Tíminn - 22.02.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.02.1966, Blaðsíða 5
assa a ÞiOöJUDAGUR 22. febrúar 1966 Útgefsndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvaemdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indrifii G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- iýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 ASrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 95.00 á mán ínnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f „Verka minna hér’* í Reykjavíkurbréfi í gær kemur fram játning, sem vert er að veita athygli, ekki sízt með hliðsjón af því, hver bréfritarinn er. Þar stendur: „Stjórnarandstæðingar sýnast halda, að a íslandi eigi við afit önnur efnahagslögmál, þ.á.m. í baráttunni við verðbólgu heldur en annars staðar Vegna óstöðugleika íslenzkra atvinnuvega, skjótfengins gróða og skyndi- legra tapa, þá verka vaxtabreytingar og innstæðubind- ingar raunar minna hér en víða annars staðar, en hafa þó einnig hér sína þýðingu”. Þegar „viðreisnin” hóf göngu sína, voru okurvextir og frysting sparifjár aðallæknislyfin, sem gripið var til gegn verðbólgu, og hafði stjórnin stór orð um, að þau mundu verka skjótt og örugglega til fulls bata enda væru þetta örugg efnahagsráð í öðrum löndum. Fram- sóknarmenn bentu hins vegar á það, að bæði væru þetta gömul óg úrelt íhaldsráð, sem lítt væri beitt lengur, og auk þess mundu þau verða íslenzku atvinnulífi alveg sérstaklega hættuleg og eiga illa við íslenzkar aðstæður. Forustumenn atvinnuveganna fundu það og þegar, að breyting var á orðin, og hin nýju efnahagsráð bitnuðu nia á þeim. Forustumaður útvegsmanna, sem nú er í þingliði stjórnarinnar, lýsti áhrifum þessara ráða á út- veginn sem eiturgjöf og lömun. Gagnrýnin hefur síðan ætíð verið mjög hörð frá forustumönnum atvinnuveg- anna og stjórnarandstöðunni. Árin liðu, og hvert ár sýndi og sannaði æ betur, að þessi úreltu íhaldsráð voru ekki aðeins Lokaráð við at- vinnuvegina, heldur voru þau og gagnslaus gegn verð- bólgunni, sem magnaðist í sífellu. Loks kom svo fyrir þremur árum, að stjórnin lét örlítið síga undan hinni rökstuddu gagnrýni og lækkaði vextina lítið eitt. En um síðustu áramót, er ríkisstjórnin var orðin með hugann allan við að búa í haginn fyrir erlenda stóriðju, var allt í einu skellt á nýrri vaxtahækkun og sparifjár- frystingin aukin að mun, og lét stiómin svo heita sem fyrr, að þetta væri sókn gegn verðbólgunni Ráðherrarn- ir og allir aðrir, sem vita vildu, vissu þó gerla, að þetta var fyrirsláttur einn. Tilgangurinn var allt annar. Al- þýðublaðið þorði ekki annað en iáta þetta þá þegar, og sagði í forustugrein, að rétt hefði þótt að gera þetta, því að þetta væri talið ráð gegn verðbólgu í öðrum löndum. þótt það hefði komið í Ijós, að það væri gagnslítið hér. Nú er svo hert að forsætisráðherranum. að hann þorir ekki annað en að gera sams konar játningu í Morg- unblaðinu, og hann segir: „Vegna óstöðugleika íslenzkra atvinnuvega . . . verka vaxtabreytingar og innstæðubind- ingar raunar minna hér en víða annars staðar". Þannig hafa báðir stiórnarflokkarmr orðið að iáta að tilgangur þeirra er annar. Þeir vita, a&þessi ráð eru haldlaus gegn verðbólgu, svo mikið hafa þeir lært af sjö ára reynslu. En samt skal þetta gert og á því hert. Tilgangurinn ætti nú eftir játningarnar að blasa sæmilega við þjóðinni. og hann er að sjálfsögðu sá einn að reyna að draga úr ís- lenzkri uppbyggingu og íslenzku framtaki svo að hinu nýja óskabarni ihaldsins. erlenda alúmínhringnum, verði allar götur því greiðan Stjóm, sem þannig hefur játað hiklaust. að hún hafi fórnað hagsmunum íslenzkra atvinnuvega með þessum hætti á altari erlends auðhrings. er djúpt sokkin. Upp- gjöf hennar er algjör Þá kastar tólfunum. þegar svikizt er aftan að íslenzkurr þjóðarhagsmunum undir fölsku yfirskini, eins og hér hefur verið gert. TÍMINN Sr (réltabréfum SamainuSu þjóSanna. Gengislækkun og samdráttur ekki viðhlítandi lausnir Hér eru fánar allra hinna Sameinuðu þjóða, rúmiega hundrað talsins, umhverfis merkl S. Þ- Gera verður breytingar á hinu alþjóðlega gjaldeyris- kerfi og aðhæfa það efnahags- vextinum í vanþróuðum lönd- um. Þetta er höfuðinntakið í skýrslu sem rædd var í Genf í þessum mánuði (janúar) af við skipta og þróunarráðinu (TDB). Skýrslan er , ein hin mikil- vægasta, sem nokkru sinni hefur verið samin á vegum Samein- uðu þjóðánna’. sögðu nokkrir sérfræðingar. sem nýlega höfðu rætt efni skýrslunnar, en þeir eiga sæti í einni af nefndum ráðstefnunnar um utanríkisvið- skipti og þróunarmál. Gjaideyrisvarasjóðirnir eru ekki nægilegir, og skorturinn verður tilfinnanlegri með vax- andi þörf vanþróuðu landanna fyrir þróunarhjálp til langs tíma. segir nefnd tólf hagfræð- inga, sem ráðstefnan um utan- ríkisviðskipti og þróunarmál (UNCTAD) hafði falið að semja skýrsluna. Þróuninni fórnað. Alltof mörg vanþróuð lönd hafa orðið að fórna heilmiklu af oróun sinni vegna ónógra varasjóða. Til þess að vanþróuð lönd .,hafi í sama mæli og iðn- þróuð lönd möguleika til að móta og framkvæma stefnu sína nokkurn veginn sjálfstætt, sveigj anlega og óháð þeim takmörkun um, sem skilmálar lánardrottn anna setja”, er nauðsynlegt að auka varasjóðina til mikilla muna að aliti tólfmenning- anna Þessar gjaldeyrisumbætur verða að vera fullkomlega al- þjóðlegar. Vanþróuðu löndin verða að eiga fulltrúa Ú ráð- stefnunum, þar sem fjallað verð ur um endurbæturnar, segja sér fræðingamir ennfremur og leggja til, að varasjóðimir verði mynrtaðir hjá Alþjóðagjaldeyris sjóðnum (IMF, og verði til- gengilegir jafnl meðlimum sjóðs ins og öðrum. Umbætumar verða að vera samfara viðskipta- og þróunar- stefnu sem leyst geti hin alvar legu jafnvægisvandamál van þróuðu landanna, og þær verða að vera í beinum tengslum við framlög til þróunarfram- kvæmda .Þó verður stærð vara sjóðanna að ákvarðast af þörf inni á heimsmarkaðinum, en ekki af þörfinni fyrir fjármagn til þróunarframkvæmda. segja sér fræðingamir. Áður en ummæli sérfræðing anna voru lögð fyrir Viðskipta- og þróunarráðið (TDB) höfðu þau verið athuguð og rædd af einni nefnd ráðstefnunnar um utanríkisviðskipti og þróunar- mál, svokallaðri Committee on Invisibles and Financing Relat- ed to Trade, en i henni sitja 45 manns, þeirra á meðal full- trúar Finna og Svla. Nefndar- menn voru í stórum dráttum sammála sérfræðingunum. Geng islækkun-og samdráttur eru ekki viðhlítandi lausnir á vandamál- um sem stafa af takmörkun greiðslujöfnuðar, segir í skýrsl unni. Einnig var á það bent, að þörf heimsins á skuldajöfn- un ætti ekki að vera háð i greiðslujöfnuðinum í tilteknum „lykil-Iöndum.“ Dýrara gull? Tveir sérfræðinganna leggja til, að verð á gulli verði hækk- að. Hinir slá varnagla og leggja áherzlu á að þetta sé hvorki nauðsynlegt né æskilegt. „Und- anvillingarnir" tveir fengu stuðning frá þeim löndum Aust- ur-Evrópu sem áttu fulltrúa í 45-manna nefndinni. Þeir litu svo á að hækkun gullverðsins mundi auðvelda al- þjóðleg viðskipti og auka útflutning vanþróuðu landanna og bæta efnahag allra landa. Þeir töldu ekki, að al- þjóðlegt gjaldeyriskerfi, sem reist væri á gjaldeyri tiltekinna ríkja en ekki á gulli, gæti haft tilætluð áhrif. Kerfið ætti að vera óháð greiðslujöfnuði og efnahagspólitík iðnþróuðu land anna. Vettvangur fyrir umræður. Ummæli sérfræðinganna um ófullnægjandi skuldajöfnun van- þróuðu landanna voru studd af fulltrúum þessara landa í 45- manna nefndinni. Hins vegar efuðust ýmsir þeirra um, að hægt mundi verða að samræma gjaldeyriskerfið og fjármagnið sem nauðsynlegt væri til þró- unarframkvæmda. Fulltrúar iðn aðarlandanna tóku líka jákvæða afstöðu til málsins. en ýmsir þeirra voru í vafa um, hvort UNCTAD væri rétti vettvangur- inn fyrir þessar umræður. Margir þeirra litu svo á að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn væri heppi- legri vettvangur. Fulltrúar Austur-Evrópu voru á þveröfugri skoðun. Þeir lögðu áhrezlu á að UNCTAD væri eini raunverulegi alþjóðavettvangur inn, þar sem umræður af þessu tagi gætu farið fram, þar sem algert jafnræði væri þar með fulltrúum allra landa. Skýrslan, sem var samin í samvinnu við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn, var send ýmsum hag- fræðistofnunum um heim allan og Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Loftferðavandamál Evrópu rædd á fundi 35 ríkja. Tæknileg loftferðavandamál Evrópu voru tekin til meðferð- ar á fundi í Genf sem kvaddur var saman af Alþjóðaflugmáb- stofnuninni 1. febr. Komu sam an fulltrúar um 35 landa í Evrópu og á Miðjarðarhafssvæð- inu til að ræða meðal annars um útbúnað flugvalla, samræm- ingu flutningaþjónustunnar veð urfræðileg vandamál og öryggi einkaflugmanna. Á þessu sviði á Evrópa við sérstök vandamál að stríða vegna hinnar miklu flugumferð- ar, hinna mörgu flugvalla hínna mörgu landa, hinna slæmu veð- urskilyrða og hinna mikiu hern- aðarframkvæmda í lofti. Sam- kvæmt áætlunum sem Aiþjóða- flugmálastofnunin ttetur gert er í ráði að fella Evrópu inn í Miðjarðarhafssvæðið með tiliiti til flugumferðar og' verða þann- ig eitt af átta „samstarfssvæð- um stofnunarinnar. Þjóðarmorð og minnihlutaliópar til umræðu. Mismunun barna sem fædd eru utan hjónabands, mismunun í menntun eða starfi af trúar- legum eða pólitískum ástæðum, verndun minnihlutahópa, þjóð armorð og frelsi til aö setjast að, þar sem mönnum sýnist, eru meðal þeirra efna sem verið hafa tii umræðu að vmdanfö-nu í Aðalstöðvum S.Þ. í Now York, þar sem undirnefnd Mannrétt- indanefndarinnar sjtur á rökstól um f 18. sinn. f undirnefnd- inni eru 14 menn, sem valdir eru vegna persónulegra verð- leika, en ekki sem fulltrúar ákveðinna ríkja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.