Tíminn - 11.03.1966, Page 7

Tíminn - 11.03.1966, Page 7
ÞINGFRÉTTiR ÞINGFRÉTTIR FÖSTUBAGUR 11. marz 1966 TÍMINN 1 Útvegurinn rís ekki undir stjórn- arstef nunni þrátt fyrir metaf laár Á fundi efri deildar Alþingis í gær var fyrsta umræða um frum varp ríkisstj ómariimar um ráð- stafanir vegna sjávarútvegsins, en það gerir ráð fyrir, að rikissjóð ur greiði árið 1966 fiskseljendum 25 aura verðuppbót á hvert kg línu- og handfærafisks, en þessi upphæð á að koma til skipta milli sjómanna og útgerðarmanna. Þá gerir frumvarpið og ráð fyrir því, að ríkissjóður leggi 50 miUj. kr. á árinu 1966 til framleiðni- aukningar frystihúsa og endur- bóta í framleiðslu fiskafurða, en stofniánadeild sjávarútvegsins skál úthluta fé þessu. Loks gerir frumvarpið ráð fyrir, að ríkis- sjóður greiði 10 mfllj. kr. árið 1966 til verðuppbóta á skreið. Eggert Þorsteinsson, sjávar- útvegsmálaráðherra fylgdi frum varpinu úr hlaði og rakti fyrst hvaða ráðstafanir ríkisstjórnin hefði gert á síðasta ári til stuðn- ings sjávarútvegi, og minnti síðan á síðustu ráðstafanir, þar sem gjald er tekið af síldarsjómönn- um og flutt til annarra greina útvegs. Hins vegar hefði komið í ljós, sagði ráðherrann, að þetta nægir ekki Hnu- og handfæra- útgerðinni, og hækkun sú, sem frystihúsaeigendur hefðu boðið, 8% ekki heldur. Til þess að ná samningum hefði reynzt nauð- synlegt að heita 25 aura uppbót á línu- og handfærafisk, enda væri talið, að nauðsynlegt væri að örva þær veiðar. f þessar uppbætur þyrfti 20 millj. kr. Einnig teldi ríkisstjórnin nauðsynlegt að hækka framlag til framleiðniaukn ingar í 50 milljónir. Og bæta skreið upp með 10 millj. Ráðherrann sagði, að eðlilegt væri að menn spyrðu, hvernig rík isstjórnin ætlaði að taka þær 80 millj. sem hér væri um að ræða, þar sem ekki hefði verið gert ráð fyrir þeim útgjöldum í fjárlög um. Ríkisstjórnin teldi, að skatt hækkun sem þessu næmi væri ófær leið og einnig sú, sem stjórn in hefði farið áður að skera niður verklegar framkvæmdir. Hefði það ráð verið tekið að mæta þessu með lækkun á niðurgreiðslum ein hverra vara, en ríkisstjórnin hefði ekki enn komið sér niður á það, á hvaða vörum það yrði, né hvern ig fyrir komið. Eigi að síður hefði verið talið rétt að lýsa þessu yfir í greinargerð. Ólafur Jóhannesson tók næst ur til máls og kvað það alvar- leg tíðindi, sem frumvarp þetta boðaði. Að vísu hefði mátt búast við því að frekari aðgerða væri þörf, en þegar hefðu verið sam- þykktar með lögunum um út- flutningsgjald á síldarafurðir, en þó væru það meiri og alvarlegri tíðindi en menn gætu tekið um- yrðalaust, að svo væri komið fyrir þessum aðalatvinnuvegi þjóðar- innar, að nú þegar yrði að veita honum 80 millj. kr. stuðning, sem ekkert hefði verið hugsað fyrir í nýafgreiddum fjárlögum. Það eru ekki nein fagnaðar erindi, sem ríkisstjórnin flytur nú með skömmu millihili, sagði Ólafur, um afkomuna hjá megin- atvinnuvegum landsins. Og nú hefði ríkisstjórnin engin ráð önn ur en færa þessar álögur beint yfir á almenning með því að lækka eða fella niður niðurgreiðslur á neyzluvörur. Þannig væri nú kom ið fyrir sjávarútveginum í mesta góðæri og metaflaári, sem kom ið hefði, og væri varla furða, þótt menn setti hljóða og spyrðu, hverju þetta sætti. Atiðvitað sjá Miklar umræður um frumvarp stjórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins á Alþingi í gær Prof. Ólafur Jóhannesson lækka niðurgreiðslumar og skella þessu út í verðlagið. En hver verður svo afieiðing- in, spurði Ólafur. Það mundi víst flestum liggja í augum uppi. Dýr- tíðin magnast, víxlhækkanirn ar verða enn hraðari, og þetta skellur á almenningi og þaðan aftur á atvinnulífinu. Hann sagði, að niðurgreiðslur væru auðvitað neyðarúrræði, en þó viðleitni til að tefja eitthvað fyrir dýrtíð- inni. Einnig væri rétt að spyrja, hvaða vörur ætti nú að hætta að freiða niður. Það væri ekki sama hverjar þær væru, og ríkisstjórn inni bæri að gera grein fyrir því jafnhliða þessu máli. Þá hlytu menn og að spyrja, hve mikið dýrtíðin ykist við þetta. Talað væri um 4 stig, og væri gert ráð fyrir því, væri rétt að spyrja, hvað sú hækkun ein mundi f fyrstu lotu kosta ríkissjóð í hækkuðum launagreiðslum til op inberra starfsmanna, og hvort ekki gæti svo farið, að ríkissjóð ur yrði þannig hvort sem væri að greiða allmikinn hluta þess- ara 80 milljóna. Og við mundu svo blasa frekari víxilhækkanir af þessu. Rétt mundi að hugsa þetta mál svolítið lengra og gera sér grein fyrir, hvert það leiddi. Ólafur kvaðst að svo komnu máli ekki véfengja það, að fjár hagur ríkissjóðs þyldi ekki að bæta þessu á sig, svo bágbornum sem fjármálaráðherra hefði lýst honum. En þó bæri að spyrja þess í sambandi við þetta mál, hvernig hann hefði verið á sl. ári. Um það hefði fjármálaráð- herra ekki gefið nein viðhlftandi svör. Rétt mundi að fá um það nokkra vitneskju, áður en þetta frumvarp væri samþykkt, og ekki sakaði að sjá það hreinlega, að þar væri ekkert eftir til þess að mæta þessari þörf. Ólafur kvað þetta frumvarp sýna þáttaskil hjá ríkisstjórn- inni. Að vísu hefði barátta hennar við dýrtíðina jafnan verið bágborin, en hún hefði þó fram til þessa haft einhverja viðleitni til þess að tefja fyrir henni, en nú væri þeirri viðleitni alveg hætt. Ólafur kvaðst ekki vilja draga úr því, að sjávarútvegurinn fengi þessa nauðsynlegu aðstoð, en þó mundi hann ekki taka fulla afstöðu ti frumvarpsins, fyrr en betri upplýsingar, sem hann hafði nú beðið um, lægju fyrir. Fundi í efri deild var síðan frestað, en kl. 16,30 hófust um- ræður um málið aftur, og tók- Björn Jónsson þá fyrstur til máls. menn þó, að það er verðbólgan, sem hér er að verki, og þyrfti varla að fjölyrða um hinar geig- vænlegu verkanir hennar. Hér kæmi aðeins í ljós, að alltaf sígur meira á ógæfuhliðina fyrir ríkis- stjórninni, og mein meinanna væri það, að hún fengist efcki til þess, að taka upp baráttuna við dýrtíðina af neinum heilindum, fengist ekki til þess að takast á við sjálft vandamálið. Ólafur kvaðst ekki draga það í efa, að mikil þörf væri á að örva línu- og handfæraveiðarnar, og vafalaust væri þörf á þessum 20 millj. kr. stuðningi. Hann sagði, að það hljóm aði líka vel að verja 50 millj. kr. til framleiðniaukningar í fisk- iðnaði, og vissulega væri nauð- syn á því, en spurningin væri, hvernig væri sá fyrirvari, sem þeirri fjárveitingu væri settur, væri haldinn. Hvernig er þessu fé skipt? Hvemig er árangur- inn? Kemur þetta að tilætluðu gagni? spurði Ólafur. Frystihúsin væru misjafnlega stödd í fram- leiðslugetu og afkomu. Ekki yrði komizt hjá því að spyrja um þetta og biðja um nánari greinargerð, því að ekki væri sama, hvernig þessari upphæð væri varið. Ég vil alls ekki rengja _það á þessu stigi málsins, sagði Ólafur, að sjávarútvegurinn þurfi þessa hjálp, því að dýrtíðin hefur leik- ið hann hart, en það verður að upplýsa, hvernig málið er vaxið, og hverjar þarfirnar eru. Það er skylda þingmanna að krefjast slíkra upplýsinga. Ólafur sagði, að fjárveiting ar væru ekki nema önnur - hlið málsins. Féð yrði að taka ein- hvers staðar, og það væri vafa- laust laukrétt, sem ríkisstjórnin segir í greinargerð, að hér er um verulegan fjárhagsvanda að ræða, eins og nú er komið. Það væri lofsverð hreinskilni og lítillæti af ríkisstjórninni að játa það, að nú yrði ekki lengra gengið í skatt heimtunni. Loks viðurkenndi rík djórnin, að nógu langt væri gengið í því efni. Ólafur kvaðst heldur ekki furða sig á því, þótt ríkisstjórnin teldi sér ekki fært að höggva enn í þann knérunn að skera niður opinberar fram kvæmdir, og að þessu frátöldu hefði ekki verið um annað að ræða en grípa til þessa ráðs eða öliu heldur ráðleysu — að Greinargerð um innflutning á fóðurbæti Síðan. árið 1957 hefur ríkisstjórn in gert árlega samning við stjórn Bandaríkjanna um kaup á umfram birgðum af landbúnaðarafurðum, aðallega kornvörum, tóbaki, smjör líkisolíum og hrísgrjónum. Aðal- kostur við þessa samninga frá sjónarmiði íslendinga er, að and- virði afurðanna er að miklu leyti veitt sem lán með hagkvæmum kjörum og hefur því verið endur- lánað til ýmissa mikilvægra fram- kvæmda í þágu landbúnaðarins, til hitaveitu Reykjavikur, rafvæðing- ar, hafnargerða, iðnaðar og fiski- mjölsverksmiðja. Við setningu Búnaðarþings gagn rýndi formaður Búnaðarfélagsins, Þorsteinn Sigurðsson, þennan samning og vörukaupin samkvæmt honum og sagði m. a.: „Vitað er; að samningur sá, sem um langt tímabil hefur verið gerður við Bandaríkin um innflutning fóður- mjöls þaðan, er bændum óhagstæð ur, bæði hvað gæði og verðlag snertir". Fóðurbætiskaup eru algjörlega ’í höndum innflytjenda, en í sam- vinnu við þá hafa innflutningsyfir- völdin beint innkaupum á fóður- bæti einkum til Bandaríkjanna til að hægt sé að standa við skuld- bindingar fyrrnefnds samnings. Samkvæmt honum eru keypt ár- lega um 10000 tonn af ómöluðum maís eða maísmjöli en, verð og gæði er það sama og á hinum frjálsa markaði á hverjum tíma. Auk þess er gert ráð fyrir, að um 15000 tonn af bandarískum fóður- bæti séu keypt á venjulegan hátt og er það ekki bundið við ákveðn- ar tegundir. Afstaða innflutningsyfirvald- anna til þessara viðskipta hefur verið, að fóðurbætiskaupin yrðu að vera á allan hátt sambærileg og jafnhagstæð og ósamnings- bundin fóðurbætiskaup og hafa innflytjendur yfirleitt talið, að svo væri. Visst óhagræði er þó fyrir innflytjendur, að geta að- eins keypt þær tegundir fóður- bætis samkvæmt samningnum, sem eru til umframbirgðir af, en iþetta hafa þeir ekki talið næga ástæðu til að fara fram á, að hætt verði við þessi viðskipti, sem hafa þegar á allt er litið verið mjög hagkvæm. Hefur því nýr samning- ur verið gerður fyrir árið 1966 1 samráði við innflytjendur. Minnzt hefur verið á að endur- bæta þurfi flutningsfyrirkomulag á fóðurkorni til landsins og dreif- ingu þess innanlands. En hinn margnefndi samningur útilokar ekki slíka endurbót, af því að heimilt er að kaupa samkvæmt honum ómalaðan maís engu að síður en maísmjöl. Ummæli Þorsteins Sigurðsson- ar virðast byggð á upplýsingum nýs innflytjanda um fóðurbætis- kaup frá Hollandi, því að hann segir: „Það er staðreynd nú, að væri um frjálsa fóðurbætisverzlun að ræða, væri hægt að kaupa 1. fl. fóðurblöndu frá Vestur-Evrópu fyrir 1500 kr. lægra verð hvert tonn, heldur en fóðurblandan kost ar hér. Mun synishorn hafa komið til landsins, en sá innflutningur stöðvaður, vegna hins bandaríska samnings". Hér er átt við kaup á 300 tonn- um af fóðurbæti, sem keyptur var nýlega frá Hollandi án heimildar innflutningsyfirvaldanna. Þar eð Framhald á 14. síðu. MUTTER COURAGE Leikrit Bertolts Brecht, Mutter Courage, hefur nú verið sýnt 17 sinnum í Þjóðleikhúsinu og verður næsta sýning leiksins í kvöld. Helga Valtýsdóttir leikur sem kunnugt er aðalhlutverkið og hef ur hlotið mjög góða dóma fyrir túlkun sína á þessu crfiða og margþætta aðalhlutvcrki. Myndin er af henni í ldutverki sínu ásamt Jóni Sigurbjörnssyni í hlutverki prestsins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.