Tíminn - 17.03.1966, Blaðsíða 2
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 17. marz 19fi»I
Fréttir af landsbyggðiimi
BS-Neskaupstað.
Hér er nú fært um alla sveit-
ina, en allt er lokað utan hennar.
Hafa flugsamgöngur gengið vel
í vetur, en flugvellinum hefur ver-
ið haldið opnum. Strandferðaskip
in hafa einnig komið hér við, svo
enginn skortur hefur orðið hér
a neinu vegna samgönguleysis.
Nú er verið að búa síldarverk-
smiðjuna undir sumarsíldveiðarn-
ar, en útivinna, hefur verið mjög
lítil vegna snjóa.
HH-Raufarhöfn.
Hér er mikill snjór og mesta
ótíð. Hefur verfð samgöngulaust
á landi frá miðjum janúar að
öðru leyti en því að Tryggvi Helga
son flugmaður hefur oft bjargað
okkur með ýmsar nauðsynjavör-
ur.
Hér hefur geisað NA-átt að und
Kvenstúdentr selja
kaffi og sýna tízkufatn
að f rá Eros.
Eins og á undanfömum árum,
efnir Kvenstúdentafélag íslands
til kaffisölu og tízkusýningar, sem
að þessu sinni verður haldin í
Lido sunnudaginn 20. þ.m.
Kvenstúdentar sjá, eins og áð-
ur, um kaffisöluna og allan und-
irbúning hennar. Eins munu kven
stúdentar sýna tízkufatnaðinn. All
ur ágóði af þessu rennur óskert-
úr f st'yrkveitingasjóð félagsins.
Kvenstúdentar hafa yfirleitt ver
ið mjög samhentar um eflingu
styrkveitingasjóðsins og hafa fé-
lagskonur meira og minna allar
lagt fram starf í sambandi við
kaffisölu félagsins.
Forsala aðgöngumiða verður í
Hótel Holt laugardaginn 19. þ.m.
frá kl. 4 til 6.
50 ísl. skemmti-
kraftar
f kvöld kl. 11,15 (fimmtudag)
verður skemmtun 50 íslenzkra
skemmtikrafta í 5. sinn í Austur-
bæjarbíó. Uppselt hefur verið á
hverja sýningu fram að þessu.
Meðal þeirra sem skemmta í kvöld
er óperusöngkonan Guðrún Á.
Símonar, sem syngur við undir-
leik Magnúsar Péturssonar.
anförnu, en sú átt er mjög erfið,
þar sem vindurinn stendur beint
á land. Við höfum venjulega feng
ið mjólk frá Húsavík, en vegna
veðurs hefur Esjan trisvar sinnum
orðið að sigla framhjá með mjólk-
urfarm, sem átti að koma hingað.
Mikill hugur er í mönnum hér
í sambandi við grásleppuveiðar,
en undirbúningurinn er nú í full-
um gangi. Nóg atvinna er hér,
t.d. er nú verið að endurnýja síld-
arverksmiðjuna, sem var hætt að
geta skilað fullum afköstum.
Læknislaust hefur verið hér og
á Kópaskeri að undanförnu. Hef-
ur læknirinn á Þórshöfn komið
hingað einu sinni í viku með báti
Samkeppni um kirkju
og safnaðarheimili
SJ-Reykjavík, miðvikudag.'
Sóknameind Ásprestakalls í
Reykjavík hefur efnt til sam-
keppni um kirkju og safnaðar-
heimili, sem á að vera staðsett
vestan til í Laugarásnum. Kirkj-
an á að rúma allt að 150 manns
í sæti og í beinum tengslum við
hana verður samkomusalur fyrir
um 100 manns við borð.
Arkitektaþjónustan mun annast
fraimkvæmd samkeppninnar. Veitt
verða verðlaun að upphæð sam-
tals 150 þúsund krónur, fyrstu
verðlaun verða 75 þúsund krónur.
f dómnefnd eru Þór Sandholt,
Henry Hálfdánasson, Hjörtur
Hjartarson, Geirharður Þorsteins-
söri, arkitekt og GUðmundur Þór
Pálsson arkitekt.
Málfundur fyrir
æskufólk
Næstkomandi sunnudag, 20.
marz, mun málfundafélagið Fram-
tíðin efna til málfundar í Sigtúni
— fyrir reykvískt æskufólk á aldr-
inum 16—21 árs. Umræðuefni
fundarins verður: Réttindi og
skyldur íslenzkrar æsku.
Málshefjendur verða margir, —
úr Menntaskólanum, Verzlunarskól
anum. Kennaraskólanum og Iðn-
skólanum. Að framsöguræðum
loknum verða frjálsar umræður.
Framtíðin hvetur ungmenni
Reykjavíkur, einkum skólafólk,
að fjölmenna á þennan fund, sem
verður auglýstur nánar í blöðum
og útvarpi.
Heldur tvenna
hljómleika
GÞE-Reykjavík, miðvikudag.
Hingað er kominn til lands
hinn heimsfrægi austurríski
píanóleikari, Alfred Brendel og
mun hann halda hér tvenna
tónleika á vegum Tónlistarfé-
lagsins. Verða hinir fyrri í
kvöld kl. 7, en hinir síðari á
morgun á sama tíma. Á efnis-
skránni verða eingöngu sónöt-
ur eftir Beetliovcn og Schubert,
og gildir sama efnisskrá fyrir
bæði kvöldin.
Brendel er íslenzkum tónlist-
arunnendum að góðu kunnur,
en hann var hér á ferð fyrir
réttum tveimur árum og hélt
hér tónleika við afar góðar und
irtektir áheyrenda. Hann þykir
af mörgum einn snjallasti
píanóleikari vorra tíma. Mest-
an hluta ársins ferðast hann
víða um lönd til tónleikahalds
og hefur hann farið um allan
heim nema Austur-Asíu og
Mið-Afríku, að því er hann
tjáði fréttamönnum í dag.
Hann hefur og leikið mikið
inn á hljómplötur, m.a. öll
píanóverk Beethovens fyrir
bandaríska hljómplötufyrirtæk-
ið Vox. Brendel hefur hér af-
ar stutta viðdvöl að sinni, héð-
an fer hann til Vínarborgar,
þar sem hann er búsettur og
innan skamms mun hann
leggja upp í tveggja mánaða
tónleikaför um Ástralíu.
til þess að veita okkur sína þ$ón-
ustu. Hfur haim sýnt nrikinn dugn
að að fara þetta í næstum hvaða
veðri sem er.
GJ-Grímsey.
Hér er allt í snjó, en óvenju
mikill snjór hefur verið hér í vet-
ar. Menn eru nýbyrjaðir að leggja
grásleppunetin, en enginn friður
hefur verið að undanfömu vegna
óveðurs.
Drangur hefur haldið uppi
hálfsmánaðarlegum ferðum til
okkar, en vegna snjóa höfum við
orðið að bera vörurnar frá skip-
inu upp á land.
Flugvöllurinn er prýðilegur og
hefur Tryggvi Helgason haldið
uppi vikulegum áætlunarferðum.
BS-Ólafsfirði.
Færð hefur heldur batnað hér
og hafa bændur komizt úr sveit-
inni með mjólk, en gengið erfið-
Framhald á 14. síðu.
Árnessýsla
Aðalfundur Framsóknarfélags
Arnessýslu verður haldinn í jam
komusal KA á Selfossi fimmtudag
inn 17 marz og hefst kl. 9,30 síð
degis. Dagskrá t. venjuleg aðal
fundarstörf. 2. Þingmenn Fram
sóknarflokksins i Suðurlandskjör
Bridgeklúbbur FUF
Spilað verður í kvöld, fimmtur
dagskvöld, kl. 8,30 í Tjarnar-
götu 26.
SVARTUR OG FRÍSKUR
KOMNIR AFTUR ÚR 22
DAGA GEIMFERÐALAGI
NTB-Moskvu, miðvikudag.
Sovézku geimhundarnir
„Svartur“ og „Frískur" komu í
dag til baka til jarðarinnar
eftir 22 daga ferð út í geimn-
um í geimfarinu Kosmos 110.
Sovézka fréttastofan Tass til-
kynnti, að hundarnir væru full-
komlega heilbrigðir og fjörug-
ir er þeir lentu. Geimfarið
lenti einhvers staðar í Mið-
Asíu á fyrirfram ákveðnum
stað. Hundamir munu nú gang
ast undir víðtækar rannsóknir.
Meðan á ferðinni stóð undir-
ge«igust hundarnir víðtækar
læknisfræðilegar og líffræði-
legar athuganir, og voru þær
framkvæmdar með aðstoð vís-
indatækja um borð í geimfar-
inu. Tass skýrir svo frá, að
allt hafi starfað eðlilega með-
an á þessari lengstu geimferð
lifandi vera stóð, og hafi til-
raunin gefið mjög þýðingar-
miklar upplýsingar um áhrif
svo langrar ferðar, svo langt
frá jörðu, á lifandi verur. Eng-
in lifandi vera hefur áður ver-
ið send jafn langt út í geim-
inn og hundar þessir. Var jarð
firð geimfarsins 904 km. eða
fyrir utan hið svokallaða Van
Allen-geislabelti. Einn aðaltil-
gangur ferðarinnar var að at-
huga áhrif þau, sem blóðkerfi
hundanna yrði fyrir. Nú er bú-
izt við, að svipuð geimferð
hefjist innan fárra daga —
að þessu sinni með mönnum
í geimfarinu.
Hefur verið látið að því
liggja, að hugsanlegt sé að slík
ferð muni eiga sér stað með-
an á 23. flokksþimginu stend-
ur í Moskvu, en það hefst 29.
marz.
„Svartur" og „Frískur" fóru
330 ferðir umhverfis jörðu, og
í hæð, þar sem búizt er við
verulegu magni geimgeisla.
Sovézki vísindamaðurinn Vas
ily Parin segir Tass, að tilraun
þessi væri mjög þýðingarmik-
il af þrem ástæðum. í fyrsta
lagi vegna lengdar ferðarinn-
ar, í öðru lagi vegna þess, að
notaðar eru aðferðir, sem ekki
hafa verið notaðar áður, og í
þriðja lagi vegna þeirra upp-
lýsinga, sem fengizt hafa um
áhrif langs þyngdarleysis á
blóðrás hundanna.
Vísindamenn vona, að til-
raunin muni gefa fullnægjandi
svör við tveim þýðingarmiklum
spurningum: 1. Geta menn
aðlagast stöðugu þyngdarleysi?
og 2. Ef sva er, hvaða áhætta
fylgir því, þegar þeir snúa aft-
ur til jarðar?
Komið verði á föt afkvæmarann-
sókna- og tamningastöð hrossa
HZ-Reykjavík, miðvikudag.
Þorkell Bjarnason, hrossarækt-
arráðunautur flutti á Búnaðar-
þingi ítarlegt erindi um hrossa-
rækt, meðal annars um hrossarækt
arbú, stofnræktun, afkvæmapróf-
anir og tamningu. Var erindi
þessu mjög vel tekið á þinginu,
sem síðar samþykkti einróma álykt
un, sem búfjárræktarnefnd bar
fram. Ályktunin hljóðar þannig:
„Búnaðarþing felur stjórn Bún-
aðarfélags íslands að vinna að því
við ríkisstjórnina að á fót verði
komið afkvæmarannsóknarstöð og
tamningastöð fyrir hross, með
hliðsjón af 48. grein Búfjárrækt-
arlaga.
Jafnframt framkvæmd þessa
máls verði ráðunautur í hrossa-
rækt ráðinn með fullum launum.“
JÁTUÐU AÐ EIGA
SMYGLVARNING-
Eins og fyrr segir kom fram
einróma vilji Búnaðarþings á fram
kvæmd þessa riiáls. Ályktuninni
fylgir rækileg greinargerð, mun
hún síðar birt í þættinum „Hestar
og menn.“
OMALAÐ FODURKORN
VERÐI FLUTT
I
HZ-Reykjavík, miðvikudag.
Fimm skipverjar á togaranum
Marz hafa játað að þeir ættu
smyglvarning þann er fannst um
borð í skipinu á sunnudaginn.
Er Tíminn hafði samband við
Svein Sæmundsson síðdegis í dag
hafði hann ekki fengið smyglmál-
ið í m.s. Rangá sent frá tollgæzlu
stjóra. en hann bjóst við því fljót
lega og þá yrði strax hafin rann-
sókn í málinu.
HZ-Reykjavík, miðvikudag.
Á Búnaðarþingi í dag var sam-
þykkt ályktun um dreifingu,
geymslu og fiutning kraftfóðurs.
Ályktunin hljóðar:
„Búnaðarþing ieggur ríka
áherzlu á að hafinn verði inn-
flutningur á ómöluðu fóðurkorni
og vitnar í því sambandi í fyrri
lið ályktunar frá Búnaðarþingi
1965, mál nr. 14 og 19.
Nú hefur Samband ísl. sam-
vinnufélaga, sem stærsti innflytj-
andi fóðurkorns í landinu hafið
undirbúning þessa máls, og hvet-
ur Búnaðarþing til þess að mál-
inu verði hraðað.
Jafnframt beinir þingið þeim
tilmælum til innflytjenda fóður-
vara, að athugað verði hvort hag-
kvæmt mundi þykja, að efna til
samstarfs um nauðsynlegar fram-
kvæmdir í því skyni að tryggja
sem lægst verð og mest vörugæði.
Til að ná því marki felur Bún-
aðarþing nauðsynlegt að innflutn-
ingur fóðurvara verði frjáls.
Búnaðarþing lítur svo á, að hér
sé etoki einungis um hag bænda-
stéttarinnar að ræða, heldur sé
þetta þjóðfélagslegt hagsmunamál
og mikilvægur liður í nauðsyn-
legri viðleitni til að draga úr verð-
bólgunni í landinu.
Þingið felur stjórn Búnaðarfé-
lags íslands, að fylgja málinu fast
eftir.“
Einnig var mikið rætt um fóð-
urvöruskatt og farmgjöld af fóð-
urvörum. Síðari umræður um þau
mál.fara fram á morgun.
Frá FUF, Kópavogi
Félag ungra Framsóknarmanna
í Kópavogi mun efna til stjórnmála
námskeiðs. Námskeiðið hefst
sunnudaginn 27. marz n. k. kl. 3
síðdeg's í félagsheimilinu Neðstu
tröð 4. Væntanlegir þátttakendur
snúi sér til fulltrúa stjórnarinnar
sem eru til viðtals í félagsheimil
inu frá 8—10 þriðjudaga, miðviku
daga og fimmtudaga. Veita peir
allar nánari upplýsingar,