Tíminn - 22.03.1966, Side 10
22
ÞRIÐJUDAGUR 22. marz 1966
Attræður í gær:
Runólfur Þorsteinsson
Berustöðum
Áttræður varð í gær, 21. marz,
Runólfur Þorsteinsson fyrrum
bóndi á Berustöðum í Rangárv.s.
Foreldrar hans voru Ingigerður
Runólfsdóttir og Þorsteinn Þor-
steinsson á Berustöðum er þar
bjuggu alla sína búskapartíð.
Ólst Runólfur upp við starf og
eljusemi í stórum systkinahópi, en
þau voru tíu, sem upp <komust og
voru öll búsett í sveit, nema eitt,
lengi fram eftir ævi.
Eins og flest börn fyrir alda-
mót naut Runólfur lítillar skóla-
göngu í æsku, en aftur á móti
var notadrjúg sú fræðsla, sem
veitt var í heimahúsum af for-
eldrunum, enda annt um að upp-
fræða börn sín eins og möguleik-
ar leyfðu. Báru börnin þess ríkan
vott að þau voru vel að heiman
búin og nutu fyllsta trausts sinna
samtíðarmanna, hvar sem leið
þeirra lá.
Strax eftir fermingu fór Run-
ólfur til sjósóknar og reri frá
ýmsum verstöðvum sunnanlands
og á Suðurnesjum. Átti sjó-
mennskan vel við hann og hafði
hann jafnvel í huga að gera hana
að ævistarfi. Árið 1921 gekk hann
að eiga Önnu Stefánsdóttur frá
Syðri-Hömrum í sömu sveit, og
kaus hún frekar sveitastörfin.
Sama ár og hann gekk í hjóna-
bandið hófu þau búskap á hálfri
jörðinni Berustöðum á móti föð-
ur hans.
Eins og títt var um nýbýlinga
þá, var það þungur róðurinn
fyrstu árin, efnalitlum hjónum
með takmörkuðum möguleikum til
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartans þökk til þeirra, sem glöddu mig á 50 ára
afmælinu 4. marz s. 1. með heimsóknum, gjöfum og
skeytiun. Kær kveðja.
Magnús Gunnlaugsson, Stúfholti.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Magnúsar Kristjánssonar
frá Botni, Geirþjófsflrði.
Eiglnkona, systkini, börn og
tengdabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Magnúsar Auðunssonar
Kristjana Jónsdóttir, Helgi Magnússon,
Guðrún S. Magnúsdóttir, Björn Jónsson,
Heiður A. Björnsdóttir.
Elginkona mín,
Ingibjörg Jónsdóttir
Karfavogi 54, andaðist á Landakotsspítala 20. marz.
Leifur Þórhallsson.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi
Árni Magnússon
Landakoti, Sandgerði
lést að heimili sínu laugardaginn 19. mars. Jarðarförin fer fram frá
Hvalnesklrkju laugardaginn 26. marz og hefst með húskveðju að
heimlli hlns látna kl. 2 e. h.
Börn, tengdabörn, barnabörn.
Útför móður okkar,
Guðrúnar Ólafsdóttur
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. marz kl. 1,30. Blcm
vinsamlegast afbeðin en þeim, sem vildu minnast hennar er bert
á líknarstofnanir.
Axel Kristjánsson,
Georg Kristjánsson,
Ólafur Kristjánsson.
________TÍMINN_________________
heyöflunar, þeim litla bústofni
sem til var, en fyrstu veturna fór
húsbóndinn til sjós, en konan
hirti um búféð.
Runólfur var mikill starfsmað-
ur og eftirsóttur til margra starfa,
ekki sízt við nýbyggingar, þegar
aðalbyggingarefnið var torf og
grjót. Var líka margt handtakið
unnið utan heimilis, sérstaklega
eftir að börnin fóru að stálpast
og ekki alltaf krafizt hárra launa,
einkum ef fátækir áttu í hlut.
Hann er einn af aldamóta-
mönnunum, sem miklu nefur
áorbað með þrotlausu starfi og
fórnfýsi og fylgzt með þróuninni
frá frumstæðum handverkfærum
til fullkomins vélakosts.Runólfur er
félagshyggjumaður og góður liðs-
maður öllum málum, sem til fram-
fara horfir fyrir sveit sína og hér-
að. Ekki hefur Runólfur koimizt
hjá að gegna ýmsum trúnaðar-
störfum, þó ekki hafi hann sótt
eftir því, því í eðli sínu er hann
mjög hlédrægur og ekki fyrir það
að trana sér fram, en framúrskar-
andi samvizkusamur í öllum þeim
störfum sem honum hefur verið
falin.
Hann er einn af stofendum U.
M. F Ásahrepps og sat í stjórn
þess um skeið, í hreppsnefnd Ása-
hrepps um aldarfjórðung, í skóla-
nefnd, sóknarnefnd kirkju sinnar,
í stjórn nautgriparæktafél. sveitar
innar og forðagæzlumaður um ára
tuga skeið, enda annt um góða
meðferð alls búfénaðar og átti
arðsaman búpening.
Þau Anna og Runólfur eiga sjö
börn, sem allt eru góðir þjóð-
félagsþegnar og eru barnabörnin
orðin átta. Runólfur hætti búskap
fyrir nokkrum árum og tók yngsti
sonurinn við jörðinni en elzti son-
urinn er búinn að búa á Jiinum
hluta jarðarinnar nokkuð lengur.
Runólfur hefur gengið til flestra
starfa þar til í vetur að heilsan
þraut og dvelur hann nú á sjúkra-
húsinu Sólvangur í Hafnarfirði.
Það eru áreiðanlega margir sem
gjarnan vildu geta tekið í hönd
Runólfs í tilefni þessara tímamóta
I ævi hans og þakkað honum marg
ar ánægjulegar samstarfs og sam-
verustundir, en þeir verða að láta
sér nægja hlýjar hugsanir honum
til handa í von um að ekki líði
langur tími, þar til hann kemur
heill heim í sína heimabyggð
NÝTT EMBÆTTI
Framhald af bls. 15.
styrkja aðstöðu ráðuneytisins til
eftirlits með fjárreiðum ríkis-
ins og til að tryggja sem bezta
nýtingu þess fjár, sem ríkið ráð
stafar ár hvert.
Fjármálaráðherra hefur í dag
sett Jón Sigurðsson, deildar-
stjóra í atvinnumálaráðuneytinu
til að gegna embætti hagsýslu-
stjóra.
Jón Sigurðsson er fæddur árið
1934, stúdent frá Menntaskólan
um í Reykjavík 1954 og cand. jur.
frá Háskóla fslands 1958, skip-
aður fulltrúi í atvinnumálaráðu
neytinu 1958 og deildarstjóri
1962. 1963-64 dvaldist hann við
háskóla í Baridaríkjunum sem
styrkþegi Fulbright- stofnunar-
innar og stundaði framhaldsnám
í opinberri stjórnsýslu.
Fjármálaráðuneytið 21. marz 1966
KOSNINGASIGUR
Framhald af bls. 13.
kröfu til að komast í ríkisstjóm,
en enn er ekki séð, hvemig hin
nýja ríkisstjórn verður skipuð, og
er gert rág fyrir hörðum og lang-
vinnum deilum meðal flokkanna,
um, hverjir skuli sitja í ríkis-
stjórninni. Svo mikið er víst, að
erfitt verður að ganga framhjá
jafnaðarmönnum sem hafa lykil-
aðstöðu að kosningum loknum
Fyrir kosningarnar buðu komm
únistar iafnaðarmönnum stjórnar
samvinnu.
LANDSVIRKJUN
Framhaid aí dís 2
sem virkjanir og miðlunarmann
virki í sambandi við þær verða
byggðar ofar í ánni, mun ís
magnið minnka jafnframt bví
sem vetrarrennslið eykst.
2. Miðað við þær aðstæður
sem eru í ánni í dag, þ.e.a.s. miðl
unar eða aðgerða til að draga
úr ísmagninu, þá sýna rann
sóknirnar í Þrándheimi, að hægt
er að fleyta öllum ís, sem berst
niður ána, yfir stíflur og áfram
niður í Þjórsá.
3. Lítið rennsli í Þjórsá, sam
fara miklu ísmagni og þörf á vatni
til útskolunar á ísnum, leiðir óhjá
kvæmilega af sér, að draga
verður stöku sinnum úr afköst
um Búrfellsvirkjunar.
Útreikningar byggðir á nýj
ustu líkingum dr. Deviks um ís
myndanir í ílsenzkum ám, sýna,
að orkuskortur 195 MW Búrfells
virkjunar með orkusölu til ál
bræðslu og án miðlunar eða að
gerða ofar í ánni til að minnka
ísmagnið yrði frá 9 til 15 GWh á
ári fyrstu þrjú starfsár virkjun
arinnar eða rúmlega 1% af áætl
aðri heildarorkusölu Landsvirkj
unar. Ástæða er til þess að ætla,
að þessir reikningar séu um of
varkárir og orkuskorturinn verði
mun minni. Eftir að virkjunin
hefur verið stækkuð og miðlun
fengin úr Þórisvatni, mun orku
skortur við virkjunina einnig
verða lítill.
4. Hægt er að tryggja öllum
notendum ótruflaða orku þegar
á fyrsta virkjunarstigi, þ.e.a.s. frá
105 MW virkjun án miðlunar og
með orkusölu til álbræðslu, þó
ekki sé reiknað með neinum að
gerðum ofar í ánni til að minnka
kæliflötinn og þó ekki sé reikn
að með meira varaafli en gert
hefur verið hingað til, þ.e.a.s.
þeim 35 MW, sem fyrir hendi
verða í haust, að viðbættum 20
MW í gastúrbínustöð. Þetta á
við jafnvel, þó engu vatni væri
veitt úr Þjórsá til virkjunarinn
ar, í þrjá daga samfleytt. Þegar
virkjunin verður stækkuð, og
miðlun gerð úr Þórisvatni, er að
sjálfsögðu hægt að tryggja nægi
legt rennsli í Þjórsá bæði til orku
framleiðslu og útskolunar á ís,
jafnvel þótt virkjunin sé stækk
uð upp í 210 MW. Til öryggis
er þó engu að síður reiknað með
einni 20 MW gastúrbínustöð til
viðbótar, en þessar stöðvar gegna
einnig því hlutverki að vera til
vara við bilanir á línum, vélum
og tækjum.
VÍGSLA GARÐAKIRKJU
Framhald af bls. 24.
fjölmenni var við athöfnina svo
vart komust allir inn, er vildu.
Ag vígsluathöfninni lokinni bauð
Kvenfélag Garðahrepps kirkjugest
um til kaffidrykkju í samkomu-
húsinu á Garðaholti.
Biskuparnir, prestar og safnað-
arnefnd, gengu í skrúðgöngu úr
fordyri og inn kirkjugólfið áður
en vígsluathöfnin hófst. Sr. Krist
inn Stefánsson, sr. Bjarni Sigurðs
son, sr. Björn Jónsson og sr. Garð
ar Þorsteinsson, prófastur, voru
vígsluvottar, en sr. Garðar predik
aði í kirkjunni. Fyrir altari þjón-
uðu biskupinn og sr. Garðar Þo.r
steinsson. Söngstjóri og organisti
var Guðmundur Nordal. Kirkjn-
kór Garðakirkju söng.
Garðakirkja var byggð árið 1879
og gerði það sr. Þórarinn Böðvars
son. Árið 1914 var kirkjan lögð
niður, og stóð hún ónotuð og
nær því i rúst i fjörutíu ár. en
þá tók Kvenfélag Garðahrepps til
við að endurbyggja kirkjuna. Ilef
ur kvenfélagið lagt mikið fé af
mörkum til endurreisnarinnar.
Árið 1960 var mynduð sókn að
nýju í Garðahreppi, og lagði sókn
arnefndin allt kapp á það að
koma kirkjunni upp aftur. Sókn-
a» Aefndarformaður er Óttar
Proppé, en Úlfhildur Kristjáns-
dóttir er formaður Kvenfélagsins.
Séra Garðar Þorsteinsson í Hafn
arfirði hefur verið sóknarpreifir
Garðasóknar, en nú befur það
embætti verið auglýst laust H1
umsóknar, en ætlunin er að skilja
Garðasókn frá embættinu i Hafn-
arfirði.
Ragnar Emilsson arkitekt hefur
verið arkitekt við endurreisn kirk]
unnar, en Sigurlinni Pétursson
yfirsmiður. Sigurlinni gerði 'rinn-
ig gólf það, er nú er í kirkjunni,
en það er úr steinum úr Drápu-
hlíðarfjalli. Ragnar Emilsson
teiknaði altari kirkjunnar, skírn-
arfont, og er hvort tveggja úr
Oregon-furu, en Friðgeir Krist-
jánsson á Selfossi smíðaði hlut-
ina, en Ríkharður Jómsson skar
út. Predikunarstóllinn er helgað
ur minningu Jóns Vídalíns, bisk
ups, sem fæddur er í Görðum, og
eitt sinn þjónaði þar kirkjunni
og er skorin í predikunarstólinn
setning úr ræðu meistarans.
Eins og fyrr segir bauð kvcn-
félagið öllum kirkjugestum til
kaffidrykkju í samkomuhúsinu á
Garðaholti. Var samankomið
hátt á þriðja hundrað manns.
Höfðu konurnar bakað allt kaffi-
brauð og gengu þær einnig um
beina, og var gerður góður rómur
ag starfi þeirra bæði í þetta sinn
og endranær. Óttar Proppé, sókn-
arnefndarformaður, hélt ræðu í
hófinu og lýsti sögu og byggingar-
sögu kirkjunnar.
HEIMSBIKAR
Framhald af bls. 13.
tæki einu, og var hans mjög vel
gætt. Lögreglan telur, að vel
skipulagður glæpaflokkur hafi
staðið að baki þjófnaðarins.
í kvöld hringdi ein-hver maður
í fréttastofu eina í London og
sagði, að bikarnum yrði skilað
ef um 6000 krónum yrði varið til
góðgerðastarfsemi. Sagði maður-
inn, sem talaði mjög hratt, að bik
arinn yrði skilinn eftir við eitt-
hvert ráðhús, en maðurinn, sem
við hann talaði, heyrði ekki nafn
ráðhússins. Ý-mis brezk blöð hafa
fengið slíkar upphringingar í dag
Lögreglan er aftur á móti van-
trúuð á, að eitthvað sé hæft í
hringingum þessum, og óttast, að
heimsbikarinn hafi þegar verið
bræddur.
Bikarinn hafði nýlega verið af
hentur brezka knattspyrnusam-
bandinu. Var það Brasilía, sem
hafði bikarinn áður, en landslió
Brasilíu hefur unnið heimsmeist
ara-keppnina í tvö síðustu skiptin,
1958 og 1962.
EYJAFLUG
með HELGAFELLI njótið þér
ÚTSÝNIS, FLJÓTRA
OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA.
AFGREIDSLURNAR
OPNAR ALLA DAGA.
VESTMANNAEYJUM 1202
REYKJAVÍKURFLUGVEUI 22120