Tíminn - 03.04.1966, Qupperneq 12
78. tbl. — Sunnudagur 3. apríl 1966 — 50. árg.
HELMINGUR 1500 MILLJONA
ASÍUBÚA YNGRIEN 21 ÁRS
FB—Reylcjavík, laugardag.
Menn velta nú fyrir sér spurn
ingunni um það, hvað verði um
öll bömin í Asíu, en af þeim 1500
milljónum manna, sem byggja
Asíu, er helmingurinn yngri en 21
árs. Á ráðstefnu, sem nýlega var
haldin í Bankok, var rætt, hvernig
bezt megi fullnægja þörfum þess-
ara milljóna bama og unglinga að
því er segir í fréttabréfi frá Sam
einuðu þjóðunum.
Þýzkar Hussar-
eldhúsinnrétt-
ingar fluttar inn
EJ—Reykjavík, laugardag.
Málningarvörur s.f. hafa hafið
innflutning eldhúsinnréttinga frá
Vestur-Þýzkalandi.
Eld'húsinnrétting þessi kallast
Hussar-samfellu-eldhúsinnrétting.
Vinnuborð, allar hurðir og fram
stykki eru, utan og innan, klædd
með Resopal. Hliðar, skúffubotn
ar og skilrúm eru klædd m'éð
PVC harðplastplötum. Eldhúsborð
in eru lokuð upp vig vegginn ineð
3.5 sm breiðum lista, en borðkant
ar fremst eru lokaðir með listurn
úr ryðfríu stáli. Eldhúsinnrétting
ar þessar svara til hinna frá-
brugðnu krafa fólks. Fjöldi vel
og haganlega útbúinna skápa ger
ir mögulegt að áætla fyrir hvem
og einn eldhúsinnréttingu sam
kvæmt teikningum.
Le ngdarmetrinn af þessari eld
húsinnréttingu mun kosta, með
núverandi tollum, um 5000 krán-
ur.
ERU ANDVIGAR
BJÓRFRUM-
VARPINU
Kvenfélagið Hlíf á Akureyri hef
ur sent blaðinu eftirfarandi álykt-
un:
.Fundur haldinn i Kvenfélaginu
Hlíf, Afeureyri 10. marz 1966 bein
ir þeirri eindregnu ósk til Alþing
is, að bjórfmmvarp það, sem nú
er til umræðu, nái ekki. fram að
ganga.
Fundurinn lítur einnig svo á,
að áfengisógæfa þjóðarinnar sé
komin á það stig, að engu megi
þar á bæta.“
Ráðstefnuna sátu fjölmargir full
trúar ýmissa stofnana hvaðnæva
að úr heiminum, fulltrúar Samein
uðu þjóðanna, og sex af sérstofn
unum þeirra, ásamt fulltrúum
Rauða krossins, skátahreyfingar-
innar. líknarstofnana og margra
annarar, ásamt fulltrúum 24 Asíu
landa. Meðal umræðuefna vom
mannfjölgunarvandamálin, tak-
mörkun bameigna, næringarefna-
skortur, smábarnagæzla og mennt
un barna og unglinga.
Frumkvæði að ráðstefnunni áttu
Efnahagsnefnd Sameinuð'i þjóð
anna fyrir Asíu (ECAFE) og
Bamahjálpin (UNICEF). f um-
ræðunum kom það m.a. fram. að
rannsókn hefði leitt í ljós, að sá
hluti íbúa hvers lands, sem tæki
jákvæða afstöðu til takmörkunar
barneigna næmi frá 65 af hundr-
aði í Tyrklandi upp í 90 af hundr
aði á Taiwan (Formósu). 1 flest
um Asjulöndum tvöfaldast íbúatal
an pú á 25 árum. Pulltrúi Barna-
hjálp'arinnar sagði, að stofnunin
mundi taka til athugunar spurn-
inguna um hjálp við lönd, sem
hafa þörf á takmörkun barneigna.
á ráðstefna í Addls Ábeba í maí.
Enda þótt menntun miði áfram
í Asíu, eru enn mörg vandamál ó
Framhald á bls. 23.
Niðursoðin þorskhrogn
eru komin á markaðinn
FB—Reykjavík, Iaugardag.
Nýlega fréttma við, að Mat
vælaiðjan h.f. á Bíldunal hefði
sett í nokkrar verzianir ný,
niðursoðin þorskhrogD, sem
annars eru framleidil fyrir cr
lenda markaði. Flestuni íslend
ingum þykja lirogn mesta
hnossgæti, en eiga ekki kost á
þeim nema stutta/i tíma úr ár
inu á vertíðmni og óft ekki
einu sinni þá, eins og Revk-
víkingar kannast við í vetur. •
Virðist þarna vera kærkom
in tilbreytni fyrir íslenzkar
húsmæður, því bæði má nota
hrognin með fiski upphituð
og svo steikt eins og erlendir
nota þau aðallega. Auk þess
er hér um að ræða mjög bæti
efnarika fæðu. Okkur er sagt
að hrognin fáist í SÍS, Austur
stræti og í Kron hér í Reykja
vík og hjá flestum kaupfélög
unum um landið en sjálfsagt
munu flestar verzlanir einnig
koma til með að hafa þau á boð
stólunum á næstunni, þegar
fólk fær tækifæri til að kynn-
ast þessari vöru.
Dósirnar eru með 600
gramma innihaldi með mjög
skemmtilegum miða, prentuð-
um í mörgum litum. Einnig
fylgir dósalykill, en svo má
einnig opna dósimar í báða
enda með venjulegum dósa-
hníf og þrýsta innihaldinu í
heilu lagi út úr dósinni eins
og t.d. fiskbúðing. Verðið er
mjög svipað því og ný brogn
kosta hjá fisksölum, en vita-
skuld hefur himnan verið skil
in frá, sem gerir matinn enn
lystilegri.
Alf—Reykjavík, laugardag.
Skákþing íslands hefst n.k.
mánudag kl. 13 og verður hað að
Hótel Sögu. Meðal keppenda eru
flestir okkar beztu skákmenn þ.á.
m. núverandi íslandsmeistari GuS
mundur Sigurjónsson, nýbakaður
ReykjavíkurmeistarL Jón Kristins
son, Jón Hálfdanarson, Björn Þor
steinsson, Sigurður Jónsson, Gunn
ar Gunnarsson o.fl.
í meistaraflokki eru keppendur
alls 26, þar af 11 utanbæjarmenn.
í 1. fl. eru 8 keppendur, þar af
5 utanbæjarmenn. í 2. flokki em
15 keppendur og í unglingaflokki
13, þar af 6 frá Akránesi og 1
frá ísafirði.
2. umferð verður einnig háð n.
k. mánudag og hefst hún kl. 20.
AKRANES
Framsóknarfélag Akraness held
ur skemmtisamkomu í félagsheim
ili sínu, Sunnubraut 21 í kvöld,
sunnudagskvöld kl. 8.30 síðdegis.
Til skemmtunar Framsóknarvist
og kvikmyndasýning, öllum heim
ill aðgangur meðan húsrúm leyfir.
FUF Akranesi
Aðalfundur Félags ungra Fram
sóknarmanna á Akranesi verður
haldinn í Framsóknarhúsinu
mánudaginn 4. apríl og hefst kl.
8.30 síðdegis. Venjuleg aðalfund-
arstörf. Fjölmennið stundvísiega.
Stjórnin.
SK0ÐUN BIFREIÐA í REYKJAVIK STENDUR FRA 12. APRÍL TIL12.0KTÓBER
F/estir bifvé/avirkjar á iandinu
hafa aú sótt Ijósastillinganéntskeið
SJ—Reykjavík, laugardag.
Tíminn ræddi í dag við Gest Ó1
afsson, forstöðumann Bifreiðaeft
irlits ríkisms, og innti hann eftir
nýjnngum í sambandi við skoðun
bifreiða í ár. Skoðun bifreiða í
Reykjavík hefst 12. aprfl. Bifreiða
fjöldi á skrá er nú nm 15 þúsund.
Skoðunin mun standa yfir allt
fram til 15. október, og á hverj-
um degi verða.150 bifreiðir skoð-
aðar. Skoðunargjöld hækka ekkL
Skoðun fer fram með sama
hætti og tíðkazt hefur — fylgja
ber reglugerð um útbúnað bíla,
engir aufeahlutir mega vera fram
an á þeim, og engar tilslakanir
verða gerðar í sambandi við aur-
hlífarnar. Rétt er að benda á, að
mörg verkstæði hafa gert sig sek
um að setja aurhMfarnar ekki
rétt á bílana, en sérstök ákvæði
enu um staðsetningu þeirra.
Bifreið fær ekki fullnaðarskoð
un nema að ljósin séu rétt stállt
Þar sem breytingar hafa verið
gerðar á ljósastillingakröfum hafa
150 bifvélavirkjar í Reykjavjk ver
ið þjálfaðir í sambandi við þessar
breytingar. Ennfremur var haldið
námskeið á Akureyri með þátt-
töku margra Norðlendinga. Það
var Umferðamefnd Reykjavikur
og Ljóstæknifélag fslands er
stóðu að þessum breytingum og
komu þessir aðilar sér saman um
ákveðnar reglur, en lengi fékkst
ekki samkomulag um hvað fjar-
lægð þyrfti að vera mikil frá ljós
keri að spjaldi. Bifreiðaeftirlitið
taldi, að 10 m fjarlægð væri of
löng, þar sem verkstæðin eru yfir
leitt ekki nógu stór. Fallizt var á,
að nægja myndi, að fjarlægðin
yrði 5 m. Hægt er að fá sérstök
tæki erlendis frá, sem gera bað
Framhald á bls. 22.
Islenzk lög við kínversk Ijóð
GB—Reykjavík, laugardag. I Gamlabíói n. k. mánudags- og
Á vortónleikum Pólýfónkórsins I Þriðjudagskvöld, verða frumflutt
sem að þessu sinni verða haldnir í ný e^,!) ^r- ^en Jónsson,
I samin við enska þýðingu texta
BÍTLAR I STAÐ GÖMLU SNILLINGANNA
GÞE—Reykjavík, laugardag.
Spaugilegt atvik kom fyrir á
skólatónleikum í Háskólabíói í
gær. Salurinn var þéttskipaðiir
ungu, músíkölsku skólafólki,
sem hafði búið sig undir að
hlýða á verk gamalla tónsnill-
inga. Mikil stemning ríktj i
salnum, þegar tónleikamir
voru að hefjast og höfðu flest
ir sett upp siparisvipinn. Stjófn
andinn Bohdan Wodisko iyfti
tónsprotanum, og hljóðfæra-
leikararnir ætluðu að fara að
leika, en þá kom nú heldur
betur annað hljóð í strokkinn
en búizt hafði verið við, gjall
andi bítlamúsík hljómaði um
salinn.
Þetta kom að vonum m.iög
flatt upp á alla viðstadda hljóð
færaleikararnir litu hver á
annan með ráðleysisvip, stjórn
andinn stóð eins og steingerv
ingur með upprétta höndina.
en glaðvær hlátur skólafólks
blandaðist saman við þessa ó-
boðnu tónlist. Stjórnandinn
áttaði sig brátt og sló af og
vildi þá svo kynlega til, að tón
listin hljóðnaði. Það tók hljóð-
færaleikara og stjórnanda góða
Framhald á bls 23
úr hinum fræga kínverska Ijóða
flokki eftir Lao Tze. Tónverk
þessi eru ný af nálinni, aðeins
tveir mánuðir síðan dr. Jón lauk
við þau og skrifaði þau taunar
fyrir kammerhljómsveit og kór, en
nú verða þau samt flutt án undir
Ieiks, og fer Halldór Vilhelmsson
með einsöngs hlutverk, ensöng
stjóri er Ingólfur Guðbrandsson.
Efnisskrá tónleikanna skiptist í
þrennt. Fyrst verða lög eftir
ítölsku 16. aldar meistarana Pale
strina og Gesualdo, einnig eftir
ensku tónskáldin Thomas Weelk
es, John Dowland og Thomas
Morley. Fjalla þessir söngvar um
Framhald á bls. 23.
MÚTMÆLA
SKATTI Á
FÓÐURBÆTI
FB—Reykjavík, iaugardag
Á fjölmennum aðalfundi
Búnaðarfélags Holtahrepps
29. marz s.l. var samþykkt
tillaga, þar sem mótmælt
var framkomnum tillögum
um sérstakan skatt á fóður
bæti. Tillagan var borin
upp og samþykkt með öll-
um greiddum atkvæðum.
„Aðalfundur Búnaðarfé-
lags Holtahrepps, haldinn
að Laugalandi 29. marz
1966 mótmælir mjög ákveð
ið þeim tillögum, sem fram
hafa komið um sérstakan
skatt á fóðurbæti".