Því var bætt við, að fjánmagn væri þegar tryggt til allra framkvæmdanna. Ekki stæði á þvi. Allt yrði klapp að og klárt fyrir árslok 1965. Um allt þetta má lesa á spjöld um hinnar myndskreyttu bláu bók ar frá vordögum árið 1962. við hliðina á eiginhandar undirskrift 30 forystumanna Sjálfstæðis- flokksins Þetta var fyrsta boðorðið, sem eki skyldi bregðast! En nú er kaidur vetur og komiö fram á þorra árif 1966, Og enn munu all mörg hús vestan Elliðaáa eiga eft ir að fá hitaveitu. Og enn munu allmörg þúsund skorta á. að 75 þús. Revkvíkingar hafi fengið hitaveitu t'yrii árslok 1965! Um þessa hiið máisim skulu ekki höfð mörg orð En sjálfsánægjan er stundum svclítið brosleg. — og siálfshóhð verkai stundum sem háð! En petta er ekki það alvarleg- asta i málinu heldur getuleysi Hitavpitunnar að sjá þeim sem eru búnn að eggta hitalögn f hús sín, fyrir nægu heitu vatni til upp FÖSTUDAGUR 4. febrúar 1966 hitunar. En mikið hefur skort á, að hún reyndist þess megnug í kuldunum í vetur. Hvað veldur því alvarlega ástandi? er hin al vöruiþrungna spurning dagsins. Hefur nokkuð óvænt gerzt? Og hvað er hægt að gera til að fyrir byggja endurtekningu á jafn ó- þolandi ástandi og var hjá mörg um í síðasta kuldakasti? sagði Bjöm. Fjöldi borgarbúa veltir þessari spurningu fyrir sér og krefst svars og þeir krefjast meira, — þeir krefjast þess, að þegar sé ráðin bót hér á! Mönnum sem þykir hér hafi tekizt raunalega til. Við lagningu hitaveitu í ný hverfi, virðist vatns skortur í öðrum hverfum hafa orðið meiri. Ýmsir hafa hér þung orð um og er það skiljanlegt. En á það ber að leggja áherzlu, að hér er ekki við nýju notendurnar að sakast. Þeir hafa að vísu fagn að, að fá heita vatnið, en verið í þeirri góðu trú, að allir fengju nóg heitt vatn. Þeir hafa byggt á, að loforð meirihlutans og eiginhand ar undirskrift 30 forustumanna hans, væri nokkurs virði. En kuldamir í vetur hafa áþreif anlega fært mönnum heim sann inn um, að það krosstré getur illa brugðizt. kópavogur Framhald af bls. 2 fram áætlun um varanlega hol- ræsa- og gatnagerð. Er áætlun inni skipt niður í áfanga og gert ráð fyrir að ljúka varanlegri gerð gatna í Kópavogi á 10 áram ýmist malbikuðum eða olíumalarborn um. Gerir bæjarverkfræðingur ráð fyrir að verkið í heild muni kosta kr. 137.124 millj. og nær áætlunin til gatna, sem eru alls 29,1 km að lengd. Er gert ráð fyrir að leggja þurfi ný holræsi í þessar götur um 19,1 km og vatnsleiðsl- ur 18,5 km. Spunnust miklar umræður um málið og að lokum einróma sam- þykkt tillaga frá bæjarstjóra, þar sem bæjarverkfræðingi var þakkað fyrir gerð áætlunarinnar, sem markar merkan áfanga i þróun bæjarmála í Kópavogi. Áætluð framlög til gatna- og holræsagerð- ar á þessu ári miðast við áætl- unina. Þá var og á þessum bæjar- stjórnarfundi Kosin gatnanefnd, en í henni eiga sæti: Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri, Eyjólfur Kristjánsson, verkstjóri, og bæjarfulltrúarnir Björn Ein arsson, Sigurður Helgason og Kristinn G. Wium. Kosið var ennfremur í stjórn lista- og menningarsjóðs Kópa- vogs, sem hefur til ráðstöfunar til fegrunar bæjarins og annarra menningarmála um V2% af áætl. útsvarstekjum bæjarbúa. Þessir skipa stjórnina: Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri, Sigurður Sigurðsson, listmálari, Þorvarður Árnason, forstjóri, Hilmar Foss, lögg. skjalaþýðandi, Guðrún Þór, frú, Jón Eldon, full- trúi, og Guðmundur Þorsteinsson fasteignasali. (Frétt frá bæjarskrifstofunum.) BRUNI Framhald af 16 síðu. gat og þaki? að mestu fall ið. Færðin var mjög þung og því ekki hægt að kom- ast nema á beltisdráttarvél um og ýtum. Hjálpin barst því síðar en ella, enda litið hægt að gera til hjálpar, þar sem vatn er þarna mjög takinarkað. Þóroddsstaðahjónin hafa orðið fyrir mjög tilfinnan- legu tjóm, þar sem hús og innbú eru fremur lágt vá tryggt. Poroddsstaðir eru um 6 km frá Ólafsvík.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.