Tíminn - 18.03.1966, Qupperneq 1

Tíminn - 18.03.1966, Qupperneq 1
Myndin hér að ofan var tekin í gærdag í Houston í Texas, þar sem yfirmenn bandarískra geimvisinda héldu fund með blaðamönnum og skýrðu þeim frá „ævintýrum" og lendingu Gemini—8. F. v. Christopher Kraft, yfirmaður geimferðaáætiunarinnar, John Hodge, WHIiam Schneider og Dr. Hubert Gilruth, yflrmaður geimvisindamiðstöðvarinnar f Houston. — Símamynd 7.'í,,; ■ ■ JWpiHf-'jo- Fyrsta nauðlendingin í sögu geimferða mannsins: Geimfaríð snerist stjórn iaust hring eftir hring NTB-Houston, fimmtudag. Bandarískt herskip átti að koma kl. 12 á miðnætti til Ok- inawa í Kyrrahafi með geim- farana Neil Armstrong og Dav id Scott, sem í nótt lentu í mjög alvarlegum vandræðum um borð í Gemini—8 290 km fyrir ofan yfirborð jarðar, og sem leiddi til fyrstu nauðlend- ingarinnar í sögu bandarískra geimferða. Það var um kl. 11 í gærkvöldi að íslenzkum tíma, að geimfarið t ók að snúast hratt í hingi og til þess að ná stjórn á geimfarinu varð Neil Armstrong að setja þær stjórneldflaugar í gagn, sem notaðar eru þegar geimfar held ur inn í gufuhvolf jarðar. Var geimförunum síðan skipað að lenda sem fyrst, og um kl. 3.30 í nótt féll geimfarið nið- ur í Kyrrahafið 80 km suðaust- ur af Okinawa. Hcrskip tók þá upp kl. 5.30 og sigldi með þá áleiðis til Okinawa jafnframt því, sem vísindamenn í Houst- on í Bandaríkunum Ieituðu ákaft að orsök óhappsins. Geimfarið tók að snúast mjög hratt um möndul sinn um 45 mínútum eftir, að geim- förunum hafði tekizt að tengja Gemini—8 við Agena gervi- hnött og náð þar með þýðing- armiklum áfanga í kapphlaup- Bandarísku geimfararnir Inni í Gemini—8. T. h. er David Scott en t. v. stjórnadi geimfarsins, Neil Arm- strong. inu um að senda mannað geim far til tunglsins. Aftur á móti varð að hætta við allar aðrar tilraunir, sem geimfararnir áttu að gera, m.a. geimgöngu Scotts geimfara. Bandaríska geimvísindastofn unin hefur neitað að birta op- inberlega viðræður þær, sem fram fóru milli geimfaranna og vísindamanna á jörðu niðri rétt eftir að erfiðleikarnir hófust. Þetta leiddi til þess, að spurt var, hvort hræðsla hefði gripið um sig meðal geimfar- anna. Christopher Kraft, fyrir- maður Gemini-áætlunarinnar, sagði, að geimfararnir hefðu haft stjórn á sér allan tímann. Hann sagði, að háu raddirnar, sem heyrðust á segulbandinu — en viðræðurnar voru allar teknar inn á segulband — gæfu ekki rétta mynd af því sem gerðist. Vísindamenn í Houst- on unnu að því í dag, að at- huga, hvað orsakaði óhappið, en ekki er að búast við niður’ stöðum þeirra rannsókna fyrr en eftir nokkra daga. Frarn hefur komið, að hjart sláttur geimfaranna hafi verið mjög tíður, þegar bilunin varð og þegar þeir stýrðu geimfar- inu inn í gufuhvolf jarðar- innar. Hafi hjartsláttur geim- fara aldrei fyrr verið jafn hrað ur. Framhald á 14. síðu. Togarínn Karísefni kærður! ÁJ—Hellissandi fimmtudag. Togarar, sém eru að veið- um nálægt landhelgislínu við Breiðafjörð, hafa að undan- förnu gert mikinn usla hjá netabátum. Nýlega kom Skarðsvík að togaranum Karlsefni þar sem hann tog- aði yfir átta trossur í einu, og hefur þetta mál verið kært. Bátar frá verstöðvunum hér á Breiðafirði hafa misst á milli 10 — 20 trossur vegna ágangs togar anna, og er hver trossa áætluð um 60 þús. kr. .virði. Einnig hafa margir bá.tar frá öðrum verstöðv um misst eina til tvær trossur. Þegar Skarðsvíkin kom að tog aranum kallaði hún á varðskip til aðstoðar, en þau svör fengust, að þar sem togarinn væri utan línu væri ekki í verkahring varðskips að verja veiðisvæðið, en hins veg ar ef bátarnir tilkynntu hvar net- in lægju í sjó, myndu varðskipin koma þeirri orðsendingu til togar anna. Bátamennirnir eru mjög reiðir yfir ágangi togaranna vegna þess, að þeir leggja sín net áður en togararnir koma siglandi með vörpur sínar, og eru þar af leið andi í fullum rétti. Loðnuflotinn er hér allur, en mjög lítið hefur verið landað af loðnu á Breiðafjarðarhöfnum. Smáfiskur gengur hér í svo þykk Framhald á 14. síðu. UM 300 BÖRN EITURLYFJA- SJÚKLINQAR VIÐ FÆÐINGU! NTB—New York fimmtudag. Am.k. 300 börn sem fæddust í New York í fyrra voru eiturlyfja sjúklingar strax við fæðingu ,að því er talsmaður heilbrigðisyfir- valda borgarinnar Dr. Alonzo Yer by tilkynnti t dag. Börnin hafa erft eiturlyfjasýkina frá mæðrum sínum sem nota eiturlyf. Nokk ur barnana létust af þessum sök- um, en hægt var að bjarga öðrum. Yerby sagði, að ástæða væri tii að óttast, að tala barna, sem eru eiturlyfjasjúklngar þegar við fæð ingu, væri mun hærri. Lét han:: að því liggja að bæta mætti 400 —500 börnum við fyrri töluna sem er hin opinbera tala. Harxn sagði einnig, að tala þessi tæri stöðugt hækkandi j New York. Barn, sem vanizt hefur á eitur lyfjanayzlu í móðurkviði, líður miklar kvalir, þegar það fær ekki lengur eituriyf eftir fæðinguna •

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.