Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 12. marz 1966
TÍMINN
VERDIR LAGANNA
13
Auk þess aS eltast við glæpamenn, lætur Alþjóðalögregl-
an í té mannúðarþjónustu við að leita uppi týnt fólk, oftast
ungar stúlkur sem hlaupið hafa að heiman eða horfið úr
gistiheimilum. Þótt hvít þrælasala sé ekki lengur rekin í
stórum stíl með skipulögðum hætti, er öllum leynilögregl-
um Ijóst hve hætt er við að einstæðingsstúlkur lendi í klórn-
um á fólki sem einskis svífst. Mörgum flóttamanninum und-
an ímynduðum eða raunverulegum ágreiningi við foreldra
hefur verið fylgt heim eða að minnsta kosti komið til fólks
sem hægt er að treysta.
Enn einn skeytaflokkur, þau svörtu, fjallar um óþekkt lík.
Þótt sjaldan sé þar um afbrot að ræða, tekst Alþjóðalög-
reglunni stundum að bera kennsl á manninn með fingra-
fararannsókn eða öðrum aðferðum.
í sömu deild er skrifstofa sem annast útsendingu lýsinga
á stolnum fjármunum. Ljósmyndir af stolnum málverkum,
skartgripum eða öðrum verðmætum munum eru sendar út
í heiminn í von um að einhvers staðar beri leynilögreglu-
maður kennsl á gripina. Allar þessar myndir, nema ein, eru
geymdar í stórri möppu. Undantekningin var fest upp á
vegg þegar ég kom þarna í heimsókn, vafalaust af þeirri
góðu og gildu ástæðu að sú mynd sýndi ítölsku leikkonuna
Soffíu Loren í mjög flegnum kjól. Á myndinni sást líka
demantshálsfestin sem þjófar náðu frá henni þegar hún var
í London að leika í kvikmynd.
Aðeins ein deild í þessari merkilegu lögreglustöð hefur
ekki aðsetur í París. Það er deildin sem fjallar um falsanir
peningaseðla og myntar, ávísana og verðbréfa, fölsuð vega-
bréf og enn fleiri afbrigði falsana. Hún er niðurkomin í
Haag í Hollandi. Henni stjórnar J.W. Kallenborn, stjórnsnjall
leynilögreglumaður.
Hver einasti falskur peningur sem Alþjóðalögreglunni
berst frá aðildaríkjum er sendur til þessarar skrifstofu, þar
sem hann er borinn saman við ófalsaða peninga og færður
á skrá til framtíðarafnota. Leynilögreglumenn með mikla
reynslu af hvers konar fölsunum sjá oft í hendi sér hver
hefur verið að verki, þvi handbragð falsaranna segir til síh,
sumir gera meira að segja ætíð sömu skyssuna.
TOM TULLETT
Þarna eru saman komin sýnishorn af þúsundum gerða
falsaðra seðla og myntir svo hundruðum skiptir, ásamt tækj-
um sem tekin hafa verið í fylgsnum falsaranna.
Síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk hefur Alþjóðalögregl-
unni verið gert viðvart um hátt i fjögur þúsund peninga-
fölsunarmál, og oftast hefur verið um bandariska seðla að
ræða. Fundizt hafa tæpar fimm hundruð mismunandi fals-
anir seðla af öllum gildum frá fimm dollurum upp í eitt
hundrað, og um margar falsanir er að ræða á frönskum,
enskum og þýzkum seðlum.
Mikil nákvæmnisvinna er að koma upp um glæpi af þessu
tagi, því að þeir sem þarna eru að verki þurfa að hafa ná-
kvæma þekkingu á prentfarfanum sem notaður er, pappírs-
gerðunum, vatnsmerkjunum, mynstrinu og letrinu. Þeir
sinna ekki aðeins rannsókn afbrotamála, heldur veita einnig
aðstoð við að fyrirbyggja svona glæpi, sem fjölgað hefur
með ári hverju. Sérfræðingarnir gefa reglulega út rit um
falsanir á vegum Alþjóðalögreglunnar. Þar geta bankar,
tryggingafélög, hótel og ferðaskrifstofur fylgzt með fram-
leiðslu falsaraverkstæðanna.
Svo umfangsmikil er þessi glæpastarfsemi orðin, að Al-
þjóðalögreglan kvaddi helztu sérfræðinga heimsins saman
til fundar í Kaupmannahöfn 1961 til að ræða hvernig séð
yrði við „penna og bleks“-ræningjunum, en svo nefnir lög-
reglan þessa náunga. Ákveðið var að yfirvöld í öllum lönd-
um þyrftu að veita almenningi fræðslu svo hann gæti bor-
ið kennsl á falsanir, og væri jafnvel ekki vanþörf á að byrja
kennsluna strax í barnaskóla. Einnig var lagt til, að þeir
sem teikna peningaseðla leggi sig betur fram að torvelda
stælingu á handaverkum sínum. Lögreglan veit vel að þessi
glæpur er með þeim elztu og útbreiddustu.
Meðal stórvirkustu falsaranna voru sumir konungar og
keisarar, sem settu í umferð mynt úr ódýrum málmi og
knúðu þegna sína til að veita henni viðtöku. Neró gerðist
sekur um slíkt og sömuleiðis Hinrik VIII, sem lét slá látúns-
peninga og húða þá utan með silfri. Sömuleiðis störfuðu
„opinberir falsarar“ í spönsku myntsláttunni, slógu peninga
úr plátínu, sem var verðminni en gull en stóðst öll próf
sem þá voru þekkt, svo sem sýrubað og eðlisþyngdarpróf.
Á síðari árum hefur enska gullpundið verið falsað, þó
UNG STULKAIRIGNINGU
GEORGES SIMENON
var enga viðbót að finna við það,
sem læknirinn hafði sagt sjálfur.
— Viltu senda Lapointe til mín.
Meðan hann beið, leit hann á
víxl á fötin, sem hann hafði
breitt á hægindastólinn og ljós-
myndina af ungu stúlkunni, sem
lá á skrifborði hans.
— Góðan daginn, foringi.
Maigret sýndi honum kjólinn
myndina og undirfötin.
— Fyrst yerðurðu að fara með
þetta upp til Moers og láta hann
rannsaka það á venjulega hátt.
Moers var vanur að efnagreina
föt og annað og það gaf oft góða
raun.
— Hann á einnig að rannsaka
töskuna, skóna og samkvæmis-
kjólinn.
— Já. Er enn allt á huldu, um
hver hún er?
— Við vitum bókstaflega ekki
neitt nema hvað hún fékk leigð-
an þennan ljósbláa kjól fyrir eina
nótt í búð í Montmartre. Þegar
Moers er búinn með sitt, þá
skaltu bregða þér í og líta á lík-
ið.
Lapointe, sem var ungur að ár
um og hafði aðeins verið tvö ár í
lögreglunni ygldi sig við.
— Það er mjög mikilsvert. Síð-
an ferðu á ráðningarstofu sýn-
ingarstúlkna, alveg sama, hvaða.
Það reynirðu að finna stúlku, sem
hefur nokkurn veginn sömu mál
og sama líkamsvöxt og hin látna.
Stærð 40.
Andartak hugsaði Lapointe
með sér, hvort foringinn hefði
viljað stríða honum með þessu
eða meint þetta í alvöru.
— Og síðan?
— Þú lætur hana í kjólinn. Ef
hún fellst á það, þá biðurðu um
að láta taka af henni myndir.
— Nú fór Lapointe að skilja.
— Það er ekki allt búið enn.
Ég vil líka láta ljósmynda hina
myrtu, iáttu farða andlitið
á henni, svo að líti sem hún væri
lifandi.
í tæknideildinni var náungi,
sem var sérfræðingur í þess hátt-
ar.
— Síðan látum við búa til sam-
setningu á þessum tveimur mynd
um, látum andlitsmynd hinnar
myrtu á líkama sýningarstúlkunn
ar. Flýttu þér! Ég vil, að þetta sé
tilbúið nægilega snemma svo það
komist í kvöldblöðin.
Þegar Maigret var orðinn einn
á skrifstofu sinni, leit hann yfir
nokkur skjöl, kveikti í pípu og
kallaði á Lucas og bað hana að
finna sakavottorð Elisabetar
Coumar, öðru nafni Mademois
elle Iréne. Hann var viss um, að
græða ekkert á því, eflaust hafði
hún sagt sannleikann, en hún
var þó eina manneskjan, sem vit-
að var, að hafði talað við hina
myrtu.
Eftir því sem tíminn leið, varð
hann sífellt meira hissa, að eng
inn skyldi hringja.
Ef hin óþekkta stúlka bjó í Par
ís, voru ýmsar hliðar á lausn máls
ins. í fyrsta lagi gat hún búið hjá
foreldrum sínum og þegar þau
sæju myndina í blöðunum myndu
fara sem óðast á Quai-des-Orfevr
es.
Byggi hún ein, hlaut hún að
eiga sér nágranna og húsvörður
hlaut að vera í húsinu og áreið-
anlega hlaut fólk að kannast við
hana í þeim búðum, þar sem hún
verzlaði.
Bjó hún kannski með vinkonu
sinni eins og oft tíðkast? Þá hlaut
félagi hennar að vera svefnlaus
af áhyggjum yfir hvarfi hennar
og strax þekkja myndina í blöð-
unum.
Ef til vill hafði hún búið á
stúlknaheimili eða gistiheim-
ili fyrir ungar vinnandi stúlkur,
það er talsvert af slíkum stofn-
unum í borginni.
Og loks var sú tilgáta, að stúlk-
an hefði búið á einu hinna litlu
hótela í París sem skiptu þúsund-
um.
Maigret hringdi á varðstofuna.
— Er Torrence þarna?
Ef hún byggi hjá foreldrum sín
|Um, var ekki um annað að ræða
|en bíða. Sömu sögu var að segja,
! I ef hún leigði í húsi, eða hefði
ijbúið hjá vinum og vandafólki. En
jí öðrum tilfellum var unnt
| að flýta gangi mála.
j — Seztu niður, Torrence. Hér
jhöfum við Ijósmynd. Við fáum
aðra betri seinna í dag. Hugsaðu
þér nú, að unga stúlkan sé klædd
svörtum kjól og brúnleitri kápu.
iÞannig var fólk vant að sjá hana.
Einmitt á þessari stundu brautzt
sólargeisli gegnum skýin og skein
á gluggarúðuna.
— Fyrst skaltu fara og láta
jsýna myndina I öllu leiguhúsnæð-
;inu f 9. og 13. borgarhverfi, Skil-
j urðu?
— Já, er vitað hvað hún heitir?
— Við vitum hreint ekki neitt
SjáLfur skaltu gera skrá yfir öll
gistiheimili og heimavistir fyrir
ungar stúlkur og heimsækja þau
jöll. Vísast verður enginn árangur
en ég vil einskis láta ófreistað.
— Ég skil.
— Þá er það ekki meira. Taktu
bíl svo að þú verðir fljótari.
Það birti I lofti, hann gekk til
og opnaði gluggann, rótaði eitt-
hvað í skjölum hjá sér á borðinu
leit á klukkuna og ákvað að fara
heim og sofa.
— Þú verður að vekja mig um
fjögurleytið, sagði hann við kon-
una.
— Já, úr því þú endilega vilt.
Eiginlega lá ekkert á. Hann gat
ekkert tekið sér fyrir hendur
nema bíða. Hann sofnaði á auga-
bragði og vaknaði við það að kon-
an stóð með kaffibolla í hendinni.
— Klukkan er fjögur. Þú sagð-
ir að ég skyldi . . .
— Já, auðvitað . . . hefur eng-
inn hringt?
— Jú, blikksmiðurinn, hann
sagði. . .
Fyrsta útgáfa af síðdegisblöðun
um komu út klukkan eitt. f þeim
öllum var ljósmynd af ungu stúlk-
unni.
Jafnvel þótt hin látna hefði ver-
ið lemstruð í andliti hafði made-
moiselle Irene þekkt hana á auga-
bragði og hafði þó aðeins séð hana
tvisvar áður.
Annars var ekki loku fyrir það
skotið að unga stúlkan byggi utan
við borgina og hefði ekki komið
í bæinn fyrr en stuttu áður en
hún kom inn í kjólabúðina.
Þó var það ekki líklegt þar eð
öll hennar föt nema kjóllin, sem
hún hafði saumað sjálf voru keypt
í stórverzluninni La Fayette.
— Kemurðu heim að borða?
— Kannski.
— Taktu minnsta kosti þykka
frakkann þinn með ef þú verður
á ferli í nótt. Það kólnar með
dimmunni . . .
Þegar hann kom á skrifstofuna
sá hann strax, að þar biðu hans
engin skilaboð og nú var honum
öllum lokið, hann kallaði á Lucas.
— Er ekkert ennþá. Engar
hringingar?
— Nei. Ekki neitt. Ég hef bara
fundið sakavottorð Elisabeth Cou-
mar handa yður.
Áður en hann settist skoðaði
hann vottorðið en þar stóð allt
heima við það sem Lognon hafði
sagt.
— Lapointe hefur sent blöðun-
um myndirnar.
— Er hann hér?
— Já, hann bíður yðar.
— Biðjið hann að koma.
Samsetningin á myndunum var
svo snilldarleg að hrollur fór um
Maigret. Þarna hafði hann mynd-
af ungu stúlkunni, ekki eins og
hún hafði fundizt liðið lík í rign-
ingunni á torginu í skini vasa-
ljósa og ekki heldur á likskurðar-
borði í réttarlæknastofunni held-
ur eins og hún hefur hlotið að
líta út kvöldið áður, þegar hún
kom til mademoisselle Iréne.
Lapointe virtist einnig djúpt
snortinn af myndinni.
Hvað álítið þér, spurði hann
foringja sinn hikandi:
Og bætti svo við:
— Hún er lagleg, ha?
Það var ekki orðið sem hann
hafði leitað að, vissulega var stlúk-
an lagleg, en það var eitt-
hvað meira í svip hennar, sem
örðugt var að skilgreina. Ljós-
myndaranum hafði jafvel tekizt
að glæða augun sérstæðu lífi, það
var spurn í augunum, spurn, sem
ekki varð svarað.
Á tveimur myndanna var hún
aðeins I svarta ullarkjólnum, en á
þeirri þriðju var hún í brúnu
í dag
i
ÚTVARPIÐ
Laugardagur 12. marz
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis
útvarp 13.00 Óskalög sjúklinga
Kristin Anna Þórarinsdóttir kynn
ir lögin. 14.30 í vikulokin. 16.00
Veðurfregnir
16.05 Þetta
vil ég
heyra. SigurSur GuSmundsson
skrifstofumaBur velur sér hljóm
plötur. 17.00 Fréttir. 17J5 Tóm
stundaþáttur barna og unglinga
Jón Pálsson flytur. 18.00 Útvarps
saga bamanna: „Flóttinn“ Rúna
Gisladóttir kennari les söguna i
eigin þýðingu (9). 18.20 VeSur-
fregnir 18.30 Söngvar 1 léttum
tón. 18.55 Tilkynningar. 19.30
Fréttir 20.00 Alþýðuflokkurtnn
50 ára, Form. flokksins, Emil Jóns
son utanrfkisráðherra, flytur
erindi. 20.20 íslenzk lög. 20.30
Dagskrá á hálfrar aldar afmæli
Alþýðusambands íslands. Sjörn
Th. Bjömsson undirbýr dag-
skrána og kynnir. 22.00 Fréttir
og veðurfregnir. 22.20 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.