Tíminn - 22.03.1966, Qupperneq 1

Tíminn - 22.03.1966, Qupperneq 1
Miklir bardagar voru í dag í SuSur-Víetnam, og skýra talsmenn bandaríska herliðsins þar svo frá, aS miklS mnnfall hafi orSiS f liSi Viet Cong-manna. AS undanförnu hefur oft komið til bardaga rétt fyrir utan Saigon, og er mynd þessi tekin á þvf svæSi. Sýnlr hún hermenn Saigonstjórnarinnar aS leita uppi Viet-Congmenn. Heimsbikarinn ófundinn N*EB—London, mánudag. Heimsbibarinn, sem stolið var á sunnudagrnn, hefur enn ekki fnndizt. Bikar þessi, sem er veg- legasti bikar knattspyrnunnar, og er -tryggður fyrir 30 þúsund pund eða 3.6 milljónir króna, er 30 sentimetrar á hæð og gerður úr gulli. Brezka knattspyrnusamband ið, sem er gestgjafinn við neims meistarakeppnina í knattspyrnu í sumar, hefur lofað að láta gera nýjan bikar, alveg eins. Sagði talsmaður sambandsins, að þjófn aðurinn hafi bakað sambandinu, og Bretlandi, svívirðingu. Bikar- inn var á sýningu hjá stórfyrir- Framhald á bls. 22. FINNSKU ÞINGKOSNINGARNAR: Mikill sigur jafnaðarmanna NTB—Helsingfors, mánudag. ( Þegar lokið hafði verið við að telja 68% atkvæða í finnsku kosn ingunum, var Ijóst, að jafnaðar- menn höfðu unnið mikinn sigur,, unnið 16 þingsæti. Sósíalistísku flokkarnir fá eftir þessum tölum | að dæma 103 þingsæti gegn 97; þingsætum borgaralegu flokk- \ anna. Kjörsókn var mjög mikil um ! 83%. Áður en kosningarnar fóru fram höfðu borgaralegu flokkarnir 113 þingsæti gegn 87 þingsætum sós- íalistísku flokkanna, þannig að borgaralegu flokkarnir hafa tap að 16 þingsætum til jafnaðar- manna. Sigur jafnaðarmanna varð mun meiri en gert var ráð fyrir. Jafn aðarenannaflokkurinn er nú stærst ur með 54 þingsæti, en hafði áð- ur 38. Allir aðrir flokkar töpuðu atkvæðum, en útkoman er bezt hjá kommúnistum, og virðist sem þeir haldi sama þingsætafjölda og þeir höfðu, 47 talsins. Miðflokkurinn, sem hefur verið aðalflokkur í rikisstjórn í Finn- landi í mörg ár, tapar sennilega þrem þingsætum, fær nú 50 þing sæti, en hafði áður 53. íhalds- flokkurinn fer sennilega verst út úr kosningunum, og er gert ráð fyrir að hann tapi fimm þingsæt- um. Snemma við talningu kom í ljós að sigur jafnaðarmanna yrði mife ill. Jafnaðarmenn geta nú gert Framhald á bls. 22. 80-90 fórust í jarðskjálfta NTB—Fort Portal, mánudag. Opinberlega er talið, að um 80 —90 manns hafi látið lífið í jarð skjálftunum í Vestur-Uganda um heigina, að sögn brezka útvarps ins. Hluti þeirra mörgu, sem særðust, var í dag fluttur til Fort Portal í þyrlum. Bwamba-héraðið í Uganda varð verst úti í jarðskjálftanum og einn frekar lítill bær lagðist al- veg í rúst. Sjö skólar hrundu til grunna, og a.m.k. tvær trúboðsstöSvar skemmdust verulega. Skipað í embætti um- dæmisstjóra GS—ísafirði, mánudag. í dag var Hirti Jónssyni end anlega veitt embætti umdærn isstjóra Landssímans hér á ísa firði, en fyrirrennari hans í embætti, Maríus Helgason, hef ur tekið við stöðu umdæmis- stjóra á Akureyri. Hjörtur Jónsson er ísfirðing ur að ætt og uppruna, sonur Jóns Grímssonar. Fátt er héðan annað frétta, en í gær var hér vestanhríð með mikilli snjókomu, og varð að fresta firmakeppni á skíð- um sem fara átti fram á sunnu dag. Bátar, sem voru að veiðum á Breiðafirði, fengu vont veð- ur og gátu ekki dregið fyrr en á þriðja degi, en komu flestir inn í gær með allgóðan afla. Á jeppum yfir Fjarð- arheiði. IH—Seyðisfirði, mánudag. Hér er gott veður í dag og glaðasólskin. Færðin er nú að- eins léttari en að undanfömu og fóru menn á nokkrum jeppabifreiðum yfir Fjarðar- heiðL Óku þeir í ýtuförum og gekk veí alla ieiðina. 1 Lögbirtingi, sem kom út fyrir nokkru, voru auglýst 8 laus prestaköll, en það vakti athygli manna, að Seyðisfjörð ur er ekki nefndur, þó að við höfum verið prestslausir hér síðan í fyrrasumar. Veltir margur Seyðfirðingur því fyr ir sér, hvers við eigum að gjalda. Nýtt sjóstangaveiði- félag. GS—Keflavík, laugardag. Undanfarið hefur verið á- gæt tíð hér til sjóróðra og afli heldur að glæðast í netin. Koma bátarnir með 8—16 tonn í róðfi af heimamiðum. Mest- an afla koma stóru bátarnir með af Breiðafjarðarmiðum, jafnan 20—50 tonn í róðri. í vikunni kom Lómur með rúm 70 tonn, sem er metróður þess arar vertíðar. Um miðjan þenn an mánuð var Lómur aflahæst ur Keflavíkurbáta með 323 tonn. Tvö skip, Vonin og Hamravík, stunda enn loðnu- veiðar, og hafa samanlagt feng ið um 60 þúsund tunnur frá áramótum, auk nokkurs þorsfe- afla. Nýverið var stofnað hér stangveiðifélag sem hlaut nafn ið Sjóstöng. Á stofnfundi mættu 22. Félaginu voru sett lög og kosin sjö manna stjóm. Ákveðið var að halda stofn- lista opnum til vors. Tilgangur félagsins er að greiða götu manna að sjóstangveiðimótum ennfremur að útvega báta til veiðiferða. Lionsklúbbur Keflavíkur af henti nýlega héraðslækninum, Kjartani Ólafssyni, mjög full kemið sjónprófunartæki til notkunar í Keflavík og ná- grannabyggðalögunum. Við- staddir afhendinguna voru skólastjórar umræddra staða. Starfsemi Lionsklúbbsins er til mikils sóma, þeir hafa áður gefið veglegar gjafir til ým- issa stofnana, svo sem elliheim ilis og sjúkrahúss, einnig stutt bágstatt fólk dyggilega. Sæmileg færð á Héraði HA—Egilsstöðum, mánudag. Færð hefur mikið skánað hér á Héraði. Vegir hafa verið opn aðir að Hallormsstað, Eiðum, norður að Jökulsárbrú og bil- fært á flesta staði. Veður er kalt, en stillt og sólskin. Á laugardagskvöld var hald in ársihátíð Eiðaskóla, og komu þá níu stúlkur gangandi hing að til Egilsstaða frá Hallorms- stað. Hreindýr sást á laugardag í hagagirðingunni hjá Strönd, sem er 20 kílómetra fyrir inn- an Egilsstaði, en þau virðast lifa sæmilegu lífi. Tengdasonur óskast í gærkvöldi frumsýndi Ung mennafélagið Skallagrímur leikritið „Tengdasonur óskast” eftir William Douglas Home. Frumsýningin var haldin í sam komuhúsinu í Borgarnesi, og var húsfyllir, og var leiknum vel tekið. Leikstj. er að þessu sinni Hilmar Jóhannesson, en með hlutverk fóru þau Þórður Magnússon, Freyja Bjamadótt- ir, Guðrún Helgadóttir, Sigríð ur Héðinsdóttir, Margrét Guð- mundsdóttir, Unnsteinn Ara- son og Hilmir Jóhannesson. Þýðingu leikritsins hefur Skúli Bjarkan gert. Leiklistarlíf hefur legið í dvala um nokkurt skeið í Borg arnesi og er því almennur á- hugi og ánægja hjá Borgnes- ingum yfir því, að líf skuli vera að færast í starfsemina á ný. Þess má geta, að leikritið „Tengdasonur óskast“ var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1959. Öllum boðið á kvik- myndasýningu PK—Hvolsvelli, mánudag. S.l. föstudagskvöld voru tekn ar í notkun nýjar kvikmynda- sýningarvélar í félagsheimilinu hér að Hvoli. Var öllum íbúum sveitarinnar boðið á frumsýn ingima, sem var þéttsettin. Áð ur en sýningin hófst, flutti odd viti hreppsins, Páll Björgvins- son, ávarp, og skýrði frá kostn- aði við vélakaupin, en kvik- myndavélarnar eru vestur-þýzk ar af fullkomnustu gerð. Breið tjaldið er frá Bretlandi. Uppsetningu vélanna sjálfra annaðist Gunnar Þorvarðarson frá Reykjavfk, en margir af iðnaðarmönnunum hér á Hvols velli lögðu hönd að verki við breytingar, svo og raflagnir. Framvegis verða kvikmynda- sýningar á föstudagskvöldum. Fyrsta myndin, sem sýnd var, heitir Jessica, og' þótti hin skemmtilegasta. Sýningarstjóri er Erlingur Ólafsson, Hvols- velli. Myndarlegur fagnað- ur kvenfélaga PE—Hvolsvelli, mánudag. S.l. laugardagskvöld bauð Kvenfélag Fljótshlíðarhrepps konum úr Kvenfélaginu Ein- ingu í Hvolhreppi ásamt körl um sínum til myndarlegs fagn aðar í félagsheimilinu að Goða landi í Fljótshlíð. Auk veglegra veitinga buðu kvenfélagskonurnar upp á hin fjölbreyttustu skemmtiatriði, sem öll yoru heimaunnin og tókust með ágætum. Byrjað var á félagsvist, síð- an voru leikþættir, gamanví-sna söngur og síðan fluttu tvær konur hluta úr Jörundi hunda- dagakonungi eftir Þorstein Er- lingsson. Einnig var lesin draugasaga og voru ljósin myrkvuð á meðan. Að dagskrá lokinni var stig inn dans lengi nætur. Sam- koma þessi var öllum, sem að henni stóðu, til hins mesta sóma, og sýndi, hve víða leyn ast ágætir skemmtikraftar, og hvað hægt er að gera í dreif býlinu, þegar góður vilji er fyrir hendi. Til dæmis kom þama á fjalirnar í fyrsta sinn sjötug kona, Katrin Jónasdótt ir, húsfreyja að Núpi, og fói með hlutverk sitt af reisn og myndugleik. V. Á V A.-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.