Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.03.1966, Blaðsíða 11
IxAUGARDAGUK 12. marz 1966 TÍMIWW 11 RYÐVÖRN Grensásvegi 18 sími 30945 LátiO ekki dragast að ryð- veria og hlioðeinangra bií reiðina með Tectyl LAUGAVEGI 90-Q2 Stærsta úrval bifreiða á einom stað. — Salan er örugg hjá okkur. AÐALFUNDUR Framhald af bls. 2. starfað hefur í hart nær tíu ár, foeitir sér fyrir frímerkjasöfnun al- mennt og þá ekki sízt hjá ungl- ingum svo og hjá öðru fólki sem nýbyrjað er söfnun frímerkja, ef ske kynni að þessi vinsæla tóm- stundaiðja gæti hvatt það til heil- forigðs lífsstarfs og til frekari þekk ingar á tungumála, sögu, þjóðfé- lags, náttúrufræði- og tæknikunn- áttu auk alls annars, sem frímerki hinna mörgu landa gefa myndir af, enda hefur félagið í þessu sam- foandi opna skrifstofu að Amt- mannsstíg 2 hér í borg hvert mið- vikudagskvöld, þar sem fólk get- ur fengið leiðbeiningar og allar upplýsingar sem við koma frí- merkjasöfnun. KRAMDIST Framhald af bls. 1. fyrir, þegar þetta skeði. Þegar Gunnar ætlaði að fara um borð í Ólaf bekk, sem var næst bryggju, hras aði hann og féll í sjóinn. Stýrimaðurinn á Ólafi og tveir hásetar, sem voru á vakt urðu fljótt varir við slysið, og sáu strax í foví- líkri hættu maðurinn var staddur, því að skipin svif- uðu svo mikið til við bryggj- una. Þeir brugðu skjótt við að reyna að forða mannin- um frá bráðum bana, þetta var mjög erfitt og hættulegt verk, en þeim tókst þó að lokum að ná honum, en þá var hann mikið slasaður og marinn. Héraðslæknirinn, Hregg- viður Hermannsson hjúkr aði honum í nótt og morg- un. Gunnar er handleggs- brotinn, rifbrotinn og mik- ið marinn og kraminn, og ekki hægt að segja um það að svo stöddu, hvort hann sé eitthvað skaddaður inn- vortis líka. Ef ekki hefði verið svona vont í sjóinn, hefði verið farið með mann inn strax inn á Akureyri. Stuttu fyrir hádegið í dag var heldur farið að draga úr sjónum, og fór þá mót- orbáturinn Guðbjörg með hann inn á Akureyri. Var líðan hans þá heldur slæm. Seinni partinn í gær og nótt hefur mokað niður snjó svo að jafnfallinn snjó er um 80 til 100 m. Hefur færð því stórkostlega versn- að um sveitina, og bændur ekki komizt með mjólkina nema af næstu bæjum. MIÐSTJÓRNARFUNDUR Framhald af bls. 1. jóns Guðmundssonar. Gerði hann grein fyrir reikningum flokksins og Tímans og ræddi fjármál flokks ins. Miðstjórnarfundurinn sam- þykkti einróma að fela formanni og ritara flokksins að senda Al- þýðusambandi fslands og Alþýðu- flokknum þakkar- og afmælis- kveðjur í tilefni af fimmtugsaf- mæli þessara samtaka. Þessu næst var kjörið í starfs- nefndir fundarins, en þær eru þrjár, skipulagsnefnd, blaðanefnd og stjórnmálanefnd. Eftir það foófst almennar um- ræður, og tóku margir til máls. Stóðu umræður fram á áttunda tímann. Nefndarfundir hófust síð- an klukkan hálfníu í gærkveldi. IÞROTTIR Stolið úr bíl HZ—Reykjavík, föstudag. í kvöld um hálf átta leytið var stolið kr. 12,690 úr bíl við Álf- foeima ihér í borg. Hafði þjófur inn seilzt inn um bílrúðuna, sem ekki var alveg uppskrúfuð og haft á brott með sér tösku sem pening amir voru í. Peningarnir voru í smærri seðluim, 10 og 25 krónu seðluim, endarukkunarpeningar fyr ir vegatoll á Keflavíkurveginum fyrr um daginn. Lögreglan í Reykjavík vinnur að uppljóstran málsins. Mótmæla ölfrumvarpinu Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt með samhljóða atkvæðum á fundi Þingstúkunnar. „Fundur í Þingstúku Reykjavík ur, haldinn 4. marz 1966, mótmæl ir framkomnu frumvarpi til al- þingis á þingskj. 193, um heimild til framleiðslu og sölu á áfengu öli. Fundurinri telur vafalaust að slíkt mundi verða til þess að auka áfengizneyzlu landsmanna og því hafa öfug áforif við þá stefnu sem almennt má telja ríkj andi, að draga þurfi úr neyzlu á- fengis, fremur en auka hana.“ IÞRO»TIR Framhalo lí 12. síðu Björnssyni vísað út af fyrir gróft brot gegn Gunnlaugi. Fram lék maður á mann og virtist sú leik aðferð ætla að gefa Fram a. m. k. annað stigið, því Gylfi skoraði nær strax 19:21 og mínútu síðar skoraði Gunnlaugiu- úr víti 20:21. Aðeins fáar sekúndur voru eftir. FH-ingar höfðu rétt tíma til að byrja leikinn, síðan gall flauta tímavarðar við. Leiknum var lok ið — og jafnframt ljóst, að spenn an í mótinu er aldrei meiri, því nú hafa bæði Fram og FH tapað tveimur stigum. Eins og fyrr segir, var leikur inn frekar illa leikinn af báðum liðum og oftast hafa þessi tvö topplið okkar sýnt betri leik, þeg ar þau hafa mætzt. En ekki vant aði spennuna, hún var allan tím an fyrir hendi. Það var FH mik ill styrkur að fá Geir Hallsteins son í liðið. Geir gat sifellt ógnað og skoraði 4 mörk í leiknum. Minna bar á Páli Eiríkssyni, sem foefur verið einn sterkasti maður liðsins í undanförnum leikjum. En sá leikmaður, sem FH getur þakk að sigurinn hvað mest er Guðlaug ur Gjslason, sem lék mjög vel síðasta kafla leiksins og skoraði hin þýðingarmiklu mörk FH í lok in. FH lék nokkuð mikið inn á línu og ógnaði af og til í hornun um, og fékk mikið út úr því. Hjalti stóð í markinu allan tím- ann, varði illa í fyrri hálfleik — óskiljanlegt hvers vegna honum var ekki skipt út af — en stóð sig hins vegar vel í síðari hálfleik. Annars var vörn FH mjög sterk í leiknum. Mörk FH: Guðlaugur 8 (3 víti), Geir 4, Páll 4 (3 víti), Jón G. 3 og Örn 2. Fram-liðið komst aldrei í gang fyrir alvöru. Línuspil var reynt af og tfl, en ekki fékkst nógu mikið út úr því. Guðjón Jónsson, fyrirliði, var einkar óheppinn í skotaðgerðum og spillti mikið fyrir. Gunnlaugur fór sér frekar hægt, en skoraði 5 mörk fyrir utan og 2 úr vítum. Gylfi stóð sig að mörgu leyti vel. Hann átti að vísu nokkur skot fram hjá, en skotnýting hans var ó- líkt betri en Guðjóns. Það var því misráðið að halda honum fyrir utan í síðari hálfleik, þegar FH náði forskotinu. Sigurður Einars son var grimmur í vörninni, en skoraði aðeins 2 mörk. Tómas fékk mörg tækifæri til að skora, en skoraði aðeins einu sinni. Þor steinn stóð og vel í markinu. Mörk Fram: Gunnlaugur 7 (2 víti), Gylfi 6, Sigurður E. 2, Guð jón 2 (2 víti), Tómas, Sigurberg ur og Frímann 1 hver. Sem fyrr segir, dæmdi Magnús Pétursson leikinn og gerði hlut verki sínu slæm skil, í meira lagi ónákvæmur og ósamræmið mikið í dómum hans. Virtist Magnús í lítilli æfingu. ÞAKKARÁVÖRP Hjártans þakkir færi ég fyrrverandi sóknarbörnum mínum í Austur-Skaftafellssýslu, fyrir auðsýnda sæmd og vináttu á sjötugsafmæli mínu hinn 1. þ.m. Sérstaklega þakka ég Suðursveitungum fyrir heim- boð og samsæti, sem okkur hjónunum var haldið í samkomuhúsi hreppsins þann aag, og fyrir veglegar gjafir. Ennfremur þakka ég af alhug fyrir fjölmörg skeyti, sem mér bárust frá vinum og vandamönnum. Guð blessi ykkur öll. Jón Pétursson trá Kálfafellsstað. Franu.ald af 12 síðu son, KR, Þórir Lárusson, |R, Martha B. Guðmundsdóttir, KR, Hrafnhildur Helgadóttir Ármanni og Sesselja Guðmundsdóttir, Ár- manni. Auk þess fara piltarnir þrír, sem fyrr eru nefndir. Far- arstjóri Reykvíkinganna er Lárus Jónsson. Þrír skíðamenn frá ísafirði og Siglufirði fóru utan með sömu flugvél og Reykvíkingarnir í gær- morgun, en það voru þeir Kristján Guðmundsson, ísafirði, Þórhallur Sveinsson, Siglufirði og Gunnar Guðmundsson, Siglufirði, sem taka þátt í göngukeppni á alþjóð- legu móti í Danebu í Noregi. Þá mun Kristinn Benediktsson keppa í svigi á Holmenkollenmót- inu 27. marz. SVEITARFÉLÖG FVamhald af bls. 1. arstjórnarumdæmi í landinu, bæði sveitarfélaganna sjálfra (hreppa og kaupstaða) og yfir- umdæma í sveitarstjórnarmál- efnum (sýslnanna). Fyrir því felur fulltrúaráðið stjórn sam- bandsins að koma á framfæri við Alþingi og ríkisstjórn áskor un um, að þessi málefni verði athuguð sem vandlegast, og til- lögur til lausnar þeim verði fram bornar sem fyrst. Fulltrúaráðið leggur til, að sett verði á stofn sérstök nefnd skipuð fulltrúum frá ríkisvald- inu og Samfoandi íslenzkra sveit arfélaga, sem fái það hlutverk, að framkvæma gagngerða end- urskoðun á skipan sveitarstjórn arumdæma í landinu og gera tillögur í frumvarpsformi, um þær breytingar, sem nefndin telur tímabært, að gerðar verði. Sérstaklega skal nefndin at- huga og gera tillögur um stækk un sveitarfélaganna, á þeim grundvelli, að sameina sveitar- félög og breyta mörkum þeirra. Jafnframt athugi nefndin, hver þörf verður breytinga á skipan sýslufélaga, að þvi er til sveit- arstjórnarmálaefna tekur, verði sveitarfélögin stækkuð eða mörkum þeirra breytt, og hvort ekki sé rétt að taka upp önn- ur og stærri yfirumdæmi í sveit arstjómarmálefnum en nú eru. Þá bendir fulltrúaráðið einn- ig á, hvort ekki væri athug- andi, að þessari nefnd yrði einnig falið að gera tillögur um breytingar á skipan annara umdæma, s.s. læknishéraða, prestakalla, lögsagnarumdæma og skólahéraða, til samræmis við þær breytingar, sem foún legði til, að gerðar yrðu á sveitarstjórnarumdæmum, og nyti nefndin þá aðstoðar við- komandi aðila eftir því sem þurfa þætti og nánar yrði ákveðið af ríkisstjórninni. Nefndinni yrði gert að skila áliti og tillögu meigi síðar en í árslok 1968.“ ALÞÝÐUFLOKKURINN Framhald af bls. as samtímis að stofnun Framsókn arflokksins. í þriðja lagi vann (hann svo að því, að Sambandi ísl. samvinnufélaga yrði breytt úr fræðslusambandi í samvinnuheild sölu. Þá fyrst væri kominn grund völlur til að takast á við íhalds öflin, þegar þessir fjórir aðilar, Framsóknarflokkurinn, Alþýðu- floíkkurinn, Alþýðusambandið og samvinnuheildsalan væru komin til sögunnar. Þessar fyrirætlanir rættust. All ir þessir aðilar risu á legg og efldust óðfluga á árunum 1916— 20. Þá urðu ein mestu þáttaskil í íslenzkri sögu fyrr og síðar. Sigur Alþýðuflokksins. Hér er ekki rúm til að rekja sögu Alþýðuflokksins. Engum mun koma til hugar að neita því, að Alþýðuflokkurinn á merkan þátt í þeim miklu framförum, sem hér hafa orðið seinustu 50 árin, eink um þó á sviði félagsmálanna. Hann var brautryðjandi þeirrar stefnu.að menn væru ekki sviptir réttind um sökum fátæktar, og kom hann þeirri réttarbót fram í samvinnu við Framsöknarflokkinn. Sá sigur var miklu þýðingarmeiri en marg ir gera sér ljóst nú, því að hann braut niður rótgróinn hugsunar- hátt og gerði því framhaldssigrana stórum auðveldari. Alþýðuflokkur inn hafði forustu um, að vinnu- tíminn yrði skaplegur og voru togaravökulögin þýðingarmesti og örlagaríkasti sigurinn á þeirri æið. Aðrir fylgdu í kjölfar hans. Þessi sigur vannst í samvinnu við Fram sóknarflokkinn, þrátt fyrir hörð ustu mótspymu. Alþýðuflokkurinn hefur haft forustu um almanna- tryggingar og var örlagaríkasta sporið stigið, þegar fyrstu alþýðu tryggingarlögin voru sett á kreppu- árunum fyrir síðari styrjöldina. Það var stórt spor á þeim tíma, enda var mótspyrna hörð. Þau lög voru sett af ríkisstjórn Fram sóknarflokksins og Alþýðuflokks ins. Mörg umbótamál fleiri mœtti nefna, sem óumdeilanlega hafa komizt fram fyrir forustu og at- beina Alþýðuflokksins. Allt fram til 1940 mátti heita að meira og minna samstarf héld ist milli Alþýðuflokksins og Fram sóknarflokksins, þótt leiðir skildu stundum. Frá þeim tfma, getur Framsóknarflokkurinn þakkað Alþýðuflokknum stuðning við margvísleg umbótamál, sem Fram sóknarflokkurinn bar fyrir brjósti og ekki foöfðu koimizt fraim, nema með stuðningi Alþýðuflokksins. Það má t. d. nefna byggingar- og landnámssjóð, afurðasölulögin og héraðsskólana. Á þessu tímabdli var raunverulega af þessum tveim ur flokkum lagður grundvöllur þess velferðarþj óðfélags,, siem sið an hefur verið að skapazt hér, og íhaldsöflin þora ekki lengur að hamla á móti, þótt löngunin sé fyrir hendi. Er hlutverkinu lokið? Það hefur verið sagt um Alþýðu flokkinn, að hann væri fyrir all- löngu búinn að koma öllum helztu upphaflegu stefnumálum sínum í framkvæmd, nema þjóðnýtingunni, sem hann væri fallinn frá. Sögu legu hlutverki hans væri því raunverulega lokið. Því er ekki að neita að starf flokksins hefur borið þess ofimikil merki í seinni tíð, að hann eða réttara sagt forusta hans væri sjálf farin að trúa þessu. Þess vegna hefur hún semustu ár- in unað sæmilega ánægð í rífeis stjóm, þar sem íhaldsöflin hafa forustu og hafa m. a. haldið þann ig á málum, að vinnutíminn hefur stöðugt verið að lengjast aftur því að kaupmátur launa fyrir venju legan vinnudag hefur farið minnk andi. í annan stað sækir svo aftur í það horf, að meiri og meiri auð ur færist á örfáar hendur. Óum- deilanlegt er líka, að hverskonar braskstarfsemi hefur farið vaxandi og á stöðugt meiri og meiri þátt í dýrtíðinni. Sú er því bezt afmælis ósk til Alþýðuflokksins, að hann finni á ný, að hann geti átt hlut verki að gegna, að hann gleymi sér ekki í íhaldsvistinni, heldur hefji upp sitt gamla merki og gangi aft ur fram við hlið annarra umbóta afla í baráttu fyrir betra og rétt- látara þjóðfélagi. Þ.Þ. NÁMSSTYRKIR Framhald af bls. 3. artorg, eigi síðar en 10. apríl n. k. og fylgi staðfest afrit prófskír teina ásamt meðmælum. Umsóknar eyðublöð fást í menntamálaráðu neytinu og hjá sendiráðum íslands erlendis- Menntamálaráðuneytið, 7. marz 1966. Á VÍÐAVANGl mega ekki lengur hugsa til þess, að kvartanirnar komi frá borgurunum, heldur telja þeir sjálfum sér trú um til þess að sefa eigin ótta, að það séu bara vondir borgarfulltrúar minni- hlutans, sem skrifi þessi bréf. Þeir mættu satt að segja vera nokkuð afkastamiklir, ef þeir skrifuðu öll kvörtunarbréf, sem blöðunum berast um óstandið í borgarmálefnum. Og hætt er við, að íhaldinu verði pessi sjálfshuggun haldlíti’ og komis fljótt að raun um, að það þarf ekki að hlaupa undir bagga með borgurunun. við að slir'f i kvörtunaeh<-/- á ífosl^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.