Vísir - 16.08.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 16.08.1974, Blaðsíða 7
Visir. Föstudagur 16. ágúst 1974. 7 IIMIM S ÍÐA im j Umsjón: Edda Andrésdóttir Arið 1974 er alþjóðlegt mannfjöldaár. Mannfjölda- ráðstefna hefst i Búkarest 19. ágúst nk. Þar verður m.a. fjallað um staði, þar sem menn fá ekki þak yfir höfuð- ið, ekki mat, enga vinnu og sjá vart i himininn fyrir þrengslum. Einn slikur stað- ur er Kalkutta. Heimurinn á eftir að eignast fleiri slika staði, segja margir. BANGIA DESH INDLAND CAtCUTIA Litill hluti deyjandi manna á götum Kalkútta kemst I hús Móður Theresu. Flestir þjást af berklum, og allir eru mjög vannærðir. 80% af ungbörnum, sem koma til hennar deyja. Þau eru vannærð frá þvi löngu fyrir fæðingu. „Óþekktur” 10 ára gamall, kom til þess að deyja. Ættingjar óþekktir, uppruni óþekktur, heimilisfang óþekkt. Þetta skrif- uðu nunnurnar I „Dauðahúsinu” i Kalkutta i bækur sinar. Drengur- inn hafði fundizt á gangstétt i ná- grenninu. Hann var að dauða kominn af hungri og þjáðist af sjúkdómum i brjósti. „Óþekktur ” var mjög hrædd- ur. Hann reyndi að fela andlit sitt með höndunum. En á milli ó- hreinna og sárugra fingra sáust augu hans, stór, brún og hrædd. Þetta er daglegur viðburður i „Dauðahúsinu” I Kalkutta. Mönnum finnst, ef til vill skritið, að það skuli vera kallað þessu nafni. Þó er það kannski ekki svo skrítið, þvi að mikill hluti þeirra, sem þangað koma, deyja. Hinir f fara aftur út á göturnar. Margir Hefur barizt í 45 ór fyrir fótœku — þúsundir deyja ó götum Kalkútta. Lítill hluti þeirra kemst í hús móður Theresu. En það þykir hamingja að fó að deyja þar koma aftur. Sumir deyja einhvers staðar. Móðir Theresa hefur barizt fyrir þá fátæku I 45 ár i Kalkutta. A þeim tima hefur hún aldrei komið heim til sin til Albaniu, þar sem hún er fædd. Hún hefur barizt i 45 ár fyrir þá fátæku. Hún litur ekki út eins og engill, þó að hún sé kölluð „Engill Kal- kutta”. Sú, sem hefur fengið þetta nafn, gengur annars undir nafn- inu Móðir Theresa og er 64 ára gömul. Hún er nunna og hefur samfleytt i 45 ár barizt fyrir þá fátæku. Hún hefur fengizt við alla hugsanlega sjúkdóma og hefur liklega séð meiri hryggð og hörm- ungar en flestar aðrar lifandi manneskjur. Theresa og fleiri nunnur með henni sjá um „Dauðahúsið” i Kalkutta. Hún hefur lika komið sér upp stofnunum á miklu fleiri stöðum i borginni. Hún og nunn- urnar fá engin laun og eiga ekki neitt. Starf hennar gengur aðeins á framlögum, sem koma nú alls staðar frá úr heiminum. Og það er vist áreiðanlegt, að hver eyrir er nýttur. Þekktasta stofnun Theresu er fyrrnefnd hús i Kalkutta, hús hinna deyjandi. Þúsundir manna deyja á götunum, en hluti vesal- inganna kemst i hendur Theresu og systranna. Það þykir ham- ingja að fá að deyja i húsi hennar. Siðan 1954 hafa þær annazt 18000 sjúklinga. Þeim er þvegið, þeir fá eitthvað að borða, fá vita- min og fleiri lyf. Yfir 6000 af þeim létust hjá nunnunum. Þær gátu ekki gert mikið fyrir þá sjúku. Þær gátu aðeins hjálpað þeim að deyja við sómasamlegar aðstæð- ur. Það kemur mikið af ungbörn- um i barnaheimili Theresu. Börn- in eru sjúk og flest þjást vegna vannæringar frá þvi löngu áður en þau fæddust. Þau lifa nokkra sólarhringa á mjúkum, hreinum lökum. Þau eru klædd i barnaföt og fá að liggja i barnarúmum. En flest þeirra deyja innan nokkurra sólarhringa. Áttatiu prósent af öllum þeim börnum, sem koma i hús Theresu, deyja. Þau þjást af exemi og fleiru og fleiru. Mörg hafa fæðzt fyrir tim- ann og eyrun á sumum standa eins og vængir út i loftið. Sumum er ekki hægt að gefa neina nær- ingu nema einn og einn dropa i einu. Sum barnanna lifa. Þau eru frisk og sterk. En þau eru munað- arlaus og eiga enga framtið. Móðir Theresa heitir réttu nafni Agnes Gonxha Bojaxhieu. Tiu ára gömul gekk hún i klaustur i Albaniu, þar sem hún er fædd. Þegar hún var 19 ára, var hún send til Kalkutta til þess að kenna við klausturskóla. Siðan þá hefur hún aldrei tekið sér sumarleyfi og aldrei séð heimaslóðir sinar. Óþekktur 10 ára Þegar „Óþekktur” 10 ára kom i hús Theresu, var nýlátinn maður og guðsþjónusta stóð yfir. Nunn- urnar höfðu safnazt við altarið og báðust fyrir. 1 sama herbergi lágu um 70 manns, allir sjúkir eða deyjandi. Úti var loks komin hellirigning. Það lak i gegnum þakið, og það gljáði á steingólfið. Birta barst inn um glugga húss- ins. Fárveikur 2ja ára drengur, sem hafði brennzt illa, lá i einu horninu. Á öðrum stað grét mað- ur lágt. Hinir lágu kyrrir, flestir á bakinu. Margir hóstuðu. Flestir höfðu berkla. Allir voru mjög vannærðir. „Óþekktur”, 10 ára, og allir hinir, komu til þess að deyja, þvi að þetta var „heimili hinna deyj- andi”. Þangað komast fá prósent þeirra hundrað þúsund mann- eskja, sem lifa og deyja á götum Kalkutta. Þar fær fólkið dálitið af mat og ró og deyr i friði. — Guðsþjónustunni lýkur. Hinn látni var 60 ára gamall maður. Kom i húsið fyrir 3 vikum. Þjáðist af berklum og lifrarsjúkdómi. Þriðji hver sjúklingur, sem kem- ur deyr. Flestir sjúklinganna koma frá öðrum stöðum en Kal- kutta. Þeir hafa komið til Kal- kutta i von um að fá vinnu. Flestir hverjir koma úr öskunni i eldinn. vel veit nákvæmlega hve margir. Þetta er eina virkilega stór- borgin á svæði, sem hefur að geyma 150 milljónir manna, þriðja hluta ibúa Indlands. 12 milljónirnar hafa 14550 sjúkrahúsptáss. I Sviþjóð t.d. þar sem íbúar eru 8,1 milljón- ir, eru 17000 pláss aðeins I Stokkhólmi. Aðo'ns tiunda hvert heimili i miðborginni hefur eigiö sal- erni. Aðeins helmingur heimila hefur eigið frárennsli. 1/4 af heimilum i miöborg- nni hafa veggi úr bambus eða lcir og þak úr grasi eöa hálmi. 10% af Ibúum búa hreinlega á götunni. Það cr álika margir og búa t.d. I Stokkhólmi. 500000 ibúar eru taldir vera atvinnulausir. Hér er átt við fyrirvinnu fjölskyldna án vinnu. Hvert ár er þörf fyrir 125 nýja skóla og minnst 1000 nýja kennára. 3. hvert barn fær ó- kéypis skólapláss. Þaö er skólaskylda, en aðeins 67 prósent af skólaskyldum börn- um fá pláss i skóla. 64 prósent af Ibúum i Kal- kutta eru ólæsir, Frárennsliskerfið i mið- borginni var byggt árið 1886 og þá var i hæsta lagi reiknað með milljón manneskjum. Nú búa þar minnst fjórar milljón- ir. Arið 2000 er reiknað nteð, að það búi minnst 35,6 milljónir i- búa I Kalkútta, mest 66 millj- ónir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.