Tíminn - 11.03.1966, Side 8

Tíminn - 11.03.1966, Side 8
TÍBIHWN FÖSTUDAGUR 11. marz 1966 8 MINNING GuBfínna Þérðardóttir húsfreyja á Hvoli í Borgarfirði eystra „Þá eik í stormi hrynur háa hamra þvi beltin skýra frá en þá f jólan felur bláa fallið það enginn heyra má: En angan horfin imnir fyrst urtabyggðin hvers hefur misst.“ Þessar látlausu en sönnu ljóð- linur Bjarna Thorarensen leita fast á huga minn við burtför Guð- finnu Þórðardóttur af þessum heimi. Það mun að vísu ekki vera almennt talið, að mikill héraðs- brestur verði, þótt öldruð kona úr alþýðustétt, sem alla sína tíð hefur imnið ævistarf sitt í kyrr- þey en þó við mikla önn hverfi af vettvangi þessa jarðneska lífs, þrotin að heilsu og kröftum. En ég tel hollt — og reyndar nauð- synlegt — þeim er enn standa eftir hérna megin „Móðunnar miklu“ að staldra ögn við og hug- leiða lítillega þá sögu, sem hér er að baki. Sú saga er hetjusaga þótt hún verði sennilega aldrei í letur færð. En hún er vissulega áþreifanleg samt og lætur sig ekki án vitnisburðar. Og sú er trúa mín og þó reyndar vissa, að saga kvenna, slíkra, sem Guðfinnu Þórð ardóttur sé sú, að hún marki miklu dýpri, varanlegri og giftumeiri spor í þjóðarsögunni en spor ýmissa þeirra manna, sem hafa ver ið meira á orði, meðal annars vegna þess, að þeir hafa göslazt í gegnum lífið með meiri hávaða og fyrirgangi.. Því miður kann ég ekki að rekja ætt Guðfinnu Þórðardóttur. En fædd var hún að Kolsstöð- um á Völlum í Suður-Múlasýslu hinn 14. janúar 1889. Var faðir hennar Þórður Þorvarðarson frá Núpi á Berufjarðarströnd, en móð ir Margrét Ingibjörg Guðbrands- dóttir frá Þrándarstöðum í Eiða- þinghá í Suður-Múlasýslu. Guð- brandur sá var Þorláksson og bóndi á Þrándarstöðum. Guðfinna Þórðardóttir fluttist ung að árum til Borgarfjarðar ásamt foreldrum sínum en þau bjuggu í Geitavík, Hólalandi og Hvannstóði hér í srveit. Hún var snemma bráðþroska og þegar í æsku sérstaklega myndvirk, þrif- in og ötul til starfa og komu þar snemma fram þeir eðlisþættir, sem alla tíð einkenndu hana svo mjög, enda þeim eðliskostum hennar fyrst og fremst að þakka, að hún bar gæfu til þess að inna af hönd- um hið mikla og erfiða hlutverk, sem forsjónin lagði henni á herð- ar með þeim myndarbrag og þeim sóma, sem raun ber vitni um. Slíkt starf hefði orðið hverri með- almanneskju ofraun. Guðfinna Þórðardóttir giftist 22. desember 1911 Sigurjóni Bjarnasyni, ættuð- um úr Rangárvallasýslu. Þau stofn uðu heimi'li á Hólalandi í Borg- arfirði og bjuggu þar um 18 ára skeið, en fluttust árið 1930 að Hvoli í sömu sveit, er þau keyptu þá jörð, og þar bjuggu þau síðan alla tíð upp frá því þangað til árið 1963. Saga þeirra Hvolshjóna, Guð- finnu og Sigurjóns er vissulega mikil baráttusaga, en engu síður hetjusaga, verð umhugsunar og síðast en ekki síst mjög til eftir- breytni, öldnum og óbornum: Þau hefja lífsbaráttuna örsnauð af þessa heims verðmætum, en þeim mun auðugri af þeim verðmætum, sem mölur og ryð fá ekki grand- að, nefniiega fágætu líkamlegu at- gervi, kjarki, þrautseigju og þeirri ríku ábyrgðartilfinningu, að axla sjálf þær byrðar, sem þau bundu, en láta þær ekki öðrum eftir til frekari fyrirgreiðslu. Ég vil segja, að þau Hvolshjón, Guðfinna og Sigurjón hafi alla sína hjúskap- artíð rekið harða „kröfupólitík" svo notað sé nútíma málfar. En lengra nær sú samlíking ekki, því að þau gjörðu kröfurnar fyrst og fremst til sín sjálfra en ekki ann- arra aðila. Guðfinna Þórðardóttir þurfti mjög á myndarskap sínum og at- orku að halda eftir að hún stofn- aði sitt eigið heimili, því þau hjón eignuðust 10 börn. Eitt barn sitt misstu þau, er það var á fyrsta ári, en níu börnum sínum auðn- aðist þeim að koma með heiðri og sóma til þroska af eigin ramm- leik. Auk þess ólu þau upp tvö sonabörn sín. Þetta er þá í mjög stuttu máli sagan um lífshlaup þeirra hjón- anna, Guðfinnu Þórðardóttur og Sigurjóns Bjarnasonar á Hvoli. En aðeins ófuilkomin ytri um- gjörð. En aðalsagan, „sagan bak við söguna," sem ég leyfi mér að kalla hana, vérður því miður ekki Þorsteinn Finnbogason Þorsteinn Finnbogason, fyrrum bóndi og kennari, andaðist að Sól- vangi í Hafnarfirði hinn 17. febr. og var jarðsettur í Fossvogi hinn 25. s. m. Þorsteinn var fæddur að Hjallanesi á Landi 20. júlí 1880 og var þvi meira en hálfníræður, er hann lézt. Þorsteinn ólst upp í Rangár- þingi við fremur kröpp kjör í hörðu árferði og þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér sjálfur. Faðir hans, Finnbogi Björnsson, fluttist til Bandaríkjanna og varð þar kunnur og vel metinn borg- ari í Spanish Forks í Utah-ríki. Þorsteinn kaus hins vegar að helga ættjörðinni krafta sína. Snemma stóð hugur hans til mennta, en tækifærin til skólagöngu voru fá og smá fyrir allan þorra fólks um síðustu aldamót. En Þor- steinn lagði ekki árar í bát, heldur aflaði sér staðgóðrar mennt unar með sjálfsnámi og varð mjög vel að sér. Á unga aldri dvaldist har.n í Noregi á árunum 1906—07, lagði sig þar eftir ýmsum fróðleik og flutti á þeim árum mörg erindi, einkum um trúmál. Eftir að heim kom, fór hann á tvö kennaranám- skeið árin 1908 og 1909. Hann var kennari í Biskupstungum árið 1907 —08 og í Þingvallasveit og Grafn- ingi árið 1908—09. Þvi næst réðst hann barna- og unglingakennari til Reykjavíkur árin 1908—18, en sneri sér þá að búskap, fyrst á Grímsstaðaholti og síðar sem land- nemi í Fossvogi, þar sem hann bjó meðan starfsþrek entist. Þorsteinn tók um þessar mund- ir að láta sig ræktunarmál miklu skipta og sat í stjórn Jarðræktar- félags Reykjavíkur 1923—1943, lengst af sem formaður. Hann var síðan kosinn heiðursfélagi þess félagsskapar. En jafnframt kennslustörfum og búskap sinnti hann alltaf margvíslegum öðrum hugðarefnum og þó einkum skáld- skap og ýmiss konar bókmennta- iðju. Hann birti Ijóð, þýðingar og ritaði um margs konar efni í dag- blöðin og í tímaritin Fanney og Æskuna. Þá þýddi hann margar 'bækur og af þeim munu kunnast- ar: „Bræðurnir" eftir R. Haggard, „Drenglyndi" eftir H. Lienhart, „Vinnan göfgar manninn“ eftir M. S. Schwartz „f vesturvíking" eftir J. Esqumeling, „Hjá sjóræn- ingjum" eftir Gilson, „Bófarnir frá Texas“ eftir R. Arden og sitt- hvað fleira. Þorsteinn kvæntist árið 1909 Jóhönnu Greipsdóttur frá Hauka- dal í Biskupstungum, hinni ágæt- ustu konu. Þeim varð sjö bama auðið. Af þeim eru sex á lífi, allt hið mesta sæmdar og dugnaðar- fólk. Börn eru: frú Hildur Kol- beins í Reykjavík, Friðþjófur for- stjóri í Reykjavík, Jón Guðmann Haukur, forstjóri í Reykjavík, frú Katrín í Fellskoti f Biskupstung- um, frú Inga í Kópavogi og Finn- bogi í Reykjavík. Jóhanna, kona Þorsteins, andaðist í blóma lífsins árið 1924, öllum harmdauði, en þó einkum manni sínum og ungum börnum þeirra. Á síðari hluta ævi sinnar, sneri Þorsteinn sér að bókasöfnun og eignaðist með tímanum vandað og dýrmætt bókasafn. Þetta safn sitt gaf hann Héraðsskólanum að Skógum fyrir fáum árum og sýndi með því mikinn höfðingskap hinni ungu menntastofnun og um leið ræktarsemi heimahéraði sínu. Slík gjöf verður aldrei fullþökkuð. Börnum og öllum ástvinum Þor- steins Finnbogasonar sendi ég hug heilar samúðarkveðjur og bið góð- an Guð að blessa minningu hins • aldna heiðursmanns. Jón R. Hjálmarsson. rakin hér, enda tæplega á færi þeirra, sem ekki stóðu persónu- lega í þeirri miklu önn og bar- áttu, sem þó jafnframt var að minu viti mikil sigurganga. Það fer nú mjög að vonum, að ekki hefur verið það, sem kallað er í daglegu tali mikill veraldar- auður á heimili þeirra Hvolshjóna, Guðfinnu og Sigurjóns. En þar voru ábyggilega í þeim mun fyllra mæli þeir eiginleikar.þeirra hjóna, sem ég hefi nokkuð drepið á hér að framan, enda má vissulega segja, að þeir traustu og góðu eiginleikar þeirra skiptu sköpum um alla afkomu þeirra, að hún varð, miðað við allar aðstæður með þeim ágætum, sem raun bar vitni um. Sigurjón • var öll sín manndómsár frábær atorkumaður við að draga björg í bú, jafnvíg- ur í þeim efnum bæði á landi og á sjó. Um margra ára bil tók hann sig upp frá heimili sínu vet- ur hvern, venjulega í kringum ára- mótin og hélt til vertíðarstarfa suður á land og stundaði þá sjó- mennsku á togurum fram í maí- mánuð og jafnvel lengur. Þessa get ég hér, vegna þess, að ég tel, að í sambandi við þessa löngu fjarveru Sigurjóns frá heimilinu ár hvert hafi það einmitt komið einna áþreifanlegast í ljós, að það fór engin meðalmanneskja þar, sem Guðfinna Þórðardóttir var. Því auðvitað hvildi forsjá og fyr- irgreiðsla þessa stóra heimilis al- gerlega á hennar herðum, þann langa tíma, sem bóndi hennar var fjarvistum frá því ár hvert. Það þarf vissulega mikinn styrk, bæði andlegan og líkamlegan til þess að leysa slíkt hlutverk af höndum með þeim ágætum, sem Guðfinna gerði það. Það var á tímabilinu milli tveggja heimsstyrjalda og tíma geigvænlegrar heimskreppu, sem þau Hvolshjón voru að ala upp sinn stóra barnahóp. Þá var á köflum að minnsta kosti hér um slóðir þann veg háttað efna- hagsmálum manna, að á mörgum heimilum reyndist það fullerfitt að hafa það, sem kallað er til hnífs og skeiðar, jafnvel þó ekki væri um teljandi ómegð að ræða. Hvað þá um heimili eins og var á Hvoli á þeim árum? En þrátt fyrir þessar örðugu ytri aðstæður, sem ég hefi drepið hér á að framan, fullyrði ég, að það var aldrei um búsveltu að ræða á heimili þeirra Guðfinnu og Sigur- jóns á Hvoli. Hinir miklu að- drættir bóndans blessuðust undra vel vegna frábærrar atorku, hag- sýni, þrifnaðar og myndarskapar húsfreyjunnar. Börnin báru þess vissulega Ijósast merki, því að þau náðu öll góðum þroska, er þau uxu úr grasi. Og þótt hvorki væri hátt til lofts, né vítt til veggja á Hvoli, þá var öll umgengni og umhirða þar innanstokks með þeirri snyrtimennsku og þeim myndarbrag, að það sagði sína sögu um hæfileika Guðfinnu Þórð- Framhald á bls. 12. Kristm Vigfúsdóttir Kynni mín af þeim Gullbera- staðahjónum hófust fyrir 12 árum, þegar ég fluttist í Lundarreykja- dalinn til búsetu. Ég sá þau í fyrsta sinn við kirkju á Lundi. Þau vöktu! áthygli míhá,' eitthvað við persónu þeirra laðaði mig að þeim og fljótt komst ég að raun um, að þar voru engir meðalmenn á ferð. Minnisstæðir verða mér fundir okkar Kristínar, þegar við rædd- umst við í einrúmi, en á slíkum stundum hygg ég að persónuleiki hennar hafi notið sín bezt.. Frá- sagnargáfa Kristínar var sérstæð og töfrum gædd svo unun var á að hlýða og tel ég mig rífcari eftir en áður að hafa notið hennar. Kristín var trúkona og talið barst ævinlega að þeim efnum, þessa heims og annars. Margt bar á góma og sitthvað heyrði ég norð- an frá Laxamýri úr bréfum systur hennar, en þau voru orðin mörg sendibréfin, sem fóru í millum þeirra systranna á langri ævi. Fannst mér mikið til um rithönd þessarar öldnu konu og stíl. Þeim fækkar nú óðum, sem halda til þeirri fornu íþrótt að skrifa sendibréf og slævast forn- ar dyggðir, samfélag, vinmæli, trúnaður og ástúð milli frænda og vina í fjarlægð, en í þeim efnum verða fjölmiðlunartæki nútímans aldrei arftakar miðlunartækja gamla tímans, sendibréfanna. Bréf Kristínar sá ég ekki, en hygg að þar hafi ekki mátt í milli sjá, hún ritaði fagra hönd og ekki hefur á skort listina að segja frá, en áhrifin þó ríkari í návist henn- ar og vísast að svo sé einnig um systurina á Laxamýri. Kristín var ritari Kvenfélags Lunddæla um langt árabil til æviloka og jafnvel í fundargerðum, sem jafnaðarlega eru ekki sérlega aðlaðandi lestrar- efni, er að finna sama þokkann, handbragðið og stílinn. Kristín var kennari að mennt og má það vera ljóst af því sem að framan er ritað, að uppfræðsla barna hefði henni farizt úr hendi með sömu ágætum og húsfreyjustarfið á glæsibæ Lundarreykjadals um 40 ára skeið. Sem dæmi um vinsældir Kristínar sem kennara vil ég geta eftirfarandi atviks. Fyrir um það bil 2 árum birtist í dyrunum hjá Kristínu maður, mikill að vallar- sýn og kempulegur, var þar kom- inn sveinstauli úr Landeyjum, sem hún hafði kennt fyrir nær hálfri öld. Maðurinn sá hefur haft öðru að sinna um ævina en lystitúrum, en þegar hann kom í Borgarfjörðinn, lét hann ekki undir höfuð leggjast að sækja heim gamla kennarann sinn. Vertu sæl, Kristín, þökk fyrir samfylgdina í dalnum okkar og dýrmætar stundir á Gullberastöð- um. Þeim er gott að kveðja þessa jörð, sem eiga í brjósti sér trúar- vissu þína um eilíft líf og endur fundi með ástvinunum, sem á und- an eru gengnir til fegri heima. Fósturdætrum Kristínar og ætt- ingjum vottum við hjónin inni- lega samúð og Þorsteini vini mín- um færi ég sömu kveðjuna og mér barst eiít sinn frá Gullberastöð- um: Allt sem er göfugt og gott, gleðjist og hryggist með þér. P.P.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.