Tíminn - 22.02.1966, Side 11

Tíminn - 22.02.1966, Side 11
 22. febrúar 1966 TIMINN ARABÍU LAWRENCE ANTHONY NUTTING 79 í London, í þakklætis og virðingarskyni fyrir afrek hans í þágu Englands, við hlið manna eins og Nelson, Wellington og Constable, hetja lista og stríða, sem eiga svo mikinn þátt í mikilleik Bretlands. Sá félagsskapur hæfir vel lista- manninum og hermanninum sem voru sameinaðir í per- s&ranni T. E. Lawrence. 33. Ástæðan. Hver var ástæðan fyrir gátunni Lawrence? Hvernig á að skýra út gjörðir og verk þessarar einkennilegu persónu, sem sameinaði í sér andstæður og sálarhnúta sem nægt hefðu þúsund? Margir höfundar hafa reynt að svara þessari spurningu, en engum hefur hingað til tekizt það. Eins og aðrir, sem hafa reynt að skilja þessa óskiljanlegu persónu hef ég ráð- fært mig við þá vini hans og ættingja, sem enn eru á lífi og ekki fundið neitt svar við því hvað hafi valdið því sem hann gerði. Það finnast ef til vill svör við vissum atriðum, en þau skýra þá ekki önnur atriði, svo þau verða þýðingar- laus þegar á heildina er litið. Ástæðan fyrir þessu er sú, að Lawrence svaraði þessu aldrei og trúði engum fyrir innstu hugsunum sínum. Það, sem menn vita er komið frá öðrum eða hefur fundizt í rertum hans að honum látnum. Mönnum hættir einnig mjög tíl þess að blanda saman þeim tveim höfuðspurningum sem varða hegðun hans. Þær eru, fyrsta, hvað var það sem olli þvi að hann hvarf frá Damaskus og önnur, hver var ástæðan fyrir því að hann hvarf í „klaustur" flughersins? Það væri rangt að halda þvi fram að þessar spurningar væru ekki skyldar og tengdar hyor annarri, en þær eru sérstæðar. Sú fyrri er stjórnmálalegs eðlis, og hún en þáð nátengd staðreyndum að af' henni má draga vissar álykt- anir. Hin nær dýpra, nær til andlegra, líkamlegra og til- finningalegra víxlverkana sundurtætts sálarlífs. Margir höf- undar hafa freistast til þess að bera fram einfalt svar, sem sé, að þjáningar Lawrence hafi stafað af svikunum við*Araba og þar sé svarið bæði við fyrri spumingunni, hvers vegna hann fór frá Damaskus, og þeirri síðari, hvers vegna hann gekk í flugherinn. Þetta er ekki rétt svar, eins og rannsókn staðreynda mun sýna. Vissulega vom það hin sáru vonbrigði og svikin í Damakus, sem ollu því að hann hljóp frá sigrinum, sem hann átti svo mikinn þátt í að vannst. Hann hafði fengið nóg af eigin leikaraskap og deilugirni og togstreitu Araba inn- byrðis, sömuleiðis var nóg komið af mótsagnakenndum lof- orðum, sem hlutu að vera svikin og við þetta bættust sár- indin yfir vanþakklæti Feisals og andleg og líkamleg of- þreyta. Hann hóf þessa baráttu sem leik til Þess að losna undan leiðindunum í kortagerðarstofnuninni. Eftir að hann hitti Feisal, verður baráttan honum draumur og boðskapur um frelsun Arabíu. Metorðin freistuðu hans að unnum sigri yrði hann önnur hönd Feisals í frjálsu Sýrlandi. Svo kemst hann að fyrirætlunum bandamanna um að skipta Arabíu á milli sín eftir stríðið, þvert ofan í gefin heit. Og nú hefst sigurgangan, taka Akaba og endurvakin trú á mátt Araba til þess að skapa sjálfum sér örlög. „E1 Aurens“ hljómaði hærra en röddin í eigin brjósti, sem hvíslaði „svik.“ Arabar myndu hrífa eigið frelsi úr höndum fjand- mannanna. Það myndi gerast í Ðamaskus. Og einn dag verður draumurinn martröð. Lawrence skildi að samvinna ættflokkanna var aðeins í orði, fjölskylduerj- urnar hófust með Hashemitum. Nú hverfur öll von um að Arabar megni að verja það frelsi, sem þeir höfðu unnið. Metorðagirnd hans var horfin og hann var ekki lengur boð- berinn. Hann vissi fyrirætlanir bandamanna og sigurinn varð honum hismi og svívirða og við þetta bættist augsýnileg ósk Feisals að losna við hann sem allra fyrst. Það leið ekki langur tími þar til hann dróst aftur inn í sömu hringiðuna, fyrst af Feisal, síðar af Churchill. Það leit út fyrir að.hann yrði að horfa upp á enn meiri auð- mýkingu Araba við afturkomuna, en hann segir sjálfun. að méíi Kairó ráðstefriunni hafi Bretar efnt heit sín. En tæpu ári síðar eftir að Bretar höfðu fullgilt heit sín og þar með heiður hans sjálfs, gekk hann í flugherinn undir fölsku nafni. Það er því ekki hægt að halda því fram að ástæð- urnar fyrir því að hann hverfur í „klaustur“ flughersins, C The New American Lfbrarv UND IR FÖLSKU FLAGGI ■ m ■ • í '■.?< ' .• , S - Í,'V V'Á'.‘Jv.>'v ■*V,. j'" ■•r, *, ‘•>4 V -• ANNE MAYBURY 41 í borgina, borða úti og fara í Tate Gallery seinna í dag. — Það er ágæt hugmynd. Hvar ætlar þú að borða? •— Ég veit það ekki. Ég hafði hugsað mér að biðja þig að benda mér á góðan, ódýran stað. Rhoda þuldi upp nokkra staði. — Þú verður bara að velja, sagði hún utangátta. Ég ætla að sækja kort. Þá geturðu alltaf fylgst með hvar þú ert. Hún var burtu aðeins augnabiik. Þegar hún kom aftur rétti hún Vonnie kortið. En hún hélt á ein- hverju öðru í lófanum. Hún leit á dragtina, sem Vonnie var i og sagði: — Ég held þér veiti ekki af að vera í þessari dragt. Það er dá- lítið hráslagalegt úti. Hún þagn- aði og hélt áfram í samræðutón. — Þetta er falleg dragt. Ég hef ekki séð þig í henni fyrr. Keypt- irðu hana hér. — Nei, í Kanada. Rhoda horfði sem heilluð á jakkann. — Þetta er einkenni- legt. — Hvað? — Hnapparnir eru svo óvenju- legir Hún gekk nær og horfn het ur á þá. — Ur gleri með litlum máluð- um fuglum. Þetta hlýtur að vera handunnið. — Dragtin var ekki ódýr. Vonn ie hló við tilhugsunina um, hvað Myra hafði borgað fyrir hana. Hnapparnir eru sjaldgæfir. Ég veit ekki hvernig þeir eru gerðir. Rhoda rétti fram vinstri hönd- ina og opnaði lófann. — Og hér er einn nákvæmlega eins. Vonnie leit áhugalaus á hnapp- inn. — Jæja. — Það er skrítið. Rhoda_ horfði enn á hana. — Þú skilur, Ég fann þennan. —Einmitt, þá er víst einhver gramur yfir því að hafa týnt hon- um. — Ég fann hann, hélt Rhoda áfram, eins og hún hefði ekki heyrt til Vonnie, — við rhododdr on runnana úti í garðinum . . Vonnie setti höndina eins og ósjálfrátt niður í vasann og kippti henni svo upp aftur. Henni tókst að láta eins og ekk- ert væri og tala áhugalausri röddu. — Þá eru þeir kannski ekki eins sjaldgæfir og ég hélt. — Þeir eru það kannski ekki, Myra. Rhoda virti hana fyrir sér með blíðum skilningsvana augum. Vonnie krosslagði hendurnar. — Það er ýmislegt, sem fuglar flytja milli garða. Til dæmis alls konar rusl. — Hann er þungur, sagði Rhoda stuttlega og sléttur. Það væri erfitt fyrir fugla að halda á honum í nefinu. Nei, það hlýtur að vera önnur skýring á þessu. Óþekkta konan, sem stúlkan sá í garðinum. — Já, sjálfsagt, sagði Vonnie með ákafa. — Kannski er bezt ég geymi hann. Kannski spyr einhver eftir honum. Rhoda lét höndina síga. — Þú ættir að taka með þér regnhlíf. Og nú má ég ekki sluksa lengur. Gættu þess, að hnapparnir séu vel fastir. Þú sérð hvað þarf lítið til að maður týni þeim. Vonnie stóð kyrr, lömuð af hræðslu. Hún vissi fyrir víst að þetta var einn af hennar hnöpp- um. Aukahnappur hafði verið fest ur innan á jakkann, en hafði dott- ið af og í flýtinum hafði Vonnie stungið honum í vasann — og i gleymt honum. Kvöldið, sem hún kom hingað fyrst og læddist um garðinum, hafði hún verið klædd i þessa dragt. Hún mundi nú, að hú hafði stungið höndum í vasan meðan hún faldi sig í runnunun i Þegar hún beygði sig niður t að hrekja köttinn burtu haf? hnappurinn kannski dottið ú vasa hennar. Nú mundi kannski lítill skrau hnappur eyðileggja allar áætlai ir hennar. Hnappurinn gæti dre{ ið hana inn i morðmál, orðið ser sönnun þess, að hún var svikar hún myndi leiða skömm yfir Myr l og sorg yfir Joss frænda . . Rhoda gat ómögulega vitað, a hún hafði komið til Englands fyi en búizt hafði verið við og þa var hún, sem hafði verið í garí inum. En Rhoda gerði sér full grein fyrir að svona hnappar vor mjög sjaldgæfir og hún vissi lík að Vonnie hafði ekki verið í þesi ari dragt, meðan hún bjó í hú: inu. En ef ég segi nú að ég ha! uppgötvað, að ég hafi misst auki hnapp? Segi að ég hafi geyn hann í veskinu og hljóti að haf misst hann, þegar ég tók upp vas klútinn úti í garðinum. Hún hefí átt að hafa þugsun á þessu stra: Nú var það of seint. Nú var betr að láta eins og hún hefði gleyn því, ef meir- yrði talað um þaí Hún yrði bara að gæta sfn a láta ekki í ljós sérstakan áhugi En hún gat ekki gleymt augn ráðinu, sem Rhoda hafði ser henni. Rhoda ætlaði að afhenda lö{ reglunni hnappinn. Þá mundi Vachell lögregluful trúi biðja um að fá að skoða fati að þeirra kvenna, sem í húsin voru og mundi bera hnappin n saman við hnappana á dragt Vonnies. Hvað mundi þá gerast? Já, hvað? Ralph hafði sagt, að lögreglan væri hreinustu galdra- menn. En kannski mundi Rhoda þegja. Sjálfsagt ekki. Rhoda var dular full kona, hún óskaði kannske að einhver yrði grunaður — og sek- ur fundinn. Óskaði þess sín vegna, þar sem hún var jafn tortryggi- leg og aðrir á heimilinu. En hvers vegna skyldi Rhoda vilja ráða Joss Ashlyn af dögum. Áf sömu ástæðu og ýmsir aðrir. Vegna þess að einhver vissi um innihald erfða skrár hans . . . Bara einn . . .? Eða þau öll? 13. ■ ■ Það var hægara ort en gert að útiloka manneskju úr lífi sínu. Það krafðist viljastyrks, sem ekki var yfir hendi, þegar ástin og þráin voru hins vegar. Samtalið við Nigél úti í gárðinum ásótti Vonnie stöðugt, hvað sem hún hafðist að. Ef hún var svo heppin að gleyma því stöku sinnum, þurfti smámuni eina til að rifja það upp fyrir henni. En Vonnie var ákveðin í að gera sitt ýtrasta til að komast yfir þessa liðnu ást Á hverjum degi tók hún sér eitt- Otvarpið Þriðjudagur 22. febr. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg isútvarp. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 ViS, sem heima sitjum. Gerður Jóhannsdóttir hús mæðrakennari á Laugarvatni tal- ar um húsmæðrafræðslu. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Siðdggisút varp 17.20 Framburðarkennsla í dönsiku og ensku 18.00 Tónlistar tími barnanna. Guðrún Sveins dóttir stjprnar tímanjim 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Friðbjörn Jónsson syngur íslenzk lög við undirleik Óiafs Vignis Alberts sonar. 20.20 Ný tónlist í NY: 1)1: Leifur Þórarinsson stjórnar. 20. 50 „Jubel“ forleikur eftir Weber. 21.00 Nýtt þriðjudagsleikrit: „Sæ farinn“ eftir Lance Sieveking, samið eftir skáldsögu Jules Verne Leikstjóri: Benedikt Árnason. 21.35 Píanómúsík: Svatjoslav Richter leikur úr Prelúdíum og fúgum op 87 eftir Sjostakovitsj. 22.00 Fréttir og veðurfregnlr. 22.20 Húsfrú Þórdís Séra Gunn ar Árnason les söguþátt eftir Magnús Björnsson (3). 22.40 „Við elda Sigaunanna" Strengjasveit leikur sigaunalög. 23.00 Á hljóð bergi. 24.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 23. febrúar Öskudagur 7.00 Morgunútvarp 13.00 Við vinn una 14.40 Við. sem heima sitj um 15.00 Miðdegis- útvarp 16.00 Síðdegisútvarp 17.20 Framburðarkennsla í esperanto spænsku 17.40 Þingfréttir. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Flóttinn" eftir Constance Savery Rúna Gísladóttir kennari les þýðingu sína (4). 18.20 Veðurfregnir 18.30 Tónleikar 19.30 Fréttir 20.00 Daglegt mál, Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 20.05 Efst á baugi Björgvin Guðm. og Björn- Jóhannss. tala um erlend málefni 20.35 Blóðsöfnun og blóðgjafir Kjartan J. Jóhannsson héraðs- læknir flytur erindi. 21.00 Lög unga fólksins. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 „Útlegðin langa“, smásaga eftir Leó Tolstoj 22.45 Organleikur í Hafnarfjarðar kirkju. Áskell Snorrason leikur íslenzk þjóðlög og kvæðalög í eigin útsetningu. 23.15 Dagskrár lok. Á morgun

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.