Tíminn - 05.03.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.03.1966, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. marz 1966 HAFNFIRÐINGAR SELJA Framhald af 16. síðu. búðin, seui vart varð, að hefði op- ið, var Örnólfur á Snorrabraut Margir fengu sér ýmsar nauð- synjar þar, og mikið var að gera í búðinni í allan dag. Annars virð ast flestar verzlanir hafa tekið þátt í verkfallinu. Kaupmenn (verkfallsverðir) sáust akandi um götur borgarinnar í dag að ganga úr skugga um, að engar verzlanir væru opnar. WILSON Framhald af bls. 1. í íhaldsblaðinu Daly Telegraph í London. Skoðanakönnunin sýnir aukið fylgi Verkamannaflokksins og nemiur sú aukning um 2% frá því í ísðustu viku. Felst þessi auki mismunur í minnkandi fylgi fhaldsflokksins. Verkamanna fJokkurinn hefur samkvæmt þess- ari skoðanakönnun 51% kjósenda á sínu bandi. Það eru þeir kjósendur, sem eru fyrir miðju í pólitíkinni og ekki vissir um hvorn flokkinn þeir eiga að kjósa, sem ráða munu úrslitum kosninganna, en þessir kjósendur eru um þrjár milljónir talsins. Um helgina hefst kosningabaráttan fyr ir alvöru. því þá munu flokkarn- ir leggja fram kosningastefnu- skrár sínar. Yfirleitt er talið í London, að Verkamannaflokkurinn muni sigra í kosningunum, en ekki er gott að segja til um, hversu mikill meirihluti hans verður. IÞROTTIR Framhald af bls. 13. ir að tala um þetta, Ingólfur verður hvort eð er ekki með og nú er bara að vona, að strákarnir standi sig. Leikurinn í dag hefst kl. 17 6tundvíslega. Á undan fer fram forleikur milli unglinga- landsliðsins og Vals Hefst sá leikur kl. 15.45. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 16.30. Síðari landsleikurinn hefst á sama tíma á morgun. Norskur dómari, Nilsson, dæm ir báða leikina. Þess má geta, að Rúmenamir héldju æfingu í Laugardalshöll inni í gærkvöldi og leizt vel á hana. ísl. landsliðið hélt æf- ingu á eftir. TRÉSMIÐIR KJÓSA Framhald af 16. síðu. A-listl, borinn fram af uppstill- ingarnefnd, er svo skipaður: Stjórn: Jón Snorri Þorleifsson, formaður, Benedikt Davíðsson, varaformaður, Sigurjón Pétursson ritari, Páll R. Magnússon, vararit ari, Magnús Guðlaugsson, gjald- keri. — Varastjórn: 1. Leifur Guð mundsson, 2. Marvin Hallmunds- son, 3. Einar L. Hagalínsson. — Endurskoðendur: Sigurður Krist- jánsson, Þórarinn Hallgrímsson. Varaendurskoðendur: Einar Á. Scheving, Hafsteinn Tómasson. — Trúnaðarmannaráð: Hólmar Magn ússon, Kristján B. Eiríksson, Ás- björn Pálsson, Kristján Guðmunds son, Einar Þór Jónsson, Amar Ágústsson, Ársæll Sigurðsson, Finnbogi Guðmundsson, Halldór Þórhállsson, Jón Sigurðsson, Bjarnhólastíg, Magnús Stefánsson Hörður Þórhallsson. — Varamenn í trúnaðarráð- Gunnar Gunnars- son, Grétar Þorsteinsson, Jón Þór Þórhallsson, Árni Ingólfsson, Al- bert Finnbogason, Helgi Þorkels- son. PÓSTBURÐARGJÖLD Framhald af bls. 16. week á þetta óhagstæða póstburð- argjald, en þeir hefðu ekki talið það skipta máli, þar sem áskrif- endur eru ekki svo margir hér. Áætlað er, að hér seljist um 1100 —1200 eint. á viku af Newsweek og Time, og er hlutfalíið' milli; blaðanna þannig, að af Time selj ast um 800 eintök. en um 400 af Newsweek. Þá ræddi Tíminn við Rafn Júl- íusson, fulltrúa hjá Póst- og símamálastjórninni, og ságði hann, að það væri rétt, að mikill ______TÍMINN mismunur væri á póstgjöldunum, en það ætti sínar orsakir. Ef dæmi er tekið af Danmörku, þá hafa Danir farið inn á þá braut ag afnema svokallað fluggjald, og hafa eitt og sama gjaldið, hvort sem bréfið fer með flugvélum, bílum, lestum eða skipum. í Dan mörku fer megnið af pósti með járnbrautarlestum. Þegar einn og sami taxti gildir, fer póstur- inn yfirleitt í næsta farartæki hverju sinni og því getur póstur lent í skipi til fslands, ef ekki er flogið þann dag, sem pósturinn er sendur. Þar sem póstsamgöngur eru hér erfiðar og flugpóstur til útlanda dýr, þá hefur Póst- og símamálá- stjórndn ekki séð sér fært að fara að dæmi annarra Evrópuþjóða og setja jafnaðargjald á bréfin, og þar af leiðandi þurfa menn að greiða hærra póstburðargjald hér en annars staðar í Evrópu. BORGARMAL Framhalo af Dls. 7 Þetta segja frystihúsaeigendur um ástand og horfur í frystihúsa- iðnaðinum. Verkefni borgarstjórnar: Skyldi það ekki vera í verka- hring borgarstjórnar, ekki síður en útvegsmanna, sjómanna og frystihúsaeigenda, að gera sér grein fyrir, hvað framundan er í þessum málum og ber ekki borg- arstjórn skylda til að kanna, hvaða áfleiðingar það hefur fyrir borg- arbúa, verði verulegur samdráttur í útgerð frá borginni og frysti- húsaiðnaði, svo stórir þættir, sem þetta eru í atvinnumálum borgar- innar og hafa verið. Ég held að um slíkt þurfi varla að deila. Verkefni þeirrar nefnd- ár, sem tillagan gerir ráð fyrir að stofnuð verði, skal a.m.k. vera fjórþætt, þótt önnur atriði séu ekki útilokuð og æskilegast sé að störf nefndarinnar geti beinst að sem flestum þáttum málsins: í fyrsta lagi á að kanna hver hagur útgerðarinnar er nú í dag í atvinnulífi borgarbúa og hvaða breytingar hafa orðið í þeim efn- um síðustu árin. í öðru lagi að kanna hver áhrif það mundi hafa í framtíðinni, ef útgerð frá Reykjavík dragist veru- lega saman. frá því sem nú er, og þeir, sem stunda þessa atvinnu- grein, hyrfu til annarra starfa. f þriðja lagi að rannsaka hvern- ig afstaðan í landi er fyrir útgerð- ina og hvaða umbætur mætti gera, svo að aðstaða og skipulag yrði betra og hagkvæmara en nú er. Þótt verðið, sem fæst fyrir fisk- inn, skipti mestu máli fyrir út- gerðina er þá margt annað, sem máli skiptir. Þar á meðal aðstað- an í landi. Ég hef drepið á það hér að fram an. hvernig útgerð smábáta frá Reykjavík hefur svo til þurrkast út. Án efa á skilningsleysi ráða- manna hafnarinnar einhverja sök þar á. Aðstaðá þessara bóta í höfninni var óviðunandi inan um stærri bátana. Hér vantar smábáta höfn og hú þyrfti að koma hið fyrsta. Fleiri verbúðir vantar við vesturhöfnina fyrir bátaflotann. Upphaflega held ég að ætlunin hafi verið að hafa_ vesturhöfnina fyrir fiskiskipin. Á þessu varð breyting, þegar stóra vöruskemm- an var reist þar fyrir Eimskip árið 1963. Ekki má sú starfsemi vera þar til frambúðar og vakn- ar þá sú spurning, hvernig nýta megi húsið í sambandi við útgerð- ina. Ýmsir útvegsmenn hafa mikinn áhuga á, að hér rísi upp fiskmark- aður í framtíðinni. Sjálfsagt mætti nota þessa stóru vöruskemmu til slíkrar starfsemi. Vantar löndunarfélag: Eitt af því, sem bátaútvegsmenn óttast í framtíðinni er, að mann- skapur fáist ekki á bátana, bæði vegna lélegra launa og eins hins. hve vinnutíminn er alngur og vinna erfið. Eitt versta og erfiðasta verkið er löndunin. Eins og nú er, ann- ast skipverjar sjálfir löndunina með ófullkomnum tækjum eftir að hafa verið á sjónum í einni lotu í 12—16 tíma a.m.k. Sérstakt löndunarfélag þyrfti að vera fyrir fiskibátana. Senni- lega sameignarfélag bátanna og hafnarinnar. Mundi þá að sjálf- sögðu verið notaðir hentugir kran ar við löndunina en slíkt þekkist varla nú. i Staðsetning frystihúsanna: Allir vita, hvernig frystihúsin í borgitnni eru staðsett, þannig að aka verður fiskinum langar leiðir á bílum. Úr slíkum mistökum er erfitt að bæta, en af þeim má læra og verður að vænta þess að það verði gert. Mikill kostnaður hlýtur að liggja í því hjá frystihúsunum hér í borg inni að aka fiskinum frá skipi og í hús og síðan unninni vöru nið- ur að skipshlið aftur. Til þess að komast hjá svona mistökum þarf framsýni og skipu- lag. Einn af útgerðarmönnunum í borginni, sem jafnframt er frysti- húsaeigandi, er með skrifstofur sín ar í stóru húsi, svo að segja á hafnarbakkanum. Frystihúsið hans er hins vegar fyrir utan borgina, þar sem sveitabyggð var fyrir nokkrum árum. Mörg fleiri atriði mætti sjálf- sagt benda á, sem betur mættu fara og yrðu til hagsbóta útgerð- inni. Fjórða atriðið fjallar svo um það hverjar ráðstafanir mundi væn legast að gera til að auka útgerð frá Reykjavík í framtíðinni. Við teljum eðlilegt, að í þess- ari nefnd verði bæði fulltrúar kjörnir af borgarstjórn og aðilar frá samtökum útgerðarmanna og sjómanna. Á nefndin að skila áliti og til- lögum til borgarstjórnar eigi síð- ar en 1. okt. n.k. Sagnfræðingarnir segja, að sag- an endurtaki sig og sjálfsagt má finna nokkur dæmi slíks, ef vel er leitað. Þótt þunglega horfi núna fyrir sjávarútveginum hefur þó forsjónin gefið okkur 7 aflaár rétt eins og góðu árin 7 sem komu í Egyptalandi forðum daga og Faraó dreymdi fyrir. Munurinn er hins vegar sá, að eftir góðu árin er útgerðin okkar á heljarþröm en Egyptarnir áttu allar hlöður fullar af korni. En þeir höfðu líka Jósef Jakobs- son fyrir efnahagsráðunaust og það gerir sennilega gæfumuninn. Birgir ísleifur Gunnarsson rakti nokkuð tölu báta í Reykjavík fyrr og nú og gætti þess að miða við 1958 og fela vel hrörnunina, sem orðið hefur síðan 1963. Hann rakti einnig tölur um aflamagn, sem bor izt hefður á land, og gætti þess líka að skilja ekki á milli þess, sem Reykjavíkurbátar hafa skilað á land og önnur skip flutt hing- að. Honum taldist svo til, að nokk- uð hækkandi aflamagnstölur á þess um einstæðu aflaárum gæfu til kynna, að útgerðin stæði með mikl um blóma og hefði verið vel fyr- ir henni séð. Taldi hann tillögu og ræðu Kristjáns móðuharðinda- tal og venjulegan söng Framsókn- armanna um að atvinnuvegirnir væru á heljarþröm og ættu í mikl- um erfiðleikum af völdum stjórn- arvalda. Kristján Benediktsson, minnti Birgi á, að hann hefði leitt grein- argóð vitni um vandræði útvegs- ins, þar sem væru forystumenn útvegsmanna svo sem Andrés Finn bogason, Loftur Bjarnason og Tryggva Ófeigsson m.a. og væri það merkileg yfirlýsing hjá íhalds- fulltrúunum, ef þessir menn væru orðnir samherjar Framsóknar- manna í stjórnmálunum. Bæri vissulega að þakka slíkan iiðsauka. Björn Guðmundsson kvaðst aðeins ætla að minnast á þann hátt málsins, sem varðaði nægan neyzlufisk handa borgarbúum. Mjög hefði á það skort. að hægt væri að fá nægan góðan neyzlu- fisk á borð undanfarið. Stundum hefði orsökin verið illvirði og afla tregða, en ekki alltaf. Frystihúsin hefðu stundum keppt við fisksal- ana. Oft væri sagt, að við ættum aflasælustu fiskimið heims, og því væri erfitt að sætta sig við að geta ekki fengið nýjan fisk í soðið.Skipu lag samkeppninnar í fiskveiðum og fisksölu væri ekki gott og mikil þörf á umbótum. í þessu sambandi er lærdóms- ríkt að líta á neyzlumjólk borgar- búa. Þar væri skipulag framleið- anda þannig, að svo að segja hvern ig sem viðraði væri til næg mjólk í næstu mjólburbúð. Stundum væri þó óánægjuraddir í blöðum um mjólkina, en hvað mundi verða sagt, ef nýja mjólk vantaði, þó ekki væri alveg eins oft og nýjan fisk. Á VÍÐAVANGI Framhald af bls 3 arflokkana við síðustu kosning ar, eru andvígir samninga- manni við erlenda stóriðju- hringi. Ef þingmenn flokkana hrinda þeim málum fram, þrátt fyrir andstöðu almennings, verða valdadagar þeirra fljót- Iega taldir. Er ekki kjósendum stjórnarflokkanna heimilt að benda foringjum sínum á þenn an voða, sem hlytur að vera mikill í þeirra augum?“ ÁSGRÍMSMÁLVERK Framhald af 9. síðu. Á þessum 5 árum, sem Iforta útgáfan hefur starfað, er lokið viðgerð á 41 olíumálverki. Einn ig hafa 9 vatnslitamyndir verið hreinsaðar, og sumar þeirra þurfti að gera við. En þvi miður var ekki rúm fyrir allar þessar mynd ir í Bogasalnum nú. NIÐURSUÐUVERKSMIÐJA Framnaid aí bls 3 Augljóst er, að geysimikið fjár magn þarf til þessara vörukaupa, sem sáöðugt fara vaxandi með auk inni framleiðslu og fjölbreytni. Á sl. sumri var byrjað á við- bótarbyggingu við verksmiðjuna, sem er stálgrindarhús, 755 ferm. að flatarmáli, sem mun leysa úr brýnni þörf fyrir geymslupláss og pökkunarsal, auk þess, sem hluti þess verður nýttur sem vinnu- pláss. Á árinu voru einnig keyptar nokkrar vélar, sem brýn þörf var fyrir til þess að auka af kastagetu og vinnuhagræðingu. Þegar verksmiðjan starfar með fullum afköstum. vinna þar að jafnaði á annað hundrað manns. Margt þessa fólks eru húsmæður, sem vinna t.d. hálfan daginn og unglingar og skólafólk yfir sumar mánuðina. Á árunum 1961-1965 hafa launa greiðslur numið 16 millj. kr. þar af 5 millj. kr. á sl. ári. Full afkastageta verksmiðjunn- ar er 30-40 þús. dósir á dag af sardínum eða gaffalbitum. Ný- lega hefur verksmiðjan fengið samning um sölu á 3 millj. dósa af gaffalbitum, sardínum og smjörsfld til Rússlands, að verð mæti 19 millj. kr. á þessu ári. Gert er ráð fyrir, að útflutn ingur verksmiðjunnar til Rúss lands verði svipaður næstu þrjú árin, vegna hinna nýju viðskipta saminga. Auk þess hefur fyrir tækið ýmsar breytingar á prjón unum í sambandi við fullnýt- ingu sjávarafurða til útflutnings. All þetta krefst mikillar vinnu og þolinmæði og ekki sízt mikilc fjármagns. ‘ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir færi ég sveitungum mínum, vinum og vandamönnum, nær og fjær, sem heiðruðu mig með samsæti, dýrmætum gjöfum og hlýjum kveðjum á sjö- tugsafmæli mínu þann 25. febrúar. Eg árna ykkur allra heilla og blessunar. Sæmundur Guðjónsson, Borðeyri. Innilegar þakkir fyrir auSsýnda hluttekningu og samúS vi3 andlát og samúS við andlát og jarSarför móSur okkar, tengdamóður og ðmmu. Svövu Sigurðardóttur Höfn, Skipholt 64, 'Fríða og Páll Magnússon, Sigríður og Egill Th. Sandholt, Eva og Guðmundur Magnússon og barnabörn. Móðlr okkar Jóna G. Vigfúsdóttir andaðlst að helmili sinu, Tungu Valþjófsdal, Önundarfirði, fimmtu- daglnn 3. marz. Birgitta Ebenezersdóttir, Vigfús Ebenezerson. Maðurinn minn faðir og tengdafaðir, Einar Jónsson , frá Neðri-Hundadal lézt 2. marz að heimili dóttur okkar og tengdasonar, Drápuhlíð 37. JarSarförin ákveðin föstudaginn 11. marz kl. 13,30 frá Háteigskirkju. Lára Lýðsdóttir, hörn og tengdabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.