Tíminn - 05.02.1966, Qupperneq 5

Tíminn - 05.02.1966, Qupperneq 5
LAUGAKDAGUR 5. febrúar 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Háski Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn er nú í miklum vanda staddur. Á aðra hliðina ásækir forustuna óttinn við fylgistap vegna 7 ára íhaldssamvinnu í ríkisstjórn. sem margir flokksmenn eru sáróánægðir með. Flestir skilja, að í samvinnu þessari hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn sem vold- ugri aðilinn, að ráða iangmestu. Það fer ekki hjá því, að hugsandi Alþýðuflokksmönn- um sé þessi aðstaða vel ljós. Þeir óttast, að Alþýðu- flokkurinn tapi þeim einkennum, sem greina hann frá Sjálfstæðisflokknum og að hann smátt og smátt leysist, upp í náðarfaðm íhaldsins. Á hina hliðina óttast forusta Alþýðuflokksins, að standa utan ríkisstjórnar, ef þetta samstarf slitnar. Ráð- herrar flokksins geta naumast hugsað sér þá stöðu og setur að þeim hroll við þá tilhugsun. Þessar tilfinningar togast nú á í Alþýðuflokknum og til þessa hafa sjónarmið ráðherranna ráð’ð. þótt endir kunni á því að verða fyrr en margan grunar. IJrslit næstu Alþingiskosninga skera sennilega úr um það. hvað ofan á verður í Alþýðuflokknum. Þjóðarleiðtogí? í lýðræðisríkjum, þar sem margir flokkar keppa um hylli kjósenda í leynilegum kosningum gera ílokkarnir sér far um að „byggja upp” menn. sem telja megi kjós- endum trú um, að séu sérsta'kiega vel til þess fallnir að vera þjóðarleiðtogar. Er þá gjarnan rekin nhávaðasam ur áróður og auglýsinga herferð í þessu skyni og oft barið gróflega í brestina. Sjálfstæðisflokkurinn hefir tvímælalaust lagt sig mest eftir þessu hér á landi og núverandi formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, stefnir greinilega að þessu. í skrifu mhans gætir æ meira þeirrar viðleitni að hefja sig upp yfir svið harðdrægs flokksforingja í það að verða þjóðarleiðtogi. Austri í Þjóðviljanum nefnir þennan ritmáta „landsföðurstíl’' og gerir stundum ó- spart grín að Bjarna, er honum verður á í messunni við að leika þetta hlutverk Tiltæki Bjarna, er hann lét Almenna Bókafélagið gefa út ræður sínar i veglegri bók, er liður i þessari við- leitni, því að sannarlega var efni þeirra og upp- bygging ekkert betri en gengur og gerist. Ekki er þó séð ennþá, að það tiltæki skili honum vel á veg, því' að sumir flokksmenn hans gera að þessu gy^. Þannig segir Ragnar Jónsson í Smára í Morgunblaðinu 3. febr. s. 1. „í tveimur heilsíðugreinum um hinar fyrirferðamiklu bækur dr. Bjarna Benediktssonar sem út komu á s.l. ári gat ritdómari Morgunblaðsins varla bent á setningu, er betur mætti fara á öllum þessum hundruðum blað- síðna. Hann hafði drukkið í sig bækurnar, bæði bindin, eins og himneskan jóladrykk og til þess að gera enn ljósara, hve list þeirra væri á háu plani. var Hannes Hafstein í sömu andrá kallaður miðlungsskáld’’! Á síðasta gamlárskvöld flutti Bjarni Benediktsson ávarp til þjóðarinnar. Sá hluti ávarpsins, er einna minn- isstæðastur rerður vegna einstæðs smekklevsis er sá, er hann líkti stjórnmálaandstæðingum. sínum við rottugildrusalann, sem sleppti rottum inn i hús nokkurt svo að hann gæti selt rottugildrur sínar Enginn þjóðarleiðtogi myndi telja sér slíkan talsmáta sæmandi og á því Bjami sýnilega langt í land ennþá með að ná lanigþráðu takmarki. að verða þjóðarieiðtogi TtMINN JAMES RESTON: Er rétt að taka styrjaldar- áróður Kínverja bókstaflegr? Skoðanir manna á afstöSu Kínverja eru mjög á reiki AÐILAR að deilunni, sem nú er háð um framtíðarstefnu Bandaríkjamanna gagnvart Viet nam, byggja afstöðu sina á tveimur gagnstæðum skoðunum á Kína nútímans. Annar aðilinn er þeirrar skoð unar, að Kínverjum sé alvara með allt, sem þeir segja, og stefni að því að efla byltingar hreyfingu um gjörvallan heim til þess að veikja vestrænt vald og steypa því af stóli með hverj um skæruhernaðinum af öðr um ef unnt reynist. Hinn aðilinn heldur fram, að Kínverjum sé að vísu alvara með allt, sem þeir segja, en hafi hvorki afl né áhrifavald til að koma áformum sínum í framkvæmd. Af þessum skoðannamun leiðir að deilan innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna snýst meira og meira um ýmis atriði, sem eru bæði staðarlega séð utan marka Vietnam og ná í tíma fram yf- ir þennan áratug. EN ERU Kínverjar þess þá umkomnir, að sigra alla Suð- austur-Asíu og ógna Japönum og Indverjum? Og er þetta á- fórm þeirra? Ög sé svo, hvern ig á þá að komá í veg fyrir út- færslu þeirra og hvaða þjóðir eru fáanlegar til að hjálpa til við það, ef einhverjar eru? Það eitt liggur ljóst fyrir, að ríkisstjórnin og bandamenn hennar velta þessum spurning um sjaldan fyrir sér. Og þá sjaldan að örfáir leiðtogar gera það eru þeir gjörsamlega á önd verðum meiði hver við annan um svörin. Sumir leiðtogar lesa skrif þeirra Mao Tse-tungs og Lin Piaos marskálks, varnarmála ráðherra Kínverja, eins og þau væru jafn örlagarík og Mein Kampf Hitlers var á sinni tíð. Samkvæmt kenningum kín- verskra kommúnista eru Bandaríkin og Evrópa aðal- borgasvæði heimsins. Þau er unnt að eyðileggja með þrot- lausum skæruhernaði sveita- fólksins í Asíu, Afríku og Suð- ur-Ameríku. „ÞEGAR árásarlið Banda- ríkjamanna er orðið aðþrengt einhvers staðar," skrifar Lin marskálkur, „eiga þeir ekki um annað að velja en að lina á tökunum einhvers staðar ann ars staðar. Af þessum sökum verður smátt og smátt auðveld ara fyrir fólkið hvarvetna að berjast gegn heimsvaldastefnu Bandaríkjamanna og þjónum þeirra.“ Enginn vesturlandamaður hef ir verið jafn hispurslaus f lýs ingu sinni á markmiðunum með „þjóðlegum frelsisst.ríðum“ kommúnista. „Allt er unnt að kljúfa og smækka. einnig banda ríska heimsdrottnunarbáknið“ segir marskálkurinn „Mögulegt er að hluta það í sundur og vinna sigur á því Þjóðir Asíu. Afríku. Suður-Ameríku og annarra landsvæða geta eytt því smátt og smátt og lið fyrir Mao Tse-tung lið. Sumir ráðast á höfuðið, aðr ir á fæturna." STJÓRNMÁLAMÖNNUN- UM í yfirstjórn hersins og ut anríkisráðuneytinu finnst mik ið til uim þessa víðtæku og hlífðarlausu ófriðarhvöt. Sum- ir þeirra vilja taka þetta bók staflega og herða á styrjaldar átökunum í Vietnam til þess að sýna svart á hvítu, meðan Kín verjar eru enn tiltölulega van máttugir, að kenningin fái ekki staðizt í veruleikanum. Aðrir, sem einnig taka boð skapinn bókstaflega, vilja fara alveg þveröfugt að. Þeir vilja ekki hætta á styrjöld við Kínverja, vegna þess að þeir halda, að Kínverjar tækju fremur þann kost að leggja til orrustu í alvöru en að láta Viet Cong og her Norður- Vietnama bíða algeran ósigur. í ríkisstjórn Bandarikjanna og ríkisstjórnum annarra ríkja, sem veita okkur að málum, eru einnig enn aðrir reyndir stjórn málamenn, sem iíta svo á. að þessi harðúðuga afstaða Kín verja sé ekki annað en fram- lag í hugmyndadeilunni við Sovétmenn og snúi fyrst og fremst að þeim, eða sé — og ef til vill jafnframt - áróður til þess ætlaður að eggja kín- verska verkamenn og hafa á- hrif á þá til aukinna afkasta. FORSÆTISRÁÐHERRA einn ar af ðandaþjóðum okkar í Asíu sagði við þann, sem þetta ritar: „Þið Bandaríkjamenn eruð mér ráðgáta Þið hafið kennt okkur það litla, sem við kunn- um í þrásækni til áhrifavalds á aðra, en þið beitið kunnáttu ykkar í þeim efnum alls ekki gegn Kínverjum. Þið hagið at ferli ykkar eftir því, sem Kin- verjar segja, en ekki hinu, sem þeir gera.“ Hann óttaðist ekki, að Kín- verjar leggðu Suð-austur Asíu undir sig eða hæfu þátttóku í ófriðinum í Vietnam, nema þvi aðeins, að alger ósigur Norður Vietnama vofði yfir. „Erfiðasti vandi Kínverja er í því fólginn, að þeir geta ekki sigrast á sjálfum sér,“ sagði hann. „í áróðursherferðinni meðal hinna hófsamari kommúnista eru þeir ekki sigursælir, held- ur eru þeir þar á undanhaldi. Kínverjum tekst ekki einu sinni að sannfæra æskufólk sinn ar eigin þjóðar, hvað þá íbúa annarra heimshluta, sem lúta kommúnistum. Framleiðsluaukningin er erf iðasta viðfangsefni Kínverja og þeim vegnar ekki vel f þeirri viðureign. Leiðtogarnir nota stríðið í Vietnam til þess að hræða þjóðina til að leggja harðara að sér. Vel má vera, að leiðtoga Kínverja fýsi að koma fram öllum bessum yfirlýstu byltingaráformum i heiminum, en þeir eru ekki einu sinni fær ir um að leysa þann vanda, sem við þeim blasir heima fyrir.“ Flest er óljóst um þá deilu, sem nú er háð i Washington, enda næsta lítið samkomulag um, hver sé sú ógn, sem yfir vofi. Meðan allt er jafn óljóst, og raun ber vitni um Kína nú- tímans er hætt við, að deilan um Vietnam verði einnig ærið óljós og fálmkennd.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.