Tíminn - 18.03.1966, Qupperneq 2
TÍMINN
FOSTUDAGUR 18. marz 1966
Castro rekur samstarfs-
menn sína úr embættum
NTB-IIavana, fimmtudag.
Fidel Castro, forsætisráð-
herra Kúbu, rak í dag trygg-
asta samstarfsmann sinn, jafn-
framt því, að fjölmargir leið-
togar kúbanska kommúnista-
flokksins voru handteknir.
Ástæðan er sú, að þeir eru
taldir hafa stundað eins konar
„play-boy“-líf.
Hér er um að ræða Efigenio
Ameijeriras, sem er aðstoðar
varnarmálaráðherra. Hann hef
ur einnig misst stöðu sína í
hernum og verið rekinn úr
kommúnistaflokknum. Verður
hann dreginn fyrir herrétt.
Kommúnistaflokkurinn hóf
nýlega víðtæka herferð gegn
hinu ljúfa lifi kommúnistaleið-
toga. Fyrir tveim dögu'm síðan
réðist Castro í ræðu mjög
harkalega á leiðtoga þá, sem
eyddu miklum tíma í að dansa
og drekka í samkvæmum, sem
sendiráð kapitalista í Havana
héldu, og þar sem gagnbyltinga
kenndar skrítlur og klámsögur
séu sagðar.
HERMENN HRÆÐ-
AST OG Fl ÝJA
Fréttír af landsbyggðinm
SJ, Patreksfirði.
Afli hefur verið hér svipaður
og annars staðar, en slæm tíð hef-
ur hamlað bátunum. Mikill fjöldi
báta stundar nú veiðar á Breiða-
fjarðarmiðum og lætur nærri að
þar séu 1000 netatrossur í sjó,
þegar mest er. Togarar eru á
veiðum á sömu slóðum og eru
sjðmenn hér margir uggandi um
fiskimiðin.
Tálknafjarðarbátarnir hafa orð-
ið fyrir talsverðu tjóni af völdum
Ráðleggingarstöð í
hjúskaparmálum
Ráðléggingarstöð í hjúskapar-
málum hefur verið rekin á vegum
þjóðkirkjunnar um eins árs skeið.
Hefur síra Hjalti Guðmundsson
veitt henni forstöðu. Hann er nú
fluttur til nýs embættis úti á landi.
Hefur síra Erlendur Sigmundssón
áður prófastur á Seyðisfirði verið
ráðinn forstöðumaður stofnunar-
innar.
Ráðleggingarstöðin er til húsa
á Lindargötu 9 og hefur síra Er-
lendur viðtalstíma á þriðjudögum
og föstudögum kl. 5—6 e.h.
Biskupsstofa.
togaranna, sem hafa skemmt og
eyðilagt fyrir þeim heilar neta-
trossur. Er óhætt að segja að tjón-
ið hafi numið hundruðum
þúsunda.
Hér er fært um allar sveitir
og opið hefur verið yfir Hálfdan
yfir á Bíldudal annað veifið í vet-
ur.
KS, Eskifirði.
Hafin er hér bygging sDdar-
bræðslunnar og er von á 50 mönn-
um í næstu viku frá Vélsmiðjunni
Héðni í Reykjavík til þess að
vinna við bygginguna.
Vinna hefur verið nóg hér í vet-
ur við frystihúsið, hafnargerð o.fl
Breytingar á ferðum
Eimskipafélagsskipa
FB-Reykjavík, fimmtudag.
Á síðastliðnu sumri urðu nokkr-
ar breytingar á ferðum skipa Eim-
skipafélagsins frá útlöndum til
ýmissa hafna hér á landi.
Var höfnunum skipt niður í aðal-
og aukahafnir, og komu skipin til
þessara hafna eftir sérstökum regl-
um. Af þeirri reynslu, sem síðan
hefur fengizt, hefur nú verið
ákveðið að sum áætlunarskipanna
frá Evrópu komi reglulega við í
Vestmannaeyjum, Siglufirði, Húsa
Tónverk Hallgríms Helgasonar á efnisskrá með
Strawinsky.
Víðfrægt músíkforlag kynnir verk hans.
Hinn 15. febrúar var á útvarps-
hljómleikum í Berlín flutt fslenzk
svíta fyrir strokhljómsveit eftir
Hallgrím Helgason. Önnur verk
á efnisskrá voru Nocturne con-
certante fyrir píanó og hljómsveit
eftir Carlernst Ortwein og kon-
sert í D-dúr fyrir strokhljómsveit
eftir Igor Strawinsky. Stjórnandi
var Dietrich Knothe.
Þetta tónverk Hallgríms hefur
nú verið tekið upp í músíkforlag-
ið Breitkopf & Hartel í Wiesbad-
en og Leipzig, en það er hið elzta
nú starfandi útgáfufyrirtæki í þess
ari grein, stofnað 1719. Er það
mikils metið víða um heim fyrir
klassískar útgáfur á verkum m.a.
Beethovens og Sibeliusar.
Sama forlag hefur einnig gert
samning við dr. Hallgrím um verk
hans Intrada og Kanzóna. Fyrir
nokkru var það flutt af fílharmón-
ísku hljómsveitinni í Kraká í Pól-
landi undir stjórn dr. Vaclav Smet
acek, sem hér á landi er að góðu
kunnar sem frábær hljómsveitar-
stjóri. Um höfundinn stendur m.a.
í efnisskránni: „Hallgrímur Helga-
son er í röð fremstu tónlistar-
manna íslenzkra. Af stærri hljóm-
sveitarverkum hans má nefna for-
leikinn Snorri Sturluson og verk
það, er hér verður flutt, Intrada
og Kanzóna, en það er fyrsta ís-
lenzka tónverkið, sem hljómsveit
okkar hefur flutt. Þetta verk var
samið 1952, er tónskáldið dvaldi
í Danmörku, og var frumflutt
sama ár af Tivoli-hljómsveitinni
undir stjórn höfundar. Hallgrímur
Helgason hefur útsett fjölda ís-
lenzkra þjóðlaga, en þangað sækir
hann oft mótív í tónsmíðar sínar,
sem hann þó jafnframt umsemur
í anda tempraðri strauma nútíma-
tónlistar."
Músíkgagnrýnandi blaðsins
Echo í Kraká ritar um konsertinn:
„Hljómleikarnir hófust með því
að flutt var hið fjörmikla verk
Mussorgskis „Dögun við Moskvu-
fljót" undir stjórn Smetaceks,
þar næst píanókonsert Brahms í
d-moll, og er Malcuzynski hafði
lokið leik sínum og Smetacek var
orðinn einn eftir á vigvellinum,
voru flutt Itrada og Kanzóna eft-
ir Hallgrím Helgason og 2. sin-
fónía Pavels Borkovec. Fyrra verk
ið (þetta er fyrsti flutningur þess
hér) er athyglisverð tónsmíð ís-
lenzks tónskálds, sem er mjög lítt
þekktur hjá okkur, og var það
nýstárlegur viðburður á hljóm-
leikum gærdagsins. Aftur á móti
var verki Pavels Borkovec, full-
trúa eldri kynslóðar núlifandi
tékkneskra tónskálda heldur dauf-
lega tekið af áheyrendum. ‘
vík, Seyðisfirði og Norðfirði auk
aðalhafna. Skip Eimskipafélagsins
geta einnig komið við á öðrum
höfnum á ströndinni, þegar um
stærri vörusendingar er að ræða,
en þá þurfa innflytjendur að til
kynna fyrirfram um slíka flutn-
inga, svo hægt sé að haga ferð-
um skipanna þannig, að losun geti
farið fram á endanlegum
ákvörðunarstað án umhleðslu, en
í slíkum tilfellum er strandferða-
farmgja-ld fellt niður.
Nú á næstunni mun Fjallfoss
taka vörur til flutnings frá Kaup-
mannahöfn, Gautaborg og Krist-
iansand til hafna á ströndinni. Á
sama tíma mun Askja lesta í Rott-
erdam, Hamborg og Hull. Skip
þessi eða önnur í þeirra stað, mun
lesta erlendis með um það bil
þriggja vikna millibili.
NTB-Saigon, fimmtudag.
Tilkynningar hafa borizt til Saig
on þess efnis, að ofsahræðsla, og
víðtækur flótti hermanna hafi átt
sér stað við Ashau á dögunum,
þar sem mjög harðir bardagar áttu
sér stað milli hermanna stjórnar-
innar í Saigon og bandarískra her-
manna annars vegar og hermanna
Viet Cong og Norður-Vietnam
hins vegar. Segja góðar heimildir
að yfirmenn bandaríska herliðs-
ins í Suður-Vietnam hafi fyrirskip-
að ýtarlega rannsókn í málinu,
en stöð þessi er undir stjórn
Bandaríkjanna.
Sumar tilkynningar segja, að
bandarískir hermenn, sem komu
til að flytja hermennina á brott,
hafi s-kotið á nokkra stjórnarher-
FORSETAHEIM-
SÓKNIN TIL ÍSRAEL
FB-Reykjavík, fimmtudag.
Á mánudaginn flýgur forseti ís-
lands, hr. Ásgeir Ásgeirsson
áleiðis til ísrael frá Kaupmanna-
höfn, og er búizt við að hann
komi til Tel-Aviv klukkan 14.10
og hefst þar með hin opinbera
heimsókn hans til fsraels. Forset-
inn fer aftur frá ísrael miðviku-
daginn 30. marz eftir níu daga
dvöl þar.
Á þriðjudaginn mun forsetinn
skoða sig um í Tel-Aviv, en þaðan
Verður farið til Ashkelon í stutta
kynnisför. Næstu daga verður far-
ið til Cesarea, Massadah og Beer
Sheba en á föstudaginn fer for-
setinn og fylgdarlið hans til Nasar
et og Tiberias og á laugardaginn
siglir hann um Genesaretvatnið.
Á sunnudag heimsækir hr. Ásgeir
Ásgeirsson Kibbutz eða samyrkju-
bú fyrir utan Haifa, og farið verð-
ur í kastala, sem krossfarar reistu
þar í borg. Haldið verður til Jerú-
salem á mánudagsmorgun og borg-
in skoðuð næsta dag; Forsætis- og
utanríkisráðherrar ísrael munu
ganga á fund forsetans á meðan
hann er í Jerúsalem, og einnig
mun forsetjnn ganga á fund Shaz-
ar forseta fsrales.
Haldið verður frá ísrael á mið-
vikudag, 30. marz.
Framhald á 14. síðu.
FRÆÐANDI FUNDUR UM
BARNAVERNDARMÁL
Lögfræðingafélag íslands hélt
fjölmennan félagsfund'15. þ.m. í
Tjarnarbúð, þar sem rædd voru
barnaverndarmál og frumvarp til
laga um vernd barna og ung-
menna. Frummælendur voru þeir
prófessor Ármann Snævar, háskóla
rektor, og Ólafur Jónsson, full-
trúi lögreglustjóra. Prófessor Ár-
rnann flutti ítarlegt og froðlegt
erindi, þar sem hann meðal ann-
ars skýrði hugtakið barnavernd,
og rakti sögu og þróun bama-
verndarmála hér á landi og víðar.
Þá vék hann að frumvarpi til
laga um vernd barna og ungmenna
sem borið var fram á alþingi árið
1964 og reifaði þau nýmæli, sem
það geymdi, en prófessor Ármann
Snævar átti sæti i nefnd þeirri,
sem frumvarpið samdi. Frumvarp
þetta hlaut ekki afgreiðslu á því
þingi.
Ólafur Jónsson, fulltrúi lögreglu
stjóra, sem hefur verið formaður
barnaverndar Reykjavíkur undan-
farin fjögur ár, gerði í glöggu er-
indi grein fyrir störfum barna-
verndarnefndar og lýsti þeim
vandkvæðum, sem þær ættu við
að stríða vegna skorts á þeim
stofnunum og starfsliði, sem nauð-
synlegt væri til að sinna barna-
verndarmálunum á viðunandi hátt.
Þó hefði talsvert áunnizt í þessum
efnum i Reykjavík upp á síðkast-
ið og verið væri að vinna að frek-
ari úrbótum.
Þá tóku til máls þeir dr. juris
Gunnlaugur Þórðarson og prófess
or Símon Jóh. Ágústsson, en þeir
áttu og sæti í nefnd þeirri, sem
samdi umrætt frumvarp. Fundin-
um stjórnaði form. félagsins Þor-
valdur Garðar Kristjánsson.
Góður rómur var gerður að máli
ræðumanna, sem lögðu allir
áherzlu á mikilvægi þess fyrir þjóð
félagið, að góð rækt væri lögð
við barnaverndarmálin og nauð-
syn þess að hlú betur að þeim
málum en gert hefur verið, og
þá einkum að auka félagslega
þjónustu i því sambandi og bæta
starfsskilyrðin.
menn, sem vildu komast upp í
yfirfylltar þyrlurnar, sem fluttu
hermennina á brott úr herstöð-
inni. Er sagt, að tvær bandarískar
þyrlur hafi hrapað af því að of
margir tróðust upp í þær.
Kvikmynd um sjón-
varpsmyndir
Á morgun, laugardag, verður
kvikmyndasýning á vegum félags-
ins Germanía og þar sýndar frétta
myndir frá helztu viðburðum í
Vestur-Þýzkalandi í þessum og síð-
asta mánuði, þ.á.m. frá kappreið-
um í Berlín og frá sýnirigu um
skautahlaup, er sýnir þróun þess-
arar íþróttar í fimm aldir.
Fræðslumyndir verða einnig
þrjár. Er ein þeirra um skordýrin.
Önnur er um tréskurð og aðra
listsiköpun í samræmi við fyrir-
myndir úr náttúrunni. En sú
fræðslumyndin, sem væntanlega
vekur mesta athygli hér, er upp-
taka mynda fyrir sjónvarp, hvern
undirbúning þarf við að hafa í
því sambandi, hvernig valdar eru
til skiptis myndir frá hinum ýmsu
myndavélum og annað þar að lút
andi.
Kvikmyndasýningin er í Nýja
bíó og hefst kl. 2 e.h. Öllum er
heimill aðgangur, börnum þó ein-
ungis í fylgd með fullorðnum.
Vídalíns
minning í
Skálhoiti
Á sunnudaginn kemur 20. marz,
verður Jóns biskups Vídalíns
minnzt við guðsþjónustur í öllum
kirkjum landsins, en nú eru liðin
rétt þrjú hundruð ár frá fæðingu
hans.
Minningarhátíð verður í Skál-
holtsdómkirkju á sunnudagskvöld
kl. 9. Þar flytur dr. Steingrímur
J. Þorsteinsson, prófessor, erindi
um meistara Jón. Þá mun biskup-
inn, herra Sigurbjörn Einarsson,
lesa upp úr postillu Vídalíns. Einn
ig mun síra Bernharður Guðmunds
son lesa upp. Auk þessa verður
orgelleikur og söngur. Guðjón Guð
jónsson, stud. theol., leikur á orgel
ið. Skálholtskórinn og guðfræði-
stúdentar syngja undir stjórn dr.
Róberts A. Ottóssonar, söngmála-
stjóra. Forsöngvari verður Krist-
inn Hallsson. Þá verður almennur
söngur og bænagjörð, sem sókn-
arpresturinn, síra Guðmundur Ó.
Ólafsson, annast.
Öllum er heimill aðgangur að
þessari minningarhátíð í Skálholti.
í tilefni þessarar Vídalínsminn-
ingar hefur Skálholtsdómkirkja
verið flóðlýst. Lýsingu þessa hef-
ur frú Anna Johnsen, ekkja Gísla
J. Johnsen, stórkaupmanns, gefið
til minningar um eiginmann sinn.
í ráði er að á vegum Skálholts-
staðar verði gerð vönduð mynd
af meistara Jóni Vídalín og verði
hún til sölu.
Einnig er ráðgert að gefa út
á þessu ári minningarrit um hann
með völdum kjarnyrðum úr ritum
hans.
(Frá Biskupsstofu).