Tíminn - 22.03.1966, Side 3

Tíminn - 22.03.1966, Side 3
ÞREDJUDAGUR 22. marz 1966 TÍMIWW 15 Á laugardaginn var hátíðarsýning á leiknum Hús BernörSu í ISnó. Sýningin var tileinkuS Regínu ÞórSardóttur leikkonu, sem fer meS aSalhlutverkiS, en hún á um þessar mundir 35 ára leikafmæli. Á miSvikudaginn verSur síSasta sýningin á Húsi BernörSu Alba. Myndin hér aS ofan er af leikkonunni og blómunum, sem hún fékk á hátíSarsýningunni. (Tímamynd Bi. Bj. Hæstaréttardómur vegna uppsagnar lögregluþjóns UPPSÖGNIN EKKI TALIN ÓLÖGMÆT H2riBeykiavík Hæstiréttur kvaS nýlega upp úrskurS í málinu Einar Ingi- mundarson gegn utanríkisráð- herra og fjármálaráðherra f.h. rík issjóðs og gagnsök. Saga þessa máls er sú, að Einar Ingimundarson var árið 1956 skip aður lögregluþjónn í lögreglu- liði Keflavíkurflugvallar. Svo árið 1961 var samþykkt að fækka í ríkislögreglunni á Keflavíkur- flugvelli, og var þá Einar leystur frá störfum frá og með 1. jan- úar 1962, sbr. bréf utanríkisráð herra. Jafnframt voru honum greidd ar kr. 40.460.40 og sagði í bréf- inu, að greiðsla þessi væri „laun í 6 mánuði samkvæmt launa lögum ásamt næturvinnuálagi." í bréfi þessu er einnig getið um, að ráðuneytið muni reyna að greiða fyrir því að stefnandi komist í lögregluþjónsstöðu ann ars staðar, ef þess verði óskað. Ekki segir Einar, að sér hafi verið boðið starf hjá rikinu eftir 1. janúar 1962. Ekki hafi sér held ur verið gefinn kostur á þeim lögregluþjónsstöðum, sem losn- að hafi eftir þennan tíma og ráð ið hafi verið í. Kröfur Einars voru: Aðalkrafa: Brottvikning hans úr starfi verði dæmd ólögmæt og honum verði dæmdar bætur að fjárhæð kr. 1.57 milljónir. Varakrafa: Verði brottvikning in dæmd ólögmæt verði dæmt að greiða bætur að upphæð kr. 618 þús. Þrautavarakrafa: Að gagn áfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 32.699.91. Einnig krafðist Einar 7% ársvaxta af fjár hæð þeirri, sem dæmd kynni að verða frá 1. janúar 1962 og svo málskostnaður úr hendi gagn- áfrýjanda, bæði fyrir héraðs- dómi og Hæstarétti. í dómi Hæstaréttar segir svo: „Verður eigi talið, að upp- sögnin hafi verið ólögmæt sam kvæmt 4. og 11. gr. laga nr. 38 1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins." Varakröfur Einars voru í ellefu liðum og voru honum dæmdir sex þeirra, það er: 1. Föst laun jan.-maí kr. 28.538.20 2. Föst laun júní kr. 6.351,47 5. Næturvinnuálag kr. 6.214.56 7. Helgidagauppbót og áhættuþóknun kr. 1.109.16 8. Sumarleyfi fyrir næstliðið orlofsár kr. 6.453.28 10. Sumarleyfi frá 1961 kr. 2.185.76 Samtals kr. 50.852.43 Áður hafði Einar fengið kr. 40.460,40 eins og fyrr er sagt. Því var dómsorðið á þá lund, að Einar fengi mismuninn, þ.e. kr. 10.392.03 ásamt 7% ársvöxt um frá 1. janúar 1962 til greiðslu dags og einnig var ríkissjóði gert að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 25.000.00. BILUN í STRENG OLLI RAFMAGNSLEYSI í KÓPAVOGI SJ-Reykjavík, mánudag. Um kl. 9 í kvöld fór rafmagn af mestum hluta Kópavogskaup- staðar. Við eftirgrennslan kom í ljós, að strengur við spennistöð í svonefndri Skálaheiði hafði brunnið og við það varð straum- rof víðar. Ekki er búizt við að við- gerð Ijúki fyrr en með morgnin- um. Lengst var rafmagnslaust á svæði við Álfhólsveg og Digranes- veg. f JÚNAS RITHÖFUNDUR ÁRNASDN LEIK- UR SKUGGA-SVEIN I BORGARFIRÐI GB-Reykjavík, mánudag. Ungmennafélag Reykdæla hélt frumsýningu á Skugga- Sveini eftir Matthías Joch- umsson sl. Iaugardagskvöld að Logalandi í Borgarfirði. Leik stjórar voru Andrés Jónsson, bóndi í Deildartungu og Jónas Árnason rithöfundur og kenn- ari í Reykholti, og lék Jónas aðalhlutverkið, en leikendur auk hans eru bændur og hús freyjur og ungt fólk af bæj- um í Reyklioltsdal og nærsveit um og fékk sýningin forkunn argóðar viðtökur. Salurinn var fullsetinn löngu áður en sýning hófst, fyrst og fremst af innan sveitarfólki en auk þess fóru í hópferð úr Reykjavík gamlir Borgfirðingar og kunningjar Jónasar, m.a. blaðamaður Tímans. Leikendum voru færð blóm í leikslok klukku- stund eftir miðnætti. Þá voru sett upp veizluborð í salnum og sátu leikendur og annað starfsfólk sýningarinnar og gestir úr Reykjavík f góðum fagnaði við ræður og söng fram að óttu, er staðið var upp frá borðum og menn og ken ur héldu til síns heima. Tíminn á morgun mun birta myndir og nánari frásögn af sýningunni og veizlunni. Jónas Árnason I hlutverki Skugga-Sveins. Tímamynd-GB STJÓRNIN ST0FN- AR NÝTTEMBÆTTI í samræmi við stefnuyfirlýsingu forsætisráðherra á Alþingi 13. okt. sl. hefur ríkisstjórnin gert skipulagsbreytingu á starfsemi f j ármálaráðuneytisins. Sett verður á fót sérstök fjár- laga- og hagsýslustofnun inn an fjármálaráðuneytisins. Stofn unin lýtur beinni yfirstjórn fjár málaráðherra, hliðstætt Ríkis- endurskoðun og Hagstofu ís- lands. Forstöðumanni hinnar nýju stofnunar hefur verið ákveðið embættisheitið hagsýslustjóri ríkisins. Hin nýja stofnun tekur við öllum þeim verkefnum fjármála ráðuneytisins, sem snerta undir búning og setningu fjárlaga og yfirumsjón með framkvæmd þeirra. Sem hluta af því starfi er stofnuninni ætlað að fara með mál, sem horfa til umbóta í rekstri ríkisins og hafa frumkvæði að rannsóknarstarfsemi á því sviði. Með því að skilja þessi störf frá umfangsmiklum störfum að alskrifstofu fjármálaráðu- neytisins við yfirstjórn skatt- og tollheimtu, starfsmannahalds fjárgreiðslna úr ríkissj óði, bók- halds o.s.frv., og fá þau sérstakri stofnun er að því stefnt, að Framhald á bls. 22. NÝTT FRÍMERK! Nýtt frímerki verður gefið út þriðjudaginn 26. apríl n.k. Verð ur það með mynd af íslenzka ern inum .Verðgildi þess er 50 krón- ur. Af öðrum frímerkjum, sem fyr irhugað er að gefa út á þessu ári, má nefna frímerki með lands- lagsmyndum. Koma þau vænt anlega út snemma í sumar. Næsta frímerki verður Evrópufrímerk- ið, sem kemur út 26. septem- ber og verður það að þessu sinni með mynd eftir þýzku lista mennina Josef og Gregor Bend er. Þá er og fyrirhugað að gefa út síðar á árinu frímerki í til- efni af 50 ára afmæli Hins ís- lenzka bókmenntafélags. Óburðug verka- Ivðsráðstefna íhaldið efndi til verka lýðsráðstefnu sl. sunnudag í félagsheimilinu Stapa Ytri- Njarðvík, sem er stærsta félagsheimili landsins. Var vel til alls undirbún- ings vandað, miklar aug- lýsingar og símahringing- ar í allar áttir og verka lýðsforingjar á borð við Matthías Á. Matthiesen, Hafnarfirði, Kristján Guð laugsson, Keflavík og Gunnar Helgason af aðal skrifstofum flokksins í Reykjavík, fengnir til að flytja fyrirlestra um verka lýðsást íhaldsins! En eitthvað virðist hafa vantað til að vekja áhuga manna á samkundu þess- ari, því að fjöldi fundar- manna varð aldrei meiri en 21 að ræðumönnum öllum meðtöldum. Leystist sam koman enda brátt upp og það voru framlágir verka lýðsforingjar, sem sneru til Reykjavíkur að ráð- stefnunni endaðri. Þannig fór um sjóferð þá og er allsendis óvíst, að íhaldið á Suðurnesjum leggi upp í aðra ferð næstu vikurnar a.m.k.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.