Tíminn - 27.02.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.02.1966, Blaðsíða 3
í SPEGLI TlMANS SUNNUDAGUR 27. febrfiar 1966 í>að hefur verið fremur hljótt um furstahjónin í Mona- co að undanförnu. Þó komust íau í heimsfréttimar nú fyrir skömmu, þegar þau brugðu sér til Parísar til þess að opna nýtt dagheimili þar. Var fjöldi manns viðstaddur og er mynd- in hér að ofan tekin af þeim hjónum við það tækifæri. Bernhard Buffet er talinn tækjuhæsti listamaður Frakk- lands og hefur keypt sér höll í Bretagne og stórt hús í París, þar sem hann heldur fjörug- ustu samkvæmi borgarinnar. Hann hefur haldið óteljandi sýningar á málverkum sínum og nú fyrir skemmstu opnaði hann nýja sýningu á verkum sínum og þótti hún allnýstár- leg, þar sem myndimar voru allar af konum á nærfatnaði. ★ Miss Universe, Apasra Hong sakula og Miss America Sue Ann Rowney létu borgarstjór- ann í Lissabon bíða í fimm- tíu mínútur eftir þeim við op- inbera móttöku, sem haldin var þeim til heiðurs í ráðhúsi borg arinnar. Fram að þessu hefur enginn látið bíða svo lengi eft- ir sér í ráðhúsinu. Þegar farið var að grennslast eftir því hvað hafði valdið töf þeirra svöruðu þær því til að þær hefðu einungis verið hár- greiðslustofu. ★ André Francois-Boncet, einn af elztu og virðulegustu dipló- mötum Frakka svaraði eitt sinn spurningunni um það, hver væri æðsta dyggð dipló- matans: og hann svaraði: Hann verður að geta geispað með lokaðan munn. * Þýzka leikkonan Elke Som-m- er er afskaplega afkastamikil. Auk allra sinna kvikmynda- hlutverka skrifar hún dægur- lagatexta, er myndafyrirsæta og málar. Fyrir skemmstu opn- ★ aði hún málverkasýningu á verkum sínum í Hollywood og mættu 480 manns við opnun- ina. Voru það tvöfalt fleiri en boðnir voru. Og þarna eru tveir frægir frá Hollywood. Leikarinn John Wayne til hægri, er boðinn vel kominn af gamanleikaranum Red Skelton, þegar hann stígur út úr þyrlu í sjónvarpshverfi í Hollywood. Wayne kom fram í sjónvarpsþætti Skeltons sama dag, en flýtti sér síðan heim aftur og kom alveg mátulega til að vera hjá hinni perúisku konu sinni, Pillar, er hún fæddi honum stúlkubarn. HREIIM PERLA I' HUSVERKUIMUM Þegar þér hafiö einu sinni þvegið meö PERLU komizt þér aö raun um, hve þvotturinn getur oröiö hvítur og hreinn, PERLA hefur sérstakan eiginleika, sem gerir þvottinn mjallhvítan og gefur honum nýjan, skýnandi ölæ sem hvergi á sinn líka. PERLA er mjög notadrjúg. PERLAfer sérstaklega vel meö þvottinn og PERLA iéttir yður störfin. Kaupiö PERLU í dag oggleymið ekki, aö meö PERLU fáið þér hvítari þvott, meö minna erfiöi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.