Vísir - 16.08.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 16.08.1974, Blaðsíða 16
vísir Föstudagur 16. ágúst 1974. „Standa sig prýðilega" Þarna ræöa þau Sigurður Pálsson og Dóra Hlln Ingólfsdóttir lögreglumenn viö ökumann, sem lent hefur I umferöaróhappi á gatnamótum Grensásvegar og Suöurlandsbrautar. Alltof sama troffík Im ||ÍeXlllilMMW - og þangað koma Q 4^fQP i fjyl I 11^1 h jafnt ungir sem gamlir Þaö er ekki annaö aö heyra en fólk sæki jafnt útsölur nú og áöur. Viö höföum samband viö nokkrar verzlanir, sem eru með útsölur þessa dagana, og þar fengum viö þær upplýsingar, að fólk kæmi alltaf jafn mikiö, og aösóknin heföi ekki minnkaö. Enginn sérstakur aldursflokkur sækir útsölur frekar en annar. Þangaö koma jafnt ungir sem gamlir. „Otsölutimabil er tvisvar á ári,” sagöi Gunnar Snorrason, formaöur Kaupmannasam- takanna, þegar við ræddum viö hann f morgun. „Þaö er frá 20. júli til 5. september og frá 10. janúar til 10. marz. Verzlun má hafa útsölu samfleytt i tvo mánuði og þá á timabilinu frá 10. janúar til 10. marz, eöa tvisvar á ári og þá i einn mánuö á hvoru timabili”. Gunnar sagöi okkur, að þetta gilti eingöngu um vefnaöarvöru- verzlanir. Hvað giidir aðrar verzlanir, þá mega þær einnig hafa útsölur i tvo mánuöi i einu eða eina i senn, en engin tima- setning er fyrir hendi. Þá má geta þess, aö útsölulögin eru oröin mjög gömul eða frá þvi enn rikti kóngur yfir landinu. Gunnar sagði þvi, að þaö væri orðiö nauðsynlegt aö endurskoða þau. „Ég held, aö þaö sé alltaf sama aðsóknin á útsölur,” sagði Gunnar ennfremur. „Ég hef lika orðiö var viö, að það getur munaö töluverðu á verðinu”. —EA NÚ FÁUM VIÐ EPLI AF TRJÁNUM Á ÍSLANDI! Trén voru 4 i upphafi,en tvö drápust, sennilega vegna þess að þau höfðu ekki nóg skjól. Hin tvö eru orðin um 2 og 1/2 m á hæð og bera eplaávexti á sumrin, en aldrei eins stóra og i ár. A öðru trénu eru nú 10 epli (einn fingralangur náði i eitt) og eru þau orðin á stærð við litil epli, sem hægt er að kaupa i búð. Ragnheiður sagði, að senni- lega myndu þau ekki stækka meira, en þau eru byrjuð að roðna. Og ef ekki kemur rok þannig að þau detti af trjánum verða þau kannski góð á bragðið. Sumarið hefur verið óvenju langt og hlýtt á Akureyri eins og á öðrum stöðum á landinu. Eplatré skarta snemma sumars með fallegum bleikum blómum, svo að þótt • engin epli fáist, þá eru þau til mikillar prýði. —EVI „Við fengum send 4 eplatré fyrir 12 árum siðan frá kunningjum okkar i Noregi”, sagði Ragnheiður Valdemars- dóttir, sem nú býr á Bugðuvegi 89 á Akureyri og er ein af þeim fáu sem rækta epli i garðinum sinum á tslandi Þetta er eplatréð norska á Akureyri. t ár bar þaö ávöxt I fyrsta sinn, enda sumarið meö eindæmum gott. — segja yfirmenn lögreglunnar um fyrstu lögreglukonurnar — Sœnska lögreglan vill hinsvegarlosnavið kvenlögreglu í búningum m % STWk*"" '* nvwr - 1 Stockholim övor/forptaplar hríivor: — Ilort nieil kvimiliga fiolisrrnu i iiiiiforin! II">i t't' i i tlll l>rM.rl ,, Lögreglukonurnar okkar standa sig alveg prýðilega'', sagði Bjarki Elíasson yf irlögreglu- þjónn, er við höfðum samband við hann í morgun Eins og kunnugt er, þá eru það tvær stúlkur, Dóra Hlín Ingólf sdóttir og Katrín Þorkelsdóttir sem fengu einkennis- búning i sumar. Sú þriðja hjá lögreglunni starfar óeinkennisklædd. Dóra Hlin og Katrin hafa aðallega starfað i umferðar- deildinni og taka þar m.a. skýrslur um árekstra og slys, sem verða. Þær hafa leyst starfs bræður sina af, er þeir hafa tekið sumarleyfi, og starfa nú i slysarannsóknardeild. Bjarki sagði, að enn ættu þær eftir að fara i seinni helming skólans, sem byrjar i janúar. Meiningin er að fjölga stúlkum til að vinna við hina al- mennu löggæzlu i borginni Það er ekki hægt að segja, að lögreglan I Stokkhólmi sé eins ánægð með sina kvenlögreglu, en það kemur vel fram i frétt hjá sænska blaðinu Expressen. „Burt með kvenlögreglu i ein- kennisbúningum! Þetta er ein af þeim kröfum sem mun koma fram, þegar sænska lögreglu- sambandið kemur saman á ráð- stefnu, sem haldin verður I lok ágúst.”, segir þar. Það eru yfirlögregluþjónar i Stokkhólmi, sem bera frum- varpið fram. Þeir krefjast þess, að verkefni kvenlögreglunnar verði takmörkuð Lögregluvarðstjórinn Gösta Sönderström, kom með mót- mælalista gegn Lisbeth Gauffin, kvenlögreglu, i Skarholmen. Lisbeth Gauffin, — út af henni varð fjaðrafok hið mesta I sænsku iögreglunni. 50 lögreglumenn vildu ekki hafa kvenmann til með þess að stjóran lögreglubilnum, Lisbeth, sem áður stjórnaði lög- reglubil er nú aftur byrjuð að vinna inni á stöðinni — En ég bið bara eftir þvi að komast aftur á bil — segir hún. — Að konur geti ekki staðið sig eins vel og karlmenn i svona starfi er bara rövl og vitleysa. En Gösta Söderström lét ekki af sinu Hann hefur lengi barizt gegn þvi að fá einkennisklæddar íögreglukonur. Hann segir, að þegar eitthvað alvarlegt sé á ferðinni, standi þær engan veginn i stöðu sinni. Þó að þær haldi annað, sé það bara vegna þess, að lögreglukonur séu ekki kallaðar út i erfið tilfelli. Sambandsstjórnin kemur ekki til með að vera sammála þeim, sem flytja frumvarpið. Búizt er við þvi, að hún muni koma með tillögu þess efnis, að gerðar verði sömu kröfur til karla og kvenna í starfi lögreglu Lögreglukonur i Stokkhólmi fengu fyrst einkennisbúning árið 1971. —EVI— Mikill hiti, — meira gosdrykkjaþamb Nokkur skortur hefur verið á hinum vinsæla gosdrykk, kóki, i verzlunum siðustu vikuna og lit- ið sem ekkert til af appelslni. Kókverksmiðjurnar hafa átt I erfiðleikum með að hafa undan eftirspurninni, auk þess sem flöskuskortur hefur valdið þeim nokkrum erfiðleikum. Ekkert hefur verið átappað af hinu vinsæla Egils appelsini i viku og stafar það af hráefna- skorti. Avaxtasafinn, sem sett- ur er i drykkinn, lá á hafnar- bakka erlendis, og þegar hráefnið loks var komiö til landsins, varð nokkur töf á að skipa þvi upp. Hjá ölgerð Egils Skallagrimssonar var okkur sagt i morgun, að þessi vanda- mál væru nú leyst og yrði nú farið að tappa appelsini á flöskur af fullum krafti. Til gamans má geta þess, að þegar bezt gengur, er tappaö á 100 þúsund flöskur á dag af þessum gosdrykk, og að jafnaði eru afgreiddar frá verksmiöjunni um 300 þúsund flöskur á viku' hverri. —JB Óheppileg aðferð til að byggja ódýrt Þaö er dýrt að byggja, sérstak- lega ef á að byggja „flott”. Að þeim bitra sannleika komust nokkrir 12 og 13 ára gamlir strákar, sem lögðu I kofa- byggingu á mótum Sogavcgar og Réttarholtsvegar fyrir stuttu. Þar sem þeir hafa sáralitlar tekjur, brugðu þeir á það ráð að byggja dýrt hús ódýrt, með þvi að stela efninu I kofann. Þeir fóru i timburhlaða, sem timbur- verzlunin Völundur á, og drógu sér þaðan nokkrar fjalir. En þrátt fyrir mikið timbur- magn, hjá Völundi, komst þjófnaðurinn upp, og strákarnir voru gómaðir. Kom það I hlut foreldranna að greiða timbur- verzluninni tjónið. Strákarnir verða likiega að iáta sér nægja lélegra smiðaefni á næstunni, eins og t.d. afgangs spýtur úr byggingum. Það efni verður vonandi heiðarlegar fengið, og gætu strákarnir þvi fyrir bragðið orðið . mun hreyknari af kofanum sem úr þvi yrði byggður. —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.