Tíminn - 22.02.1966, Síða 16

Tíminn - 22.02.1966, Síða 16
 í Búnað- arþing sett í dag FB-Rvík, þriðjudag. BúnaSarþing verSur sett í Bændahöllinni í fyrramáliS kiukkan 10. Þorsteinn SigurSsson, formaSur BúnaSarfélags íslands, mun setja þing iS, og landbúnaSarráS- herra, Ingólfur Jónsson, ávarpar þingheim^ Klukkan 2 e.h. verSur síSan haldinn fundur og þá skípaS í hinar ýmsu nefndir þingsins. fellinu fer fram erlemlis austan verður losaður hér. Skipið hafði lestað fjögur þus und kassa af fiski á Hornafirði og hefur sá farmur meira og minna skemmzt og verður losaður hér eða annars staðar. Gert er ráð fyrir að skipið verði að fara til útlanda til viðgerðar, þar sem ekki er hægt að fram kvæma viðgerðina í slippnum vegna þeirra skemmda er urðuiþar er Þór lagðist á hliðina. Skemmd ir á skrokk Jökulfellsins eru akki miklar, en hinsvegar hefur öll einangrun i frystiiest skemmzt oe þarf að rífa hana úr og endu.' nýja Hjörtur Hjartar. tramkvæmda stjóri skipadeildar SÍS sagði i við tali við blaðið, að buast mætti við að skipið hæfi ekki reglubundn ar siglingar fyrr en að tveim mán uðum liðnum oe kemur það sér mjög illa fyrir smærri frystihúsin, sem eru við hafnir. þar sem önnur skip en af stærð Jökulfells geta ekki athafnað sig. 10 tonna bíll frá ÞÞÞ gjöreyðilagðist í veltu í Hvalfirðinum FB—Reykjavík, mánudag. Blaðinu hefur borizt samþykkt stjórnar Blaðamannafélags ís- lands varðandi töku fréttamynda, bæði ljósmynda og kvikmynda. Fer hún hér á eftir: Stjórn Blaðamannafélags ís- lands gerði einróma eftirfarandi samþykkt á fundi sínum hinn 20. þ.m.: „Að gefnu tilefni lýsir stjórn Blaðamannafélags íslands yfir því að hún telur frelsi til að taka fréttamyndir (bæði ljósmyndir og kvikmyndir) þátt í sjálfu prent frelsinu, sem vemdað er í stjórn arskrá landsins, og þar með einn af hornsteinum frjálsrar blaða- mennsku. Lítur stjórn Blaða- mannafélagsins því mjög alvarleg um augum á allar tilraunir til að skerða slíkt frelsi og brýnir fyrir öllum télagsmönnum sínum að vera á verði í þvi efni.” ÁREKSTUR KT—Reykjavík, mánudag. Allharður áreKstur varð í morg un um kl. 7.30 á gatnamótum Laugavegs og Höfðatúns. Vildi á- reksturinn til með þeim hætti, að ökumaður bifreiðar á leið vestur Laugaveg beygði til norð urs og ætlaði mður Höfðatúnið, en lenti þá fyrir bifreið, sem kom austur Laugaveg. Slasaðist öku maður fyrmefndu bifreiðarinnar nokkuð og var fluttur á Slysa- varðstoíuna. Skemmdust báðar bifreiðarnar taisvert. og þá sér- staklega sú, sem var á leið niður Höfðatún. SJ—Reykjavík, mánudag. Jökulfellið, sem skaddaðist er það tók niðri á svonefndu Eystra skeri hjá Höfn í Hornafirði á laugardaginn, er nú komið til Vest mannaeyja og er kafari að full kanna skemmdirnar er urðu á skipinu. f Vestmannaeyjum mun fara fram bráðabirgðaviðgerð á skipinu og sjó dælt úr lestunum. Jökulfellið kemur því næst til Reykjavíkur og farmur sem átti að fara á hafnir fyrir norðan og Sáttafundur boðaður EJ—Reykjavík, mánudag. Sáttafundur þefur verið boðað ur í kjaradeilu verzlunarmanna í Reykjavík og atvinnurekenda á miðvikudaginn kl. 20.30. Eins og kunnugt er, slitnaði upp úr samn ingaviðræðum þessara aðila fyrir rúmri viku. Rridgeklubbur FUF Fyrsta umferð i sveitakeppni Bridgeklúbbs FUf verður spiluð næstkomandi fimmtudag í Tjarn- arg. 26 og hefst kl. stundvislega. Vinsaml. tilkynnið þátttöku hið allra tyrsta til Baldurs Óskarsson ar í símum 1-55-64 og 1-60-66. SJ—Reykjavík, mánudag. í kvöld valt 10 tonna vöruflutn ingabifreið E 250 frá ÞÞÞ á Akra nesi útaf veginum rétt við Staupa stein í Hvalfirði og er talið að bíllinn sé gjörónýtur. Þetta gerðist með þeim hætti, að bíl- stjórinn fór út úr bílnum til að taka af keðjur og þá hafa hand bremsur svikið, og bílstjórinn sá á eftir bílnum niður snarbratta hlíðina. Blaðið hringdi til Þórðar Þórð arsonar á Akranesi og sagði hann, að bíllinn hefði stanzað eftir að hann var kominn upp úr Hvítanes brekkunni, en bar er eini stað urinn á leiðinni sem er teljandi hálka. Bflstjórinn var að taka keðjumar af á auðum vegi, þeg ar bíllinn hljóp úr handbremsu, Framhald á bi. 14. STÁLSKIPI HLEYPT AF STOKKUNUM í STÁLVÍK KTReykjavík, mánudag. í gær var hleypt af stokkun um í Stálvík í Garðahreppi nýju stálskipi, um 200 rúnííest ir að stærð. Skip þetta hefui' Stálvík þyggt fyrir Hraðfrysti hús Patreksfjarðar og hcfur smíðin tekið tæpt ár. Hið nj5a skip hefur hlotið nafnið Þrym ur. Það var um kl. 18.10 í gær sem hinu nýja skipi Hrað frystihúss PatreksfjarSar. Þrym, var hleypt af stokkun um hjá Stálvík í Garðahreppi. Fjöldi gesta var viðstaddnr athöfnina, m. a. iðnaðarmálaráð herra, Jóhann Hafstein og sjáv arútvegsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson ásamt eiginkon um sínum. Þá voru og viðstadd ir Bogi Þórðarson og frú, fyrir hönd kaupenda og skipstjóri hins nýja skips, Hörður Jóns son. Voru ávörp flutt, en siðan skírði eiginkona Boga Þórðar sonar, frú Jóhanna Eggertsdótt ir, skipið, en það hlaut nafnið Þrymur. Nokkra stund tók að koma skipinu af stað, en eins og áð- ur segir, hljóp það af stokkun um kl. 18.10. Áður hafði verið sprengd renna í ísinn á Amar nesvogi svo að hægt vaeri að koma skipinu út. Skipið er nú í vélarafréttingu, en að því búnu verður hægt að sigla því hvert sem er. Þrymur er búinn öllum nýj asta siglingai- og veiðiútbún- aði, svo sem Simrad fiskleitar tæki af nýjustu gerð, Hov- kraftblökk o. fl. Stálvík hefur fyrir nokkru hafið smiði á öðru skipi og er búið að bandreisa það, en að sögn Jóns Sveirissonar fram- kvæmdastjóra Stálvíkur, getur stöðin annað smíði tveggia skipa í einu. Fullnaðarviðgerð á Jökul- Fréttamyndataka er þáttur í sjálfu nrentfrelsinu. KT—Reykjavík, mánudag. Ófært er nú viða um landið ÓLAFUR SVEINSS0N PRENTARI LÁTINN EJ—Reykjavik, mánudag. Einn elsti starfandi prentari landsins, Ólafur Sveinsson, andað ist á sjúkrahúsi á laugardaginn var. Hann var 75 ára að aldri. Ólafur hafði kennt lasleika undan farna daga, og dvaldist á sjúkra húsi til rannsóknar, er hann and aðist. Ólafur heitinn hóf nám í prent iðn í ísafoldarprentsmiðju rétt eftir aldamótin. Mestan hluta starfsævi sinnar starfaði hann þó f Félagsprentsmiðjunni. Ólafur var mikill íþróttamaður frameftir aldrióg einn af frumherj um íþróttdhreyfingarinnar, og starfaði nokkuð á hennar vegum. Var hann m.a. fararstjóri íslenzku íþróttasveitarinnar á Olympíuleik unum í Melboume 1956. Ólafur var tvíkvæntur, og eign aðist sex börn. af völdum snjoa, að því er Vega- málaskrifstofan tjáði blaðinu í dag. Færð hefur þó ekki spillzt á Suðurlandi. Aðalleiðir norður og vestur hafa lokazt. t.d. Brattabrekka og Holtavörðuheiði. Þá hafa fjallveg ir á Snæfellsnesi lokazt. svo og leiðin um Strandir til Hólmavík- ur. Einnig er Öxnadalsheiði alger lega ófær og Öxnadalur. Það hefiur verið stefna Vega- málastj ómarinnai að opna leiðina til Akureyrar frá Reykjavík á hverjum þriðjudegi og föstudegi ef veður hefur leyft. Verður vænt anlega reynt að opna leiðina um Holtavörðuheiði á morgun, ef veð ur leyfir, en að því er Hjörleifur Ólafsson tjáði blaðinu í dag, eru líkurnar á því. að takast megi að opna leið um Öxnadalsheiði svo til engar því verkefnið sé svo gíf urlegt, að vafasamt sé að reyna við það fyrr en veður skánar. Ekki kvaðst Hjörleifur hafa haft spumir af færðinni á Austfjörð- um, en taldi vist, að leiðin um Fagradal. sem opin var fyrir skemmstu, væri farin að versna. Á Vestfjörðum sagði Hjörleifur að fært væri innan fjarða að ein hverju leyti. T.d. væri fært milli ísafjarðar og Bolungarvíkur og Súðavíkur. Engir fjallvegir væru hins vegar opnir, en slíkt væri ekki óvenjulegt á þessum tíma árs. MJÖG VÍÐA ÖFÆRT

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.