Vísir - 16.08.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 16.08.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Föstudagur 16. ágúst 1974. 3 Gylfi Þ. um ásakanir á Alþýðuflokk fyrir árangursleysi vinstri viðrœðna: „Þœr eru tiíbúningur ...gerviástœður"! „Nei, það var aldrei komin samstaða í við- ræðunum um ákveðnar aðgerðir tilvonandi vinstri stjórnar, hvorki i efnahagsmálum né varnarmálum. Það var þess vegna, sem Ólafur sleit viðræðunum. Þetta með ósk Alþýðu- flokksins um samráð við launþegasamtökin, að það hafi valdið að upp úr slitnaði, er bara tilbúningur. Það er gerviástæða.” Þetta sagði Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðuflokksins i viötali við Visi i gær. Vegna ásakanna hinna flokk- anna þriggja, sem þátt tóku i umræðunum, um að óhagganleg afstaða Alþýðuflokksins varð- andi samráðin við launþega- samtökin hafi valdið, að upp úr slitnaði, sagðist Gylfi hafa sitt- hvað við þær ásakanir að at- huga. „Magnús Torfi hefur talið það ámælisvert, að þessi óhaggan- lega afstaða okkar skyldi ekki koma fyrr fram, svo að séð yrði, hvert stefndi. En það er ekki rétt hjá honum, að afstaða okkar hafi ekki komið fram fyrr en á fundinum, sem upp úr slitnaði. A fyrsta fundinum, þar sem efnahagsaðgerðir voru ræddar, lýstum við þvi yfir munnlega, að við teldum nauðsynlegt að hafa samráð við launþega- samtökin. Áttunda ágúst sendum við allsherjarnefndinni skriflegt skjal, þar sem þessi af- staða kom mjög skýrt fram. A siðasta fundinum gerðum við ekki annað en að itreka þetta, eftir að flokksstjórn Alþýðuflokksins hafði lýst sig þessu samþykka. En þó að ágreiningur hafi verið um efnahagsmálin, var hann mun minni en ágreining- urinn um varnarmálin. Þar var grundvallarágreiningur, og auðvitað olli sá ágreiningur þvi, að upp úr slitnaði”, sagði Gylfi. Orðum sinum til áréttingar sendi Gylfi Visi þann kafla i plagginu, sem Alþýðuflokks- menn settu fyrir allsherjar- nefndina 8. ágúst. Birtist hann hér i heild: „1 drögum forsætisráðherra virðist grundvallarstefnan vera sú að stöðva verðbólguvöxtinn i eitt ár og nota þann tima til þess að undirbúa ráðstafanir til var- anlegri lausnar á þeim efna- hagsvandamálum, sem við er að etja. Viðræðunefndin er i grundvallaratriðum sömu skoðunar, en telur, að ekki sé hægt að ráðast i jafnflóknar efnahagsaðgerðir, sem mjög snerta gildandi kjarasamninga \ .# og hagsmuni launþega yfirleitt, nema að höfðu nánu samráði við ASÍ og aðra aðila vinnumarkað- arins. Viðræðunefndin telur, að afstaða Alþýðuflokksins mundi mjög mótast af þvi, hver sam- staða gæti tekist við launþegasamtök um einstök at- riði, enda ekki hægt að tryggja örugga framkvæmd heildar- stefnu i efnahagsmálum nema með samstarfi aðila vinnumarkaðarins og rikis- valdsins. Aður en við- ræðunefndin tekur afstöðu til einstakra atriða i hugmyndum f o r s æ t i s r á ð h e r r a um timabundnar efnahagsaðgerðir telur hún þvi nauðsynlegt, að höfð verði samráð við launþegasamtökin.” _ Hitaveitan á methraða: ^ Þeir eru á undan áœtlun í Kópavogi! Nú geta sifellt fleiri Aust- bæingar i Kópavoginum yljað sér við heitt hitaveituvatnið. Ekki eru þetta þó allir Austur- bæingarnir, en unnið er að þvi baki brotnu að leggja aðalæðar um Austurbæinn, og inntökin i húsin fylgja fast á eftir Gert er ráð fyrir, að heitt vatn verði komið i Austurbæinn allan i haust, og þá liggur Vestur- bærinn næst fyrir. Áætlað var fyrst að ljúka framkvæmdunum við hitaveituna 1976 en m.a. vegna þess.að teknir hafa verið stærri áfangar en upphaflega var gert ráð fyrir, er vonazt til að framkvæmdunum ljúki á næsta ári Það érHitaveita Reykjavikur, sem sér um þessar fram- kvæmdir og kemur til með að reka hitaveituna i Kópavogi á sama hátt og i Reykjavik. Um það bil einu og hálfu ári eftir að gengið var frá samningum við Hitaveitu Reykjavikur um hita- veitulagnir i Kópavogi, var gengið frá svipuðum samningi við Hafnarfjarðarkaupstað í Hafnarfirði er nú verið að leggja lagnir um nýja norður- bæinn og Álfaskeiðshverfi og sömuleiðis er I fullum gangi að ljúka við aðallögn meðfram Keflavikurveginum við Hafnar- fjörö. Enn hefur hins vegar litið verið unnið við gerð aðalæðar, en reiknað er með, að það verk verði unnið i nokkrum áföngum aðallega á næsta ári Sú lögn mun liggja frá Neðra-Breiðholti og enda við Engidal við Hafnar- fjörð Fyrstu Hafnfirðingarnir munu þvi ekki fá vatn i hús sin fyrr en i lok næsta árs! Hita- veituframkvæmdirnar munu siðan halda áfram 1976 og 1977, þegar vonazt er til, að allur Hafnarfjörður verði orðinn tengdur hitaveitukerfinu. —JB VILL GERA ÍSLENZKAR TEIKNIMYNDIR FYRIR BÖRN Island biður teiknimynda- höfundum upp á 'ósköp tak- markaöa möguleika. Þetta vissi Persinn Ahmad Saidi-Azar svo sem fyrirfram, en samt sem áður hélt hann til tslands i desember síðastliðnum og hefur dvalið hér að mestu leyti siðan. Ahmad er 29 ára, og þótt hann sé fæddur I Persiu, hefur hann litið dvalið þar siðustu árin. Hann var þar að visu i listaskóla, en siðustu átta árin hefur hann bæði unnið við gerð teiknimynda og lært þá iðju I skóla I Berlin. Þar kynntist hann mörgum ís- lendingum, sem voru að læra ýmist arkitektúr eða tann- lækningar meðal annars, og gegnum þann kunningsskap kom hann til Islands. „Hér kann ég mjög vel við mig,” segir Ahmed. „Hér gefst manni timi til að hugsa og velta hlutunum fyrir sér. Náttúran hér gerir það að verkum, að maður finnhr sjálfan sig betur. Það er gaman að sjá krakkana hér. Þeir eru svo frjálsir og heil- brigðir og hafa verið uppaldir þannig. ” Ahmed hefur aðeins litillega teiknað af teiknimyndum hér. T.d. teiknaði hann eina smámynd fyrir sjónvarpið, sem sýnd var um tima á undan auglýsingunum. Þá vann hann við að teikna ýmsar myndir og töflur á þróunarsýningunni i Laugardalshöllinni. „Ég fer við og við til Berllnar, þvi að þar er ætið nóg að gera á minu sviði. Uppáhaldsverkefnið mitt er að gera teiknimyndir fyrir aðila, sem vinna að rannsóknum og visindum, en auglýsinga- teiknimyndir vil ég helzt ekki gera.” Ahmed hefur gert all sérstætt veggspjald af íslandi, i tilefni 1100 ára afmælisins. A spjaldinu er mynd af Islandi og inni i þvi stendur skrifað Island. Þetta veggspjald er nú til sölu i bóka- verzlunum og minjagripaverzl- unum og er mjög ódýrt. „Ég ætlaði upphaflega að gefa kortið en svo var prentunin svo óhemjulega dýr, að ég varð að selja það. En verðið er mjög lágt. Ég sendi þetta veggspjald til Þýzkalands sem innlegg Islands I keppni, sem þar er haldin um falleg veggspjöld og skylda hluti”. Ahmed veit ekki, hvort hann snýr aftur til Persiu i bráð. Hann vill gjarnan dveljast hér lengur og gera teiknimyndir. Barna- myndir eru efst i huga hans. „Ég vil gera myndir eftir islenzkum sögum fyrir krakkana. Þeim finnst meira gaman að sjá allslenzkar myndir en hinar er við þurfum að flytja inn. En ég vil vinna i hópvinnu og ég bið þvi alla þá, sem hafa áhuga á þessu verkefni og einhverja hæfileika, að tala við mig.” —JB Þarf ekki lengur áritun til Indlands Sifellt fjölgar þeim stöðum á hnattkúlunni, þar sem tslend ingar geta gengið um, án þess að þurfa sérstaka áritun I vega- bréfið. Utanrikisráðuneytið hefur „með erindaskiptum i London” eins og utanrikisráðu- neytið segir, gengið frá gagn- kvæmu samkomulagi I þessu efni við Indland og Pakistan. Samkomulagið við þessar þjqðir gekk i gildi 1. ágúst s.I. Þá hefur rikisstjórnin viður- kennt Guinea-Bissau sem sjálf- stætt og fullvalda riki. Einar Ágústsson sendi Victor Saude Maria, utanrikisráðherra , kveðjur islenzku þjóðarinnar I skeyti nýlega. Indversk stúlka, málakennari i Delhi. Ef að likum lætur gerir afnám vega- bréfsáritunar mönnum léttara að heimsækja þetta fjarlæga land. . Ahinad Saidi-Azar langar til að fá tækifæri til að gera Islenzkar teikni- myndir. Þangað til tækifæriö gefst, teiknar hann nýstárleg veggspjöld af tslandi. Ljósm. Bj.Bj. ► ► ► VÍSIR VÍSAR Á VIÐSKIPTIN ◄ ◄ ◄

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.