Tíminn - 17.03.1966, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 17. marz 1966
ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR
FJÖR í SUNDHÖLL
RVÍKUR í KVÖLD
Yfir 100 keppendur úr Rvík og utan
af landi taka þátt í unglingamóti
Rúmlega 1200 kílómetrar eru a3 baki. Blindi maðurinn, Gunnar Erikson (með sólgleraugu) og ferðafélag! Hans
við komuna til Steinkjer.
Einstæð skíöaganga í Noregi:
GEKK BLINDUR YFIR
1200 KM VEGALENGD
ÞaS verður mikið fjör í Sund-
höllinni í kvöld. Um eitt hnndraS
unglingar úr Reykjavík og utan
Miinchen og
Chelsea 2:2
Chelsea og Miinchen mættust í
fyrrakvöld í fyrri Ieik sínum í
„kvartfinal“ ( Borgarkeppni / Ev-
rópu. Leikurinn var háður í
Miinchen og varð jafntefli 2-2.
Tambling skoraði bæði mörk
Chelsea og má nú telja nokkuð
öruggt, að Chelsea komist í undan
úrslit í keppniimi. Leeds hefur þeg
ar tryggt sér þann rétt og skozka
liðið Dunfermline hefur mögu-
leika, á eftir að leika við Real
Zaragossa. f sambandi við Chel-
sea má geta þess, að Terry Ven-
ables hefur verið tekinn af sölu-
listanum og mun félagið ekki
selja hann, þrátt fyrir tilboð frá
Tottenham og Birmingham.
f fyrrakvöld léku Everton og
Nottingham Forest í 1. deild á
Englandi. Everton sigi'aði með 3:0.
Þá léku í 2. deild Huddersfield
og Birmingham og sigraði Hudd-
ersfield með 2:0, og hefur með
þessum sigri sínum tekið forustu
í 2. deild.
af landi munu keppa í fyrstu
aldursflokkakeppninni í sundi,
sem efnt er til, en um framkvæmd
keppninnar sjá sunddeildir Ár-
manns og Ægis. Má búast við
hörkukeppni milli hinna yngri
sundmanna okkar, en í þeirra
hópi eru mörg góð efni.
Á síðasta ársþingi Sundsam-,
bands íslands var samþykkt að
koma á fót sérstakri aldursflokka
skiptingu í sundi og skipuð sér-
stök unglinganefnd til að sjá um
framkvæmd hennar. Og í kvöld
fer fyrsta keppnin fram. Verður
þá keppt í eftirtöldum greinum:
100 m. skriðs. drengja, 15 og 16
ára, 100 m. fjórsundi telpna, 13
og 14 ára, 50 m. skriðs. sveina,
12 ára og yngri, 50 m. bringus.
telpna 12 ára og yngri, 200 m.
bringus. stúlkna 15 og 16 ára,
200 m. fjórs. drengja 15 og 16 ára.
100 m. bringusundi sveina 13 og
14 ára, 100 m. skriðs. telpna 13
og 14 ára, 50 m. baks. sveina 12
ára og yngri, 50 m. flugs. stúlkna
15 og 16 ára, 100 m. baks. drengja
15 og 16 ára, 50 m. baks. telpna
13 og 14 ára, 50 metra flugsundi
sveina 13 og 14 ára og 50 m. flugs.
telpna 12 ára og yngri.
Keppendur á mótinu eru sem
fyrr segir um 100, og koma þeir
frá Selfossi, Hafnarfirði, Kefia-
vík, Akranesi, auk fjölda frá
Reykjavík. Eins og reglugerð um
aldursflokkasund ber með sér er
aðeins keppt nú í helmingi þeirra
greina sem á skrá eru, en annað
mót er fyrirhugað í næsta mán-
uði. Er óskandi að þessi keppni
verði sundíþróttinni til fram-
gangí Mótið hefst kl. 20.30.
Nýlega lauk einstæðri skíðaferð
í Noregi. Blindur maður, Gunnar
Eriksen, kom gangandi á skíðum
sínum til bæjarins Steinkjer,
ásamt iþróttakennara að nafni
Atle Návik, eftir að hafa gengið
á skíðum allt frá Norður-Noregi
og suður úr, rúmlega 1200 kíló-
metra, en Steinkjer er nálægt
Þrándheimi.
Mun láta nærri, að þeir félagar
hafi gengið vegalengd, sem sam-
svarar að ekið væri frá Reykja-
vík til Húsavíkur og til baka aft-
ur — og aðeins betur en það.
Ekki er getið um það í fréttinni,
sem við fengum um þennan at-
burð, hve lengi skíðagarparnir
voru á leiðinni, en hins vegar er
getið um það, að þeir hefðu feng-
ið hlýjar méttökur á endastöð
inni, sem var Steinkjer, en þar
gengu skólabörn á móti þeim á
skíðum og fylgdu þeim síðasta
spölinn.
Það er ekki ofsögum sagt, að
Noregur sé mesta skíðaþjóð Norð
urlanda. Hin góða frammistaða
norskra skíðamanna á alþjóðleg-
um mótum hefur margsannað það
en kannski er mest um vert, að
áhugi meðal almennings á skíða-
íþróttinni er mjög mikill í land-
inu, eins og fréttin að ofan ber
gott vitni um.
Reynir Karlsson ráðinn þjálf-
ari 1. deildar liðs Keflvíkinga
Spjallað við Hafstein Guðmundsson um æfingasóknina í Keflavík.
Alf-Reykjavík, miðvikudag.
Keflvíkingar hafa ráðið nýj-
an knattspyrnuþjálfara fyrir 1.
deildar lið sitt, Reyni Karlsson,
fymun þjálfara Fram og Ak-
ureyri. Upplýsingar um þetta
fékk fþróttasíðan hjá Hafsteini
Guðmundssyni, formanni
íþróttabandalags Keflavíkur,
þegar við ræddum við hann
um æfingasóknina hjá Kefla-
víkurliðinu. Óþarfi er að kynna
Reyni. Hann er íþróttakenn-
ari að mennt, lék í mörg ár
með Fram i meistaraflokki og
lék nokkra landsleiki, snéri sér
síðan að þjálfun, fyrst hjá
Fram, en síðan Akureyri, en
undanfarin 3 ár hefur hann
starfað á vegum Æskulýðsráðs
Reykjavíkur og verið fram-
kvæmdastjóri þess.
„Við teljum okkur mjög
heppna að hafa klófest Reyni,“
sagði Hafsteinn, „og væntum
góðs af kunnáttu hans. Hann
er ráðinn fyrir allt næsta
keppnistímabil og verður með
fyrstu æfinguna um næstu
helgi.“
„Þið hafið æft frá áramót-
um?“
„Já, þrisvar í viku. Við vor-
um svo heppnir að fá Karl
Guðmundsson til að aðstoða
okkur við æfingarnar, þar til
okkur tókst að ráða þjálfara.
Hljóp Karl undir bagga, þótt
hann væri önnum kafinn við
störf sín og þjálfun síns eigin
félags. Ég vil nota tækifærið til
að þakka honum fyrir þá að-
stoð, sem hann lét okkur í
té.“
„Hvernig hefur verið mætt
á æfingarnar?"
„Maður er aldrei of ánægð-
ur með æfingasóknina. Það hef
ur verið mætt sæmilega, sum-
ir meistaraflokksmannanna frá
því í fyrra hafa mætt vel, en
aðrir mætt á fáar æfingar. En
nú held ég, að skriður sé að
komast á æfingasóknina, enda
styttist óðum tíminn, þar til
mótin hefjast."
„Heldurðu að nokkrar breyt-
ingar verði á liðinu?“
„Já, Sigurvin Ólafsson verð-
ur sennilega ekkert með okk-
ur í sumar. Hann er við tækni-
nám í Danmörku og hefur
tjáð okkur, að næsta sumar fái
hann ekkert frí. En við fáum
góða menn í liðið aftur, sem
lítið gátu verið með á síðasta
sumri. Magnús Torfason er far
inn að æfa aftur og hefur æft
manna bezt. Hann slasaðist í
fyrra og gat ekkert leikið með
— hann er einn okkar sterk-
ustu manna. Grétar Magnús-
son lék lítið með á síðasta
keppnistímabili vegna meiðsla,
sem hann hlaut, en hann er
orðinn góður núna. Þar sem
Magnús og Grétar eru orðnir
heilir aftur, verðum við með
fjóra góða framverði, þ.e. þá
tvo og Sigurð Albertsson og
Guðna. Allir þessir leikmenn
eru það sterkir að mínu áliti,
að þeir myndu styrkja liðið.
Spurningin er einungis hvern-
ig við getum haft þá alla með.“
„Hvernig heldurðu að fram-
línan verði?“
„Ég býst við litlum breyt-
ingum á henni. Framlínuleik-
mennirnir hafa allir æft eitt-
hvað, nema Jón Jóhannsson,
en hann byrjar fljótlega. Og
Karl Hermannsson hefur verið
til sjós og hefur af þeim sök-
um ekki getað mætt nema á
eina og eina æfingu. Ég veit
ekki ennþá hvað verður með
Karl, en reikna þó með, að
hann leiki með liðinu í sumar,
þótt hann verði e.t.v. ekki með
í fyrstu leikjunum.“
„Eitthvað að lokum Haf-
steinn?"
„Ekki nema það, að ég vil
endurtaka, að við í Keflavík
teljum okkur heppna að hafa
fengið Reyni Karlsson sem
Reynir Karlsson.
þjálfara til obkar. Við stefn-
um að sjálfsögðu að því að
mæta sem sterkastir til leiks,
þegar mótin byrja í maí.“