Tíminn - 05.03.1966, Blaðsíða 7
LAUGARÐAGUR 5. marz 1966
TÍMIWN
7
gerð en neitar úrbótaathugun
AKjReykjavík. föstudag. — Þau
tíðindi gerðust í borgarstjórn
Reykjavíkur í gærkveldi, að íhald-
ið játaði að útgerðin í borginri
ætti við mikla örðugleika að etja,
en neitaði þó með öllu að hefja
nokkra athugun á því, hvernig
byggja mætti nýjan grundvöll und
ir hana. Vísaði það tillögu Fram-
sóknarmanna frá með vífilengju-
tillögu, þar sem segir, „að ástand
og horfur í útgerðarmálum Reykja
vfkur eða atvinnuvegum borgar-
innar almennt sé ekki svo alvar-
legt eða uggvænlegt að ástæða sé
til skipunar sérstakrar nefndar nú
til rannsóknar á þessum málum,
enda þótt erfiðleika hafi gætt hjá
vissum þáttum útgerðarinnar."
Mun slík játning og þó neitun
um að reyna að snúast við til úr-
bóta harla táknræn íhaldsafstaða
eins og hún er nú til íslenkra
atvinnuvega.
Tillaga Framsóknarmanna var
svohljóðandi:
„f blaða- og tímaritagrein-
um svo og í viðtölum, sem birzt
hafa í dagblöðunum að undan-
förnu við ýmsa forystumenn í út-
gerðarmálum, liefur sú skoðun
komið fram, að útgerð frá Reykja-
vík fari minnkandi og vissar grein
ar hennar muni jafnvel leggjast
eggjast niður á næstunni, ef svo
heldur fram sem nú horfir.
Þá liafa frystihúsin í borginni
haft lítið að gera vegna hráefna-
skorts, það sem af er vetri, enda
fiskleysi svo mikið að gera hefur
þurft sérstakar ráðstafanir til öfl-
unar neyzlufisks handa borgarbú-
um.
Sjávarútvegurinn er og hefur
verið frá því fyrsta undirstöðuat-
vinnuvegur Reykjavíkurborgar. Af
þeim sökum hlýtur borgarstjórn-
in að líta það mjög alvarlegum
augum, ef verulegur samdráttur
er orðinn eða fyrirsjáanlegur í
þessari atvinnugrein og gera allt,
sem í hennar valdi stendur til
úrbóta, - þannig að undanhaldi
verði snúið í sókn.
Því samþykkir borgarstjórnin
að beita sér fyrir stofnun nefndar
er m.a. taki til meðferðar eftir-
greind atriði:
1) . Hver hlutur útgerðarinnar
er í atvinnulífi borgarinnar nú í
dag og hvaða breytingar hafa orð-
ið í þeim efnum síðustu árin.
2) . Hver áhrif það myndi hafa
í framtíðinni, ef útgerð frá Reykja
vík drægist verulega saman, frá
því sem nú er, og þeir sem stunda
þessa atvinnugrein hyrfu til ann-
arra starfa.
3) . Hvernig aðstaðan í landi er
til útgerðar og hvaða umbætur
mætti gera, svo að aðstaða og
skipulag yrði betra og hagkvæm-
ara en nú er.
4) . Hverjar ráðstafanir mundi
vænlegast að gera til áð auka út-
gerð frá Reykjavík í framtíðinni.
Borgarstjórnin kýs fimm menn
f nefndina. Þá skal þess óskað við
eftirgreind félagssamtök, að þau
tilnefni hvert um sig einn mann
í nefndina: Sjómannafélag Reykja
víkur, Útvegsmannafélag Reykja-
víkur, Skipstjóra og stýrimanna-
félagið Ölduna og Félag fslenzkra
botnsvörpuskipaeigenda.
Nefndin ljúki störfum og skili
áliti og tiUögum til borgarstjórn-
ar eigi síðar en 1. október n.k.
Kristján Benediktsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins hafði
framsögu og sagði m.a.:
— Svo virðist, sem allir undir-
stöðuatvinnuvegir okkar íslend-
inga, þ.e. landbúnaður, sjávarút-
vegur og iðnaður eigi í miklum og
vaxandi erfiðleikum um þessar
mundir. Varla er haldinn svo fund
ur hjá forsvarsmönnum þessara at
vinnugreina, að ekki sé kvartað
um erfiðleika í atvinnurekstrin-
um, lánsfjárskort, háa vexti, vinnu
aflsskort og fleira af því tagi.
Miklu sjaldnar heyrist talað um
erfiðleika í land'búnaði af völd-
um harðinda eða grasleysis, þótt
slíkt komi stundum fyrir í viss-
um landshlutum, eða erfiðleika í
sjávarútvegi vegna aflaleysis og
markaðstregðu. Þvert á móti hef-
ur sjávarafli verið óvenjulega mik-
ill síðustu árin og sala á sjávaraf-
urðum eriendis gengið vel. Þann-
ig sögðu frystihúsaeigendur í
ályktun frá nýafstöðnum fundi sín
um „að markaðir væru góðir fyrir
hraðfrystar sjávarafurðir.“
Anávaraleysið alvarlegt:
Við teljum að borgarstjórn
Reykjavíkur geti ekki og megi
ekki leiða hjá sér með afskipta-
leysi þá alvarlegu þróun, sem á
sér stað í sjávarútveginum og þeir,
sem gerst þekkja, telja, að muni
leiða til stórfellds samdráttar í
þessari atvinnugrain og þá kannski
fyrst og fremst hér í Reykjavík.
Sjósókn og vinnsla aflans
landi hefur verið og er enn sna
þáttur í atvinnulífi borgarinnar.
Hið versta er, að verulegur hluti
af erfiðleikum sjávarútvegsins er
heimatilbúinn, kemur þetta fram
í greinum, sem ýmsir forystu-
menn sjávarútvegsins hafa undan-
farið ritað í blöðin, til þess að
skýra þjóðinni frá því, hvernig
málum hans sé komið. Öllum má
Ijóst vera, að efnahagslegt sjálf-
stæði þjóðarinnar og raunar stjórn
arfarslegt líka byggist á því, að
við eigum sjálfir okkar undir-
stöðuatvinnuvegi. Skilningur á
þessu má aldrei bresta.
Framleiðslutækin og gjaldeyrisöfl-
unin:
Seðlabankinn segir okkur að
gjaldeyriseign landsmanna vaxi.
Ánægjulegt er það. En jafnframt
ákveður ríkisstjórin meiri og
meiri innilokun á fé landsmanna
í Seðlabankanum í stað þess að
veita fjármagninu út í atvianulíf-
ið, til að byggja upp og endur-
nýja framleiðslutækin, sem skapa
gjaldeyrinn. Ef meiningin er að
leggja sjávarútveginn í rúst eins
og vel gengur með í sambandi við
iðnaðinn, þá er þetta sjálfsagt ieið-
in. En hætt er við, að gjaldeyris-
eign okkar haldi ekki lengi áfram
að vaxa með slíkum aðförum.
Þegar þjóðin öðlaðist sjálfsfor-
ræði og henni tók að vaxa ásmegin
varð hlutverk höfuðborgarinnar
meira og fjölþættara. Verzlunin
óx, iðnaður reis á legg að nýju
og samgöngur og störf í þágu hins
opinbera urðu umfangsmeiri. En
samt sem áður hélt sjávarútveg-
urinn áfram að vera undirstöðu-
atvinnuvegur borgarinnar og hef-
ur svo verið til þessa dags.
Þeim mun fábreyttari, sem at-
vinnuvegirnir eru, þeim mun meira
veltur á hverri einstakri atvinnu-
grein. Það er sumt áþekkt með
Kristán Benediktsson
atvinnuveginum og rótum trjá-
gróðursins.
Ég vil þá víkja að tillögunni
í einstökum liðum. Fyrstu þrír
kaflarnir eru rökstuðningur fyrir
aðalefni tillögunnar, nefndarskip-
unini og verkefnum nefndarinn-
ar.
Bátaútvegurinn:
En er nú þetta rétt, kann ein-
Ver að spyrja? Er útgerð héðan
1 Reykjavík í samdrætti? Við skul
. m fyrst líta á bátaútveginn. Báta-
útvegsmenn í Reykjavík hafa með
sér félag, sem heitir Útvegsmanna
félag Reykjavíkur. Formaður þess
félags Andrés Finnbogason segir
í viðtali við Þjóðviljann 3. febrúar
sl., með leyfi hæstvirts forseta:
„Hér í Reykjavík eru 40—50 bát
ar til staðar og bíða þeir flestir
eftir netavertíð og hugsa sér að
skrimta á þeim veiðum. Hvernig
útkoman verður í vor er kvíðvæn-
legt og Lenda flestir undir hamr-
inum hjá borgarfógeta ög þá er
slíkri útgerð lokið hér í Reykja-
vík. f fyrravetur stunduðu hér í
Reykjavík nálægt 60 bátar og var
hluti af þeirri tölu aðkomubátar.
Núna í vetur halda fisksalar hér
í bænum úti einum eða tveimur
bátum á línuveiðar til þess að
veiða í soðið fyrir borgarbúa, en
mörg fiskiðjuver í borginni eru að
dragnast upp í verkefnaleysi.“
Þetta segir formaður Útvegs-
mannafélags höfuðborgarinnar.
Manninn þekki ég ekki, en mér
er tjáð, að hann sé dugandi skip-
stjóri og leggi ekki í vana sinn
að fara með fleypur. Hann gefur
líka þá yfirlýsingu í umræddu
blaðaviðtali, að hann sé af sauða-
húsi Sjálfstæðismanna og tryggur
þeim stjórnmálaflokki í áravís,
þótt það komi ekki kjarna þessa
máls við.
Árið 1963 voru gerðir út frá
Reykjavík á vetrarvertíð 68 bát-
ar og fiskuðu þeir samtals 21.904
lestir, sem ég hygg að sé aflamet
á vetrarvertíð hér. Sl. vetur er tala
bátanna, sem gerðir eru út héðan
á vetrarvertíð komin niður fyrir
60 og í vetur hafa svo fisksalarnir
gert út tvo báta á línu til að afla
matfisks fyrir borgarbúa. Sú út-
gerð hefur þí engan veginn dug-
að svo sem allir vita og lengst
af. það sem af er vetri, verið erf-
itt að fá sæmilegan fisk í soðið.
Mun mörgum sjálfsagt finnast anzi
hart, að útgerðarmálum borgarinn
ar skuli vera þannig komið að nýr
fiskur fáist ekki vikum saman.
Smábátarnir:
Fyrir nokkrum árum var liéð-
an frá Reykjavík töluverð útgerð
smábáta, einkum yfir vor- og sum-
artímann. Eigendur þessara smá-
báta stofnuðu með sér félag er
kallaðist Smábátaeigendafélagið
Björg. Beitti félagið sér mjög fyr-
ir að fá betri aðstöðu í höfninni
fyrir smábátana, en mun hafa
talað fyrir daufum eyrum ráða-
manna hafnarinnar.
Nú er útgerð þessara smábáta
svo til með öllu hætt héðan. Eft-
ir eru 4—5 trillukarlar, sem kall
ast getur að stundi sjó héðan
nokkuð að ráði. Aðrir, sem þessa
atvinnu stunduðu hér, hafa ann-
að hvort hætt henni eða flutt með
báta sfna til annarra staða.
Togaramir:
Fyrir nokkrum árum voru gerð-
ir út frá Reykjavík milli 30 og
40 togarar. í vetur er tala þeirra
togara, sem gerðir eru út héðan
komin niður í 18, en fjórir til
viðbótar eru hér skráðir en stunda
ekki veiðar. Bæjarútgerðin held-
ur nú úti aðeins 5 af togurum
sínum.
Skúli Magnússon og Pétur Hall-
dórsson liggja við Ægisgarð-
inn sjálfsagt til lítillar ánægju fyr-
ir hafnarstjórann og Þorsteinn
Ingólfsson var seldur á sl. ári eins
og kunnugt er. Árið 1960 náði
togaraeign landsmanna hámarki
og voru þá gerðir út 48 togarar.
En þá byrjuðu líka fyrir alvöru
erfiðleikar þessarar útgerðar. Ár-
ið 1961 fækkar togurum, sem gerð-
ir eru út í 40, 1962 í 37 og 1963
eru þeir 30.
Og nú stunda aðeins 27 tog-
arar veiðar á öllu landinu eftir
því sem formaður F.Í.B. Loftur
Bjarnason segir í grein í febrúar-
hefti Ægis, þar af 18 frá Rvk.
eins og fyrr segir.
í grein Lofts kemur einnig fram,
að afli togaranna árið 1965 hefur
orðið 75.000 tonn og ankist frá
árinu áður um 10.000 tonn. At-
hyglisverðara er þó í þessu sam-
bandi. að úthaldedagar togaranna
voru mun fleiri árið 1964 en 1965.
Árið 1964 var meðalafli á úthalds-
dag 6,88 tonn en 1965 varð með-
alaflinn á úthaldsdag 8,5 tonn.
Þrátt fyrir þessa miklu aflaaukn-
ingu hjá togurunum á sl. ári eru
flestir þeirra reknir með halla.
Stuðningur hins opinbera við
togarana hefur verið óbreyttur að
krónutölu síðan 193. Telur Loft-
ur í áðurnefndri grein sinni, að
hagur togaranna sé svipaður nú
og hann var 1963 að frádreg-
um þeim stuðningi, sem þá var í
té látinn.
Aðstoð við togarana:
í desembermánuði sl. skipaði
sjávarútvegsmálaráðherra nefnd
er athuga skal hag og afkomu-
horfur togaraútgerðarinnar og
gera tillögur til ríkisstjórnarinn-
ar um rekstur togaranna í fram-
tíðinni. Verkefnið, sem við er að
glíma, virðist ekki hlutfallslega
stærra núna, en sú aðstoð, sem
togurunum var í té látin 1963.
Er vonandi að tal manna bæði
hér í borgarstjórn og annars stað-
ar um að veita togurunum heim-
ild til veiða innan landhelginn-
ar og að það mundi bjarga fjár-
hag þeirra, þagni nú alveg.
Landgrunnið allt:
Sé það rétt, að um ofveiði á
þorsk- og ísustofnunum við ísland
sé að ræða, mundi það ekki bæta
að taka togarana af karfamiðun-
um t.d. og senda þá inn i sjálfa
landhelgina til að skafa þar upp
þorsk og ýsu.
En hvaða ályktanir eigum við
fslendingar að draga af þessum
fregnum um ofveiði á þorskstofn-
inum og rányrkju erlendra varð-
andi ungfiskinn í landgrunninu?
Mér finnst, að við getuim «*kki
dregið af þessu aðra ályktun en
þá, hver lífsnauðsyn okkur er að
stækka landhelgina og fá umráð
yfir landgrunninu öllu. Málgagn
forsætisráðherrans og borgarstjór-
ans, Morgunblaðið. lítur hins veg-
ar dálítið öðru vísi á málið. Það
lætur á sér skilja að skýrsla fiski-
fræðinganna sé bending til okkar
um það, að við verðum að draga
saman seglin varðandi fiskveiðar
í framtíðihnio ■( aukin sókn þýðir
minnkandi afla, segir blaðið) en
þess í stað að svipast um eftir nýj-
um atvinnugreinum og vita víst
allir, hvað blaðið á við í þeim
efnum.
Frystihúsin verkefnalaus:
í Reykjavík og Seltjarnarnesi
eru allmörg frystihús. í þessum
húsum er bundið feikna fjármagn
í vélum og tækjum auk húsanna
sjálfra.
Bátafiskurinn á vetrarvertíðinni
hefur undanfarin ár verið stærsti
hlutinn af hráefni flestra hrað-
frystihúsana og við þau hefur
unnið fjöldi manns, bæði karlar
og konur.
í vetur hafa þessi dýru og miklu
atvinnutæki — hraðfrystihúsin —
starfað með aðeins broti af af-
kastagetu sinni vegna hráefnis-
skorts.
Þannig segir Tryggvi Ófeigsson
útgerðarmaður og frystihúseigandi
í upphafi greinar er hann reit í
dagblaðið Visi hinn 4. febr. sl.
„Hráefnaskortur hraðfrystihús-
anna í Reykjavík og Hafnarfirði
býður úrlausnar."
Og hraðfrystihúsaeigendur. sem
sátu á fundi hér í Rvk. í sl. viku
gerðu langa og ítarlega ályktun,
þar sem lýst er ástandi frystihúsa-
iðnaðarins og horfum í þeirri at-
vinnugrein í framtíðinni. f álykt-
un þeirra segir m.a. „Fundur hrað
frystihúsaeigenda haldinn í Rvk.
25. febrúar 1966 lýsir áhyggjum
yfir að vaxandi verðbólga og mik-
il samkeppni um takmarkað vinnu
afl þjóðarinnar hefur leitt til auk-
inna erfiðleika í hráefnisöflun og
rekstri hraðfrystihúsanna. Áfram-
hald þeirrar þróunar mun fyrir-
sjáanlega leiða til samdráttar í
hraðfrystingu sjávarafurða, þrátt
fyrir það, að markaðir hafa verið
góðir fyrir framleiðsluvörurnar."
Forsvarsmenn freðfiskiðnaðarins
telja það skyldu sína að vara við
þeirri þróun í atvinnu og efna-
hagsmálum, sem kynni að raska
rekstursgrundvelli þessarar at-
vinnugreinar."
Framhald á 14. síðu.