Tíminn - 05.03.1966, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 5. marz 1966
r
TfMINN
Á Ásgrímssýningunni í Bogasal. í nærgrunni situr safnvörður Ásgrimssafns, Bjarnveig Bjarnadóttir.
Asgrímsmálverk, sem
björguðust frá glötun
GB-Reykjavík.
Opnuð hefur verið fimm daga
sýning í Bogasal Þjóðminjasafns
ins á 22 málverkum Ásgríms list
málara Jónssonar í tilefni þess
að hann hefði orðið níræður i gær
Er sýning þessi sérstað að því
ieyti, að þar er úrval og aðeins
helmingur þeirra málverka, er
fundust í kjallarageymslu lista-
mannsins að honurh látnum, þar
sem þær höfðu orðið fyrir meiri
eða minni skemmdum vegna
slæmra geymsluskilyrða, og hefði
það orðið óbætanlegur skaði, eí
ekki hefði verið komið þessum
listaverkum til bjargar, svo sem
sýningargestir munu sannfær-
ast um. en það er í fæstum orðum
að segja um sýninguna, að hún
er hin fegursta, er sézt hefur
hér i borg lengi, fjrrst og fremst
vegna verkanna sjálfra, og í öðru
lagi sökum smekkvfsi Hjörleifs
listmálara Sigurðssonar, sem ann
azt hefur fyrirkomulag og upp-
hengingu myndanna. Er sýning
in öllum opin ókeypis kl. 14—22
til þriðjudagskvölds.
Safnvörður Ásgrímssafns, frú
Bjarnveig Bjarnadóttir, ræddi
við fréttamenn fyrir opnun sýn-
ingarinnar. og flutti þá eftirfar-
andi greinargerð safnnefndar, en
í henni eiga sæti frænkur lista
mannsins, frú Bjamveig og Guð-
laug Jónsdóttir, hjúkrunarkona og
Jón Jónsson málari, bróðir Ás-
gríms. Við blaðamenn höfum átt
þess kost að skoða hin dýrmætu
verk, sem Ásgrímur arfleiddi fs-
land að og hvaða þjóð í heim-
inum sem er mætti vera stolt af
að eiga. Við höfum oft rætt við
Bjarnveigu og fræðzt af henni um
ævi og verk Ásgríms, sem hún
þekkti hvorutveggja flestum oet-
ur. Og seint verður metið sem
maklegt er hið fádæma óeigin-
gjarna starf, sem Bjarnveig hefur
leyst af hendi til varðveizlu þess-
ara undursamlegu mynda, sem
líklega hefðu einhverjar orðið
eyðileggingu að bráð, ef umönn
unar Bjamveigar hefði ekki not-
ið við. Hún hefur sem safnvörður
mest og bezt unnið að því að
koma stórskemmdum mynduin í
viðgerð hjá fæmstu málverkavið-
gerðamönnum í Kaupmannahöfn,
unnið árlega að útgáfu málverka
jólakorta til að standa straum af
viðgerðakostnaðinum, sem mörg-
um mun þykja ótrúlegur, er ekki
rennir grun í, hve vandasamt verk
þetta er. T.d. em tvær myndir á
sýningunni, sem kostaði tuttugu
þúsund krónur að gera við hvora
þeirra ,en við margar hefur kostn
aður numið 10-20 þús. kr. á mynd.
Ein myndanna, „Skarphéðinn í
brennunni," var svo illa farin, að
óbætanleg var og þurfti að skera
neðan af henni. En mann hryilir
við þeirri tilhugsun, að þessar
myndir hefðu eyðilagzt sem nú
eru komnar úr hreinsun og við-
gerðum og til sýnis í Bogasaln-
um. Fer svo hér á eftir greinar
gerð stjómarnefndar Ásgríms-
safns.
Nú eru 5 ár og fjórir mánuðir
síðan Ásgrfmssafn var opnað. Rík
ið veitir safninu styrk til þess að
hægt sé að hafa það opið fyrir
almenning 3 daga í viku hverri,
og oftar að sumri til. Er sú sjálf-
sagða ráðstöfun eins og annað
slíkt gert til menningarauka, og
hefur þar á engu staðið af ríkis-
ins hálfu. Safnið hefur haft þann
hátt á að hafa 3 árlegar sýningar
og viljað með því gefa fólki kost
á að skoða listaverkagjöf Ásgríms
Jónssonar alla.
Nú er lokið að sýna allar full-
gerðar myndir safnsins, að undan
skildum þeim, sem sýndar eru að
þessu sinni í Bogasalnum, og
nokkrum mjög stóram olíumál-
verkum, sem erfitt er að koma
fyrir í húsi Ásgríms, ásamt mikl-
um fjölda teikninga, sem liggja
í möppum. Þessi afmælissýning
er því lokasýning á listaverkagjöf
Ásgríms Jónssonar. Er í ráði að
hafa síðan sama hátt á og áður. 3
sýningar á ári, sumarsýningu
haustsýningu og skólasýningu.
Aðalhvata- og stuðningsmaður
Ásgrímssafns í sambandi við hús
bygginguna á Bergstaðastræti 74,
var Jónas Jónsson frá Hriflu, sem
þá var orðinn ráðherra, en bygg
ing hússins hófst árið 1928, og
byggðu þeir sína íbúðina hvor,
Jón Stefánsson listmálari og Ás-
grímur. Veitti ríkið Ásgrími 10
þúsund króna lán, sem hann
greiddi með myndum. Mun hvor
húshelmingur hafa kostað um 15
þúsund krónur. En fjárhagsgeta
Ásgríms mun ekki hafa leyft. að
gengið væri frá kjallaranum þann
ig að hann væri geymsluhæfur og
reyndist hann kaldur og sagga-
samur.
Jóni bróðir Ásgríms og for-
stöðukonu Ásgrímssafns var það
kunnugt, að í kjallaranum voru 2
myndabunkar, en töldu að þar væri
um að ræða eingöngu ófullgerð
olíumálverk. Eftir andlát Ásgríms
5. apríl 1958, fengu þau f lið mei
sér málarana Jón sál. Þorleif.
son og Gunnlaug Scheving til þes
að kanna bunkana. Leyndust þ:
meðal ófullgerða mynda fullger
listaverk, sum þeirra mikii
skemmd, önnur minna, en öl.
mjög óhrein.
Um þetta leyti var hér á fert
forstjórinn fyrir viðgerðastofi:
danska Ríkislistasafnsins, Pnu,
Lunöe. Ákvað menntamálaráð
herra, Gylfi Þ. Gíslason, og stjórr
arnefnd Ásgrímssafns, að fá hanr
til þess að skoða þessi skemmdu
listaverk. Að aflokinni rannsókn.
kvað forstjórinn upp þann úr-
skurð, að bjarga mætti myndun
um, en það tæki langan tfma og
kostnaður yrði mikill. Var síðan
hafizt handa, og nokkrar myndir
sendar danska safninu skömmu
síðar.
Kostnaður vegna viðgerða var
í upphafði greiddur úr sjóði. sem
Ásgrímur Jónsson skildi aftir sig
til viðhalds listaverkagjöf hans.
Sjóðurinn greiddi einnig kostn
að við innréttingu á prýðilegri
málverkageymslu í kjallaranum.
Árið 1960 var þessi sjóður af
mestu uppurinn. En þar sem Ás-
grími Jósnssyni var það mikið
kappsmál að listaverkagjöf hans
yrði þjóðinni ekki fjárhagsbyrði
ákvað Ásgrímssafn árið 1960 að
gera tilraun með útgáfu á lista-
verkakortum, í þeirri von, að hún
yrði fjárhagsgrundvöllur, sein stað
ið gæti undir viðgerðarkostnaði
myndanna.
Og þessari tilraun var mjög vel
tekið. Gefin hafa verið út 5 gerðir
litprentaðra korta af myndum úr
Ásgrímssafni, auk þjóðsagna-
Ásgrímur málari um aldamótln.
Myndin hefur ekki birzt áSur.
korta. Allir sem unnu að prentun
kortanna lögðu sig fram um að
vinna það verk sem bezt. Og safn
ið eignaðist fljótlega marga og
góða viðskiptavini. Og nú sjá þeir,
hve stuðningur þeirra hefur ver-
ið þjóðinni mikls virði, þegar þeir
líta sýninguna í Bogasalnum.
Viðgerðameistarinn Pou Lunöe,
tilkynnti Ásgrfmssafni árið 1964
að senn yrði starfsferli hans lokið
í Ríkislistasafninu sökum aldurs.
Þá var eftir að gera við 17 olíu-
málverk, og sum þeirra mjög
skemmd. Bauð Lunöe safninu að
taka á móti þessum myndum og
sjá um viðgerð á þeim áður en
hann færi, og jafnframt að
greiðslu gæti Ásgrímssafn innt af
hendi eftir efnum og ástæðum
kortaútgáfunnar. Þáði safnið
þetta góða boð, og eru nú allar
myndirnar komnar heim, en
greiðslu ekki lokið, þar sem kostn
aður skiptir hundruðum þúsunda
króna. En vonandi lifir kortaút-
gáfan enn um stund.
Framhald á 14. síðu.
„Halu Fjalla-Eyvindar", sem Ásgrimur málaði 1905.