Tíminn - 27.02.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.02.1966, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 27. febróar 1966 TÍMINN TOM TULLETT 2 eyjum? Baróninn þyrfti ekkert að hafa fyrir því, vegna þess að svo vildi til að maður þessi var góðvinur hans. Listaverkasalinn féllst fúslega áþ etta, og baróninn fór á brott með myndirnar báðar. Hann kom aftur að fáum klukkutímum liðnum, áður en listaverkasalann fór að gruna nokkuð, en með slæmar fréttir. Sérfræðingurinn treysti sér ekki til að votta að myndirnar væru ósviknar. Satt að segja voru Þetta eftirmyndir, ágætar að sínu leyti, en samt eftir- myndir. Iistaverkasalinn var í öngum sínum, en baróninn sýndi honum slíka hluttekningu að hann lét brátt huggast og tók óhappinu af kjarki. Hann þakkaði vini sínum meira að segja fyrir, því hann setti metnað sinn í að selja aldrei svikna vöru. Ekki leið á löngu að baróninn hætti daglegum heimsókn- um, og listaverkasalinn var nú farinn að jafna sig svo að hann gat athugað myndirnar rólega. Hann komst 'að raun iitti að þetta voru aðrar myndir en vinur hans hafði farið með úr verzluninni. Auðséð var að hann hafði skilað eftir- myndunum en hirt frummyndirnar. Nú hafði gervibaróninn enn farið á stúfana og beitt sömu aðferð. Hann hafði komið á hverjum degi í litla safnið í Agen og vingazt við safnstjórann, sem var hrifinn af fágaðri framkomu og þekkingu þessa nýja kunningja. Að fáum vikum liðnum voru allir safnverðirnir farnir að iáta baróninn njóta vinfengisins við safstjórann. Hann fékk að fai-a allra sina ferða um safnið óáreittur, og einn morg- uinn komst safnstjórinn að raun um að búið var að skera einu myndina sem safnið átti eftir Goya úr rammanum. Að kvöldi sama dags var lýst eftir baróninum í öllum löndum heims með útvarpsskeyti, þar sem einnig voru talin upp fjörutíu og átta önnur dulnefni sem hann hafði not- að. Brátt tóku svarskeyti að berast í litla húsið í París. Baróninn hafði sézt ásamt fylgdarliði á Spárii, Portúgal og; ftalíu. Viku síðar kom skarpskyggn leynilögreglumaður auga á taminn apa í vörzlu roskins manns í hraðlest á leið norð- ur Evrópu, og í sama klefa voru kona og ungur maður. Leynilögreglumaðurinn fann málverk Goya undir blaða- stafla í næsta klefa, og daginn eftir var farið með barón- inn á staðinn þar sem hann hafði stolið myndinni. Rannsók þessa máls var ósköp hversdagslegur viðburður fyrir Alþjóðalögregluna. Nokkur önnur dæmi ættu að sýna hvers konar fyrirspurnir það eru einkum sem berast hvaðan- æva úr veröldinni í húsið vi ðRue Paul Valéry. Upphaf langflestra er að fórnarlamb afbrotamanna snýr sér til lög- reglunnar í heimabyggð sinni. Eitt slíkt mál hófst þegar ungur maður laut frönskum presti af lotningu. „Ég heiti von Brettenfeld prins. Ég varð að flýja frá ættlandi mínu, Ungverjalandi, og skilja eftir allar eigur mínar. Eitt sinn var ég auðugur, eins og faðir minn var, en nú er svo komið að ég er örsnauður. herra minn.“ Prestur var efagjarn í fyrstu, en ungi maðurinn var við slíku búinn. Hann tók plögg upp úr vasa sínum. „Þessi bréf,“ sagði hann, „eru frá nokkrum tignum klerkum í Ungverjalandi, sem mér hefur veitzt sá heiður að eiga að vinum. Þeir ráðlögðu mér að snúa mér til yðar ef í nauð- irnar ræki, og þér mynduð hlaupa undir bagga með mér.“ Bréfin sannfærðu prestinn. Hann kannaðist ekki við bréf- ritarana, en bréfhausar og stimplar voru kirkjulegir, og efnið var að ungi maðurinn væri flóttamaður af auðugum ættum. Prinsinn hélt áfram: „Ef þér sjáið yður fært að hjálpa mér, herra minn, skal ég endurgjalda yður þúsund- falt, og líkna bágstöddum löndum yðar, þegar mér tekst að ná reiðufé mínu út úr Ungverjalandi." Þessi atburður átti sér stað í janúar 1949 á heimili prests sem starfaði í þjónustu erkibiskupsins í París. Þegar prins- inn hafði tekið við éveim þúsund franka seðlum af prest- inum, yfirgaf hann húsið með bugti og beygingum. f vasan- um hafði hann bréf frá prestinum til Alþjóðlegu flótta- mannahjálparinnar með beiðni um að unga manninum yrði liðsinnt. árið út í gegn barði svikahrappurinn dyra hjá einhverjum presti hvenær sem hann komst í fjárþrot. í Strasbourg, Bayonne, Toulouse, Maeon og fleiri borgum nefndi hann nafn velgerðarmanns síns í París og bætti við: „Ég er skyld- ur hans herradómi X og varð að flýja land mitt.“ Alitaf UNDIR FÖLSKU FLAGGI ANNE MAYBURY 45 gjarnan fá að skoða fatnað yðar, ungfrú Ashlyn. Hún fann augnaráð Rhodu hvíla a sér, rannsakandi og íhugult. Fenella blaðaði í tímariti. Ralp sat með krosslagða fætur og starði niður í gólfteppið. Rhoda reis upp. Ég ætla að setja inn matinn. Hann er tilbúinn. — Þá borðum við. Lögreglufull- trúinn kvaðst koma aftur í kvöld og ég vil ógjaman láta ónáða okkur við máltíðina. Meðan þau sátu að snæðingi hafði Vonnie á tilfinningunni, að öll biðu þess, að eitthvað sérstakt gerðist. Fenella talaði stöðugt og hló einum of hátt og tilgerðar- lega. Ralph reyndi að vera glað- legur og fyndinn, en virtist þving- aður. Joss gamli var þögull og Rhoda var hljóðlát og stillileg, þar sem hún sat gegnt honum við borðið. Þau voru að drekka kaffi í stof- unni, þegar dyrabjallan hringdi. — Mér fannst ég heyra í bif- reið, sagði Joss. — Það hlýtur að vera lögregian. Rhoda gekh fram, hin sátu graí- kyrr og hlustuðu. Svo kom Rhoda inn aftur. — Það er verið að spyrja eftir þér, SJyra — Lögregian. — Nei. F.’r.hver karlmað'ir. Vinur þinn. — Vinur? Hver gat það verið? Nigel — eða einhver annar? Gat einhver verið kominn frá Van- couver og frétt að hún væri hér? Það hafði staðið í blaðinu . . . Hún stóð svo snögglega á fætur, að minnstu munaði, að hún hras- aði um bjarndýrsskinnið á gólf- inu. Hjartað barðist ákaft og fæt- urnir voru eins og bráðið smér. Þegar hún lokaði dyrunum að baki sér og leit upp, sá hún, að það var Nigel, sem stóð í gang- inum. Hún fylítist örvæntingu og gat varla hugsað til þess að tala við hann. Henni tókst ekki að leyna örvæntingargremjunni, sem greip hana. — Hvers vegna kemurðu hing- að núna? Hvers vegna geturðu ekki látið mig í friði? — Ég vil tala við þig? — Ekki núna, ekki aftur. Ég get það ekki, sagði hún snöktandi. — Sæktu kápuna þína. — Nei, Nigel, gerðu það fyrir mig .. Hann greip um hönd hennar. Rödd hans var lág og blíðleg. — Ég ætla ekki að særa þig, Vonnie. Ekki I þetta skipti. Gerðu það fyrir mig — Þau heyrðu fótatak úti fyrir. Bæði hlustuðu. Nigel hélt enn um hönd hennar. Svo var bjöllunni hringt. — Það er lögreglan, sagði Vonnie rólega. — Þeir sögðust ætla að koma. Þeir vilja tala við mig. Hún sleit sig frá Nigel og greip um stigahandriðið til stuðnings. Hún heyrði hreyfingu í stof- unni. Svo var bjöllunni hringt aft- ur. Aðalfundur Mótorvélstjórafélag íslands heldur aðalfund sunnudaginn 6. marz kl. 14 að Bárugötu 11, Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf. Lýst stjórn- arkjöri. Önnur mál. Stjórnin. W ’ - ' Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verður haldinn í Glaumbæ, uppi, mánudaginn 28. febr. 1966 kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Nigel gekk að dyrunum og opn- aði. I somu andrá þaut Vonnie að klæðaskápnum til að ná í káp- una sína. Kannski vildi lögreglu- fulltrúinn tala við Joss frænda fyrst. Meðan hann gerði það, ætl- aði hún að ganga út með Nigel, vita hvers vegna hann hafði kom- ið, um stund ætlaði hún að gleyma öllu stolti og öllum vonbrigðum og auðmýkja sig og leita ráða hjá honum, áður en hún purfti að tala við lögreglufulltrúann. Hún hafði engan annan hér í Englandi, sem hún gat leitað til. Hún var ein — og haldin ofboðslegri hræðslu. Það var enginn gluggi í fata- ÚTVARPIÐ í dig Sunnudagur 27. febrúar 8.30 Létt morgunlóg: Hljómsveít Francs Pourcels leikur frön&k lög og hljómsveit Alfreds Hiuses Iþýzk iög. 8.55 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblaðanna. 9.10 Veðurfregnir. 9.25 Morgun tónleikar. 11.00 Messa í Hallgríms kirkju, Prestur: Séra Jakob Jóns son dr. theol. Organleikari: Páll Halldórsson. 12.15 I-iádegisútvarp. 13.15 Séra Pétur Dass og kvæða flokkur hans „Norðuriands- trómet“ Dr. Kristján Eldiám þjóðminjavörður fjytur síðara erindi sitt með ljó'öaþýðingu. 14. 00 Tónleikar í útvarpssal: Quatu or Instrumental de Paris leikur. 15.30 Þjóðlagastund Troels Bendt sen velur lögin og kynnir. 16.00 Veðurfregnir. „Skógar og velfiar": Lúðrasveit veiðimanna í Biicke borg ieikur. 16.30 Endurtekið gamanefni frá gamlárskvöldi. Stefán Jónsson gerir útdrátt úr dagskránni um fugla ársins J965. 17.30 Barnatími: Helga og Huida Valtýsdætur stjórna. 18.20 Veður fregnir. 18.30 íslenzk sónglög: Karlakórinn Geysir á Akureyri syngur. 18.55 Tilkynningar 19.30 Frétir 20.00 Jörundur, Baldvin Halldórsson leikari les kvæði Þorsteins Erlingssonar um Jbrund hundadagakonung. 20.30 Einsöng ur i útvarpssal: Guðmundur Guð- jónsson syngur lög eftir Sigfus Halldórsson. Höfundurinn leikur með á píanó. 20.50 Sýsiurnar svara. Barðstrendingar og Dala- menn svara spurningum báttar- ins. Stjórnendur keppninnar- Guðni Þórðarson og Birgtr ísleif ur Gunnarsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslóg. ?3. 30 Dagskrárlok. Mánudagur 28. febrúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis Útvarp 13.15 Búnaðarþáttur: Frá setningu búnaðarþings. Gisii Kristjánsson ritstjóri tekur upp hið markverðasta á fyrsta þing- fundi 22. þ. m. 14.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.40 Við, sem heima sitjum. 15.00 Miðdegisútvarp 16. 00 Síðdegisútvarp 17.20 Fram- burðarkennsla i frönsku og þýzku. 17.40 Þingfréttir. 18.00 Úr myndabók náttúrunnar. Ingirn. Óskars. segir frá lágfótu. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tónleiknr. 19. 30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn Ragnar Jóhannesson cand. mag. talar. 20.20 íslenzk tónlist 20.35 Á blaðamannafundi: Eiður Guðnason sti 21.20 „í rökkurró hún sefur“" Gömlu lögin. 21.30 Útvarpssagan: „Dagurinn og nótt in“ Hjörtur Pálsson ies (61 22.00 Fréttir og veðurfregnir. Paldur Pálmason les Passiusálma (18). 22.20 Hljómplötusafnlð G. GuSm. stjórnar 28.10 A8 tafli Guðmund ur Amlaugsson flytur skákþátt 23.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.