Tíminn - 22.02.1966, Page 3

Tíminn - 22.02.1966, Page 3
TIMINW ÞREDJUDAGUR 22. febrúar 1966 3 Það er mikið vetrar- ríki á Austurlandi nú — Rætt við Sigurbjörn Snjólfsson, fyrrum bónda í Gilsárteigi. Sigurbjörn Snjólfsson fyrrum bóndi í Gilsárteigi leit inn í rit stjórnarskrifstofur Tímans fyrir nokkrum dögum, og við spurðum hann fregna að austan. — Á Austurlandi er nú mikið vetrarríki, sagði Sigurbjörn, jafn- vel svo að menn töluðu um mestu snjóa í hálfa öld, t.d. uppi í Fljótsdal. Um slíkt er þó erfitt að segja, en snjórinn er mikill. Þetta er raunar orðinn töluverð- ur snjóavetur og gjafafrekur. Fyr ir jól setti niður mikinn snjó, og hann tók ekki alveg upp áður en bætti á aftur. Þessi snjóakafli hófst með bleytuhríð, og er neðsta lagið því allhart núna og veldur það erfiðleikum við ruðn- ing vega. Fjarðarheiði er alveg ófær, og nú virðast snjóbílar, vart duga til þess að sigrast á henni, enda ekki nýir. Mjólkurflutningar yfir Fjarðarheiði eru því úr sög- unni í bili, en mjólkurþurrð á Seyð isfirði handa þeim mikla mann- afla, sem þar vinnur að byggingu nýrra síldarverksmiðja og söltun- arstöðva. Reynt var um daginn að senda Seyðisfjarðarmjólkina um Fagradal, sem haldið er opnum enn, niður á Reyðarfjörð, og átti hún að fara með strandferða- skipi til Seyðisfjarðar. Það sneri hins vegar við á Reyðarfirði, og Seyðfirðingar höfðu ekki tiltækan bát að sækja mjólkina. Bjargaði það málinu í það sinn, að varð- skip var nálægt og færði Seyð- firðingum mjólkina. — Hvað er að frétta af hey- birgðum? — Þær eru auðvitað víða litlar og ekki enn séð, hversu úr ræt- ist. Heyskortur var sem kunnugt er eftir sumarið, og heyhjálpin kom ekki nógu fljótt í haust, flutn ingar heysins hófust of seint. Þeir hafa staðið yfir í allan vetur og er ekki nærri lokið enn. Fram að þessu hefur þetta gengið sæmi legá. en þó eru þessir flutningar miklu dýrari og áfallasamari en verið hefði á haustdögum. Okkur þykir framkvæmdin ekki hafa tek izt vel og vitum, að þar er um að kenna. hve lengi stóð á svör- um ráðherra um hlut ríkisins að þessari hjálp. Það er ekki til fyf- irmyndar að vera að dreifa þessu heyi á þorranum. Komið hefur í ljós, að sumt af heyinu er stór- skemmt eftir að hafa staðið lengi í votviðrum syðra, og nokkuð hef- ur það ódrýgzt í flutningum, t. d. verður helzt að vera hægt að taka heyið úr skipi beint á bíla og síðan af bílum beint í hlöður, ann ars fer það úr böndum og til spill- is. En þetta er ekki hægt alls staðar. Bílar hafa orðið að standa með heyi langtímum saman eystra. Auk þess er mjög illt, að allt þetta hey skuli ekki vera fyrsta flokks vara, og borgar sig illa að kosta svona miklu til lélegs fóð- urs, en fleira verður að nota en gott þykir, þegar svona er komið. Sumt af heyinu, einkum það, sem fyrst kom, var ágætt, en annað er mjög lélegt og skemmt, ekki sízt eftir að mjög hefur hitnað í því í blautum stæðum í bið- hlöðum úti hér syðra. Annars hefur Kaupfélag Héraðs búa búið sig mjög vel undir þenn an vetur. Það safnaði að sér mikl- um fóðurkornsbirgðum í haust, og hefur fengið fóðurkorn beint að utan á Reyðarfjörð. Síðan er það flutt upp í Egiisstaði ásamt fiski- mjöli, en þar er fóðurblöndunar- stöð. Hefur fóðurbætirinn, sem þarna fæst bæði reynzt góður og ódýrari en annars staðar er að fá. — Láta hreindýrin sjá sig? — Já, þau eru nú komin út um allar heiðar og jafnvel niður í byggðir. En menn segja, að þau séu mjög vel útlítandi, feit og þrifaleg og virðast vel á sig kom- in eftir sumarið og veturinn, en haglaust mun nú vera með öllu á háheiðum fyrir þau. — Egilsstaðaþorp stækkar jafnt og þétt? — Já, stækkar mjpg ört og efl- ist. Þar munu nú vera um 500 manns og 25 íbúðarhús í smíð- um s.l. sumar. Kaupfélagið er að byggja stóra vörugeymslu, og þar er einnig verið að reisa mjög stór- an olíugeymi. Ýmis stór fyrirtæki hafa þarna bækistöð. t.d. bygg ingafélagið Brúnás, sem hefur með höndum mjög miklar bygg- ingaframkvæmdir víða á Austfjörð um og uppi á Héraði. Á Hall- ormsstað er verið að byggja heima vistarbarnaskóla fyrir 4 hreppa. Ka»*!mannaföt, Glæsileqt úrval. Unolinoaföt frá 16S0 00 — 7 600.00 ttltímci SIMI 27706 Auglýsið í TÍMANUM Verður það mikil bygging og mun kosta einar 20 millj. — Fara jarðir enn í eyði? — Já, sama þróunin heldur enn áfram í því efni, og varla fyrir séð enn, hve margar þær verða í vor. Mun það fara mjög eftir því, hvernig mönnum reiðir af með bústofn sinn þennan vetur. — Er verið að byggja meira við Eiðaskóla? — Já, þar var byrjað á nýrri byggingu í fyrra og er haldið áfram með hana. Nýr skólastjóri tók þar við i haust, og veit ég RYÐVÖRN Grensásvegi <8 simi 30945 Látið ekki draqast að ryð veria oq hljóðeinanqra bit •-oifftna með Tectyl ekki annað en skólastarfið gangi vel. Verst er, hve mörgum verður að vísa þar frá skólavist á hverju hausti. Mun nú varla vera þar nema helmingur þess fjölda, sem sótti um skólann. Þetta er mjög illt. — Hafa menn ekki í hyggju að byggja menntaskóla eystra? — Jú, það er mjög mikið áhuga mál, og um það »ar nýlega hald- inn fundur. V, teljum, að því máli verði að hrinda fram sem allra fyrst. Þeim skóla verður ætl- aður staður í Egilstaðakauptúni og mun um það sæmileg samstaða. Frímerki Fynr bver tslenzkt fn merki sem þói sendjð mér fáið þét 9 erltrnd SendiB minnst tfí stk JON agnaks p O So> 965 Íevkievík iAn KY'J'l kinsson ingti ap(Vri£UT stmt íisid löfffrrpðTsvntsTofa Laugaveat 11 Einanqrunargler Framleitt einungis úr úrvals qler* — 5 ára ábyrgð Pantið tímanlega. KORKIÐJAN h.f. Skúlagötu 57 Sími 23200 Jón Grétar Sigurðsson néraðstíómsiógmaður Laugavegi 28 B II hæð sími «8783 TROLOFUNARHRINGAR Fljót atgreiðsla Sendum gegn póst- kröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON, gullsmíður Bankastræti 12. PÚSSNINGAR- SANDUR vikurplötur Einangrunarplast Seljurr allar gerðir at oússningarsandí heim- fluttan og blásinn inn Purkaffar v«kurplötur og einanaurnarDlast Sandsalar við Elliðavog st. EMiðavog 115 Sími 30120 T rúlofunffr- hrinr*sr afqréiddir sam-'l=orís.«rs. Sentíum um allt land HALLDÖR Skó'avörðustlg 2. .

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.