Tíminn - 05.03.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1966, Blaðsíða 2
TÍMINN LAUGARDAGUR 5. man 19fi6 Á myndinni eru Ingimar Eydal og Haraldur Sigurgeirsson. Hljóðfæra- og tónlistarkynning Hljóðfæra- og tónlistarkynning fór fram í Lóni sl. sunnudag á vegum Hljóðfæraumboðs Har alds Sigurgeirssonar, Akur- eyri. Voru.fli.a. sýnd og kynnt nýjustu, sænsku hljóðfærin, TUBON. KLAVINETT og KLA VTTRON. Leikin var af segul- bandi tónlist, leikin á þessi hljóðfæri, en einnig lék Ingi- mar Eydal á TUBON með að- stoð Egils Eðvarðssonar, sem lék á CEMBALET. Létu áheyr endur undrun í Ijós yfir eigin leikum hljóðfærisins, sem er hið fyrsta, sem hingað kem- ur. Má velja um 4 tónbrigði, þ. e. tón kontra-bassa, gítarbassa. saxófóns og fagotts. Ingimar taldi TUBON mjög skemmti legt og hentugt hljóðfæri fyrir minni hljómsveitir. Af hljómplötum var svo leik in tónlist spiluð á HOHNER hljóðfærin PIANET, CEMBAL ET og 5 stærðir af rafmagns orgelum. Þar var tónlist fyrir alla, allt frá villtum jazz til Handels og Bachs. Framleiðsla á þessum electrqpisku orgel- um er komin á mjög hátt stig og sumir hljómar og blæ- brigði („vibrato" og ,,echo“) hin ótrúiegustu. Til sýnis voru einnig margar tegundir af HOHNER- munn- hörpum, harmonika, melodikur og rafknúið orgel, en þessi hljóðfæri eru orðin verulega útbreidd hér. Orgelstóla, píanó stóla, píanóbekki og nótna grindur útvegar Haraldur einn ig. Ennfremur veitir hann að stoð við kaup og sölu á notuð um hljóðfærum. Haraldur gat þess að lokum, að hann hefði umboð fyrir flestar tegundir hljóðfæra frá verksmiðjum í Danmörku, Sví þjóð og V-Þýzkalandi, en í þess um löndum er hljóðfæraiðnað ur á mjög háu stigi. 63 FARAST I FLUGSLYSI NTB-Tokyó, föstudag. Samtals 63 fórust en aðeins 58 lík hafa fundizt þegar kana- dísk farþegaþota af gerðinni DC- 8 hrapaði og brann í lendingu á flugverllinum fyri utan Tokyó. Þétt þoka var yfir flugvellinum. Einungis 9 þeirra 72, sem í vél- inni voru björguðust úr logandi flakinu og þykir það ganga krafta- verki næst. Það sem af er þessu ári hafa því samtals 622 farþegar FLUGSLYSIÐ Framhald af bls. 1. við flugturninn á Reykjavíkurflug- velli. áður en hann lenti, en ekki heyriðst í tuminum annað en kallmerki flugvélarinnar. Þegar hann hafði lent, flaug lít- il flugvél í hringi yfir honum og tilkynnti flugturninum um slysið og kom sjúkralið og lögregla fljót- lega á staðinn. Ekki kvað Sævar slysið hafa haft mikil áhrif á sig, hann væri ekki að huga um að leggja flugið á hilluna. Hann stundaði nú bóklegt nám fyrir atvinnuflugmancspróf. Flugvélin var af gerðinni Piper Colt, eins og áður er um getið. Hún var í eigu Flugsýnar og var orðin fveggja ára gömul. Vélin er talin gjörónýt, en í kvöld voru skemmdirnar ekki fullkannaðar og ekki hafði tekizt að grafast fyrir um orsök bilunarinnar. FLYTJA VÍRUS Framhald af bls. 1. læknarnir æ'tla að fram- kvæma, felst í því að taka vef, sem krabbameinið hefur náð til, úr Roboyt og græða hann í Griffith og öfugt. Báðir menn irnir ættu á þennan hátt að geta byggt upp mótstöðuefni til þess að berjast gegn hin- um nýja krabbameinsvef. Fyrir tveim árum síðan var svipuð aðgerð framkvæmd á tveim sjúklingum, og með góð um árangri, en um aðra teg- und krabbameins var að ræða. Er þessi aðferð því enn mjög á rannsóknarstigi, og er ekki öruggt, að hún beri tilætlað- an árangur á þessum tveim sjúklingum. Þýðingarmiklar forsendur þess, að slík aðgerð heppnist, er að báðir sjúkling amir þjáist af sams konar sjúk dómi og hafi sama blóðflokk. MÖRG RÍKI HAFA VIÐURKENNT HINA NÝJU RÍKISST JÖRN í GHANA farizt f 14 flugslysum, þar af var mest flugslysið einmitt við Tokyó fyrir réttum mánuði síðan, þegar 133 menn fórust. Flugvél þessi átti að millilenda í Tokyó á leiðinni frá Hong Kong til Vancouver í Kanada. Kom hún inn eftir Tokyóflóa, og hrapaði niður á enda flugbrautarinnar, að sögn sjónarvotta. Margir, látnir eða særðir, köstuðust út úr brak- inu, sem logaði glatt. Einn þeirra, sem lífs k'omst af, Herbert Land- er frá Vestur-Berlín, sagði að hann hafi fundið til þess, að flug- vélin hristist kröftuglega tvisvar- þrisvar sinnum um leið og hún kom við flugbrautina. Einni mín- útu síðar heyrði ég ofboðslega sprengingu og sá eldsúlu stíga til himins, — sagði Lander. — Ég greip konu mína og son og reyndi að koma okkur út, en ég held að sonur minn hafi farizt, sagði hann. Sjónarvottar á flugvellinum segja, að eldsúlan hafi risið 500 metra upp í loftið eftir spreng- inguna. Kom í ljós, að flugvél- in hafði ekið inn moldarbakka, sem skilur flugbrautina frá haf- inu fyrir utan. Svo virðist sem þotan hafi rifnað í tvennt. Ann- ar helmingurinn — allur aftur- hluti vélarinnar fram að miðju — var nokkurn veginn heill og þar fundust margir farþegar, sem höfðu brunnið til dauða, en nokkr ir þeirra, sem sátu í þessum hluta vélarinnar, köstuðust ut er vélin skall á brautina. Hinn helmingur vélarinnar hafði dreifzt um mörg hundruð metra svæði við spreng- inguna. Árið 1966 hefur verið svart ár fyrir flugfélög í heiminum. Sam- tals hafa 558 manns farist í 13 flugslysum, fyrir utan þetta síð- asta. Fyrir nákvæmlega einum mánuði síðan var Tokyó svið mesta flugslys sögunnar, þegar Skákkeppni stofnana hefst á mánudaginn SJ-Reykjavík, miðvikudag. Skákkeppni stofnana hefst n.k. mánudag í Súlnasal Hótel Sögu. Sú breyting hefur orðið á fram- kvæmd mótsins, að tefldar verða 6 umferðir eftir Monradkerfi í tveimur riðlum, tvær umferðir á hverju kvöldi. Umhugsunartími hvers keppanda er 1 klst. Mótið j stendur því ekki nema þrjú kvöld ! og verður teflt á mánudagskvöld- | um út marzmánuð. '. Framkvæmdastjóri mótsins verð í ur Gísli Pétursson, kennari. \ í fyrra varð Búnaðarbankinn ! efstur í aðalflokknum. NTB—Addis Abeba, London og Accra, föstudag. Bretland viðurkenndi í dag, "ormlega í dag, nýju stjórn- ina i Ghana. Áður höfðu Fíla- beinsströndin, Níger, Nígería, Líbería, Madagaskar, Túnis, Bel a, ísrael, Vestur-Þýzkaland, Ceyl- on og Senegal formlega viður- iennt þjóðfrelsisráðið sem hinn rétta valdhafa í Ghana. Samtímis ákvað fundur Ein- 'ngarbandalags Afríku að viður kenna formlega fulltrúa hinn ar nýju stjórnar á fundi banda agsins í Addis Abeba, og varð ’>að til þess að fimm ríki, Mali, Guinea, Tanzanía, Arabiska Sam '>andslýðveldið og Kenya yfirgáfu fundin. Jafnframt fóru tvö önnur ríki, Sómalía, og Alsír, einnig af fundi, en vegna annars máls. Og seint í kvöld gagnrýndi fulltrúi Zambíu fulltrúa hinna nýju vald hafa, en kvaðst mundu sitja fund- inn engu að síður. Er þetta tal- in alvarlegasta kreppan innan Einingarbandalagsins til þessa, þótt öll ríkin hafi lýst því yfir, að þau hafi ekki, og muni ekki segja sig úr bandalaginu. í yfirlýsingu brezka utanríkis ráðuneytisins segir, að beiðni um formlega viðurkenningu hafi bor izt frá þjóðfrelsisráðinu gegnum Líbanon, og hafi brezka stjórn- in ákveðið að viðurkenna ráðið sem hina réttu stjórn Ghana. í London er talið, að nýju vald- hafarnir muni brátt taka upp stjórnmálasamband við Bretland að nýju. Nkrumah sleit það á sín um tíma vegna Rhodesíumálsins. Talið er, að fundi Einingar- bandalagsins í Addis Ababa verði I slitið á morgun, laugardag. Á blaðamannafundi í kvöld, sagði utanríkisráðherra Zambíu Símon Kapwepwe, að fulltrúar á fundinum hefðu verið sammála um að ráæða að nýju aðild hinna nýju valdhafa í Ghana að fund- inum, ef fulltrúi frá Nkrumah, fyrrum forseta, kæmi til Addis Abeba. Slíkur fulltrúi h-afi kom ið þangað án þess að fram kvæmdastjórn bandalagsins hafi látið fulltrúana á fundinum vita. Sagði Kapwepwe, að sérlegur sendimaður Guineu-forseta, A. Diallo. hefði einnig umboð frá Nkrumah, um að vera fulltrúi hans á fundi bandalagsins. Lét utanríkisráðherra að lokum í ljósi þá von, að bandalagið mundi kom ast vfir bessa deilu. ÍÞRÓtTIR Framhald af bls. 13. taldir leikir fram: Ármann —KR og Valur—Víkingur í 2. flokki kvenna. f 1. flokki karia: Valur—Fram og Vfk ingur—ÍR. Á mánudagskvöld heldur mótið áfram að Hálogalandi og þá ieika: KR—Breiða- blik, Ármann—FH, Haukar —Víkingur i 3 >;ikki karla í 2. deild leika ÍR og Vik- ingur o* er sá leikur liður i haráttu um efsta sæti. Á þriðjudagskvöld faia tveir leikii fram í 1. deild. Fram leikur gegn KR og FH gegn Val. Bíða margir speuntir eftir siðari leikn- um. flugvél frá Nippon Airways af gerðinni Boeing-727 hrapaði nið- ur í Tokyóflóa. Allir þeir 133 sem um borð voru, fórust. 24. janúar rakst þota af gerðinni Boe- ing 707 á Mont Blanc og þar fór- ust 117 manns, eða allir sem um borð voru. Þessi vél var frá ind- verska flugfélaginu. ASÍ UM ALÚMÍN Framhald af bls. 1. Miðstjórn Alþýðusambands fs- lands telur, að fyrir liggi nú óyggj- andi upplýsingar um fjölmörg fyr- irhuguð samningsatriði við Swiss- Aluminium. sem leiða hljóti til þeirrar niðurstöðu, að samningun- um beri algjörlega að hafna af hálfu íslendinga. í því sambandi vill miðstjórnin m.a. benda á eftir- farandi: !. raforkuverð til aluminium- bræðslunnar yrði lægra en nokk- urs staðar þekkist í Vestur-Evrópu og vafalaust undir kostnaðarverði, ef litið er til framleiðslukostnð- ar íslenzkrar raforku til langs tíma, eða þess tíma, sem samning- urinn á að gilda. Samningurinn mundi því hækka orkukostnað ís- lenzkra atvinnugreina og annara íslenzkra orkunotenda. 2. framkvæxndir og rekstur alu minumhringsins eru hafnar á tím- um verðþenslu og vinnuaflsskorts í undirstöðuatvinnugreinum lands manna og hefðu því þau vafalausu áhrif að torvelda æskilega þróun þeirra og tefja almennar framfar- ir og framkvæmdir, auk þess sem þau munu magna verðbólgu og þannig lífskjör alls almennings beint og óbeint. 3. Með tilkomu hinna erlendu stórframkvæmda væri innflutning ur erlends vinnuafls jafnframt fyr irhugaður í meira eða minna mæli og raunar beinlínis um hann sam- ið, en slíkt hlyti að leiða af sér áður óþekkt vandamál á vinnu- markaðnum. 4. Hið erlenda fyrirtæki yrði, sakir stærðar sinnar og fjár- magns, áhrifaaðiii um kjaramál vinnumarkaðarins og þannig beinn þátttakandi í öllum átök- um um arðskiptingu £ íslenzku þjóðfélagi. 5. Fyrirhugað er að veita hin- um erlendu fyrirtækjum marg- háttuð forréttindi, svo sem í tolla- og skattamálum, meðferð gjald- eyris, svo og algert frelsi til að flytja hagnað sinn af rekstrinum úr landi. Auk þess er fyrirhugað, að hann geti skotið deilumálum vig íslenzka aðila til erlends gerð ardóms, en lúti ekki í þeim efn um íslenzkum lögum, nema hann sjálfur kjósi. Af framangreindum ástæð- um ályktar miðstjórn Alþýðu- sambands íslands, að fyrirhug- aður samningur um erlenda stór iðju sé hvorutveggja í senn: and- stæður hagsmunum íslenzkrar al- þýðu og íslenzku þjóðarinnar. og gangi í berhögg við þá megin stefnu hennar að byggja lífskjör sín og efnahagslegar framfarir á framtaki þjóðarinnr sjálfrar og því fjármagni, sem hún sjálf skapar, eða er fær um að afla hér, án annarlegra og óaðgengi- legra skilmála og sé því þjóðinni bæði óhagkvæmur og ósæm- andi. Því skorar miðstjórnin á öll þjóðholl öfl í landinu að snúa bökum saman gegn hinum fyrir- hugaða stóriðjusamningi og hindra framgang hans.“ Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.