Tíminn - 05.02.1966, Page 8
3
TÍMINN
LAUGARDAGUR 5. febrúar 1966
Meðan vitaverðir
búa við sultarlaun
————BM—B—MB—M—M——
byggir vitamála-
stjórnin yfir kýr
Þegar hann blés sem mest á
dögunum, snaraðist þéttvaxinn
og einbeitnislegur maður inn
úr dyrunum hjá mér hérna á
Tímanum. Það var Jóhann Pét
ursson, vitavr ^ur á Horni, gam
all kunningi úr rithöfundastétt,
maður sem við litum upp til
sem þess efnilegasta í okkar
hópi í kringum 1950. Þá hafði
hann nýlega skrifað skáldsög-
una Gresjur guðdómsins, bók
sem hafði á sér sérkennilegt
yfirbragð. í henni mátti kenna
forboða þeirrar heiftar, sem
nú vex óðum í ritum ungra
höfunda. Og svo biðum við
eftir framhaldinu til að vita
hvort hann myndi leggja okkur
alveg flata í storminum sem
hlaut að koma úr penna hans,
og við heyrðum af honum suður
með sjó, þar sem hann sat einn
í húsi og vann.
Svo líða árin og menn þreyt
ast á að berjast og fátt eitt
sem hleypir skapi í menn leng
ur. Allt í einu berast fregnir af
því að vitaverðir séu ekki al-
veg sáttir við þá tilveru, sem
vitamálstjórn ætlar þeim. Það
er sótt fram í málinu af
undraverðum krafti við verstu
aðstæður og ’stofnað félag
manna, sem eiga það eitt sam
eiginlegt að eiga heima ein-
angraðir á yztu nesjum til að
gæta fjöreggs sjómanna. Manni
finnst að svo dreifðir menn
komi lítilli sókn við í sínum
málum. En þá kemur í ljós
að Jóhann Pétursson er orð-
inn vitavörður á Horni og
hefur ekki hugsað sér að láta
ganga lengur á rétt vitavarða.
Maður biður guð fyrir vita-
málastjórninni í hljóði, af því
rithöfundurinn,' sem var manna
líklegastur til að verða stór
í list sinni, er einnig stór í
baráttu sinni hverju nafni sem
hún nefnist. Og nú var hann
kominn hingað, snúinn við til
næturgistingai, vegna þess að
veður gaf ekki til siglingar að
Horni, þar sem konan hans
sat ein og gætti ljóssins. Og
auðvitað vildi hann ekki tala
um annað en vitaverði og við
horf vitamálastjómar
þeirra.
— Hvað heitir þetta
. ykkar?
— Félagið heitir
varðafélag íslands. Það
til
félag
stofnað í fyrra eða hitteðfyrra.
Það út af fyrir sig skiptir
ekki miklu máli. Félagið sem
slíkt er raunverulega ekki
samningsaðili, en á því getur
orðið breyting. Verið er að
undirbúa það, að vitavarðafé-
lagið gangi í Alþýðusambandið
og komi til að um launalækk
anir verði að ræða fyrir
óbreytt störf, þá munum við
skýlaust nota verkfallsrétt.
— Hverjir eru samningsað
ilaifnúna?
— Það er raunverulega
Starfsmannafélag ríkis
stofnana, sem stendur í þessu
fyrir okkur núna, kjaradómur
vísaði okkar máli frá vegna
skorts á upplýsingum, að eigin
sögn. Getur jafnvel svo farið,
að mál okkar fari fyrir þing
ið.
— Og kjörin?
— Guð hjálpi þér, kjörin.
Sko, hæstu árslaun vitavarðar
eru greidd fyrir þjónustuna á
Hornbjargi, og þau voru sex-
tíu og fimm þúsund krónur
sl. ár.
— Hvað eru þau há annars
staðar?
— Þau eru niður í lítið
sem ekkert. Nú er þetta
breytilegt. Sannleikurinn er
sá, að til eru nokkrir vita-
staðir, þar sem um algerlega
fullt starf er að ræða, við
Reykjanesvita, vitann á Dala-
tanga og Hornbjargsvita. Á
Hornbjargsvita er vatnsafls
stöð, þrjár vélar m.a. aðal-
dieselvél og varadieselvél svo
er radíóviti og ljósviti og önn-
ur tæki. Þarna er t.d. um ein
hverja mestu viðhaldsvinnu að
ræða á vitastað. Húsin eru um
þrjátíu ára gömul, og því mik-
il vinna að halda þeim við,
sérstaklega við þær veðurfars
legu aðstæður, sem eru á
Horni.
Hvað viljið þið fá í
laun?
— í laun. Það er ákaflega
breytilegt, bæði fer það eftir
þeim tækjum, sem maður hef-
ur undir höndum, og eftir stað
háttum. Það er svo gífurlegur
munur á því, hvort þú ert norð
ur á Hornbjargsvita í alein-
angraðasta stað landsins, eða
á vitunum hérna nálægt
Reykjavík. Þetta er ekki sam-
bærilegt.
Ef ég á að segja þér eitt-
hvað um launakröfur okkar, þá
er það aðeins þetta, að við
höfum fyrst og fremst gert
kröfur til þess, að tillit sé tek
ið til okkar eins og annarra
manna í þjóðfélaginu. Sann
leikurinn er sá, að það er eins
og litið hafi verið á vitaverði
sem hunda en ekki menn.
Sjáðu bara þarna norður á
Hornbjargsvita. Ég tek það
dæmi, af því mér er það kunn
ugast. Ég fullyrði, að aðstæður
þar og. þar styðst égvvið álit
man'na, sem þekkja til á öðr-
um stöðúm, eru að engu leyti
betri en á Grænlandi eða Jan
Mayen. Alla þá vetur, sem við
höfum verið þarna, hafa komið
allt upp í mánaðarlöng stór-
hríðarveður, þegar ekki hef-
ur verið nokkur leið að koma
við neinu farartæki, hefði al-
varlegt slj% borið að höndum.
Til dæmis um, hve einangr-
unin er alvarleg þarna, og
einnig, að maður er þarna á
áhættusvæði, er sú staðreynd,
að í fyrravetur var konari mín
fárveik í hálfan mánuð, en
vegna stanzlausrar norðaustan
áttar var ekki um neina hjálp
að ræða. En svo rofaði aðeins
til. Mig minnir, að það hafi
verið Óðinn, sem gat skotizt
upp til að ná í hana. Það var
samt mikill sjór. Þrem til fjór
um tímum seinna skall á iðu-
laus norðaustan stórhríð, sem
stóð í tuttugu daga. Ég skal
segja þér eitt, að læknirinn,
sem skar hana upp, segir, að
hefði hún komið nokkr
um klukkutímum seinna til
uppskurðar, hefði það verið of
seint.
Þegar ég samdi mína grein-
argerð um allt starfið og eðli
þess og þess háttar, þá var
mér sagt, að það væri nú hug
sjónalegs eðlis hjá mér, að ég
skyldi vera að minnast á það,
sem þrýstiatriði, að við <'ærum
þarna á áhættusvæði. En það
er samt staðreynd.
Nú, ég fór á hausm.n «
fyrra. Ég var í stiga og var
að ná í rör og datt á böfuðið
niður á gólf og fékk heila-
hristing. Þá var ísinn. En það
var bara tilviljun, að hann þok
aðist frá þennan dag, svo þeir
gátu sótt mig.
Munduð þið vilja skipa vitun-
um niður í ákveðin áhættu-
svæði?
— Auðvitað leggjum við
mikla áherzlu á það, að vita-
staðirnir verði flokkaðir niður.
Fyrst og fremst eftir tækjum
og landfræðilegri aðstöðu.
— Hafið þið kynnt ykkur,
hvað veðurathugunarmenn á
Jan Mayen hafa í laun?
— Ja, sannleikurinn er sá,
áð það er ekki viðraeðuhæft.
Þeir hafa svoleiðis marg-
föld laun á við okkUr.
— Eru þeir þá hæri-a laun
aðir en yfirleitt þekkist?
— Vitanlega. Þú þekkir t.d.,
hvernig það er með veður-
tökumenn danska á Græn-
landi. Þeir hafa fleiri hundr
uð þúsund krónur danskar fyr
ir að leggja þetta á sig.
— Er það þá viðhorf ráða
manna, að það sé verið að gera
manni persónulegan greiða
Hombjargsvíti og fbúSarhús vitavarSarins.
(Myndirnar tók Kristján Bersi Ólafsson)