Tíminn - 22.03.1966, Page 6

Tíminn - 22.03.1966, Page 6
TJMINN ÞRIÐJUDAGUR 22. marr 1966 L8 Ræða Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur á pressuballinu: DÝRMÆT MENNINGARÁHRIF Æ 00 HAFA A OLLUM TIMUM BORIZT MILLIÍSLANDS OG DANMERKUR GÓHir veizlugestir! Ég þakka heimboðið til íslands. Það er mér og konu minni ánægja að vera viðstödd árshátíð Blaða- mannafélags fslands í kvöld. Margt er sameiginlegt með lönd um okkar. Sameiginlegt með okk- ur er hið lýðræðislega lífsviðhorf. Við eigum sameiginlegan norræn- an uppruna. Við eigum einnig langa sameiginlega sögu, og bæði löndin eru aðilar að Atlantshafs- bandalaginu og standa saman í norr. samvinnu. ísland er einn ig eitt af þeim fáu löndum utan Danmerkur, þar sem lögð er stund á danska tungu. En mig langar að fara nokkrum orðum um þau mál, sem snerta sögu landanna. Því er ekki að leyna, að sameiginleg saga okkar hefur verið allt annað en snuðru- laus. Danir réðu löngum mestu eða öllu, meðan löndin lutu sömu stjórn, og á því er enginn vafi, að við höfum gerzt sekir um af- brot gegn frændum vorum, en sem betur fer, er það allt liðin saga. Mig langar til að nota tækifær- ið til að hylla íslenzku þjóðina vegna þess,. hvernig hún hefur komið til móts við Dani og sýnt vilja á að draga fjöður yfir þessa liðnu atburði, og einnig vegna þess, hverníg íslenzku þjóðinni hefur tekizt að byggja upp nýtt þjóðfélag og traustan efnahag, þeg ar hún öðlaðist sjálfstæði, og hef- ur getað breytt fslandi í vestur- evrópskt velferðarríki. Ennfremur hafa íslendingar getað skapað að nýju sjálfstæða menningu og eig- in bókmenntir, málaralist og dag- blöð. Þessar breytingar hljóta eðli- lega að eiga sér langan aðdrag- anda. Ég er hins vegar feginn þvi, að nú sé óhætt að trúa því, að eitthvert viðkvæmasta vanda- mál, sem ágreiningi hefur valdið, milli þjóða okkar, sé r.ú í þann veginn að vera til lykta leitt, og á ég þar við afhendingu íslenzkra handrita úr safni Árna Magnús- sonar í Kaupmannahöfn. Eins og menn vita, voru lögin um afhend- ingu þeirra loks samþykkt af danska þjóðþinginu síðastliðið vor. Hins vegar liggur enn ekki fyrir úrskurður danskra dómstóla um þetta mál. Ég veit, að fslending- ar álíta þessa tof óverulega mið- að við þá löngu sögu, sem þetta mál befúr að baki sér. Bæði á íslandi og í Danmörku hefðu marg ir að sjálfsögðu kosið skjótari úr- lausn, en það kann að reynast vel, einnig fyrir framtíðarsambúð Dana og íslendinga, að mál þetta verði þaulrannsakað, svo að ekki verði hægt að fullyrða »«inna, að einhver hlið þess hafi verið snið- gengin, henni gleymt, eða fjallað hafi verið um málið af léttúð, þannig að þegar þetta mál er loks til lykta leitt, örlar ekki á minnsta efa um lagalegar hliðar þess. Margvísleg dýrmæt menningar- áhrif hafa á öllum tímum borizt milli Danmerkur og íslands. Hand- ritin eru ímynd einhvers þess dýr- mætasta, sem okkur hefur borizt: Jens Otto Kragh flytor ræðu sína. þau opna okkur heim íslendinga- sagna, og af þeim höfum við öðl- azt þekkingu okkar á frelsishug- mynd Norðurlandabúa til forna og sameiginlegum hugsunarhætti þeirra. Alþing íslendinga er tví- mælalaust móðir allra þinga Norð- urlandaþjóðanna, en jafnvel á okk ar dögum hafa borizt margvísleg, dýrmæt andleg áhrif frá fslandi til Danmerkur. íslenzkir listamenn hafa gegnt mikilvægu hlutveki í menntalífi Dana nú á dögum. Samt leyfist mér vonandi að geta þess, að kynni íslendinga af menn ingu Dana hafa verið þeim lykill að menningu allrar Evrópu. fs- lendingar hafa að miklu leyti öðl azt hlutdeild í nútíma menningar- straumum Evrópu vegna sambands ins við Danmörku. Ég er þeirrar skoðunar, að þessi þróun muni halda áfram, en augljóst er, að I heimi þeim, sem vér lifum í í dag, hljóta sam- skiptin við aðrar þjóðir að verða æ nánari; jafnt flugsamgögur sem vígbúnaður- og stjórnmálaþró un í öllum löndum heims hafa haft þau áhrif, að ísland hefur færzt mjög nærri nágrönnum sínum; landafræðilegri einangrun þess er lokið. Þetta hefur í för með sér annað vandamál, sem hlýtur að skipta miklu máli fyrir bæði Dani og íslendinga, þ.e.a.s. hvert sé hlut verk Norðurlandaþjóðanna, og hver sé staða þeirra í heiminum og einkum, hver sé afstaða Norð- urlanda til pnnarra Evrópuþjóða. Ekki verður þetta mál síður fróð- legt, ef athuguð er sú þróun, sem átt hefur sér stað upp á síðkast- ið á sviði samvinnu Evrópuþjóða og innan Atlantshafsbandalagsins. Þróunin hefur sýnt okkur fram á, ag Norðurlandaþjóðirnar geti ekki einangrað sig eða staðið einar sér. Norðurlandaþjóðirnar taka allar þátt í hinni miklu alþjóðasam- vinnu með ýmsu móti. í öryggis- málum landanna hafa þær orðið að velja ólíkar leiðir: Danir, Norð- menn og íslendingar eru aðilar að Atlantshafssáttmálanum, en Svíar og Finnar hafa fylgt hlut- leysisstefnu, þó á ólíkum forsend- um sé. Þrátt fyrir ólíka utanríkis- stefnu Norðurlandaþjóðanna held ég að óhætt sé að segja, að þær hafi í sameiningu lagt fram sinn skerf til að treysta ástandið í al- þjóðamálum. Sameiginleg afstaða Norðurlandaþjóðanna til kjarn- orkuvígbúnaðar er mjög mikilvs^g í þessu sambandi. Það er enginn vafi á því, að sú staðreynd, að Norðurlandaþjóðir hafa ekki kjarnorkuvopn, stuðli mjög að öryggi i alþjóðamálum. Sama máli gegnir um sameiginlega afstöðu Norðurlandaþjóða hjá Sameinuðu þjóðunum; þar höfum við í sam- einingu áunnið okkur álit og virð- ingu annara þjóða — þó að Norð- urlandaþjóðimar hafi ekki alltaf litið sömu augum á málin, og jafn- vel þótt ágreiningur hafi orðið milli þeirra. Það verður að halda þessu samstarfi áfram og leggja sífellt áherzlu á það. Þegar við athugum vandamál Evrópu, er ég sannfærður um, að Norðurlandaþjóðunum ber að stefna að víðtækari samvinnu við hinar Evrópuþjóðiraar, jafnvel þótt þær hafi stundum eiginhags- muni £ huga, eins og skiljanlegt er, og að sjálfsögðu mega þau ekki stefna að einangrun Norður- landaþjóðanna. Að mörgu leyti má með nokk- urri sanngimi álfta þjóðfélagsfyr- irkomulag Norðurlandaþjóða eins konar fyrirmynd fyrir önnur lönd, en þegar meta á þjóðir megin- lands Evrópu, menningu þeirra og réttarfar, mega menn vara sig á því að gera lítið úr þeim, enda þótt lýðræðishugmyndirnar hafa stundum orðið að sæta sorglegum örlögum hjá þessum þjóðum. Við verðum í þessum efnum að líta fram á við og megum ekki ein blína á fortíðina. Saga liðinna tíma má ekki aftra okkur frá því að meta kosti nútímans og vinna að framtíðinni. Stjórnmál í Evrópu snúast ekki eingöngu um fjárhagslega og efna hagslega hagsmuni, eitt aðalmálið er einnig stjómmála- og menn- ingarsamband Norðurlanda við hinar Evrópuþjóðirnar. Á þessu sviði er þörf gagnrýni, en afstað- an má ekki vera neikvæð. Norræn samvinna hefur borið mikilvægan árangur — einkum í Norðurlandaráðinu, og held ég, að unnt sé að ná enn betri árangri. Norrænn andi er óbugandi, hann hefur orðið fyrir áföllum, en liflr æ. Samhugur okkar er það sterk- ur, að við megum við því að verða fyrir vonbrigðum. Gagnkvæmt traust Norðurlandaþjóðanna breyt ist ekki, áföllin hafa orðið til þess, að samvinnan mótast af meira raunsæi. Vegna þessa raunsæis er sam- vinnu okkar þannig háttað, að ekkert verður því til fyrirstöðu, að við getum náð því takmarki, sem ég held, að sé sameiginlegt öllum Norðurlandaþjóðum: víðtæk lausn margra mála í Evrópu fyrir tilstilli landanna sex í Efnahags- bandalaginu og landanna í Frí- verzlunarbandalagiu (EFTA), og hefði stærsta ríkið þar forustuna. í þessu sambandi vil ég gjarn- an geta þess, að við söknum þess, að fslendingar hafa ekki gerzt að- ilar að Fríverzlunarbandalaginu. Við skiljum vel ástæðumar fyrir hinni hikandi afstöðu íslendinga. Á sama hátt og afnám tolla og hafta innan Fríverzlunarbandalags ins ná ekki til landbúnaðarafurða, sem eru mjög mikilvæg fyrir Dani, þá ná þau heldur ekki nema að mjög litlu leyti til fiskjar og fisk- afurða, sem eru enn mikilvægari f. fslendinga, en ég vil samt láta í ljós, að við söknum íslendinga í Fríverzlunarbandalaginu, einnig vegna þess að ef íslendingar væru aðilar að samtökunum mundum við hafa alla norrænu fjölskyld- una í sama verzlunarbandalaginu. Á umbrotatímum finna menn betur til ættartengsla. Ef til vill er sannleikurinn sá, að íslending- ar og Danir standa hvor öðrum nær en nokkru sinni fyrr. Við skulum styrkja þessi tengsl, ganga til móts við sameiginlega framtíð Norðurlandaþjóðanna og annara Evrópuþjóða, og sameiginlegt tak- mark okkar skal vera aukin verzl- un landa á milli, vöxtur menning arinnar og friður landa á milli. Þessi mynd er tekin meðan setið va rundir borðum. Forsætisráðherrann fær sér af eftirréftinum. Við hlið hans situr frú Ölöf Pálsdóttir. Ljósmyndir Rúnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.