Tíminn - 27.02.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.02.1966, Blaðsíða 8
SUNNUDAGUR 27. febrúar 1966 8 TÍMINN Áttræð í dag: Jónína Dagný Hansdóttir FJAÐRIR OG FJAÐRAGORMAR fyrir OPEL REKORD OPEL CARAVAN og OPEL KAPITAN. BÍLABÚÐIN HVERFISGÖTU 54. Jónína er fædd að Svignaskarði í Borgarfirði 27. febr. 1886. Móð- ir hennar var Þóra Jónsdóttir, bónda að Búrfelli í Hálsasveit Sveinssonar. Þóra var vel greind og hagmælt. Hún var fátæk ekkja er Jónína fæddist, í vinnumennsku og gat því ekki haft hana hjá sér. Hún var tekin í fóstur af Jóni og konu hans Málfríði í Ferjukoti. Þau létust þegar Jö- nína var 11 ára. Síðan var Jó- nína í Galtarholti hjá Jóni land- pósti og Sigríði konu hans. Hún giftist 12. febr. 1909, Jóni Þorlákssyni og voru þau fyrst að Litlu-Gröf, en fluttust svo til Reykjavíkur. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru, Jón bakari kvænt ur Adele Emilsdóttur, Ólafur kvæntur Jytte Jensen, Laufey gift Hilmari Welding. Fyrsta barn misstu þau. — Seinni maður Jó- nínu var Ólafur Sæmundsson, Halldór Kristinsson Sullsmiður — Sími 16979 sjómaður og var mörg ár á Súð- inni. Jónína og Ólafur áttu þessi börn: Svanhvít Stella gift Brynj- ólfi Eyjólfssyni, Guðlaug gift Þórarni Ólafssyni og Ólafur Sverr- ir kvæntur Brynhildi Vagnsdóttur. Bamabörn hennar eru 27 og bamabarnaböm 15. Jónína er vel hress og hin ernasta. Hún hefur búið hjá Guð- laugu dóttur sinni og Þórarni tengdasyni síðastliðin 16 ár , að Tunguvegi 10, Reykjavík. H.J.G. Barnaleikritið Grámann verður sýnt f 15. sinn í Tjarnarbæ í dag kl. 3 Góð aðsókn hefur verið enda leikritið gott og skemmtilegt bæði fyrir börn og fullorðna. Á myndinni eru kóngur og drottning og kóngs- dóttir ásamt Grámanni, sem hefur brugðið sér í náttserk meðan hann er að leika á þau. Kóng og drottningu leika þau Steindór Hjörleifsson og Sigríður Haga- lín en kóngsdóttur og Grámann Stefanía Sveinbjarnardóttlr og Sigmundur Örn Arngrímsson. Verkamanna- félagið Dagsbrún Reikningar Dagsbrúnar fyrir árið 1965 liggja frammi í skrifst. félagsins. Aðalfundur Dagsbrúnar verður í Iðnó sunnudaginn 6. marz kl. 2 e.h. T rúnaðarráðsf undur verður í Lándarbæ fimmtudaginn 3. marz kl. 8.30 e.h. Stjórnin. ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Kjarni kristnínnar „Drottinn Guð þinn átt þú að tilbiðja og þjóna honum ein- um,“ eru lokaorð Krists á stundu freistinganna. En er þetta ekki einmitt kjarni kristins dóms, kenning- anna allra? Og hvað mundi þá Jesús eiga við með þessu? Drottinn Guð? Hvað er það samkvæmt lífs- skoðun hans? Það er Alfaðir lífsins, sem birtist í kærleika, sannleika, réttlæti og fegurð til verunnar og þó einkum manns sálinni hugsun, tilfinningum og vilja mannsvitundar. Þá nefnist þessi lífskrafur Guðs heilagur andi og er hið skap- andi afl til dæmis í mótun listamanns eða tjáningu hans í orðum, tónum eða litum. En ekki síður birtist þessi kraftur þessi andi Guðs í göfgi og fórnarlund drengskap og dáð- um göfugmanna og góðra manna og kvenna, sem finna æðsta takmark og lífsfyllingu I kærleiksþjónustu við um- hverfi og samferðafólk á lífs- leiðinni. Stundum virðist fólkið, sem ekki er mótað af bókstafslær- dómi skilja þetta betur en lærða fólkið, skilja með hjart- anu, það sem hugsunin kann- ske aldrei nær. Og þannig var það einnig á dögum Krists og meðal samtíðarmanna hans. Hann nefndi þetta skilnings- ríka ÍeitanSi fólk „hina fátæku í anda“ og sagði það hungra og þyrsta eftir „réttlætinu." En „réttlæti“ gat þýtt guðs- þjónustu, og verður vikið að því síðar hér. í sumar sem leið fékk ég yndislegt og langt bréf frá einum slíkum manni, sem ég gæti nefnt speking af guðs náð. Hann var þá sjúklingur á Landspítalanum, en ég vona, að hann sé nú hraustur orð- inn og taki enn þátt í önn- um dagsins á heimili sínu, glað- ur og gæfusamur. Hann segir í bréfinu: „Hvað er kjarninn í kenn- ingum Jesú Krists? Mér finnst það vera að boða Guð föður alls lífs og ríki hans hið innra í hverrl mannssál. Mér finnst, að allt hans líf, og öll hans kenning hafi miðazt við það eitt að sýna fólki fram á, hvernig þetta mætti verða. Hann sagði að Guð væri andi kærleikans og að ríki hans væri innra með okkur sjálfum og sagði svo „Leitið fyrst guðsrík- is og réttlætis þess, þá mun ailt annað veitast yður að auki.“ Allt sitt líf reyndi hann að koma fólki í skilning um þetta. Og ræðu sinni til stuðnings dró hann fram dæmi úr lífi fólks- ins sjálfs fremur en úr bókum. Hann sagðist líka vera kom- inn til að bera sannleikanum vitni. Og sá sannleikur var æðstur að Guð væri sem faðir allra manna og allir menn því bræður, sem ættu að elska hver annan. Þetta finnst mér hafa verið gleðiboðskapur hans og allt annað í lögmáli þjóðarinnar réðist hann á og vítti, ef það var ekki í samræmi við þessa lífskoðun hans. Þess vegna hötuðu lærðir menn hann, hæddu hann og krossfestu. Krossdauðinn var þarna eðli- leg afleiðing lífsskoðana hans og lífsstarfs, sem ekki gat sam- rímzt þröngsýnum og hrokafull um bókstafslýð samtíðarinnar. Hvað sem prestariíir segja um „friðþægingu," þá sagði hann: „Það sem maðurinn sáir það mun hann og uppskera," en sterkari réttlætinu er þó kærleikurinn. Kenningar kirkjunnar, álykt- anir kirkjuþinga og klerka hafa ekki alltaf verið í samræmi við þennan boðskap Krists. Og þó heldur kirkjan oftast fast í þessar mannasetningar, þótt þær séu ekki orðnar annað en dauður bókstafur, sem fólk skil ur ekki, og fælir það síðan frá hinni heilnæmu kenningu Jesú sjálfs. En það þarf að sýna okkur Guð og guðsríkið í okkur sjláf- um og samfélaginu, efla það og göfga. Kenna okkur að sjá hann jafnt í hinu smáa sem hinu stóra. Það þarf að koma okkur í skilning um, að hann sé lífið og krafturinn og allt þurfi að lúta þeim krafti, þar sem hann leiði hverja lífseind fra-m til fullkomleika og sælu. Það er hægt að hjálpa Kristi þannig á hverjum degi. Og það eigið þið prestarnir sérstak- lega að gera. Flytjið því lifandi kenningu, ekki dauðan bókstaf, starfið úti meðal fólksins, sem ekki kemur í kirkjurnar, í hópi barna og æskulýðs inni á samkomum og skemmtistöð- um og í útvarpinu. Verið alls staðar að opna fyrir Guðs kraft- inum. Jafnvel þjáning böl og synd getur varðað leiðina til Guðs, ef hrein hræring anda hans fær svo að skína inn á hjartað sem ljómi Guðs dýrð- ar og ímynd hans væru. Gegnum reynsluna liggur beinasta leiðin til fullkomnun- ar, þess vegna er freistingin, reynslan, einn þátturinn í uppeldi mannssálar." Hér lýkur þættinum úr bréfi þessa vinar míns, sem ég raun- ar þekki lítið persónulega, en veit þó að er einn af heiðurs- mönnum íslenzkrar bændastétt ar. Og hér vildi ég aðeins bæta við skýringu orðsins að tilbiðja. Tilbeiðslan er orðið yfir hina æðstu guðsþjónustu eins og hún er í kirkjum og á helgi- stöðum. Hin æðsta tilbeiðsla er beint samband við Guðs anda og kraft, ef svo mætti segja. Og má teljast gott, ef við finn- um slík augnablik helguð him- insins náð í messu, bænum, orð- um og söngvum. Það er þetta innsæi til guðsríkisins, sem bréfritarinn minn talar um. En að þjóna Guði er hins vegar miklu víðtækara. Öll störf, sem unnin eru af trú- mennsku og í kærleika eru guðs þjónusta. En höfum við þetta allt í huga, mundi þé ekki sanni nær að kjarni alls kristins dóms sé í orðunum, sem hér voru tek- in úr freistingasögu Drottins, er hann svaraði hvatningu freistarans til þjónustu við sig: Drottinn Guð þinn átt þú að tilbiðja og þjóna honum ein um. Svo þakka ég bréfritaranum, Gísla V. Vagnssyni bréfið og vona, að það verði til blessun- ar. Árelíus Níelsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.