Tíminn - 27.03.1966, Side 12
Fræðileg rannsókn á
íslenzku skólakerfí
FB-Reykjavík, laugardag.
Blaðinu hefur borizt fréttatil-
kynning þar sem segir, að Andri
fsaksson sálfræSingur hafi verið
ráðinn til þess að hafa forystu
um rannsókn á íslenzka skólakerf
inu, en ákveðið hefur verið að slík
rannsókn hefjist nú í náinni fram
tið fer tilkynningin hér á eftir:
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
láta fara fram fræðilega rannsókn
á öllu íslenzka skólakerfinu, og
verði hún undistaða tillögugerðar
um nauðsynlegar breytingar til
þess að samræma skólakerfið
breyttum þjóðfélagsháttum og nýj
um sjónarmiðum í skóla- og
uppeldismálum. Ákveðið hefur ver
ið, að menntamálaráðuneytið ráði
Andra ísaksson, sálfræðing, í þjón
ustu sína til þess að hafa forystu
um þessa rannsókn, en honum til
ráðuneytis munu verða þeir Jó-
hann Hannesson, skólameistari og
dr. Wolfgang Edelstein. Verkið
mun að sjálfsögðu unnið í sam-
Sjómenn eru óánægðir
með steinbítsverðið
Fáksmenn
vilja láta
loka Vatns-
veituvegi
FB-Reykjavík, laugardag.
Hestamönnum fjölgar stöð
ugt í Reykjavík og ná-
grenni og um helgar má sjá
þá hópum saman í útreiðum
hér í nágrenni borgarinn
ar. Borgarráð tók á fundi
sínum fyrir skömmu til með
ferðar bréf Hestamannafé-
lagsins Fáks, þar sem farið
var fram á heimild til þess,
að Vatnsveituvegi verði lok
að að hluta eftir hádegi á
laugardögum og sunnu
dögum. Vísaði borgarráð
málinu til umferðanefndar.
Við snerum okkur í
dag til Guttorms Þormars
yfirverkfræðings, og spurð
um hann, hvort ákvörðun
hefði verið tekin í þessu
máli. Sagði hann, að um-
Framhald á bls. 22.
ráði við embættismenn fræðslu-
málastjórnarinnar og sveitarfélög-
in og þá fyrst og fremst fræðslu
yfirvöld Reykjavíkurborgar, en
einnig mun verða leitað náins sam
starfs við kennslusamtök, skóla-fcu
stjóra og aðra þá, er fjalla um
skóla- og uppeldismál.
Men ntam álaráðuneytið
26. marz, 1966.
Málfundur í Iðn-
skólanum
Málfundafélag iðnnema í Reykja
vík heldur málfund í Iðnskólan-
um (kvikmyndasal) kl. 8.30 á
mánudag. Umræðuefni er: Á að
ríkisstyrkja dagblöðin? Framsögu
menn eru Helgi Guðmundsson,
varaform. INSÍ, og Hannes Ein-
arsson frá Iðnnemafélagi Kefla-
víkur. Iðnnemar eru hvattir til að
fjölmenna og taka þátt í umræð-
unum.
FUF Keflavík
Sjötti fundur málfundanám-
skéiSs FUF í Keflavík verður
haldinn miðvikudaginn 30. marz
kl. 21 í Tjamarkaffi. Valtýr Guð
jónsson flytur erindi um hafnar-
mál. Fjölmennið og takið með ykk
ur gesti. Stjómin.
ES-Súgandafirði, laugardag.
Mjög slæmt tíðarfar hef-
ur hamlað sjósókn þeirra báta
sem róið hafa héðan, og mörg
ár eru síðan jafnmikinn snjó
hefur fest hér í byggð. Afli
línubáta, sem er eingöngu
steinbítur hefur ver’ð mjög
góður, og gera mn n sér því
vonir um góða steinbítsvertíð.
Hins vegar gætir mikillar
óánægju hjá sjómönnum, sem
stunda þessar veiðar, að nú eru
í fyrsta skipti tveir verðflokk-
ar á steinbít, stunginn og
óstunginn.
Verðfellingin á óstung-n
um steinbít nemur 46 aurum
á kíló. Telja sjómenn sig mikl
um rangindum beitta, þar sem
bæði er mikil og illframkvæm-
anleg vinna að stinga steinbít,
og til þessa verið talin óþarfi
Samkvæmt prufum, sem þrír
matsmenn gerðu nýlega í öðru
frystihúsinu hér, hefur stung
inn steinbítur sízt reynzt hæf
ari til frystingar.
Tveir bátar róa nú héðan
með þorskanet suður á Breiða
fjörð og hefur afli þeirra verið
góður.Mikil vinna er í frysti-
húsunum, og er unnið hvert
kvöld og jafnvel á s»nnu
dögum líka.
Leikfélag Ársólar og Stefn-
is sýndi nýlega gamanleikinn
„Allt fyrir Maríu“, eftir Jó-
hannes Allen. Leikstjóri var
Eiríkur Eiríksson. Leiknum
var mjög vel tekið bæði hér
og í nálægum byggðarlögum,
þar sem hann hefur verið sýnd
ur. Einnig sýndi leikfélag
Núpsskóla hér gamanleikinn
„Eruð þér frímúrari?" eftir
Arnold og Bach við mjög góð
ar undirtektir.
Félagsheimilið hefur nú feng
rramhald á bls. 22.
SUSANNA R IEITH
SIGLIR SENP' 1
TIL ENGLANDS
J
SJ—Reykjavík, laugardag.
Hið fræga skip Susanna Reith
sem að undanförnu hefur verið til
viðgerðar í Vatnagörðum, sigldi í
fyrrakvöld inn í Reykjavíkurhöfn
og verður þar unnið að undirbún
ingi fyrir siglingu til Englands, en
þar á fullnaðarviðgerð að fara
fram á skipinu.
Að undanförnu hefur ýmsum
tækjum verið komið fyrir í skip-
inu sem búið var að taka úr því.
Vélar skipsins eru í góðu ásig-
komulagi. Skipið hefur verið aug
lýst til sölu, en það þykir gott
vöruflutningaskip, búið ágætum
vélakosti og traustbyggt eins og
reyndar hefur komið á daginn.
Hjúkrunarkonur hafa sótt vel fræSslufundina, sem haidnir hafa veriS aS undanförnu I ISnskólanum. Hér sjást
nokkrar þelrra ræSast vlS á mllli fyrirlestra. (Tímamynd Bj. Bj.)
NÝJUNG í STARFI HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
TVÖ HUNDRUÐ HJÚKRUNARKONUR
SÆKJA FRÆDSLUFYRIRLESTRA
FB-Reykjavík, föstudag.
Hjúkrunarfélag fslands gengst
um þessar mundir fyrir fyrirlestr
haldi um ýmsar nýjungar í lækna
vísindum og í hjúkrunarmálum al
mennt. Eru þessir fyrirlestrar ætl
aðir hjúkrunarkonum, og hefur að
sókn verið geysilega mildl. Fyrir
lestrar hafa nú verið haldnir fjög
ur kvöld, og síðustu 2 kv. eru á
mánudag, 28. marz og miðvikudag
30. marz n.k. eru fyrirlestramir
ÞYKIR TIDINDUM SÆTA, EF FORSETINN
FÆR AÐ ÁVARPA ÞJÚÐÞING ISRAELS!
Skeyti frá Emil Björnssyni, sem
sent var frá Tel Aviv á laugardag,
segir, að rætt hafi verið um það
á þjóðþingi ísraels, (Knesset) að
leyfa forseta fslands að halda þar
svarræðu eftir að þingið ávarpar
hann á mánudag. Þykir þetta tíð
indum sæta, þar sem slíkt hefur
verið óleyfilegt til þessa, en ástæð
an er sú, að forseti íslands er full
trúi elzta löggjafarþings heims.
Skeytið hljóðar á þessa leið.
Forsetaferðalagið var sam-
kvæmt dagskrá í gær. Forsetanum
þótti mest um vert að koma til
Nazaret. Hann var viðstaddur guð
þjónustu þriggja trúarbragða
þann dag í Boðunarkirkju Maríu,
Friðarmoskunni Nazaret og síð-
degis í samkunduhúsi Gyðinga
Tveria við Genesaretvatnið.
í dag, laugardag, er áformuð
sigling um Genesaretvatnið og
skoðun bíblíulegra sögustaða I
grenndinni, svo sem Kapernaum
við Jordan og að líkindum fjallið
þar sem talRS er, að fjallræðan
hafi verið haldin. Ekki má gleyma
að forsetinn með fylgdarliði sínu
skoðaði í gær Nazaret, þann stað
sem talið er æskuheimili Jesú.
Hann skoðaði einnig i gærkvöld
elzta Kibbutz landsins, og var þar
gestur forseta Knesset, sem er
einn aðalstofnandi þessa Kibuz.
Framhald á bls. 22.
haldnir í Iðnskólanum og hefjast
kl. 20.30.
Ingibjörg Ólafsdóttir, ritari
Hjúkrunarfélags íslands, skýrði
blaðinu frá því i dag, að fyrirlestr
ar þessir hefðu m.a. verið hugsað
ir sem góð upprifjun fyrir þær
hjúkrunarkonur, sem ekki hafa
starfað lengi, en hafa nú ef til vill
áhuga á að hefja störf á sjúkra-
húsunum, en margt nýtt hefði
komið fram undanfarin ár, og því
væri oft erfitt að koma aftur til
starfa á sjúkrahúsunum eftir
langa fjarveru.
Fyrstu þrjú kvöldin voru m.a.
haldnir fyrirlestrar um fyrirkomu
lag á vinnustöðum, lyflækningar
heilasjúkdóma og höfuðáverka
meðferð brunasára og á föstudags
kvöld var fjallað um geðsjúkdóma
og geðhjúkrun. Á mánudag verð-
ur talað um barnasjúkdóma og
bamahjúkrun og síðasta kvöldið
Keflavík
Aðalfundur fulltrúaráðs Fram-
sóknarfélaganna í Keflavík verð-
ur haldinn í dag, sunnudag, í Að-
alveri og hefst kl. 14. Fulltrúa-
ráðsmenn, mætið vel.
Stjórnin.
rætt um samstarf röntgendeilda
og annarra deilda innan sjúkra
húsa og að lokum um krans
æðasjúkdóma og almenna hjarta
sjúkdóma.
Hver fyrirlestur tekur yfirleitt
um þrjá stundarfjórðunga, en á
eftir má bera fram fyrirspurnir.
Tveir fyrirlestrar eru haldnir
hvert kvöld og lýkur þeim um
klukkan hálf ellefu.
Ingibjörg Ólafsdóttir sagði, að
ætlunin væri að leggja nokkrar
spumingar fyrir þær hjúkr-
unarkonur sem koma á fyrirlestr-
ana. Verða þær spurðar að því,
hvernig þær vildu helzt, að fyrir
lestmm sem þessum yrði hagað
í framtíðinni, hvort æskilegt
Framhald á bls. 22.
Basar í Kópavogi
Framsóknarkvennafélagið Freyja
í Kópavogi heldur mjög fjölbreytt
an basar i Framsóknarhúsinu að
Neðstutröð 44 í dag, sunnu-
dag kl. 3 e.h. Þarna verður til
sölu á mjög hagstæðu verði alls
konar fatnaður, páskaskraut, dúk
ar og ýmsar gjafavömr. Notið
þetta einstaka tækifæri til hag-
stæðra kaupa. Freyja.
i