Tíminn - 27.03.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.03.1966, Blaðsíða 1
ERLENPAR FRÉTTIR : •••••»;: •xííiiiíiííííiíxm iSmwgBi ■: í ÞJÓFURINN Danskt SAS-flug er lamað — millilandafíugið óbreytt NTB-Stokkhólmi og Oslo, laugard. stjórnin tilkynnti í dag. Aftnr á Vegna 24 klst. verkfalls danskra j móti verður áætlanaflug á milli- SAS-flugmanna, sem hófst kl. eitt: landaleiðum rekið með venju- í nótt, verður allt innanlandsflug j legum hætti, þó að búast megi við o.r. - t.---— töfum á sumum leiðumum. Á millilandaleiðunum SAS í Danmörku lagt niður lun helgina, og eins flug á leiðinni Kaupmannahöfn - Norrköplng - Tammerfors, að því er SAS- munu norskir og sænskir flugmenn taka sæti dönsku flugmannanna meðan á verkfallinu stendur. Ekki munu allir danskir flug- menn hafa farið að áskorun flug- mannafélagsins í nótt og lagt niður vinnu. En þó hafa flestir SAS-flugmenn gert það. Um 10 SAS-flugmenn eru ekki í fé- lagi flugmanna. Meirihlutinn minnkar um 2 pingmenn NTB-Helsingfors, laugard. Meirihluti vinstriflokk anna í hinu nýkjörna þingi í Finnlandi hefur minnkað um tvö þingsæti frá því, sem áður var álitið. Vinstri flokkarnir fá 103 þingsæti en borgaralegu flokkarn ir 97. Við talningu fyrirfram greiddra atkvæða í norður kjördæmi Abo Læn fékk Aales Landström fleiri at- kvæði en kommúnistinn Pertti Raipo. Og í Nylands Gæns kjördæminu fékk Sa- ara Forsius frá Sameining- arflokknum fleiri atkvæði en Nordman frá jafnaðar- mönnum Áður en talning fyrir- fram greiddra atkvæða hófst, höfðú kommún- istar og jafnaðarmenn meirihluta í þessum kjör dæmum. Mynd þessi er tekin skömmu áður en Heimsbikarnum var stolið á sýningu í London, og sést litli drengurinn stara í aðdáun á þennan mesta verðlaunagrip knattspyrnuíþróttarinnar. NT8-London, laugardagur. Lögreglan í London lilkynnti i nótt, að 47 ára gamall verzlunar maður Edward Betchley, hafi formlega verið kærður fyrir að hafa stolið „heimsbikarnum" — hinum verðmæta gullbikar sem sigurvegarinn í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu, sem hald in verður í Bretlandi í sumar, átti að fá. Bikarnum var stolið frá sýn ingarpalli í Westminister Centr al Hall í miðhluta London síðast- liðinn sunnudag. Betchley var yfirheyrður í marga klukkutíma í gær- kvöldi, að því er lögreglan upp- lýsir, fór yfirheyrslan fram á lög reglustöðinni í Rochester Row rétt hjá Victoria járnbrautarstöðinni, í London. Eftir langa yfirheyrslu kom hann síðan fyrir rétt í Bow | Street seint í nótt og var form | lega kærður fyrir ránið. Síðar : í dag var tilkynnt, að Betchley j hafi verið úrskurðaður i gæzlu- I varðhald til 4. apríl. í gærkvöldi rannsakaði Scot Framhald á bls. 22. NTB-Peking, laugard. Að undanförnu hefur ver ið á kreiki orðrómur um, að Mao Tsetung, formaður kínverska kommúnist- flokksins væri veikur, og það alvarlega. Hann er nú 72 ára gamall. Talsmaður kínversku stjórnarinnar ræddi þetta í dag, og sagði að orðrómurinn væri ekkert annað en illviljaður upp- spuni. Aftur á móti sagði tals maðurinn ekkert um, hvar Mao væri þessa stundina né neitt um, hvað hann hefur aðhafzt undanfarið. Mao hef ur nefnilega ekki verið nefndur í Peking blöðun- um í sambandi við opinber- Framhald á bls. 22. NTB-London, laugardag. Verkamannaflokkurinn og íhaldsflokkurinn hafa lýst yfir undstöðu sinni við hótun sem fram hefur komið, um að milljónir þeldökkra innflytjenda frá Samveldisríkjunum myndu halda sig hcima á kjör- dag og greiða því ekki atkvæði í þingkosningunum í Bretlandi á fimmtudaginn kemur. Samtök, sem í eru indverskir, pakistanskir og vesturindískir innflytjendur í Birmingham, sendu út sameiginlega yfirlýsingu, þar sem skorað var á innflytjendur að standa saman í kosningunum þannig, að það myndi skaða stjórn Wilsons forsætis- ráðherra. Samtök þessi skoruðu á félags- menn sína að greiða ekki atkvæði í tveim kjördæmum, þar sem Verkamannaflokkurinn hefur mjög knappan meirihluta, til þess að mótmæla takmörkunum á inn- flutningi fólks frá Samveldisríkj- unum. Þessi áskorun getur leitt til þess, að Verkamannaflokk- urinn tapi báðum þingsætun- um, en Ihaldsflokkurinn fái þau. í öðru kjördæminu hefur Verka mannaflokkurinn 470 atkvæða meirihluta, en í hinu 1125, at- kvæða meirihluta. Hér er um að ræða algjöra and stæðu við það, sem gerðist við síð ustu kosningar. Þá var talið, að nokkur Verkamannaflokkskjör dæmi gætu tapazt vegna áróðurs íhaldsmanna um, að Wilsonstjórn in myndi gera þeldökkum íbúum Samveldisríkjanna auðveldara að flytja til Bretlands og setjast þar að. Wilsonstjórnin hefur í raun og veru hert á reglunum um inn- flutning fólks til Bretlands. Hugsanlegt er, að blökkumenn verði hvattir til þess að styðja frambjóðendur Verkamannafl. í sumum kjördæmum, t.d. í Smeth wick, þar sem Patrick Gordon Walker, fyrrum utanríkisráðherra beið ósigur í aukakosningum vegna kynþáttaáróðurs íhalds manna. Nú er skeggjaði Shakes peare leikarinn Andrew Faulds, frambjóðandi Verkamanna þar og er hann talinn frá stuðning þel- dökkra manna i kjördæminu. Vi KÍNA-FORSETI í VESUR-PAKISTAN NTB-Rawalpindi, laugardag. Forseti Kína, Liu Shao Chi, hóf í dag einnar viku opinbera heim- sókn í Vestur-Pakistan. Forseti Pakistan, Ayub Kahn, mætti kínverska forsetanum á flug vellinum í Rawalpindi. Fagnandi mannfjöldi var meðfram götum, þeim sem forsetarnir fóru um á leið sinni frá flugvellinum inn I borgina. Liu, sem hefur sér til fylgdar utanríkisráðherra Kína, Chen Yi, er fyrsti kínverski þjóðhöfðinginn sem heimsækir Pakistan og eins sá fyrsti, sem heimsækir Samveld- isríki. Blökkumenn i London i mótmælagöngu. ERMAO SJÚKUR? Sit.ja milliónir þeldökkra rnanna heima á kosninsadaginn? Kostar það Verkamanna-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.