Tíminn - 05.02.1966, Page 14
14
ÍÞRÓTTIR
Framliald af 10. síðu.
íinu sínu. Skoraði aðeins eitt
cnark og skemmdi fyrir með ó-
tímabærum skotum. Reyndar var
skoíliittni þeirra FHinga yfirleitt
slæm í leiknum, sem sést bezt á
því, að minna en helmingur mark
anna er skoraður fyrir utan, eða
7 mörk, en 8 mörk voru skoruð
úr vítaköstum. Þáttur Páls Eiríks
sonar í sambandi við vítaköstin
var eftirminnilegur, því að hann
var mjög öuggur og skoraði 8
snörk úr 10 köstum. Fyrir utan
það var Páll mjög virkur í sókn-
inni og mest fyrir hans tilstuðlan
hélt FIH hraða uppi einstaka sinn
um. Annars var FH-liðið nokkuð
jafnt, Geir og Guðlaugur ágastir,
og Einar Sigurðsson lék skemmti
lega, þrátt fyrir úthaldsleysið.
Karl M. í markinu varði eftir at
viikum vel. Hjalti byrjaði í marki
en tókst illa upp og skipti þá út
af. í heild var barátta Hafnfirð
inga virðingarverð. Þeir glímdu
við ofurefli, en létu samt aldrei
bugast. Eftir allt mundi ég segja
að dagurinn í gær hafi ekki ver-
ið einn af beztu dögum FH, en
efLaust geyma Tékkamir meira
í pokahominu, þannig að maður
ætti ekki að búast við of miklu í
síðari leik liðanna í Prag síðar í
mánuðinum.
Erfitt er að gera upp á milli
einstakra leikmanna tékkneska
Uðsins, sem er mjög jafnt. Helzt
mætti nefna Rada (7), Huda
(11), Benes (9) og Trojan (10).
Liðið er mjög taktiskt og hver
einasti maður í toppþjálfun. Það
var sannarlega nokkurs virði að
fá að sjá þetta góða handknatt
leikslið leika í gærkvöldi.
Mörk FH: Páll 9 (8 víti), Öm
2, Geir 2. Auðunn 1 og Birgir 1.
Mörk Dukla: Duda 4, Rada 4,
Benes 3. Trojan 3, Havlík 3. Raz-
ek 2 og Mares 1.
Leikinn dæmdi Westergaard frá
Danmörku og gerði það yfirleitt
vel, nema hvað hann var of fljót
ur á sér í nokkur skipti.
TUNGLIÐ '
Framhald af bls. 1
farið sent margvíslegar upplýs
ingar auk myndanna.
Á blaðamannafundi í Moskvu
í dag sögðu sovézku vísindamenn
irnir, að svæðið, þar sem „Luna-
9“ lenti. virtist vera fjall, líkast
hrauni. — Þegar ,Luna-9” lenti
á tunglinu, skaut hún út rauðum
fánum með þjóðartáknum Sovét-
ríkjanna, að því er sagt er í
Moskvu.
Sir Bernard Lovell við Jodrell
Bank sagði í kvöld, að myndimar
sem brezka stöðin hefði náð, væm
furðanlega góðar. Sýndu þær
landsvæðið svo nákvæmlega, að
hægt væri að sjá einstaka steina.
Hafði stöðin náð þrem mjög skýr
um myndum frá tunglflauginni í
kvöld, og á einni myndinni sást
skuggi „Luna-9”.
Fyrstu myndasendingamar hóf
ust kl. 00.50 í nótt að íslenzkum
tíma sjö tímum og fiinm mínútum
eftir lendinguna.
Síðar í kvöld sögðu vísinda-
menn við Jodrell Bank, að hægt
væri að sjá á myndunum hluti,
sem einungis væru nokkrar tomm
ur á stærð.
Ekki hafa ennþá verið gefnar
nákvæmar upplýsingar um, hvaða
tæki séu um borð í tunglfarinu
er óstaðfestar fregnir herma, að
sé 1500 kg að þyngd. Tunglflaugin
sendir til jarðar upplýsingar um
hitastig, loftþrýsting og ^efnasam
setningu yfirborðs tunglsins, —
en þessar upplýsingar em mjög
þýðingarmiklar í sambandi við
mannaða ferð til tunglsins. Þá
hefur það sérlega mikið að segja
í sambandi við vandiamálið við að
skjóta fyrirhuguðu mönnuðu geim
fari aftur frá tunglinu, svo að það
komist til jarðar að nýju.
Margir bjóðarleiðogar sendu í
dag heillaoskaskeyti til Sovétríkj
anna.
NORÐURLANDARÁÐ
Framhald af bls. 1
að láta athuga hvernig hægt væri
að koma á sameiginlegum regl
um um gjöld til höfunda fyrir
bókaútlán.
— Efnahagsmálin voru mikið
á dagskrá?
— Já, þar komu fram ýmsar
tillögur, og mikið var rætt
um efnahagsmálin, og gerðar
ályktanir um athugun á mögu
leikum á aukinni samvinnu Norð
urlandanna á því sviði, og þá
sérstaklega lögð áherzla á,
ekki aðeins iðnaðarframleiðslu,
heldur einnig landbúnaðarvörur
og sjávarafurðir. Og þetta er
vafalaust eitt erfiðasta málið,
sem ráðið hafði til meðferðar.
Annað stór mál, þótt það snerti
okkur ekki með sama hætti og
hin löndin, er hin svo-
kallaða Eyrarsundsbrú og ýmis
legt í sambandi við hana.
Þá voru einnig gerðar ýmsar
ályktanir um löggjafarmálefni, t.
d. um athugun á samræmingu á
reglum um útlendingalöggjöf,
friðunarlöggjöf, og rétt til leið
réttinga á því sem hefur kom
ið fram í útvarpi og sjónvarpi.
TÍMINN
Ein af þeim skýrslum, sem fram
var lögð á þinginu, var um
sameiginlega ferðaskrifstofu Norð
urlandanna í New York, sem
fsland hefur ekki verið, aðili
að, en gerð var samþykkt um
það í samgöngumálnefndinni, að
skora á hinar ríkisstjórnirnar að
vinna að því, að ísland yrði aðili
þar að, og ísland hefur áhuga
á því nú og gerist það væntan
lega.
— Hvernig er starfstilhögun
Norðurlandaráðs í stórum drátt
um?
— í Norðurlandaráði eiga sæti
fulltrúar frá þjóðþingum land
anna, 16 frá hverju Norður-
landanna nema fimm frá íslandi.
Þessir fulltrúar hafa einir at-
kvæðisrétt á þinginu. En jafn
framt eiga ráðherrar setu þar,
og ræður stjórn hvers lands því,
hversu marga ráðherra hún send
ir. Þeir hafa fullt mál-
frelsi, en ekki atkvæðisrétt.
Þingið hefst eiginlega með
því, þegar búið er að setja það
á formlegan hátt og kjósa forseta,
að lögð er fyrir prentuð skýrsla
forsetanna um starfsemina á und
angengnu ári, og sú skýrsla er
grundvöllur þeirra almennu um
ræðna, sem fylgja á eftir, og
þar koma öll helztu mál fram.
Þegar umræðum er lokið, fá
nefndir frið til að starfa, og
þær skila síðan nefndarálitum.
Að þvf búnu eru þau tekin
fyrir, en þá eru umræðurnar venju
lega miklu minni, aðalumræðurn
ar fara fram í byrjun þingsins.
Fyrir tveim árum voru teknir
upp nýir starfshættir varðandi
störf nefndanna. Áður höfðu
þær bara starfað á meðan á
sjálfri þingsamkomunni stóð, en
þá var ákveðið að þær skyldu
einnig starfa á milli allsherjar
fundanna. Og núna koma þær
saman a. m. k. fjórum sinnum
á ári á milli funda. Þær eru
því oft búnar að afgreiða mörg
málin frá sér þegar að þingihu
kemur. Þetta hefur þótt gefa
góða raun, og var á það minnzt
á þinginu, og talið, að það þyrfti
að stefna að því að búið væri
að undirbúa öll málin þegar
þingið kemur saman.
— Hvar voru bókmenntaverð
launin afhent?
— Þau voru afhent í ráðhús-
inu.
— Og Ekelöf gat ekki mætt?
— Nei, hann var sjúkur. Og
það sem meira var, að sá sem
átti að halda ræðuna og gera
grein fyrir úthlutuninni, hann
var tepptur vegnar erfiðra flug
samgangna í Hamborg. En ein
tak var fyrir hendi af ræðunni,
og var hún lesin af öðrum. Og
svo las sænsk leikkona upp úr
ljóðabókinni.
— Hvað vilt þú segja um
þingið í heild?
— Ja, það er alltaf verið að
skrifa um það, að það gerist ekki
mikið á þessum fundum, og að
starfsemi ráðsins gangi heldur
hægt. Ég tel, að ekki sé alltaf
hægt að búast við því, að það
séu teknar einhverjar stórkost
legar ákvarðanir á hverju þingi.
Ennfremur verður að hafa
í huga, að ráð betta er bara
ráðgefandi. það skorar á ríkis
stjórnirnar að gera hitt og þetta
j — það er síðan undir ákvörðun
ríkisstjórnanna komið, og svo
líka oftast þingsins í viðkomandi
löndum, þannig að eðli málsins
samkvæmt hlýtur það að taka
nokkuð langan tíma, að koma
því í framkvæmd sem fyrst kem
ur fram á þessum ráðsfundum
Og ég alít, að það sé ekki
rétt að finna að því, þött þetta
taki dálitinn tíma. Þarna er
ekki hægt að drífa neitt ' gegn
með meirihlutasamþykkt, neld
ur verður að samræma sjónarmið
| in og fá málamiðlunarlausn. Eng
f an má bera ofurliði í svona sam
u tökum, en það hefur að sjájf
sögðu mikið gildi frá sjónarmiði
okkar íslendinga, í öllu svona al
þjóðasamstarfi, að það séu ekki
bara þeir sterku sem ráða, held
ur þurfi ákvarðanir að byggjast á
samkomulagi og hvert riki sé
þannig fullvalda í því sam
starfi.
Það hefur oft ^ verið tekið
fram áður, að ísland hefur
nokkra sérstöðu í þessum sam
tökum, en samt er ég ekki í
nokkrum vafa um, að það er
rétt fyrir ísland að taka þátt
í þessu samstarfi og það hefur
vafalaust mikla þýðingu, að
stjórnmálamenn kynnist og kom
ist í persónulega snertingu hver
við annan. Það getur haft óút
reiknanlega þýðingu í vissum til
fellum, og komið sér sérstak
lega vel, ef maður á t. d. í
einhverju erindi, sem leysa þarf,
að þekkja þá mennina, sem við
þarf að ræða og úrslitaorðin
hafa.
— Fánamál Færeyinga vakti
nokkra athygli f sambandi við
fund Norðurlandaráðs. Því máli
var vísað til danskra yfirvalda,
var það ekki?
— Jú, forsetarnir höfðu feng
það til meðferðar, en vísuðu
því til Dana, þar sem þeir töldu
það vera danskt málefni, og var
beiðni Færeyinga vísað á bug.
Það varð til þess, að Dam þing-
maður sat ekki fundinn, og
þeir sendu engan varamann f
hans stað, þannig að sæti hans
var autt.
— Hver verður framtíð þess
máls?
— Um það er ekkert hægt að
segja. En nú hefur færeyska
stjórnih lagt fyrir þingið í Fær
eyjum tillögu um, að Færey
ingar fái beina aðild að ráðinu,
og að þeirra þing fái að kjósa
fulltrúa á þingið. Hvað úr því
verður veit ég ekki, en til þess
þarf náttúrlega breytingu á sam
þykktum ráðsins. Slík breyting
verður bæði að samþykkjast í
Norðurlandaráði og af þingum
viðkomandi landa.
— Hvar verður næsti fundur
ráðsins haldinn?
— í Helsingfors. Þinginu lauk
eiginlega með því, að Fager
holm, forseti finnska þingsins,
bauð til næsta þinghalds, og
kvaddi í raun og veru þingið
líka. Hann hefur verið fulltrúi
frá því Finnlánd gerðist aðili að
ráðinu 1956, en ætlar ekki að
bjóða sig fram í kosningunum,
sem fram fara í Finnlandi í
næsta mánuði, — sagði Ólafur
að lokum.
MEÐAN VITAVERÐIR
Framhald at 9 siðu.
— Hefurðu nokkuð verið að
skrifa þarna?
— Skrifa. Nei, sannleikur-
mn er sá, að ég fór þetta norð-
ur, af því að ég er með þessa
bakteríu í mér, að ætla að
-krifa. Og alltaf þegar ég hef
ætlað að koma fótunum undir
mig fjárhagslega, þá hefur
þetta gripið svo sterkt í mig,
að mér hefur ekkert fundizt
skipta máli nema að skrifa. Og
það sem rak mig norður á
Hornbjarg er einmitt þessi
árátta. Þetta er því furðulegra
þar sem ég var i góðri at
vinnu, þegar ég fór. Þá var
ég bæði gjaldkeri og verk-
stjóri og hafði laun samkvæmt
því. Konan mín er útlærð
hjúkrunarkona og hún hafði
góð laun.
— Hvað heitir hún?
— Hún heitir Soffía Sigur-
jónsdóttir. En sjáðr til, þótt
maður hafi gott kaup. þá þýð-
ir það ekki endilega skilyrði
til að skrifa.
— Það er rétt.
— Þess vegna fór ég í þetta
í mínum barnaskap. Ég reikn-
aði með því að maður gæti lif-
LAUGARDAGUR 5. febriiar 1966
að þarna með öðrum hætti. En
það er ekkert ódýrara að lifa
þarna en hvar sem er annars
staðar á landinu. Og þegar við
hjónin fórum norður á Horn,
árið 1960, þá var mánaðarkaup
ið röskar fjögur þúsund krón-
ur. Við fórum sem sagt úr
fimmtán þúsund króna kaupi
í Reykjavík niður í þetta.
— En meiningin hefur verið
sú að skrifa?
— Að sjálfsögðu. Það hefur
haldið mér þarna norðurfrá.
— Hefur þú eitthvað skrif
að?
— Ég var byrjaður á því.
En sjáðu til, öll viðhaldsvinna
er greidd sérstaklega, og mað-
ur átti kost á því að vinna
ýmisleg nauðsynjaverk þama,
sem annars hefði þurft að fá
menn til að gera. Ég get gert
allan fjandann í höndunum, og
ekki veitti af því að auka tekj-
urnar, ef maður átti að lifa.
— Svo allur tíminn hefur
farið í aðra vinnu?
— Ég var aðeins byrjaður að
skrifa í fyrravetur. Ég ætlaði
að ganga frá stuttri skáldsögu,
og var kominn af stað, en þá
datt ég á hausinn, slasaðist við
þessa viðhaldsvinnu, sem ég
hef orðið að inna af hendl á
staðnum.
— Þið eruð búin að þrauka
lengi á Horni?
— Já, og við kunnum því
ekki illa að vera þama. Tolf
vitaverðir voru á Horni frá
1930 og til 1960, að við kom-
um. Þá voru þrír búnir að
vera samœnlagt fjórtán, ár af
þessum túna. Sumir hafa ekld
verið lengi. Eg get út af fyrir
sig skilið þá.
Það er aðeins tvennt til 4 f
svona stað. Annað hvort sigr* í
ast maður á þeim sterku áhrif*
um, sem þarna eru, eða stað-
urinn bugar mann.
I.G.Þ.
i
- ■ ■ j
BÚRFELLSVIRKJUN
Framhald af bls. 1
menna Byggingafélaginu, danska
firmanu E. Phil & Sön og sænska
fircnanu Sentab, en franska tilboð
ið er litlu hærra, og þessi tilboð
eru ekki langt frá kostnaðarmati
Landsvirkj unarinnar.
Nú munu ráðunautar og verk-
fræðingar meta hvaða tilboð er
hagstæðast, en í fljótu bragði virð
ast þessi þrjú vera svipuð en hugs
anlegt er að einhverjir fyrirvarar
séu í þeim.
í tilboðinu er gert ráð fyrir
verðbólgu, þannig að 50% af
vinnulaunakostnaði er bætt ofan
á ráðgerðan og nugildandi vinnu
launakostnað. og er þetta gert til
þess að fyrirbyggja, að kostnaður
fari fram úr áætlun.
Þetta eru hæstu tilboð sem gerð
hafa verið í verk á íslandi og tal
ið er, að þetta útboð, þ.e. bygging
ar o.fl. nemi um 60% af heildar-
kostnaði við Búrfellsvirkjun.
Talið er, að kostnaður hvers
bjóðanda við tiiboðsgerð hafi ver
ið meira en 1 milljón.
BJÖRGUNARLAUN
Framhald af 16 síðu.
■/éistjóri voru kvaddir sem
vitni ut- Snæbjörn Árna
son skipstjóri á m b.
Andra. sem aðstoðaði Pét
ur. fer tram á björgunar-
laun fyrir skipið og þann
hluta af bryggjunni sem o-
brotinn er. Hann telur. að
með bvi að hafa biargað
Pétri frá bryggjunni hafi
hann um leið bjargað hiuta
af henni
Bryggjan er það skemmd
að strandferðarskipin leggj
ast ekki við hana, og í fyrra
dag þurfti að afgreiðsa Est
una á bát.
Konan mín og mófílr okkar,
Kristín Ólafsdóttir
frá Möðruvöllum I K|ós
verður iarðsett að Reynlvallaklrkju I Kjós, mánudaglnn 7. febrúar
kl. 2 e. h.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þelm, sem vildu minnast
hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Bílferð verður frá Umferða
miðstöðinni kl. 12,30.
Sigurður Guðmundsson
og börnin.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns
mfns,
Sveins Vigfússonar
Sveinina Jórunn Loftsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og
jarðarför móður, minnar, tengdamóður ömmu og systur,
Sigrí8ar\ Eiríksdóttur
Egilsstaðakoti.
Sérstakar þakkir færum við frændum hennar > Keflavík.
Dóttlr, tengdasonur dótturbörn og
systlr hinnar látnu.