Tíminn - 05.02.1966, Side 2
TlMINN
LAUGARDAGUR 5. febiúar l‘J«6
MESTA FLUGSL YS SOGUNNAR ■ 133 FÓRUST
'rá afgreiðslu Verzlunarbankans, Bankastræti 5.
/ . /
BANKASTARFSEM11TIUAR
KT—Reykjavík, föstudag.
Bankaráð og bankastjóri Verzl
unarbanka fslands boðuðu í dag
blaðamenn á sinn fund til þess
að skýra frá því, að nú eru liðin
tíu ár frá stofnun Verzlunarspari
sjóðsins, fyrirrennara Verzlunar-
bankans. Verzlunarbankinn hefur
aukið mjög starfsemi sína frá
því hann var stofnaðun árið 1961
og hefur t.d. nýlega íukið starfs
rými á götuhæð húsins síns að
Bankastræti 5.
Á fundi með blaðamönnum rakti
Egill Guttormsson, formaður
bankaráðs sögu bankans í stuttu
máli. Skýrði hann frá því, að hinn
4. febrúar 1956 hefði verið sam-
þykkt á fundi kaupsýslu- og verzl
unarmanna í Reykjavík, að stofn
aður yrði sparisjóður, sem hlaut
nafnið Verzlunarsparisjóðurinn. f
stjórn sparisjóðsins voru kosnir
þeir Egill Gottormsson, stórkaup
maður og Þorvaldur Guðmunds
son, forstjóri, en Bæjarstjórn
Reykjavíkur kaus Pétur Sæmund
sen, viðskiptafræðing 1 stjórnina.
Tók sparisjóðurinn til starfa 28
september 1956 í húsnæðinu Hafn
arstræti 1.
Árið 1960 sneri stjórn sparisjóðs
ins sér til ríkisstjórnarinnar og
óskaði þess, að ábyrgðarmönnum
Verzlunarsparisjóðsins yrði heim
ilað að beita sér fyrir stofnun
hlutafélags til bankareksturs, er
yfirtæki alla starfsemi Verzlunar
sparisjóðsins og var það veitt. Var.
þegar hafizt handa um undirbún-
ing að stofnun bankans og var
próf. Ármann Snævarr, háskóla
rektor til ráðuneytis við stofnun j
ina. Tekið var á leigu húsnæði í |
Bankastræti 5, þar sem bankinn
tók til starfa hinn 8. apríl 1961.!
DÆMD SKILGETIN
■ 0G FÉKK ARF
HZ—Reykjavík, föstudag.
Fyrir nokkrum mánuðum kom
fyrir hæstarétt erfðamál, sem
var sérkennilegt að því leyti, að
stefnandi í málinu mundi því að
eins hljóta arf, ef hún væri skil-
getin.
Þannig var það, að fyrir tæpum
24 árum trúlofuðu sig piltur og
stúlka hér í borg. nánar tiltekið
í mai 1942. Síðan giftu þaiu sig
í nóvember 1943, en eiginmaður
inn lézt af slysförum á togara í
janúar 1944. í næsta mánuði, hinn
13. febr fæddi eftirlifandi eigin
kona stúlkubarn, sem var barn
3 INNBROT
HZ—Reykjavík, föstudag.
Þrjú innbrot voru framin í
Reykjavík í nótt. Brotizt var inn
í Korkiðjuna Skúlagötu 72. Tekn
ar voru 8300 krónur, sem voru
í skrifborðsskúffu. Tilraun var
gerð til að brjótast inn íGoðaborg
á Freyjugötu. Brotin var gluggi
á bakhlið búðarinnar en fyrir
glugganum er rammlegir járn
rimlar svo þjófurinn varð frá að
hverfa.
Loks var brotizt inn í Vélverk
á Hverfisgötu 103. Stolið var
kassa úr skrifborði, sem í voru á
3. þúsimd kr.
: þeirra hjóna, og var það dóttirin
sem gerði kröfu til arfs eftir föð
urmóður sína.
í erfðalögunum segir, að óskil
getið barn erfi aöeins föður sinn
að/hann hafi gengizt við faðemi
ínu, hann verið dæmdur faðir
þess eða talinn faðir þess. Enn-
■ fremur ef sambúð foreldra hefur
j staðið óslitið í 10 mánuði fyrir
fæðingu og þar til þrem árum
eftir hana. Skv. þessum röksemd
um hefði stefnandi ekki átt erfða
, rétt.
Samkvæmt 1. grein laga nr. 57
1921 um afstöðu foreldra til skil
getinna barna eru þau böm skil
getin, „sem fæðast í hjónabandi
eða eftir hjónabandsslit á þeim
tíma, að þau geti verið getin í
hjónabandinu, enda sé ekki vé-
fengt á þann hátt, er síðar segir,
að þau séu skilgetin”
Tilvik þetta teilur ekki beint
undir nefnt ákvæði, en þegar það
er haft í huga, að hjúskap for-
eldra stefnanda lauk eigi með
skilnaði heldur dauða föður henn
ar. þá verður að telja með irýmk
andi lögskýringu ofangreinds á-
kvæðis, að hún sé skilgetin dóttir
föður síns og hlaut hún því arfs
hluta samkvæmi lögerfðarétti ei
hún átti og var það dómsúrskurð
ur hæstaréttar.
Síðari hluta ársins 1963 keypti
bankinn svo húseignina.
Að sögn Egils Guttormssonar
kom fljótlega fram mjög hagstæð
ur vöxtur i starfsemi bankans og
hefur hún aukizt með ári hverju.
Nú getur bankinn boðið viðskipta
mönnum sínum bætta þjónustu,
svo sem afnot bankahólfa, auk
afnota af næturhólfi. Starfsrými
bankans á götuhæðinni hefur verið
aukið og verið er að vinna að til
lögum um stofnlánadeild við
bankann,. og er þess að vænta, að
ujint verði að koma því máj[i á
npkkurn rekspöl innan sknmms.
Þá þer þess að getfl, 'að síjórn
bankans bindur miklar vonir við
að þær takmarkanir, sem eru á
heimild bankanna til erlendra við
skipta verði afnumdai, svo að
bankar landsins hafi svipaða starfs
aðstöðu og geti boðið viðskipta
mönnum sínum alhliða bankaþjón
ustu.
Verzlunarbankinn rekur nú tvö
útibú, annað að Laugavegi 172 í
Reykjavík, en hitt að Hafnargötu
31 í Keflavík. Þá er áætlað að
opna í vor bankaafgreiðslu í Um
ferðarmiðstöðinni við Hringbraut
í stjórn bankans eiga nú sæti
Egill Guttormsson, stórkaupmað
ur, formaður, Þorvaldur Guð-
mundsson, forstjóri og Magnús J.
Brynjólfsson, kaupmaður. Banka
stjóri er Höskuldur Ólafsson, íög
fræðingur, en hann var einnig
sparisjóðsstjóri Verzlunarspari-
sjóðsins frá stofnun hans.
NTB-Tokyó, föstudag.
Mesta flugslys sögunnar átti
sér stað á föstudagskvöldið að
japönskum tíma, þegar farþega
þota af gerðinni Boeing-727 með
133 mönnum innanborðs hrapaði
niður í Tokyóflóa eftir að öflug
sprenging hafði átt sér stað í
vélinni. Á laugardagsmorgun að
japönskum tíma höfðu fundizt
lík 21 manns jafnframt því, sem
flugvélaflakið fannst á hafsbotn
inum. Heill floti af skipum og
fjöldi flugvéla og þyrla leituðu
í margar klukkustundir á 75 fer
kílómetra svæði án þess að
finna nokkurn á lífi. Mikið af
braki, mest ýmsir hlutir, sem
farþegarnir áttu, var veitt upp
úr hafinu. Allir um borð, þar
á meðal þrjú börn, voru japansk
ir ríkisborgarar.
Um borð í vélinni, sem var í
eigu Nippon Airlines í Japan,
voru 126 farþegar, m. a. nokk
ur börn, og sjö manna áhöfn. Þot
an kom frá borginni Chitose á
eyjunni Hokaido í norðurhluta
landsins, og var að koma inn til
lendingar á Tokyóflugvelli eftir
klukkustundar flug. Flestir far-
þeganna komu frá vetraríþrótta-
borginni Sapporo, þar sem þeir
höfðu verið viðstaddir árlega sýn
ingu á höggmiyndum úr snjó.
Flugturninn missti sambandið
við flugvélina um það bil ' einni
mínútu áður en hún átti að
lenda á Tokyóflugvelli. og hafði
flugstjórinn tilkynnt, að hann
væri að undirbúa lendingu. Jap
anskt skip tilkynnti að sézt
hefði geysistór eldsúla og mikill
reykur, og hafi þetta síðan horf
i^í.hafið.
Strax og óttazt var, að flug
slys hefði orðið, hófst víðtæk
leit. Herskip úr japanska flotan
um, þyrlur og flugvélar hófu
leitina, en í kvöld höfðu
einungis nokkur lík og flug
vélavængur fundizt, ásamt ýmsu
dóti farþeganna.
Flugsérfræðingar hafa bent
á, að japanska Boeing-vélin væri
af sömu gerð og þrjár aðrar siíkar
vélar, sem hröpuðu í Banda
ríkjynum í fyrra, en í þeim
misstu 127 manns lífið. Rann
sókn sýndi, að þessi gerð hafði
galla í eldsneytiskerfinu og hafa
bandarísku flugmálayfirvöldin ný
lega farið fram á breytingu á
því kerfi.
Þetta er mesta flugslys sög-
urinar, en áður höfðu flestir
farizt í flugslysi, sem átti sér
stað árið 1962, þegar Boeing-
vél frá Air France hrapaði fyr
ir utan París rétt eftir flug
tak og 130 manns fórust. Fleiri
fórust aftur á móti, þegar tvær
flugvélar rákust á yfir New
York í desember 1960 og 136
manns íórust.
FRÁRSKIÞINGI
Fundum var framhaldið í dag 4.
febrúar og voru eftirgreind mál
á dagskrá, *
1. Línuveiðar:
Frams. m. Ingimar Finnbjörns
son,
2. Dragnótaveiðar:
Fr.s.m. Sveinbjörn Einarsson.
3. Aflatryggingasjóður:
Fr.s.m. Jóhann Pálsson.
4. Síldarflutningar:
Fr.s.m. Níels Ingvarsson.
5. Vitamál.
PRJÓNASTOF-
AN SÓLiN
S. 1. fimmtud. hófust æfingar
í Þjóðleikhúsinu á leikriti Hall
dórs Kiljan Laxness, Prjónastof
unni Sólin. Leikstjóri er Bald
vin Halldórsson, en Gunnar
Bjarnason gerir leikimyndir.
Þetta er fjórða leikritið, sem
Þjóðleikhúsið sýnir eftir Lax
ness, en hin voru sem kunnugt
er íslandsklukkan, Silfurtungl
ið og Strompleikurnn.
í Prjónastofunni Sólinni, eru
13 hlutverk, en auk þess koma
þar við sögu sjö þokkadísir.
Leikurinn gerist á vorum dög
um í forskála „franskrar villu“
og á rústum hennar.
Þeir sem fara með aðalhlut
verkin eru leikararnir: Helga
Valtýsdóttir sem leikur Sól
borgu prjónakonu, Lárus Páls
son leikur Ibsen Ljósdal, Rúrik
Haraldsson leikpr Sine Mani-
bus, Róbert Arnfinnsson er
fegurðarstjórinn, Þórdís er leik
in af Sigríði Þorvaldsdóttur og
Jón Sigurbjörnsson fer með
hlutverk kúabóndans. I.eikrit
ið verður væntanlega frum
sýnt seint í næsta mánuði.
Myndin er tekin á fyrstu
æfingu leiksins.
I