Tíminn - 22.02.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.02.1966, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 22 febrúar 1966 8 TÍMINN Sigurjón Þorbergsson: Borgartíf og SAM-líf Fyrir nokkrum dögum fór fram í Ríkisútvarpinu spjall um skáldsögurnar tvær, Borgarlíf og Svarta messu. Þar var m. a. varpað fram þeirri spumingu hvort hér væri um að ræða upphaf nýrrar raunsæisstefnu og hvort þessar bækur mundu ekki eiga eftir að hafa mikil áhrif á væntanlega höfunda í framtíðinni, sem skrifa mundu í svipuðum dúr. Við- mælendur stjórnanda þáttar- ins, þeir SAM og BB, virtust varla vera viðmælandi um þetta atriði og kepptust við að vera sammála um að þess ar bækur gætu tæpast verið til fyrirmyndar fyrir höfunda í framtíðinni, nema þá helzt sem víti til varnaðar. Persón- an Logi í Borgarlífi var sagð- ur svo fullkominn að viðmæl endur höfðu aldrei kynnzt lif andi manni á slíku stigi. Var helzt svo að sjá, sem þau „rök“ ættu að nægja til þess að fordæma verkið. Hver sá sem les skáldsöguna hlýtur samt að sjá að Logi er síður en svo fullkominn. Mætti nefna mörg dæmi um það, að hann lætur undan ýmsum freistingum ekki síður en aðrir dauðlegir menn, en munurinn á honum og mörg- um öðrum er hins vegar sá, að þegar á reynir í mikilvægu atriði þá bregzt hann ekki, en ástæða er til að ætla, að marg ir blaðamenn á íslandi að minnsta kosti hef brugðizt sannfæringu sinni í slíkri að- stöðu. Kannske er það ein- mitt svo, að af því að aðal- persónan í Borgarlífi stenzt loka-freistinguna sem úrslit- um veldur þá er hún sögð „ómannleg“ af því að þeim, sem dæma, finnst að þeir hefðu sjálfir ekki staðizt og hafa kannski reyndar kynnzt einhverju svipuðu á sínum ritferli.- Þá var einnig að því fund- ið, að persónurnar (sem flest ir þykjast nú reyndar þekkja af tilteknum fyrirmyndum) væru ekki nógu fast mótað- ar. Hinir ágætu ritdómarar hafa ekki gert sér það ómak að skilja uppbyggingu verks- ins, sem þó er auðskilin. öll bókin frá upphafi til enda er hugrenningar Loga og aðrar persónur skynjaðar með hans skilningarvitum. í rauninni er Logi því eina persónan í bókinni, sem liægt er að móta án þess að fara út fyrir það form, sem höfundur setur verkinu. Hinn næmi innri skilningur Loga kann áð verka óþægilega á ritdómara og blaðamenn, en þeir verða að meta gildi hans og senni- leik í Ijósi ytri staðreynda, sem bókin greinir frá. Einnig væri viðkunnanlegra að þeir létu vera að gera Loga upp skoðanir og líkamlega eigin- leika, sem ekki fyrirfinnast í Borgarlífi eins og það að hann sé gæddur líkamlegum yfirburðum og vilji að borg- arbúar flytji aftur í sveit. Slíkir sleggjudómar sýna bet- ur en flest annað hve lítið bókmenntafræðingamir vilja skilja verkið. Sem betur fer er til annar dómur æðri, þar sem er hinn almenni lesandi og hans dómi virðist höfund- ur ekki þurfa að kvíða ef marka má sölu bókarinnar og undirtektir lesenda. í margumtöluðu útvarps- spjalli vom blaðamennimir og ritdómaramir SAM og BB — sinn úr hvomm armi stjómmálanna — algjörlega sammála um að persónusköp un, uppbygging, stíll og á- deila, allt væri það misheppn að í Borgarlífi. Og hvað er þá eftir? Jú, fimm eða sex sinnum sögðu þeir að höf- undurinn væri mikið skáld, já, jafnvel náttúrumikill höf- undur! Þá geta nú flestir orð- ið mikil skáld, ef til þess þarf aðeins að skrifa ónýta bók. Eg veit ekki nema ég ætti að byrja að skrifa mina bók strax í kvöld. Þeir SAM og BB hljóta að vera langt komn ir með sínar! Og það vantaði ekki rökin fyrir því að verkið væri misheppnað. Persónusköpun: Logi (per- sónan, sem lesandinn horfir á aðrar persónur bókarinnar í gegnum) dóminerar um of, sögðu þeir, hann er hvítur, allir aðrir svartir. Hann skyldi þó ekki vera með dökk sólgleraugu þegar við horfum í gegnum augu hans? Uppbyggingin: Of losaraleg. Það skyldi nú ekki vera að hugrenningamar í SAM-lífi BB séu enn losaralegri en hugrenningar Loga í Borgar- lífi? Og ádeilan: Misheppn- uð. Af hverju? Það var of á- berandi að höfundurinn setti hana fram í fullri meiningu! Æ, þú sannleikur hví hylur þú ásjónu þína? Svört messa var að SAM-áliti BB betri bók en Borgarlíf af því að „í raun og veru meinar höfund- ur ekkert með ádeilunni”. Og svo vona þeir BB og SAM að ungir höfundar keppist við að skrifa ádeilubækur. í Svartri messu var bara einn kafli, sem „mátti missa sig“ og þá var bókin „gott verk“. Það var eini raunvem- legi ádeilukaflinn (þótt hann gerist í draumi.). Höfundur- Sigurjón Þorbergsson inn „meinar hvort sem er ekkert með honum." í Borg- arlífi var aðeins einn kafli, sem var vel skrifaður að SAM áliti BB. Nóttin og negrinn, eini kafli þeirrar bókar, sem inniheldur enga ádeilu. Og nú fer lesandinn vonandi að sjá, hvemig SAM og BB vilja hafa ádeiluverk. Já, það var mikil yfirsjón hjá honum Ragnari í Smára að hann skyldi ekki gefa út eina SAM-bók í stað Svörtu messunnar og Borgarlífs. Það hefði mátt nota heilan kafla úr Borgarlífi, Nóttina og negrann í staðinn fyrir „ónýta“ drauminn í mess- unni. Slíkt ádeiluverk hefði nú aldeilis hlotið góða SAM- dóma, enda ekki hægt að núa höfundum því um nasir, að þeir meintu eitthvað með skrifum sínum. Ritdómarar hljóta öðmm fremur að hafa myndað sér skoðanir um hvemig bækm eiga að vera skrifaðar. Það þarf því engum að koma á óvart þótt þeir hafi jafnan reynzt manna ófúsastir til þess að viðurkenna gildi nýrra stefna og nýrra að- ferða við ritun skáldsögunn- ar og annarra bókmennta. Og þeim er kannske vorkunn þegar jafnvel Nóbelshöfund- ar láta hafa eftir sér að skáld. sagan sé úrelt. Eg bið Nób- elsprísaðan skáldsagnahöf- undinn forláts, en hlýt að halda því fram, að því fari fjarri að skáldsagan sé úrelt. Hins vegar virðist mér eng- inn vafi á því að ný form i skáldsagnagerð séu nú í deigl unni. Nefna mætti höfunda a. m. k. í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýzkalandi sem tilheyra þessari nýju stétt skáldsagnahöfunda og það merkilega er, að hér uppi á íslandi í afkima veraldar virð ast skáldin fylgjast með þess- ari þróun og jafnvel standa í fararbroddi ásamt fleirum. Þessir „ungu reiðu höf- undar“ sem liggur svo mikið á hjarta að fagurkerum bók- menntanna þykir nóg um halda því fram að mannkyn- ið (og þá ekki sízt borgarbú- ar) séu á rangri braut, jafn- ■ vel' blindgötu. Það þarf ekki að hlusta lengi á heimsfrétt- imar til þess að öðlast a. m. k. hlutdeild í þessari skoðun þeirra. Listin fyrir listina er svo sem gott og blessað fyrir þá, sem lítið liggur á hjarta, en nú em þeir tímar að bók- menntir, sem ekki em í snert ingu við lífið sjálft era jafn- vel verri en engar, því þær hljóta einungis að stuðla að því að menn fljóti sofandi að feigðarósi. Eg leyfi mér að halda því fram að ef ekki nú þegar muni a. m. k. i náinni fram- tíð verða hér höfundar, sem skrifa eftir hinum nýja stíl og sem síðar mun verða vitn að til sem upphafsmanna nýrrar raunsæisstefnu, stefnu framtíðarinnar, sem byggir á raunsæi ekki aðeins á hinu ytra lífi heldur einnig og ekki síður hinu innra lífi manns- ins. Hið innra líf verður sí- fellt meir og meir viðurkennt sem ráðandi afl og orsök ytri gerða manna og þar með heilla þjóða óg mannkynsins í heild. Raunsæi skáldsögunn ar á þessu sviði er því svo mildlvægt, að varla verður með orðum lýst. Framtíð mannkynsins getur bókstaf- lega oltið á auknum skilningi á þessu innra og mikilvæg- ara lífi mannsins. Það lætur því að líkum að lilutverk skáldsins fer vax- andi í þjóðfélaginu og naum- Pramhald á bls. 1H I Bjarni í alúmín- brynju Fátt ber vitni um meiri rök- semdafátækt, núverandi ríkis- stjómar í stóriðjumálinu, en svar forsætisráðh. B. B. í Reykjavíkur bréfi Mbi. 22. f. m. ef svar skyldi kalla, við þeim spurningum, er ég beindi til Mbl, út af stóriðj- unni og birtist i Tímanum undir fyrirsögninni-, Á að fórna þjóð arsjálfstæðinu fyrir stóriðju?“ Dr. Bjarna fer eins aumlega og vænta mátti í þessu svari sínu. Hann slítur í sundur fyrirsögn greinar minnar í blekkingar skyni og telur ekki undarlegt þótt margt skrýtið komi frá litl um manni eins og mér, þegar öndvegismanni eins og Jóni Eiríks syni skyldi verða sú skyssa á, að áliti Bjarna, að stuðla að afnámi hinnar illrændu einokunarverzlun ar, sem ráðh. virðist sakna mjög. Er B. B. mikið í mun, að gera hlut hins mikla þjóðarvinar í afnámi einokunarverzlunarinnar sem tortryggilegastan með því að telja þjóðinni trú um að stuðn ingur J E. vio sjálfstæðisbaráttu Skúla iandsfógeta, hafi gert hann svo áhyggjufullan og örvinglaðan af eftirsjá að pað hafi kostað hann lífið. Virðast þessar ósmekk legu getsakir dr. B. B. vera sett ar fram öðrum til viðvörunar, sem kynnu að bera svipaðar til- finningar í brjósti gagnvart landi sínu og Jón Eiríksson. smekk- legra hefði verið fyrir forsætis- ráðherrann að láta hinn látna heiðursmann liggja í friði í gröf sinni. i grein sinni sakar forsætis ráðh. mig um þröngsýni, „þótt ég þurfi ekki að vera illviljaður“, að sjálfsögðu vegna þess, að ég get ekki fylgt stefnu hans í stóriðju málinu. Staðhæfir Bjarni, að það verði aldrei fórnað neinu þjóðar sjálfstæði fyrir stóriðju hér á landi, enda vilji allar ríkisstjórn ir þjóð sinni vel, „hver á sinn hátt“. Ekki skal dregið í efa að hér sé rétt frá greint — það sem það nær — en bæði er það, að enginn maður eða ríkisstjóm er fullkom in. eins og Bjarni hefur marg- sagt, og svo hitt að öllum ríkis stjórnum getur yfirsést og jafn vel látið eigin hagsmuni og valda aðstöðusjónármið hafa áhrif á gerðir sínar, þótt mennimir séu annars vel gerðii „hver á sinn hátt“ En sannleikurinn er sá, að það er því miður oft minna hugsað um afleiðingar einstakra stjórnar athafna eins og skemmst er að minnas’ sjónvarpsleyfismálinu fræga sem fyrst var takmarkað við tiltekið svæði, en síðan talið sjálfsagt að færa það út, þótt stað fest væri að slíkt kæmi aldrei til mála begar leyfifi var fyrst veitt. Litlir menn. sem vilja umfram allt verða stórir geta orðið næsta broslegir en jatnframt stundum hættulegir umhverfi sínu. jafn- vel þótt þeir vilji vel „á sinn hátt“. Ekki held ég að B. B. efist um, að Hitler neitinn hafi viljað landi sínn vel, mundu þó flestir fslendingar sami leyfa sér að ef- ast um að sá velvilji hefði orðið Framhaid a bls. 13 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.